Þjóðviljinn - 30.11.1988, Síða 12
SKAK
Ólympíuskákmótið
Jafnt í lokaumferð
Sovétmenn báru œgishjálm yfir aðra keppendur.
Englendingar og Hollendingar í 2.-3. sœti
Lokaumferð ólvmpíumótsins í
Þessalóníku var tefld í gær. ís-
lenska skáksveitin atti kappi við
þá austurþýsku og fóru leikar
þannig að þær skildu jafnar, 2-2.
Sovéska einvalaliðið bar höfuð
og herðar yfir keppinauta sína á
ólympíumótinu. Það hreppti 39,5
vinninga og gullfestar um háls.
Englendingar og Hollendingar
urðu sér úti um 34,5 vinninga
hvor sveit. Bandaríkjamenn og
Ungverjar fengu 34 vinninga
hvorir tveggju. íslendingar
hrepptu 32 vinninga að þessu
sinni sem er all gott.
í gær stýrði Jóhann hvítu gegn
gamalreyndum skákmanni, Uhl-
mann, á fyrsta borði og lék 1. d4.
Andstæðingurinn svaraði með
Griinfeldsvörn, tefldi „stíft til
jafnteflis" og uppskar árangur
erfiðis síns.
Á öðru borði reyndi Jón L. að
verjast atlögum Boencs með
Nimsóindverja en allt kom fyrir
ekki.
Margeir gekk á hólm við Kna-
ak á þriðja borði og lagði hann að
velli eftir harða hildi þar sem um
skeið mátti vart á milli sjá hvor
bera myndi hærra hlut.
Helgi tefldi Najdorfafbrigði
sikileyjarvarnargegn framgjörnu
kóngspeði Vogts. Hann nældi sér
í fótgönguliða og stóð um tíma
vel að vígi en að endingu féll allt í
ljúfa löð og stofnuðu þeir kum-
pánar með sér helmingafélag.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Eugen Knaak
Fornindversk vörn
l.d4 Rf6
2x4 d6
3. Rc3 Rbd7
4. e4 e5
5. d5 Rc5
6. f3 a5
7. Be3 Be7
8. Dd2 h6
9.0-0-0 Rfd7
10. g3 0-0
11. h4 Rb6
12. f4 exf4
13. gxf4 Bg4
14. Be2 Bxe2
15. Dxd2 Dd7
16. RI3 Rba4
17. Rxa4 Dxa4
18. Bxc5 dxc5
19. Kbl Hfe8
20. Hhgl Ha6
21. e5 Bf8
22. f5 b5
23. Hg4 bxc4
24. Hxc4 Dd7
25. Dd3 Hb6
26. Hd2 f6
27. e6 Dc8
28. Hg2 Db7
29. Hcc2 Hd8
30. Hcd2 a4
31 .De4 He8
32. Dxa4 Ha8
33. Dc2 Da6
34. b3 c4
35. Rd4 Bc5
36. Hg3 Bd6
37. HI3 Be5
íslenska ólympíuskáksveitin.
38. Rc6 cxb3
39. Hxb3 Dfl+
40. Hdl Hxb3+
41. Dxb3 Dxf5+
42. Dc2 Dxc2+
43. Kxc2 Bd6
44. Kb3 Ha3+
45. Kb2 g5
46. h5 Ha8
47. HO Kg7
48. Kb3 Ha3+
49. Kc4 Hxa2
50. Rd4 Ha4+
51. Kd3 Be5
52. Rf5+ Kf8
53. Hbl Ha3+
54. Ke2 Ha2+
55. Kfl Ha8
56. Rxh6 c6
57. Rf5 cxd5
58. h6 Kg8
59. Hb7 He8
60. Hg7+ Kh8
61. e7 gefið
___________________ERLENDAR FRÉTTIR_____________________
Kanada:
Mulroney og fríverslunarsamningurinn
íhaldsmenn óttuðust að Kanada einangraðist í viðskiptamálum - hinir flokkarnir óttast að samningurinn leiði tilþess
að Bandaríkin gleypi það með húð og hári
Með úrslitum þingkosning-
anna í Kanada 21. þ.m. er
því slegið föstu að Norður-
Ameríka verður á næstu árum
eitt fríverslunarsvæði og mark-
aðsbandalag. En úrslitin eru
einnig einskonar undirstrikun
þess að ýfingarnar milli ensku- og
frönskumælandi Kanadamanna,
sem um skeið virtust ógna einingu
Kanada sem ríkis, virðast nú að
mestu úr sögunni, í bráðina að
minnsta kosti.
Ekki fer hjá því að í þessu sam-
bandi dragist athyglin að Brian
Mulroney, forsætisráðherra Kan-
ada og leiðtoga íhaldsflokksins
þar, sem hélt þingmeirihluta sín-
um í kosningunum, þrátt fyrir
mikið tap. Varla verður annað
sagt en að Mulroney hafi haldið
vel á spilunum í kanadískum
stjórnmálum, frá því að hans fór
að gæta þar verulega.
Enskumælandi
og frá Quebec
Mulroney er 49 ára að aldri,
fæddur af írsku foreldri í smá-
borginni Baie Comeau við St
Lawrencefljót. Faðir hans, sem
fæddur var á írlandi, var rafvirki
og á pólitískum ferli sínum hefur
Mulroney óspart flaggað upp-
runa sínum ,í verkalýðsstétt og
þar með látið að því liggja, að sér
væri vel trúandi tii að gæta vel-
ferðar almennings. Hann er af
enskumælandi fjölskyldu en
uppalinn í Quebec, fylki þar sem
frönskumælandi menn eru í mikl-
um meirihluta, og mæltur á
frönsku engu miður en ensku.
Þetta, ásamt með því að hann er
málsnjall með ágætum, hefur
auðveldað honum verulega að
koma sér í mjúkinn hjá bæði
ensku- og frönskumælandi
löndum sínum. Meðal enskumæl-
andi Kanadamanna er mótmæl-
endatrú ríkjandi, en Mulroney er
kaþólikki, eins og frönskumæl-
andi Kanadamenn yfirleitt, og
það hefur átt sinn þátt í því að
honum hefur vel tekist til í því að
vinna hug þeirra.
Kanadísk kosningabarátta er
ekki annað eins auglýsingajippó
og í Bandaríkjunum, en engu að
síður fer ekki hjá því að hún snú-
ist verulega um persónur leiðtoga
í stjórnmálum. Sjónvarpið hefur
gert sitt til að ýta undir persónu-
dýrkun á þeim vettvangi, í Kana-
da sem annarsstaðar. Það hefur
því sitt að segja að Mulroney er
myndarmaður sýnum og
traustvekjandi, sem og það að
hann á fallega konu, sem dyggi-
lega hefur staðið við hlið hans
fyrir framan sjónvarpsmyndavél-
arnar, og fjögur börn, sem einnig
gera sig vel á mynd.
Ranglæti í
kjördæmaskipan
í þingkosningunum 1984
komst Mulroney á forsætisráð-
herrastól með sigri íhaldsflokks-
ins, sem þá fékk mesta þingmeiri-
hluta hingað til í sögu Iandsins.
Mikilvægasti árangur hans á
kjörtímabilinu var líklega að
honum tókst að fá stjórn Quebec
til að undirrita stjórnarskrá Kan-
ada, en það höfðu Quebecmenn
hingað til þverskallast við að
gera. Hneykslismál, sem einir
tveir ráðherra hans voru flæktir í,
urðu honum og íhaldsflokknum
hinsvegar hættuleg og skömmu
fyrir nýafstaðnar kosningar
bentu niðurstöður skoðanakann-
ana til þess, að Mulroney væri
orðinn óvinsælastur leiðtoga
þriggja helstu stjórnmálaflokka
landsins.
En honum tókst heldur betur
að rétta hlut sinn í kosningabar-
áttunni. íhaldsflokkurinn tapaði
að vísu 41 þingsæti, en hélt eftir
170 sætum sem tryggðu þægi-
legan þingmeirihluta. Það kom
fyrir ekki þótt helstu stjórnar-
andstöðuflokkarnir tveir stór-
ynnu á og meira en tvöfölduðu
báðir þingsætafjölda sinn. Frjáls-
Iyndi flokkurinn hækkaði úr 40
þingsætum í 82 og Nýi lýðræðis-
flokkurinn, sem er sósíaldemó-
kratískur, úr 20 í 43. En því fer
fjarri að skipting þingsæta niður á
flokkana gefi rétta mynd af fylgi
þeirra. Kanada hefur kjördæm-
akerfi að breskri fyrirmynd, og
það hefur í för með sér að stærstu
flokkar fá miklu fleiri þingsæti en
svarar til fylgis þeirra. íhalds-
flokkurinn fékk þannig aðeins
43% atkvæða en frjálslyndir 32%
og jafnaðarmenn 20%. Ranglát
kjördæmaskipan átti því ekki
minnsta þáttinn í sigri Mulroneys
og íhaldsflokksins. Þar sem frí-
verslunarsamningurinn við
Bandaríkin var langhelsta kosn-
ingamálið, þýðir þetta að drjúgur
meirihluti kjósenda lýsti and-
stöðu sinni við samninginn.
Amerískir
fransmenn
Sterk staða Mulroneys í Que-
bec átti hvað drýgsta þáttinn í
þessum varnarsigri íhaldsflokks-
ins. Þar hélt flokkurinn ekki ein-
ungis velli, heldur og bætti við
sig. Fyrir utan vinsældir Mulron-
eys skipti almenn afstaða kanad-
ísku fransmannanna til síns
enskumælandi umhverfis hér
nokkru máli. Quebecmenn líta
fyrst og fremst á sig sem einskon-
ar ameríska fransmenn, hollusta
þeirra gagnvart Kanada sem slíku
hefur aldrei verið mikil og þeim
finnst líklega mörgum litlu máli
skipta hvort ákvarðanirnar eru
teknar af enskumælandi
mönnum norðan- eða sunnan
megin bandarísk-kanadísku
landamæranna. íhaldsflokkurinn
stóð sig líka betur en við hafði
verið búist í Ontario. Þessi tvö
fylki Kanada eru þau fjölmenn-
ustu og senda flesta menn á þing.
Frjálslyndum gekk best í
austurfylkjunum fjórum, Nýju
Brúnsvík, Nýja Skotlandi, Ný-
fundnalandi og Játvarðsey, en
jafnaðarmönnum í sléttufylkjun-
um Manitoba og Saskatchewan.
Andbandarísk
þjóðerniskennd
Áköf barátta Mulroneys og
stuðningsmanna hans fyrir því að
fá fríverslunarsamninginn sam-
þykktan stafaði ekki síst af kvíða
út af því, að Bandaríkin tækju
senn að leggja hömlur á innflutn-
ing, til verndar innlendum fyrir-
tækjum gegn samkeppni erlendis
frá. Uggur út af að Evrópubanda-
lagið muni gera slíkt hið sama
gagnvart utanbandalagsríkjum,
eftir að viðskiptahömlur milli að-
ildarríkja þess verða að mestu á
brott, hefur og efalaust haft sitt
að segja í þessu sambandi. And-
stæðingar fríverslunarsamnings-
ins líta hinsvegar svo á, að ítök
Bandaríkjanna í efnahagslífi
Kanada séu þegar orðin það
mikil að þar sé ekki á bætandi.
Þeir óttast að mörg kanadísk fyr-
irtæki fari á höfuðið vegna sam-
keppni við bandarísk fyrirtæki og
að það muni leiða af sér aukið
atvinnuleysi. í Kanada er um að
ræða talsverðan stuðning af ríkis-
ins hálfu við atvinnulífið, en nú er
búist við að Bandaríkjamenn
muni í krafti fríverslunarsamn-
ingsins krefjast þess að þeim
stuðningi verði að verulegu leyti
hætt. Það myndi koma til með að
veikja stöðu kanadískra fyrir-
tækja í samkeppninni við þau
bandarísku.
í kosningabaráttunni héldu
stjórnarandstöðuflokkarnir því
fram, að samþykkt fríverslunar-
samningsins gæti þýtt að Kanada
missti í raun sjálfstæði sitt
gagnvart gránnanum risavaxna.
Sú viðvörun fékk hljómgrunn hjá
mörgum, enda er kanadísk þjóð-
erniskennd frá gamalli tíð samof-
in afstöðu landsmanna til Banda-
ríkjanna. Þegar Bretar tóku Kan-
ada af Frökkum á 18. öld voru
þar fáir hvítir íbúar aðrir en
frönskumælandi. Fyrsti kjarni
enskumælandi Kanadamanna
kom frá bresku nýlendunum á
suðurhluta austurstrandar
Norður-Ameríku. Þetta voru
menn, sem barist höfðu með Bre-
tum í sjálfstæðisstríði Bandaríkj-
anna, og ótti við áleitni úr þeirri
átt átti síðan drjúgan hlut að því
að ala upp þjóðerniskennd í Kan-
adamönnum. Þrisvar áður -
1880, 1911 og 1946 - hefur frí-
verslunarsamningur við Banda-
ríkin verið kosningamál hjá þeim
og var felldur í öll skiptin.
Heilbrigðis- og tryggingakerfi
Kanada er drjúgum fullkomnara
en Bandaríkjanna, glæpatíðni
miklu minni og menningin ekki
eins undirlögð af peningahyggju.
Nú óttast sumir Kanadamenn að
svo kunni að fara, að þeir fái
sunnan að það, sem þeir vildu
helst án vera, án þess að efna-
hagslega sameiningin færi þeim í
aðra hönd hagnað svo heitið geti.
dþ.
Mulroney og frú og tveir synir - í kosningabaráttunni var það ekki til
einskis að fjölskyldan tók sig vel út á mynd.
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 30. nóvember 1988