Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 7
Lesendakönnun Þjóðviljans Skýr vinstri sérstaða Lesendur vilja pólitískan Pjóðvilja en virðast leggja áhersluásjálfstœð vinnubrögð, vönduð og heiðarleg. Peir eru þokkalega hressir með blaðið en krefjastþess að gert sé enn betur Stundum er Þjóðviljinn helsti neikvæður, of fræðilegur eða með hálfgert nöldur, en oftar er hann þó skemmtilegt blað í nokk- uð skýrri sérstöðu meðal ís- lenskra fjölmiðla. Þetta virðist dómur lesenda um blaðið í les- endakönnun sem fram fór í sumar og byrjað var að segja frá í blað- inu á þriðjudag, en þá var fyrst og fremst skýrt frá svörum um ein- staka efnisþætti. f könnuninni var einnig spurt um almenn viðhorf til blaðsins, og þar kom vel í ljós að lesendur telja blaðið hafa skýra vinstri sér- stöðu. Sú sérstaða hlýtur að vera lesendum að skapi, því ýmis svör gefa í skyn kröfu um enn beittari pólitík. í fyrri frásögn af könnuninni í þriðjudagsblaðinu var einkum fjallað um einstaka efnisþætti, og verður hér skýrt frá viðbrögðum almennara eðlis. f þessum hluta könnunarinnar var slegið fram ýmsum fullyrðingum um blaðið, jákvæðum og neikvæðum, og svarendum gefinn kostur á að merkja við hvort þeir voru „sam- mála“ - „frekar sammála" - „bæði og“ - „frekar ósammála" eða „ósammála“. Niðurstöð- urnar voru svo reiknaðar þannig að ,jammála“ jafngilti 1, en „ó- sammála“ 5, síðan lagt saman og deilt í. Lág tala, nálægt 1, merkir að margir lesendur samsinna full- yrðingunni en ef flestir lesendur eru ósammála er talan há, í áttina að 5. Sumum fullyrðingum átti svo að svara með: alltaf - oft- stund- um - sjaldan - aldrei, og var þá reiknað á sama veg. Ekki síðdegis f þeim almennu fullyrðingum sem lesendur voru beðnir að taka afstöðu til kennir margra grasa. Til dæmis eru lesendur eindregið á því að Þjóðviljinn eigi að vera morgunblað, - fullyrðing um að Þjóðviljinn sé betur kotninn sem síðdegisblað fékk einkunnina 4,6 — mitt á milli „frekar ósammála" og „ósammála“. Þá var meiri- hluti svarenda á móti hugsanlegri sameiningu „Blaðaprentsblað- anna“ þriggja. Þeirri fullyrðingu var slegið fram að skynsamlegt vœri að sameina Þjóðviljann, Tím- ann og Alþýðublaðið og stofna nýtt vinstri málgagn til mótvœgis við DV og Morgunblaðið. Þessi full- yrðing fékk töluna 3,4. Rúmur helmingur segist vera frekar eða alveg ósammála en um það bil 20 prósent er frekar eða alveg sam- mála. Útlit Þjóðviljans er í góðu lagi samkvæmt könnuninni. Spurning um það fær 2,2 - og samkvæmt könnuninni er dreifing blaðsins í þokkalegu lagi, fullyrðing um að blaðburðurinn væri yfirleitt viðun- andi fékk samþykki uppá 1,7. Fræðilegur, skemmtilegur, nöldrandi? Stundum finnast lesendum greinaskrif í blaðinu of löng og frœðileg. Fullyrðing um slíkt fær töluna 3,2. Oftar er Þjóðviljinn þó skemmtilegur aflestrar, - sú staðhæfing fékk samþykki uppá 2,7 - sem er á milli „oft“ og „stundum", þó mun nær „stund- um“ en oft, og niðurstaðan verð- ur þá sumsé - einsog Flosi mundi sjálfsagt segja: stundum ekki nógu oft. Þjóðviljinn má greinilega gæta sín á því að gagnrýnin viðhorf og pólitískt mat útvatnist ekki í kvart og kvein. Að vísu er meðal- svarið réttu megin við miðju við fullyrðingu um neikvœðan nöld- urtón í Dlaðinu (3,1), en þó mjög nálægt því að teljast „stundum". Heiðarleiki, vöndun Mun jákvæðari eru svörin í garð blaðsins þegar spurt er hvort menn hafi orðið varir við óvandað- anfréttaflutning. Orðalag fullyrð- ingarinnar gefur því frekar undir fótinn að menn séu sammála, en niðurstaðan er þó 3,5 - mitt á milli stundum og sjaldan. Þegar sama fullyrðing er orðuð á jákvæðari hátt fyrir blaðið er niðurstaðan ótvíræðari: menn samsinna uppá töluna 2,1 fullyrð- ingu um að Þjóðviljinn sé yfirleitt heiðarlegur í fréttaflutningi. Þá virðast lesendur á því að blaðamenn eigi að gæta heldur meiri stillingar við fréttaskrifin. Svartalan er 3,1 við fullyrðingu um að persónulegar skoðanir blaðamanna séu of áberandi í fréttaflutningi blaðsins: sumsé „bæði og“. En hér um eru lesend- ur reyndar alls ekki á einu máli, - tveir fimmtu svarendanna eru (frekar eða alveg) sammála og aðrir tveir fimmtu (frekar eða al- veg) ósammála. Hiklaust til vinstri Lesendur í könnuninni líta á Þjóðviljann sem málgagn vinstri- manna. Mikið var tekið undir. fullyrðingu um að Þjóðviljinn hafi skýra sérstöðu meðal dagblað- anna og sé ótvírœtt málgagn vinstrihreyfingar, og var talan um samþykki 1,9. Það var líka undir það tekið að stíll og sérstaða Þjóð- viljans í pólitískum skrifum væri skýr (2,3) - um tæplega tveir þriðju svöruðu með „oft“ eða „alltaf". Lesendur vilja líka hafa Þjóð- viljann enn pólitískari: Staðhæf- ingu um að Þjóðviljinn sé ekki nógu hvass í pólitískri ádrepu var samsinnt með tölunni 2,4. Menn greinir hinsvegar mjög á um það hvort blaðið á að birta fleiri frétt- ir og viðtöl sem lýsa skoðunum andstœðinga vinstrihreyfingar. Meðal-svartalan er 3,0 („bæði og“) sem lýsir því að um 40 pró- sent eru (frekar eða alveg) sam- mála og 40 prósent (alveg eða frekar) ósammála. Menn vilja hinsvegar mjög gjarna heyra meira af vinstrimönnum erlendis, einsog fram kom í fyrri grein um lesendakönnunina (síðasta þriðjudag). Sjálfstætt mat Þjóðviljinn á að vera pólitísk- ur, og það er augljóst að lesendur telja hann í sömu fjölskyldu og Alþýðubandalagið. Sett var fram fullyrðingin „Þjóðviljinn á að koma skoðunum Alþýðubanda- lagsins á framfœri“, og svartalan var 2,0, þessu eru lesendur flestir sammála. Þessi spurning var hinsvegar ekki nógu vel orðuð hjá okkur Þjóðviijamönnum. Sögnin „að eiga“ er tvíræð í setn- ingunni, og má annarsvegar skilja sem svo að sá sem svarár sé að lýsa skoðun sinni (hann vilji eða vilji ekki að blaðið tali fyrir flokkinn) en hinsvegar að svar- andinn sé að dæma um sannleiks- gildi staðhæfingar án þess að lýsa eigin áliti (Þjóðviljinn hafi þetta flokkshlutverk hvað sem hver segir). Hvað sem þessu líður er augljóst að lesendur vilja að mál- gagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar tali sjálf- stæðri röddu. Ein fullyrðinganna var þessi: Þjóðviljinn á ekki að vera málsvari forystumanna sam- taka launafólks, heldur leggja sjálfstœtt mat á launabaráttuna. Svörin eru ótvíræð, meðaltalan 1,6. Innanvið típrósent svarenda lýstu sig (alveg eða frekar) ósam- mála. Lesendur og Alþýðubandalagið Vegna fyrrgreindra fjölskyld- utengsla Þjóðviljans og Alþýðu- bandalagsins þótti við hæfi að kanna hug lesenda Þjóðviljans til flokksins, og voru lesendur í könnuninni beðnir að taka af- stöðu til þessarar fullyrðingar: Pólitísk stefna og starf Alþýðu- bandalagsins fellur oftast að við- horfum mínum í stjórnmálum. Niðurstöðutalan var 2,4 og sýnir að í heildina eru lesendur hlynntir flokknum en þó engan- veginn allir ákveðnir flokks- menn. Um 60 prósent svarenda svöruðu með „alltaf" eða „oft“, aðeins um sjö prósent með „sjaldan" eða „aldrei". Tæpur þriðjungur svarar með „stund- um“. í framhaldi af þessu var svo spurt hvert viðhorf svarenda hefði verið til sömu fullyrðingar- innar fyrir um það bil áratug. Tal- an úr því dæmi var 1,9- lesendur telja sig hafa staðið nær Alþýðu- bandalaginu þá en nú, og má lesa úr nánari tölum að 15—20 prósent þeirra sem svara telja sig hafa stutt flokkinn nánast gegnum þykkt og þunnt fyrir áratug en séu nú mun gagnrýnni á flokkinn. Einsog áður hefur verið frá skýrt voru það félagsfræðingarnir Þorbjörn Broddason og Kristinn Karlsson sem önnuðust þessa les- endakönnun í samráði við fram- kvæmdastjóra og ritstjórn. Þjóð- viljinn kann þeim fyrir hinar bestu þakkir og hótar hérmeð að taka annan þeirra eða báða á beinið bráðlega til að heyra þeirra álit á niðurstöðunum. A KÓPAVOGSKAU PSTAÐUR Hugmyndasamkeppni um í Fífuhvammslándi. Kópavogskaupstaður efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvamms- landi. Um er að ræða almenna keppni samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafé- lags (slands. Keppnissvæðið. Keppnissvæðið erdalur, Fífuhvammsland, sem afmarkastaf Reykjanesbraut, fyrir- huguðum Amarnesvegi og bæjarmörkum Reykjavíkurog Kópavogs. Keppnislýsin Keppnislýsing er ókeypis, en önnur gögn fást afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar gegn 5.000 króna skilatryggingu. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar 1989 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Verðlaun. Heildarupphæð verðlauna er 6 milljónir króna. Veitt verða þrenn verðlaun þar sem 1. verðlaun eru að minnsta kosti 3 milljónir króna. Auk þess hefur dómnefnd heimild til að kaupa tillögur til viðbótar fyrir samtals 1 milljón króna. Þátttaka. Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar. Trúnaðarmaður. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjón- ustunnar, Hallveigarstíg 1, pósthólf 1191,121 Reykjavík, sími 29266. Heimasími 39036. Dómnefnd. Dómnefnd skipa: Tilnefnd af Kópavogsbæ: Kristinn Ó. Magnússon, verkfræðingur, Ólöf Þorvaldsdóttir, skipulagsnefndarmaður og Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi. Tilnefnd af Arkitektafélagi Islands: Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og Hróbjartur Hró- bjartsson, arkitekt. Ritari dómnefndarer Birgir H. Sigurðsson, skipulagsfræðingur. Bæjarstjóri. Fimmudagur 10. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.