Þjóðviljinn - 02.11.1988, Page 9
ERLENDAR FRETTIR
ik árið 1947 ásamt fleiri lista-
mönnum og stárfaði við það
verkstæði næstu 10 árin. Á þessu
tímabili, þegar innflutningur
hófst á erlendum listmunum og
samdráttur varð á sölu íslenskra
listmuna á árunum 1953-1956
stundaði Ragnar sjómennsku á
ýmsum togurum um þriggja ára
skeið. Listamannastarfið heillaði
hann samt frá sjómannsstörfum
og hvarf hann aftur til sinna fyrri
starfa. Árið 1958 stofnaði hann
ásamt fleirum Glit Keramik.
Hann var forstöðumaður þess
fyrirtækis í nokkur ár. Jafnframt
þessum störfum var hann for-
maður stjórnar Myndlistaskólans
og skólastjóri í nokkur ár. Hann
gegndi ýmsum fleiri störfum fyrir
myndlistamenn m.a. sat hann í
stjórn Myndhöggvarafélags í
Reykjavík frá stofnun þess. í>á
hafði hann einnig umsjón með
ýmsum sýningum myndhöggv-
ara. Sjálfur hélt Ragnar einka-
sýningar bæði hér á landi og er-
lendis. Hin síðari ár starfaði
Ragnar mest við höggmyndalist
og voru verk hans mjög eftirsótt.
' Ragnar kvæntist vorið 1945
Katrínu Guðmundsdóttur frá
Skaftafelli. Hún var þá bankarit-
ari í Útvegsbanka íslands og er
nú deildarstjóri í sama banka.
Þau hjónin hafa búið á Ljósvalla-
götu 32 þar sem foreldrar Katrín-
ar voru einnig búsett. Heimili
þeirra var mjög fallegt og list-
rænt. Oft fannst gestum eins og
þeir væru staddir á listasafni, þeg-
ar þeir komu á heimili þeirra.
Þeim fögru listaverkum sem þar
prýða heimilið er ákaflega
smekklega fyrir komið. Þeim sem
komu á þetta heimili, voru þessi
listaverk mjög minnisstæð, ásamt
gestrisni og góðu viðmóti þeirra
hjóna. Ragnar og Katrín eignuð-
ust fjögur börn: Kjartan leikara
og leikritaskáld, sem kvæntur er
Guðrúnu Ásmundsdóttur leik-
konu. Þau eiga einn son, sem ber
nafn afa síns. Guðmund Örn
prest, sem er kvæntur Jónínu
Láru Einarsdóttur bankaritara
og myndlistakonu. Þau eiga þrjá
syni. Hörð kennara, sem kvæntur
er Jónínu Marteinsdóttir kenn-
ara. Þau eiga þrjú börn. Ingu Sig-
ríði myndhöggvara, gifta Step-
han Klaar hljómlistarmanni. Þau
búa í Kempten í Þýskalandi og
eiga tvær dætur.
Ragnar virtist við fyrstu kynni
ekki fljóttekinn maður og nokk-
uð þungbúinn. Við nánari kynni
kom fljótlega í Ijós að svo var
ekki. f hópi kunningjaog vina var
hann hrókur alls fagnaðar. Hann
var fljótur að grípa gítarinn og
taka lagið og koma vinahópnum í
gott skap. isamræðum var hann
hinn skemmtilegasti og marg-
fróður um hin ótrúlegustu efni.
Hann kunni mjög góð skil á bók-
menntum og listasögu og átti
mikið bókasafn um listaverk, sér-
staklega höggmyndalist, sem á
síðari árum var hans mesta áhug-
amál. Það var mjög ánægjulegt
að hitta Ragnar á kvöldin þegar
hann var einn að vinna á verk-
stæði sínu. Þá gaf hann sér góðan
tíma að sýna manni þau verk,
sem hann var að vinna að og segja
frá ýmsum atriðum í sambandi
við þau. Oft hafði ég það á tilfinn-
ingunni, þegar ég hafði verið í
slíkum heimsóknum hjá honum,
að ég hefði verið á listanám-
skeiði.
Á síðari árum átti Ragnar oft
við mikið heilsuleysi að stríða.
Áhugi hans á höggmyndalistinni
hélst þó til hinstu stundar. Þegar
hann var orðinn fársjúkur gerði
hann þá ráðstöfun, að Inga Sig-
ríður dóttír hans kæmi heim frá
Þýskalandi, til að ljúka við verk,
sem hann átti ólokið við er hann
veiktist. Hann fylgdist af miklum
áhuga með frágangi verksins af
sjúkrabeði sínum.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Ragnari svila mínum fyrir þá
samfylgd, sem við áttum með
honum. Distu og fjölskyldunni
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ragnar Ólafsson
p ísraelska þingkjörið
Ovissa!
Jafnskjótt og síðasti kjósjindinn
hafði greitt atkvæði í Israel í
gærkvöldi gerði ríkissjónvarpið
grein fyrir niðurstöðum fylgis-
könnunar sem það lét gera á kjör-
stöðum í gærdag.
Ef marka má niðurstöðuna
hefur enn ekki tekist að fá
hreinar línur í israelska pólitík.
Verkamannnaflokkurinn og
Líkúdbandalagið fá 40 sæti hvor
fylking af 120 á þinginu. Afgang-
inum skipta 12 smáflokkar á milli
sín, fá frá 6 og niður í 1 sæti hver.
Ef úrslitin verða á þessum nót-
um er hugsanlegt að hægrimenn,
þjóðernissinnar og heittrúaðir
hreppi nauman meirihluta á þingi
og klastri saman stjórn. En þá
verða forystumenn Líkúdbanda-
lagsins að starfa með smáflokk-
um sem hafa 5, 4, 3, 2, 2, 1 þing-
sæti!
Áður en ísraelsmenn gengu að
kjörborði í gær höfðu fréttaskýr-
endur látið að því liggja að mikil
kjörsókn yrði Líkúdbandalagi
Yitzhaks Shamirs forsætisráð-
herra til hagsbóta. Þótt enn sé
ekki komið á daginn hvort þessi
fullyrðing á við rök að styðjast er
ljóst að landsmenn hafa fjöl-
mennt á kjörstaði.
Tveim tímum áður en kjör-
stöðum var lokað í gærkvöldi
höfðu 75 af hundraði atkvæðis-
bærra manna kosið. Það er sex
prósent aukning frá því í þing-
kjörinu árið 1984.
ísraelskar orrustuþotur gerðu í
gær loftárásir á „bækistöðvar
hryðjuverkamanna" í Líbanon
(svo notað sé tungutak ísraelsks
herforingja). Árásirnar voru
gerðar í „hefndarskyni" fyrir
morð palestínskra hryðjuverka-
manna á ungri konu og þrem
börnum hennar við Jeríkó á
sunnudagskvöld.
í gær særðust þrír vegfarendur
af gyðingaættum þegar bensín-
sprengjum var varpað á bifreiðir
þeirra í Austur-Jerúsalem. Lög-
regla handtók 30 Palestínumenn.
Einsog hryðjuverkið við Jeríkó
eru árásirnar í höfuðborginni
taldar hafa aukið líkurnar á vel-
gengni hægrimanna.
Embættismenn sögðu í gær að
kjörsókn hefði verið mest í
röðum gyðinga sem búa á her-
teknu svæðunum, Gaza og vestan
Jórdanar. Þar var hún orðin 85 af
hundraði löngu áður en kjörstöð-
um var lokað.
Alls hafa 2,9 miljónir ísraels-
manna atkvæðisrétt, þar af 347
þúsund arabar og drúsar. Á her-
teknu svæðunum búa 1.750.000
Palestínumenn en þeir eru rétt-
lausir með öllu.
Reuter/-ks.
Amnesty International:
Mannréttindi hundsuð í Tyiidandi
Pótt borgaraleg ríkisstjórn hafifarið með völd ífimm ár erpólitískum
föngum misþyrmt enn þann dag í dag
Mannréttindasumtökin Amn-
esty International staðhæfa
að yfirvöld í Tyrklandi brjóti
grófiega rétt á þegnum sínum og
að misþyrmingar pólitískra fanga
sé fremur regla en undantekning.
í skýrslu samtakanna um rétt
og réttleysi manna í Tyrklandi,
sem út kom í gær, stendur að
fjórðungur miljónar manna hafi
þurft að dúsa í dýflissu um lengri
eða skemmri tíma vegna
stjórnmálaskoðana sinna frá ár-
inu 1980. Það ár reif herinn völd-
in í sínar hendur og hélt þeim um
þriggja ára skeið. Þorri þessara
fanga sætti pyntingum.
„Þótt fimm ár séu liðin frá því
borgaraleg ríkisstjórn tók við
völdum á ný hefur henni enn ekki
tekist að tryggja mannréttindi
Sovétríkin
Aldnir hættir í Minsk
Lögregla lumbrar á mótmœlendum
Lögreglan í Minsk, höfuðborg
sovétlýðveldisins Hvíta Rúss-
lands, hleypti á sunnudag upp
fjöldafundi þar í borg, varpaði
táragassprengjum og handtók 80
þátttakendur. Fundurinn var
haldinn til minningar um fórnar-
lömb Stalíns og sóttu hann um 15
þúsund manns.
Að sögn Karínu Musaeljan, fé-
laga í samtökunum „Minnis-
merki“ sem kappkosta að fletta
ofan af myrkraverkum Stalíns,
hafa flestir hinna handteknu
fengið að fara frjálsir ferða sinna
á ný.
Hún kvað fólkið hafa verið að
minnast tugþúsunda manna sem
einræðisherrann lét taka af lífi í
skógi einum, steinsnar frá Minsk,
á árunum 1937-1941.
Annar félagi „Minnismerkis“,
Dmitri Leonov, sagði hegðan
stjórnvalda í Hvíta Rússlandi
öndverða því sem gengi og gerð-
ist annars staðar í Sovétríkjunum
á tímum „glastnost“ og „perestr-
ojku.“ Hann kvað samtök sín
hafa sent Míkhaíl Gorbatsjov
símskeyti og mótmælt harðlega
lögregluofbeldi
Minsk.
ráðamanna í
Reuter/-ks.
þegna sinna," segja skýrsluhöf-
undar.
„Þótt fangelsunum hafi fækkað
til muna á umliðnum árum frá því
sem var strax eftir valdaránið þá
sæta pólitísku fangarnir sömu illu
meðferðinni og fyrrum, langoft-
ast er þeim misþyrmt.“
Önefndur heimildamaður Re-
uters í sendiráði Tyrklands í
Lundúnaborg viðurkenndi í gær
að þess fyndust enn dæmi að
gengið væri í skrokk á mönnum í
fangelsum. Hinsvegar ýktu and-
stæðingar stjórnvalda og reyndu
ólmir að blása í glæður tortryggni
og fjandskapar í annarlegum til-
gangi.
„Til eru viss öfl sem leggja sig í
líma við að hindra aö Tyrkland fá
inngöngu í Evrópubandalagið og
eigi góð skipti við stofnanir og
ríki Evrópu.“
í skýrslu Amnesty eru rakin
ýms dæmi. Ungir karlmenn séu
pyntaðir í augsýn ungra kvenna
og öfugt, foreldrar séu kvaldir í
augsýn barna sinna. Þrír félagar
ólöglegs stjórnmálaflokks voru
neyddir til þess að taka höndum
saman og þvínæst var raf-
straumur leiddur í gegnum þá.
„Algengar misþyrmingar eru
barsmíðar með þaulhugsuðum og
kerfisbundnum hætti, „falaka“
(kylfuhögg eftir kylfuhögg undir
iljar manna), raflost, nauðganir
og annað kynferðislegt ofbeldi.
Ennfremur er títt að fangar séu
hlekkjaðir á höndum og látnir
hanga í hlekkjunum. Þeirn er
neitað um mat og drykk og haldið
vakandi sólarhringum saman.“
Skýrsluhöfundar segjast hafa
sannanir fyrir því að fimm ein-
staklingar hafi látist af völdum
pyntinga í tyrkneskum fangelsum
á fyrri hluta þessa árs.
Reuter/-ks.
El Salvador
Dukakis skáni kostur
Foringi skœruliða í El Salvador segir eftirmann Reagans verða að gera
upp þrotabúforvera síns í Mið-Ameríku
Leiðtogi uppreisnarmanna í El
Salvador segir næsta forseta
Bandaríkjanna ekki eiga annarra
kosta völ en að leggja úrelta
stefnu forvera síns gagnvart Mið-
Amcríku fyrir róða. Hann kveðst
all vongóður um að Michael Duk-
akis beiti sér fyrir pólitískum úr-
ræðum í álfunni fremur en hern-
aðarlegum nái hann kjöri.
Leonel Gonzalez er foringi
Þjóðfrelsisfylkingar Farabundo
Marti. Hann greindi frá því á
fréttamannafundi í Panamaborg í
gær að öll viðleitni ríkisstjórnar
E1 Salvador til þess að brjóta
skæruliða á bak aftur hefði farið
út um þúfur. Þar með hefði Reag-
anstjórnin beðið ósigur því hern-
aðarbrölt stjórnarhersins hefði
verið runnið undan rifjum henn-
ar.
„Á átta ára valdaferli sínum
hefur Reaganstjórninni ekkert
orðið ágengt í baráttunni gegn
FMLN og er engu nær um lausn
mála í E1 Salvador."
Gonzalez var inntur álits á
frambjóðendunum tveim í
bandarísku forsetakosningunum.
„Munurinn er ef til.vill sá að Duk-
akis yrði tilleiðanlegur að svipast
um eftir pólitískum úrræðum,
næði hann kjöri, en Bush kynni
aftur á móti að láta ófriðlega.
En hvað sem líður skoðunum
og stefnum þá erum við fullvissir
um að næsti forseti verði að söðla
um gagnvart Mið-Ameríku því
stefna Reaganstjórnarinnar hef-
ur komið Bandaríkjamönnum á
kaldan klaka og einangrað þá.“
Reuter/-ks.
Miðvlkudagur 2. nóvember 1988 ÞJÖÐVILJiNN — SÍÐA 9