Þjóðviljinn - 02.11.1988, Page 12
-SPURNINGIN—m
Hvaö eiga borgaryfirvöld
að gera í framhaldi af
niðurstöðum skoðana-
könnunar um hunda-
hald?
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
ÁLAUGARDÖGUM
681663
Karl Stefánsson símsmiður:
Framkvæma raunhæfa kosningu
um hundahald þegar næst verð-
ur kosið til borgarstjórnar til að fá
sem flesta á kjörstað. Sjálfur er
ég hlutlaus í afstöðunni til hunda-
halds í borginni.
Kristín Kristjánsdóttir
menntaskólanemi:
Mér finnst að banna eigi hunda-
hald í borginni. Hundar eiga
heima í sveitum en ekki í þéttbýli.
Þar eru þeir frjálsari en í borg.
13irgir Helgason
birgðavörður:
Ég er á móti hundahaldi í þéttbýli
og vil þessvegna að hundahald
verði bannað í borginni. Hundar
eiga heima í sveit því þar líður
þeim mun betur en í þóttbýli.
Stefán Einarsson
þýskunemi í H.Í.:
Banna hundahald. Þeir eiga
heima í sveit en ekki í borg. í þétt-
býli ér ávallt hætta á óþrifnaði frá
þeim og svo líður þeim mun betur
í sveitinni.
Magnfríður Sigurðardóttir
húsmóðir:
Ég er nú frekar meö hundahaldi í
borg að uppfylltum ströngum
skilyrðum um hreinlæti og snyrti-
mennsku og ef fólk hugsar vel
um þá. En að öðru leyti finnst mér
nú að hundar séu betur komnir í
sveit en í borg.
Útgáfa
Landið
úr lofti
Landmœlingar
íslands og
Hörpuútgáfan senda
frá sér bók með 50
loftmyndir aflandinu
— Við viljum með þessu gefa
almenningi kost á að kynnast
landinu sínu betur. Loftmyndir
eru ómetanlegar heimildir um
landið og þær breytingar sem það
tekur af völdum manna og nátt-
úru, sagði Ágúst Guðmundsson,
forstöðumaður Landmælinga ís-
land, er hann fylgdi í gær úr hlaði
nýrri bók sem ber nafnið Land-
mótun og byggð í fimmtíu ár.
Bókin hefur að geyma 50 loft-
myndum víðs vegar af landinu.
Bók þessi er gefin út í sam-
vinnu Landmælinga íslands og
Hörpuútgáfunnar sem ber allan
kostnað af prentun og dreifingu
hennar, en Landmælingar leggja
til efni.
- Á síðasta ári voru liðin 50 ár
síðan fyrsta loftmyndin var tek-
inn hér á landi til kortagerðar.
Það má segja að við séum að
minnast þeirra tímamóta með út-
gáfu þessarar bókar. í dag eru til
á annað hundrað þúsund loft-
myndir í loftmyndasafni Land-
mælinga íslands, sagði Þorvaldur
Bragason, landfræðingur og
deildarstjóri hjá Landmælingum,
en hann ásamt Magnúsi Guð-
mundssyni landfræðingi, sem
annast loftmyndatökur fyrir
Landmælingarnar, tóku efnið
saman og völdu myndir í bókina.
- Við hjá Hörpuútgáfunni
erum mjög ánægð með þetta
samsíarf við Landmælingar ís-
lands. Við teljum að svona bók
eigi fullt erindi til allra þeirra sem
vilja fylgjast með þeim breyting-
um sem á landinu verða frá ein-
um tíma til annars, sagði Bragi
Þórðarson bókaútgefandi.
f bókinni má sjá fjölmörg dæmi
um hvernig landið hefur tekið
miklum breytingum. Þannig má
sjá hvernig Breiðamerkurjökull
hefur hopað, sjávarrof við
Surtsey, nýtt hraun og eyðingu
byggðar í Heimaey, þróun
byggðar í Breiðholti í Reykjavík
og þróun byggðar víða um land.
Þessi mynd var tekin klukkan
fimm mínútur gengin í þrjú, 18.
ágúst 1986 í miðborg Reykjavík-
ur, en þann dag flykktust
Reykvíkingar eins og ónefnd dýr-
ategund í miðbæinn í tilefni 200
ára afmælis borgarinnar. Tertan
góða er undir röndótta tjaldinu.