Þjóðviljinn - 30.11.1988, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Qupperneq 9
að þeir voru kosnir til að stjórna breytingum sem máli skipta fyrir líf fólks í borginni. Það er ekki ætlun mín að gera lítið úr nauðsyn þess að stjórna. Mér er t.d. fullljóst að stjórn efnahagsmála verður að vera í sæmilegu lagi. En pólitískir flokkar sem vilja umbreyta samfélaginu - sem ég reikna með að félagshyggjuflokkarnir vilji - mega ekki skoða allt undir sjón- arhorni praktískrar efnishyggju. Efnahagskefið á að þjóna okkur en ekki stjórna okkur. Það á að þjóna okkur þannig að menntun, menning, sjálfsvirðing og siðferði styrki sig í sessi og lífsfylling aukist. En í hvað sækjum við lífsfyllinguna og í hverju felast lífsgæði? Hvernig lífi viljum við lifa í þessu landi? Hvernig viljum við haga samskiptum og samá- byrgð kvenna og karla? Hvernig framtíð viljum við búa börnum okkar? Hvað geta félagshyggjufl- okkarnir boðið upp á í staðinn fyrir afruglarana, bílasímana, ví- deótækin og sólarlandaferðirnar sem Jón Baldvin var að skamma fjölskyldurnar í landinu fyrir í gær? Hvernig geta stjórnmála- menn skammað fólkið í landinu fyrir efnishyggju þegar allar þeirra hugmyndir og aðgerðir eru gegnsýrðar af henni? Það kann að vera að ég sé kom- in út á villigötur í þessu framlagi mínu hér á fundinum, en það sem ég er að reyna að segja hér með alltof mörgum orðum er, að fé- lagshyggjuflokkarnir hafa strandað hugmyndalega. Þeir hafa glatað tilfinningatengslun- um við uppruna sinn og ekki tek- ist að mynda nein ný - nema þá hver við annan. Þetta er ekki ný- skeð en verður æ augljósara. Á sama tíma hafa tveir straumar verið í sókn - feminisminn og frjálshyggjan. Félagshyggjufl- okkarnir hafa daðrað við hið síðarnefnda en reynt að einangra hið fyrrnefnda. Ég er hins vegar sannfærð um að félagshyggju- flokkarnir eiga sér lítillar við- reisnar von - og þá er ég að tala um hugmyndalega viðreisn - nema þeir sæki í smiðju til Kvennalistans. Og ég er jafn sannfærð um að Kvennalistann rekur upp á sama sker og félags- hyggjuflokkana ef hann lætur hafa sig út í það að gera stjórnun að aðal baráttumáli sínu. Félagshyggjuöflin, þ.e. Kvennalisti, Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Framsókn eftir atvikum, þurfa ekki fyrst og fremst á því að halda að samein- ast um að stjórna einhverju, heldur þurfa þau að sameinast um að leita sér næringar. Óskar Gudmundsson Frjálslyndir jafnaöarmenn eru stærsti flokkurinn íslenska flokkakerfið er úrelt. Stjórnmálaflokkarnir eru tæki fólks til að kom ákveðnum hug- myndum í framkvæmd, farvegir hugmynda fólks. Auðvitað getur stjórnmálaflokkur aldrei fullnægt öllum væntingum einstaklinga til þeirra. Og í þjóðfélagi sem breyst hefur jafn hratt og okkar, í þjóðfélagi sem sífellt verður flóknara, margþættara, eru ein- staklingarnir sjálfir orðnir öðru- vísi. Einstaklingurinn hugsar eftir margvíslegum brautum og tekur við margvíslegum boðum frá umhverfi sínu og mótar af- stöðu sína á fjölbreyttan hátt. Þess vegna getur aldrei verið um fullkomna samsömun að ræða milli pólitískra viðhorfa einstak- linga og stjórnmálaflokks. Sem betur fer er manneskjan fjölþætt- ari en svo. En einstaklingar ganga í stjórnmálaflokka eða veita þeim liðsinni sitt þrátt fyrir það að þeir geta ekki sett jafnaðarmerki milli sín og flokksins. Það gera menn vegna þess að stjórnmálaflokk- arnir eru einna áhrifaríkustu tækin til að hafa áhrif í þjóðmál- um, þó flokkarnir séu fjarri því að vera einu tækin til áhrifa. Ein- staklingurinn á marga möguleika til áhrifa, flokkarnir eru meðal þeirra áhrifavalda í mótun þjóð- félagsgerðar sem liggja beinast við. Engu að síður gengur mikill minnihluti einstaklinga til liðs við stjórnmálaflokka og þeim hefur stöðugt fækkað sem ganga til starfa fyrir stjórnmálaflokkana. í þeirri staðreynd felast ýmsar vís- bendingar t.d. um breytingar á þjóðfélaginu í átt frá flokkunum. Stjórnmálaflokkarnir okkar eru flestir til orðnir við ríkjandi aðstæður frá 1916 til 1930 og hafa skilað góðu opnu lýðræðisþjóðfé- lagi til samtímamanna. Én ekki virðist heldur litið fram hjá þeirri staðreynd að flokkarnir eru sögu- leg arfleifð. Og það er sagan, fortíðin, sem skiptir fjölmörgu fólki milli stjórnmálaflokka í dag. Vissulega er margt og mikið hægt að læra af fortíðinni, en það er samtíðin og framtíðin sem skiptir máli. Við viljum stjórnmála- flokka sem vilja hafa áhrif á hvernig framtíðin verður. Þess vegna verðum við að losna úr viðjum fortíðarinnar og vinna okkur út úr gamla flokkakerfinu. Stór flokkur og lítill Staðreyndin er auðvitað sú að oft á tíðum er fólk innan stjórnmálaflokkanna meira ó- sammála en milli flokkanna. Flokkarnir endurspegla ekki lífs- viðhorf fólks, jafnvel eigin flokksmanna, betur en svo. Færa má gild rök að því að samkvæmt viðhorfum sé flokkurinn Frjáls- lyndir jafnaðarmenn lang stærsti flokkur á íslandi. Gallinn er bara sá að sá flokkur er ekki til. Ekki enn. Meginreglan er sú að því stærri sem flokkur er, þeim mun áhrif-. ameiri ætti hann að vera. Slíkur flokkur þarf ekki að verða nein halelújasamkoma. En fólki þykir áreiðanlega skárra að skiptast á skoðunum í stórum flokki en litl- um. Margir meinbugir kunna að vera á þessu ráði. En þeir eru áreiðanlega færri en þeir sem skipta fólki milli flokka í dag. Það kann og að vera að arfleifðin, forneskjan, sé sterkari í einum flokki en öðrum. Sú forneskja, kreddur og sósíalíska klisju- pólitík, sem stundum gerir vart við sig kann að verka sem tregðu- lögmál á formleg endalok Al- þýðubandalags og stofnun nýs flokks. Það er meira en hugsan- legt að lýðræðiskynslóðinni þar hafi mistekist það sögulega hlut- verk sitt eins og mörgum fyrir- rennurum að fylgja „gamla flokknum" til grafar. En forræði gamalsósíalískra flokka er jafn búið eftir sem áður. Klisjurnar gerast ekki lífvænlegri, brattari með árunum og öðlast ekki raun- verulegt líf að nýju. Sú arfleifð sem haldið hefur fastast í ákveðinn part Alþýðu- bandalagsins kann að vera það sterk að sá hópur vilji ekki leggja sjálfan sig niður til að stofna nýj- an flokk með Alþýðuflokknum. En er það ekki eðlilegur og e.t.v. heilbrigður fylgifiskur uppstokk- unar flokkakerfisins að til verði 2-4% flokkur þar sem kallað er Ólafur Þ. Hardarson Óskar Guðmundsson: Flokkakerfið er úrelt. yst til vinstri. Sömuleiðis er sjálf- sagt til einhver hópur innan Al- þýðuflokksins sem ekki getur hugsað sér samstarf eða samein- ingu við aðra jafnaðarmenn. En hann hefur þá í önnur hús að venda. Hlutverk hreyfinga Sú kenning er stundum viðruð á hátíðisdögum að flokkur og hreyfing, Alþýðuflokkur/Al- þýðubandalag og verkalýðs- hreyfing séu eitt. Og ég get ekki stillt mig um að hnýta í þessa kenningu. „Verkalýðsflokk- arnir“ hafa þá stillt dæminu upp með hliðstæðum hætti og sósíal- demókrataflokkar og verkalýðs- hreyfing í Skandinavíu. Staðr- eyndin er hins vegar sú að verkalýðshreyfing hér á landi er „plúralístisk“, fjölþátta, þar ættu margir stjórnmálaflokkar og ein- staklingar að hafa áhrif. Því ættu kostir íslenskrar verkalýðshreyf- ingar að vera einmitt þessir, - að þar hafi margir hópar og flokkar áhrif, að enginn einn flokkur hefði þar forræði. Hins vegar hafa menn úr flokkum gert með sér slík Singapore-samkomulag um forræði verkalýðsfélaga að kostirnir hafa ekki fengið að njóta sín. Það er kominn tími til að horfast í augu við að verka- lýðshreyfingin á að vera verka- lýðshreyfing, en flokkar flokkar. Tímann tönn vinnur á flestum mannanna verkum. Samvinnu- hreyfing og verkalýðshreyfing voru auðvitað burðarás framfara og velferðar á íslandi um langan aldur. En í dag hefur ýmislegt breyst. Samvinnuhreyfingin í dag er ekki sú sama, hún hefur öðru mikilvægu hlutverki að gegna í dag en fyrir áttatíu árum. Óðru hlutverki. Verkalýðshreyfingin hefur einnig annað hlutverk í þjóðfélaginu í dag en í árdaga. Þessar voldugu stofnanir hafa fengið með tímanum eigið líf og tilverugrundvöll sem þarf að verja og sækja fyrir. Þeir hagsmunir t.d. verkalýðs- hreyfingar sem hún á sjálf og tel- ur sig þurfa að berjast fyrir, þurfa ekki að endilega að falla saman við hagsmuni þeirra sem eru í verkalýðsfélögunum. Mér er til dæmis til efs að stefna verkalýðs- hreyfingarinnar í vaxtamálunum sem birtist í lífeyrissjóðapólitík hennar séu þóknanlegar félögum í verkalýðsfélögunum. í þeirri vaxandi streitu milli þeirra sem lána og þeirra sem skulda í ís- lensku þjóðfélagi er verkalýðs- hreyfingin báðum megin og kannski of mikið hinum megin. Það eru líka stundarhagsmunir lífeyrissjóðanna. Hins vegar kann þeim sem þarf að greiða allt að 10% raunvexti af lánum frá lífeyrissjóðunum að finnast verkalýðshreyfing komin í annað og ókristilegra hlutverk en henni var í upphafi ætlað. Flokkur frjálslyndra jafnaðar- manna er fyrir löngu orðin nauð- syn. Flokkurinn sem ætlar sér að hafa áhrif á hvernig framtíðin lítur út; við frjálslyndir jafnaðar- menn eigum ekki einungis systkin í lífsviðhorfum meðal Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags heldur og meðal fylgismanna Kvennalistans, Framsóknar- flokksins, Borgaraflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Og það er ekki verra fólk á miðjunni og til hægri en á vinstri vængnum. Frjálslyndir jafnaðarmenn er stærsti flokkurinn. Frjálslyndir jafnaðarmenn eiga mikið verk fyrir höndum við mótun íslenska þjóðfélagsins í framtíðinni. Giftuleysið er ekki náttúrulögmál í tölu Ólafs Þ. Harðarsonar á fundinum reifaði hann í upphafi muninn á stöðu vinstriflokka hér- lendis og í grannlöndum. Annar- staðar á Norðurlöndum og um norðanverða Evrópu hefði einn stór flokkur jafnaðarmanna haft afgerandi áhrif á stjórnmálaþró- un í marga áratugi. Þessir flokkar væru iðulega með um 40 til 50 prósent fylgis. Hérlendis hefði þessi fylking hinsvegar verið klofin frá 1930 í tvo flokka sem frá 1942 hefðu verið af svipaðri stærð og að jafnaði haft um þriðj- ung fylgis, mest unt 45 prósent 1978, en um þessar mundir að- eins rúm 20 prósent samkvæmt könnunum. í heild mætti segja að þrátt fyrir ýmis áföll standi flokkar jafnað- armanna traustum fótum í grann- löndum, nema helst í Bretlandi þar sem ýmsar aðstæður hafa orðið til að draga mjög úr styrk Verkamannaflokksins á síðari árum. Hérlendis hafi saga jafnað- armanna einkennst í alltofmikl- Ólafur Þ. Harðarson: Giftuleysi og getuleysi. um mæli af giftuleysi og getu- leysi. Við stöndum llí* frammi fyrir því nú á tímum að gamla fjór- flokkakerfið er í kreppu, sagði Ólafur, og eru tvö einkenni henn- ar skýrust þessa mánuðina. Ann- arsvegar er það ástandið í Sjálf- stæðisflokknum. Þar hafa menn glímt við innri vandamál í um það bil fimmtán ár, en í síðustu kosn- ingum klofnaði mikilvægur fylg- ishópur frá flokknum, og nýverið hrökklast frá ríkisstjórn sem hann hafði forystu fyrir. Flokkur- inn kemst ekki í könnunum upp- úr 30 prósentum í staðinn fyrir þau tæplega 40 sem flokkurinn gat reiknað með áður. Hinsvegar er það uppgangur Kvennalistans, sem að sumu leyti er hægt að kenna til vinstri upp- reisnar og á ýmislegt sameigin- legt með græningjum og öðrum slíkum hreyfingunt í grannlönd- unum, en hefur náð mun meira fylgi en þeir hafa víðast hvar, einkanlega nú síðustu mánuði. Árangur Kvennalistans er á margan hátt til marks um ákveðið getuleysi A-flokkanna, sagði Olafur. Raunsæi, réttlæti - hæfileg blanda Hann minnti á einkunnarorð Alþýðuflokksþingsins sem um- ræðufundurinn var hluti af: Raunsæi, réttlæti. Alþýðuflokk- urinn ætti langt í land með trú- verðuga útfærslu á þessum ein- kunnarorðum og hefði síðustu árin lagt töluvert miklu meiri áherslu á raunsæið en réttlætið, - og það mætti segja um Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- inn líka. Kvennalistinn væri hins- vegar allur fyrir réttlætið en hafi hingað til látið raunsæið sigla sinn sjó. Sú nýja ríkisstjórn sem nú er komin á veg hefur orðið mönnum tilefni til að hugleiða á nýjan leik samstarf félagshyggjuafla og sér- staklega samvinnu og hugsanlega sameiningú jafnaðarmanna- flokka. Sé miðað við söguna síð- ustu áratugi er útlitið hinsvegar ekki bjart fyrir stjórnina. Hin sí- gildu afdrif vinstristjórna séu að leysast upp á miðju kjörtímabili vegna innbyrðis deilna rneð þeirn afleiðingum að Sjálfstæðisflokk- urinn vinnur miicinn kosninga- sigur. Þetta er samt ekkert nátt- úrulögmál, sagði Ólafur, en til að öðruvísi fari þurfa menn að vinna saman á annan hátt en áður. Forvígismenn félagshyggjuafl- anna verði að læra að vinna öðru- vísi. Forystumenn jafnaðar- manna, til dæmis utanríkisráð- herra að gefnu tilefni, verði að fara að læra að hegða sér einsog þeir séu forystumenn í stórum flokki en ekki smáflokki, og fylgja fram stefnu flokksins í heild og ekki persónulegum skoðunum sínum. A-flokkarnir og öfl þeim skyld hafa nú tækifæri til að brjóta í blað, sagði Ólafur. Nýti þeir það ekki má búast við að núverandi ástand hafcslist í stórurn dráttum í næstu framtíð: stór en veikur Sjálfstæðisflokkur, fylgisdrjúgt andófsafl sem tekur mið fyrst og fremst af réttlæti en skorti raun- sæi, - og tveir litlir og máttvana krataflokkar sem þvælast hvor fyrir öðrum. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.