Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Keflavík Togaramir skulu fara Hraðfrystihúsið: Ekki verður hvikaðfrá skipaskiptunum. Pingmenn viljafrest Stjórn Hraðfrystihúss Kefla- víkur hyggst ekki hvika frá þeirri stefnu sinni að skipta á ísfisktog- urunum Aðalvík og Bergvík KE og Drangey SK þrátt fyrir gagnrýni sveitarstjórnar- og þingmanna í Reykjaneskjördæmi þar um. Þeir hafa beðið stjórnina um 3ja vikna frest á sölunni, með- an leitað verði ráða til að halda skipunum á Suðurnesjum. Að sögn Ólafs Jónssonar vara- formanns stjórnar Hraðfrysti- hússins eru báðir ísfisktogararnir á sóknarmarki með 1650 tonna þorskkvóta og 1700 tonna karf- akvóta hver togari. Þá sé Drang- eyin einnig á sóknarmarki með jafn mikinn kvóta af þorski og karfa. Ólafur sagði þessa breytingu á rekstri hraðfrysti- hússins vera einu raunhæfu lausnina á að gera út frystitogara í stað ísfisktogara með hefð- bundna landvinnslu. Með 35 miljón króna lán- veitingu meirihluta stjórnar Byggðastofnunar til Fiskiðju Sauðárkróks vegna skipaskipt- anna munu eigendur Hraðfrysti- húss Keflavíkur fá Drangeyna nær skuldlausa og Útgerðarfélag Skagfirðinga mun létta á skuldum sínum um rúmlega 100 miljónir króna án þess að um tekjutap verði að ræða. Aðeins 1/3 áhafna keflvísku togaranna hefur verið frá Suður- nesjum, hinir frá höfuðborgar- svæðinu, og mjög erfitt hefur ver- ið að manna landvinnsluna nema með erlendu vinnuafli. Með skip- askiptunum verður H.K. rekið áfram sem fyrirtæki með 30-35 manns í vinnu og góða möguleika á hagnaði í rekstri. -grh Vernd Sáttanefnd gefst upp Guðmundur Arni Stefánsson og GuðmundurJ. Guðmundssonfengu ekki tœkifœri tilþess að ræða við framkvœmdastjórn Verndarum deilurinnan samtakamia Þrátt fyrir ítrekaðar óskir okk- ar hefur formaður Verndar ekki Ijáð því máls að við fengjum tækifæri til að ræða við fram- kvæmdastjórn Verndar um stöðu mála. Þetta er undarleg afstaða, segir m.a. í yfirlýsingu frá Guð- mundi Árna Stefánssyni, bæjar- stjóra Hafnarfjarðar og Guð- mundi J. Guðmundssyni, for- manni Dagsbrúnar. Þeir tveir voru beðnir að leita sátta í því deilumáli sem hefur komið upp innan fangahjálpar- innar Verndar, enda báðir átt sæti í stjórn samtakanna um ára- bil. „Af þeim sökum hefur okkur þótt það miður, að uppi eru deilur um form og forystu hjá Vernd; ágreiningur sem varð á aðalfundi samtakanna og vaxið hefur í kjölfar hans. Hvorugur okkar átti þess kost að sitja um- ræddan aðalfund. Þegar hins veg- ar var til okkar leitað og við beðn- ir að leita sátta hjá deiluaðilum og reyna að koma starfsemi Verndar á vitrænan grundvöll á nýjan leik, þá hlutum við að verða við slíkum óskum. Því mið- ur hafa tilraunir okkar í þá veru ekki tekist,“ segir orðrétt í yfir- lýsingunni. Þeir segja að það sé ljóst að tilraunir þeirra til þess að ná sátt- um innan Verndar nái ekki fram að ganga. „Það er deginum ljós- ara, þegar við aðalstjórnarmenn Verndar um langt árabil og engir hlutdeildarmenn í aðsteðjandi deilumálum, náum ekki einu sinni eyrum framkvæmdastjórn- ar - hvað þá meir. Við lítum því svo á að sáttatilraunum af okkar hálfu sé lokið.“ Að lokum segja þeir að það sé þeirra einlæga ósk að Vernd komist í gegnum þau innanmein er nú herja á og að afleiðingar þeirra verði ekki Þrándur í Götu framtíðarinnar í starfsemi sam- takanna. „Er það von okkar að Vernd eflist við raunir þessar og muni um ókomna tíð verða skjól þeirra ógæfusömu manna og kvenna er komast á svig við lög samfélags- ins.“ -Sáf Dómnefnd og aðrir tilsjónarmenn í hugmyndasamkeppni Kópavogskaupstaðar um skipulag Fífuhvamms- lands: Richard Björgvinsson, Guðrún Jónsdóttir, Ólöf Þorvaldsdóttir formaður, Kristinn Magnússon, Hró- bjartur Hróbjartsson, Ólafur Jensson og Birgir H. Sigurðsson. Mynd: ÞÓM. Fífuhvammur Landnám í Kópavogi Hugmyndasamkeppni um skipulag 184 hektara í hjarta höfuðborgarsvœðisins. Ólöf Þorvaldsdóttir: Metnaðarmál að vel takist til Kópavogskaupstaður f ‘ hefur ákveðið að efna til hug- myndasamkeppni um skipulag Fífuhvammslands. Keppnissvæð- ið er dalur sem afmarkast af Reykjanesbraut, fyrirhuguðum Arnarnesvegi og bæjarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Landsvæðið er um 184 hektar- ar - ekki minna en Grafarvogur- inn allur, eins og Kristján Guð- mundsson bæjarstjóri komst að Sjónvarp Einkaréttur Stöðvar 2 Samtökfyrstudeildarfélaga gerðu samning við Stöð 2 um einkaréttá útsendingum leikja fær ekki að sýna brot af handbolta- Sjónvarpið nema leikjunum í 1. deild í vetur þar sem frjálsa sjónvarpsstöðin Stöð 2 hefur gert samning um einka- rétt á sýningu leikja í deildinni. Með samningnum segjast for- ráðamenn félaganna einfaldlega sclja réttinn hæstbjóðanda sem í þessu tilviki var Stöð 2. Hvorki talsmenn félaganna né Stöðvar 2 vildu greina frá upp- hæðinni sem hér ræðir um. Þó er talið fullvíst að hún nemi ekki minna en tveimur miljónum króna, ef Bikarkeppnin er með- talin. Um hana á þó stjórn HSÍ eftir að leggja blessun sína. Auk þess mun Stöð 2 sjá um að aug- lýsa leiki deildarinnar á ýmsan hátt. Ríkissjónvarpið gerði Sam- tökum 1. deildarfélaga tvíþætt til- boð eftir að umræður samtak- anna við Stöð 2 hófust. Annars vegar var óskað eftir sýningar- rétti á öllum leikjum deildarinnar og bikarkeppninnar og fyrir það skildi Sjónvarpið greiða 1,1 milj- ón króna. Stöð 2 átti samkvæmd þessu tilboði Sjónvarpsins að hafa jafnan rétt á sýningum frá leikjunum. Ef ekki yrði að þess- um óskum farið, vildi Sjónvarpið fá að sýna beint frá 5 leikj um af 90 í 1. deild auk bikarúrslitaleiksins og vildi greiða 475 þúsund krónur fyrir brúsann. Báðum tilboðun- um var hafnað þannig að ljóst er að Stöð 2 hefur ekki boðið minna en fyrrnefnda upphæð. Það hefur komið fram í rnáli Gunnars Bæringssonar hjá Kred- itkortum að þeir ætli að styðja Stöð 2 eða jafnvel borga alla samningsupphæðina. Þessu neit- ar Heimir Karlsson íþróttafrétta- maður Stöðvarinnar og segir samninginn eingöngu vera á milli Stöðvar 2 og Samtaka 1. deildarfélaga. Ljóst þykir þó að Stöðin muni ekki borga mikinn hluta samningsupphæðar og sagði Ólafur H. Jónsson, fjár- málastjóri Stöðvar 2 að öðruvísi gætu þeir einfaldlega ekki fjár- magnað hluti eins og þessa. Ingólfur Hannesson, yfirmað- ur íþróttadeildar Sjónvarpsins, segir að þessi samningur sé að- eins upphafið að hörðu stríði á milli stöðvanna. „Við buðum allt sem við gátum í leikina. Við reyndum að sprikla en gátum ekki betur, enda sitjum við ekki við sama samkeppnisborð og Stöð 2. Við verðum einfaldlega að laga okkur að þessum raun- veruleika og reyna aðrar leiðir,“ sagði Ingólfur ennfremur. -þóm orði er fyrirhuguð samkeppni var kynnt fréttamönnum í gær - og er gert ráð fyrir allt að 8 þúsund manna byggð, en það er fleira fólk en býr í Garðabænum í dag. Aðalskipulag Kópavogs gerir ráð fyrir að á svæðinu verði atvinnurekstur, opinber þjónusta og blönduð byggð með fyrr- greindri íbúatölu. Þarna eiga að vera tveir grunnskólar, fram- haldsskóli og tvö skóladagheim- ili, sex dagvistarheimili, gæslu- vellir, íþróttasvæði, heilsugæsla, kirkja og kirkjugarður. Olöf Þorvaldsdóttir, formaður dómnefndar, sagði að ekki hefði áður verið haldin samkeppni um svo stórt landsvæði í þéttbýli. Fíf- uhvammsland væri nánast ó- snortið, um væri að ræða mjög gott byggingarland og því mikil- svert að vel tækist til. Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar og er skila- frestur til febrúarloka. Heildar- upphæð verðlauna nemur 6 milj- ónum króna; fyrstu verðlaun þar af a.m.k. þremur miljónum. Auk Ólafar skipa dómnefnd- ina Kristinn Magnússon og Ric- hard Björgvinsson og eru þau til- nefnd af Kópavogsbæ; Guðrún Jónsdóttir og Hróbjartur Hró- bjartsson, tilnefnd af Arkítekt- afélagi íslands. Ritari dómnefnd- ar er Birgir H. Sigurðsson, skipu- lagsfræðingur, en trúnaðarmaður hennar Ólafur Jensson, fram- kvæmdastjóri Byggingarþjónust- unnar. Happdrætti ASKRIFENDUR! Greiðið heimsendagíróseðla sem fyrst. Dregið 10. nóvember um glæsilega vinninga Þjóðviljans Þátttaka allra tryggirstörátak

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.