Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Verslunarmenn Tryggingar fyrir alla félaga „Við opnuðum tilboð frá trygg- ingafélögunum í gær,“ sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykja- víkur, en félagið hefur óskað eftir tilboðum í hóptryggingar fyrir fé- lagsmenn sína. „Það er fyrst og fremst verið að hugsa um slysatryggingar og líf- tryggingar, þannig að það má segja að VR-félagar verði tryggð- ir allan sólarhringinn. Hugmynd- in er að sjúkrasjóður félagsins greiði iðgjöldin. Sex tryggingafélög sendu inn tilboð en forsendur eru mjög mis- munandi. -sg Vaxtalækkun Kjörvextir teknir upp Vextir á almennum skuldbréfum lœkka um 3,5%-6% Kjörvaxtakerfi tekið upp: Hagstœðustu útlánsvextirnir tilþeirra sem best hafa staðið í skilum og bjóða bestu tryggingarnar. Eykur á erfiðleika verststöddu fyrirtœkjanna. Hafskipsákœrur hvetja bankana til aukinnar varfærni Bankastjórnir og bankaráð viðskiptabankanna stóðu í fundahöldum í gær og var fund- arefnið vaxtaiækkun. Er búist við að bankarnir skili tillögum sínum til Seðlabankans í dag og er al- mennt búist við allverulegri lækk- un vaxta, enda hefur Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra talið það jafngilda stríðsyf- irlýsingu af hálfu bankanna lækki raunvextir ekki að jafnaði um 1%. í gær var óljóst hver vaxta- lækkunin yrði en þó var vitað að Búnaðarbankinn ákvað að lækka vexti á almennum skuldabréfum úr 15,5% niður í rúmlega 12% og sagði Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka og formaður Sambands íslenskra viðskipta- banka, að búist væri við að aðrir vextir lækkuðu til samræmis. Raunvextir munu einnig lækka nokkuð, væntanlega á bilinu 0,5%-l%. Vaxtaákvörðunin kemur til framkvæmda þann 1. desember næstkomandi. Sagði Stefán að þessi iækkun væri í samræmi við óskir Seðlabanka þó hér væri um sjálfstæða ákvörðun Búnaðarbankans að ræða. Búist er við að aðrir bankar muni lækka innláns- og útláns- vexti á sambærilegan hátt og Búnaðarbankinn en þar sem bönkunum er óheimilt að bera saman bækur sínar í þessu efni má búast við að einhvers mis- ræmis muni gæta í lækkun vaxta milli banka. Búnaðarbankinn lækkaði vexti mest allra banka í síðustu atrennu, þannig að búast má við að aðrir bankar lækki vex- ti enn meira, eða allt að 6% á almennum skuldabréfum. Vax- tamál voru rædd á ríkisstjórnar- fundi í gær og sagðist Steingrímur Hermannsson vera vongóður um að vextir lækkuðu það mikið nú að ekki þyrfti að grípa til 9. grein- ar Seðlabankalaga. Stefán Pálsson sagði að menn í bankakerfinu íhuguðu nú al- mennt að taka upp svokallað kjörvaxtakerfi á útlánum, en það þýðir að þeir viðskiptavinir bank- anna sem best hafa staðið í skilum og bjóða bestu tryggingar fyrir lánunum njóta bestu vaxta- kjaranna. bankinn hafa þegar tekið upp þetta kerfi en nú virðist sem ríkis- bankarnir muni fylgja í kjölfarið. Gæti þetta haft nokkuð afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar, sjávar- útveg og landbúnað en Lands- bankinn og Búnaðarbankinn hafa meirihluta þeirra viðskipta á sinni könnu. Þar sem mörg fyrir- tæki í sjávarútvegi og landbún- aði, að ógleymdum bændum, standa höllum fæti fjárhagslega og hafa mörg hver veðsett eignir upp í topp, þýðir þetta að frekari lántökur í bankakerfinu verða þeim enn þyngri í skauti. Telja heimildamenn blaðsins innan bankakerfisins að þessar aðgerð- ir séu til marks um aukna var- færni bankakerfisins í útlánum á tímum tíðra gjaldþrota. Hafi bankamönnum orðið nauðsyn slíkrar varfærni enn ljósari í kjölf- ar þeirra ákæra sem bankastjórar og bankaráðsmenn Útvegsbanka íslands fengu í Hafskipsmálinu. phh Verslunarbankinn og Iðnaðar- Yfir eitthundrað manns hefur þegar skrað sig sem stofnfélaga í félagi eldri borgara í Kópavogi. Mynd Þóm. Kópavogur Eldri borgarar stofna félag Góð mæting áfyrstafundi. Hugmynd uppi um stofnun Landssambands. Ætla að vinna með bœjaryfirvöldum að málefnum aldraðra Borgaraflokkurinn Jakinn á flokksfundi Albert hefur ekki gert upp hugsinn varðandi sendiherrastöðuna í Frakklandi Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, flutti framsöguer- indi um atvinnu- og verkalýðsmál á fundi Borgaraflokksins í Þórs- kaffi í gærkveldi. Albert Guð- mundsson formaður flokksins segir það ekki hafa verið rætt hvort Guðmundur gangi til liðs við Borgaraflokkinn. Þegar fréttist af fundi Borgara- flokksins töldu margir að Albert myndi gefa yfirlýsingu á fundin- um. Albert sagði Þjóðviljanum í gær að á fundinum myndi hann ekki gefa yfirlýsingu um sendi- herrastöðuna í Frakkland. Hann myndi ræða þessi mál við utan- ríkisráðherra áður og reiknaði með því að gera það í byrjun des- ember. Albert sagði að Guðmundur J. væri meira en velkominn ef hann vildi ganga í flokkinn. Þeir Guð- mundur ræddu aldrei stjórnmál, en kannski væri tími kominn til þess. Guðmundur J. Guðmunds- son sagði í útvarpi í gær, að hann gerði það fyrir gamlan og góðan kunningsskap að flytja þetta er- indi. Hann hafi verið búinn að lofa þessu fyrir löngu. -hmp Alaugardag var haldinn stofn- fundur Félags eldri borgara í Kópavogi. Góð mæting var á fundinum og skráðu sig yfir 100 manns í félagið. Ætlunin er að starfrækja félagið með svipuðum hætti og félagið í Reykjavík, en það félag hefur rekið öflugt starf á undanförnum árum. Ólafur Jónsson var kosinn formaður hins nýja félags, og segir hann það skoðun manna að vel sé hald- ið á málum eldri borgara í Kópa- vogi. Félagið muni því starfa náið með félagsmálastofnun bæjarins. Ólafur sagði Þjóðviljanum að þessi aldurshópur vildi hafa af- skipti af sínum málum og vera jákvæður þátttakandi með bæjar- yfirvöldum. „Við teljum okkur kannski þekkja þessi mál betur en aðrir, en höfum undirbúið- stofnun félagsins í samvinnu við þá starfsmenn Kópavogsbæjar sem sinna þessum málum,“ sagði Ólafur. Hann var mjög ánægður með fyrsta fundinn og sagði að gott samstarf yrði haft við félagið í Reykjavík, enda hefðu margir félagsmenn hins nýja félags unn- ið með félaginu í Reykjavík. Bergsteinn Sigurðsson formaður félagsins í Reykjavík hélt ræðu á stofnfundinum og óskaði Kópa- vogsbúum til hamingju með nýja félagið. Sú hugmynd hefur verið viðruð að stofnað verði Landssamband félaga eldri borgara. Ólafur telur að samstarf félaganna geti verið jákvæður hlutur í samskiptum við ríkið og tryggingar. En eldri borgarar hafa til dæmis stofnað félög á Akureyri, í Borgarnesi og Hafnarfirði. Hann sagði hið nýja Tímaritið Mannlíf hefur lang mesta útbreiðslu af þeim tíma- ritum sem gefin eru út hér á landi ef marka má niðurstöður könn- unar á lestri tímarita sem Versl- unarráð íslands gekkst fyrir í síð- asta mánuði. Könnunin var gerð í 2000 manna hópi og var unnin af Fé- lagsvísindadeild Háskólans. í allt svöruð rúmlega 1500 manns eða 75,4%. Af þeim sem svöruðu höfðu 75% lesið eða skoðað tímaritið Mannlíf einhvern tím- ann á síðustu 12 mánuðum. Það félag vilja vera með í ráðum við byggmgu húsnæðis fyrir aldraða í Kópavogi, sem mikið væri byggt af, og hafa áhrif á hvers konar húsnæði er byggt og hvar í bæn- um. Aðalfundur félagsins verður haldinn í febrúar og getur fólk er nánast sami fjöldi og fyrir ári. Hins vegar hefur Sjónvarpsvísir Stöðvar 2 aukið hlut sinn veru- lega eða um 17% og er kominn í 58%. Svo virðist sem tímaritin séu að styrkja stöðu sína á mark- aðinum, þannig hafa flest þeirra bætt við sig Iesendum á þessu ári. Þjóðlíf fer úr 42% í 44%, Vikan og Nýtt líf úr 54% í 60%, Heims- mynd úr 50 í 52%, Gestgjafinn fer úr 44% í 46% og Hús og híbýli sem er næst útbreiddasta tímarit- ið er lesið eða skoða af 1% fieiri en fyrir ári og er komið í 66%. orðið stofnfélagar þangað til. Allir 60 ára og eldri geta gengið í félagið. í stjórn með Ólafi voru kosin: Andrés Kristjánsson, Ág- ústa Björnsdóttir, Árni Örnólfs- son, Guðrún Þór, Soflía Jóhanns- dóttir og Tryggvi Benediktsson. -hmp í könnuninni var einnig spurt hvort viðkomandi hefði séð síð- asta tölublað hvers tímarits. Þeg- ar niðurstöðurnar úr þeirri könn- un er skoðaðar kemur í ljós að 6% færri höfðu séð nýjasta tölu- blað af Mannlífi í ár en fyrir ári, en 6% fleiri höfðu lesið nýjastá tölublaðið af Þjóðlífi og Nýju lífi sem er áberandi aukning miðað við að flest hin tímaritin standa í stað í þessum efnum. -sg Útgáfa Mannlíf mest lesið Þjóðlífog Nýtt lífbœta mest við sig þegar spurt er um síðasta tölublað sérstaklega 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.