Þjóðviljinn - 30.11.1988, Side 13
ERLENDAR FRETTIR
Sjálfsvlg fursta
33 ára gamall þýskur fursti,
Lúðvík Rúdólf af Hannover,
skaut sig til bana á mánudag eftir
að eiginkona hans Isabella, 26
ára gömul og austurrískrar ættar,
hafði látist af völdum kókaín-
neyslu. Átti þetta sér stað á heim-
ili þeirra norðanvert í Austurríki.
Lúðvík Rúdólf var sonur hertog-
ans af Brúnsvík og Núrnberg og
fjarskyldur ættingi Elísabetar
annarrar, Bretadrottningar.
Hjónin láta eftir sig átta mánaða
gamlan dreng. Rcuter/-dþ.
Monskœruliðar í Burma
Drápu 26
Skæruliðar af Monþjóðinni í
Burma réðust í gær á járn-
brautarlest suðaustur af Rangún,
höfuðborg landsins, drápu 26
manns og særðu 20, að sögn
burmska útvarpsins. Stöðvuðu
skæruliðar lestina með spreng-
ingu og skutu síðan á vagnana.
Monar, sem eru skyldir Kam-
pútseumönnum, voru í fornöld
og lengi fram eftir miðöldum
meðal öflugustu þjóða Austur-
Indlandsskagans og höfðu
allvoldug ríki í Suður-Burma og
Tælandi. Þeir lutu síðan í lægra
haldi fyrir Burmamönnum og
Taílendingum og nú eru aðeins
eftir af þeim tiltolulega fámennir
minnihlutar. Monar í Burma
krefjast aukinnar sjálfstjórnar og
eru þessvegna í uppreisn gegn
Burmastjórn. Burma er margra
þjóðerna land og hafa nokkrir
þjóðflokkanna þar lengi verið í
uppreisn gegn miðstjórninni í
Rangún, sumir allt frá lokum
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Reuter/-dþ.
Utanríkisráðherra Eistlands
Styðjum Gorbatsjov
Arnold Green, utanríkisráð-
herra Eistlands, sem staddur
er í Finnlandi, sagði við frétta-
menn í gær að samþykkt
eistneska þingsins um að það
skyldi taka sér í hendur æðsta lög-
gjafarvald í eistneskum málefn-
um hefði ekki verið gerð með
andstöðu við Gorbatsjov fyrir
augum, heldur til stuðnings hon-
um og perestrojkustefnu hans.
Ráðherrann kvað nokkurs á-
greinings og misskilnings gæta
viðvíkjandi samþykktinni, en
fram úr því yrði ráðið með þing-
ræðislegum aðferðum.
Sovéska æðstaráðið kom sam-
an í Moskvu í gær til að ræða til-
lögur um breytingar á stjórnar-
skrá Sovétríkjanna, sem sovéska
forustan hefur lagt fram en vakið
hafa almenna andstöðu í
baltnesku löndunum, einkum
Eistlandi. Ping Georgíu hefur
einnig andæft breytingatillögun-
um. Andstæðingar tillagnanna
óttast, að samþykkt þeirra muni
gera að verkum, að sjálfstjórn
sovétlýðveldanna verði enn
minni en nú er. Eistneska þingið
hafnaði tillögunum einróma og
það var í framhaldi af því sem
yfirlýsingin um æðsta löggjafar-
vald þinginu til handa var sam-
þykkt. Green er staddur í Finn-
landi á fundi nefndar, sem undir-
býr alþjóðaráðstefnu um velferð
barna, er stendur til að halda í
ágúst n.k. í Tallinn, höfuðborg
Eistlands, en hann er formaður
nefndarinnar.
Reuter/-dþ.
Vesturþýskt manntal
Þjóðverjum fækkar -
útlendingum fjölgar
Peir síðarnefndu eru nú 70% fleiri en var 1970
ýskum fbúum Vestur-
Þýskalands fækkaði um 1.3
miljónir frá 1970 til 1987, sam-
kvæmt manntali sem framkvæmt
var þarlendis í maí s.l. ár. Sam-
kvæmt sömu heimild fjölgaði út-
lendingum í landinu á sama tíma
úr 2.4 miljónum í 4.1 miljón, eða
um 70 af hundraði.
íbúum landsins af þýsku þjóð-
erni fækkaði á þessu tímabili úr
58.2 miljónum í 56.9 miljónir, og
er fækkunin miklu meiri en gert
hafði verið ráð fyrir. Vegna
mikillar fjölgunar útlendinga
fjölgaði þó íbúum landsins í heild
um 432.000 á þcssum tíma og eru
þeir nú 61.082.800 talsins alls. Af
útlendingunum eru Tyrkir Ijöl-
mennastir.
S.l. 15 ár hafa Vestur-
Þjóðverjar eignast of fá börn til
þess að dugað hafi til að viðhalda
stærð stofnsins. Hefur núverandi
ríkisstjórn reynt að vinna gegn
þessari þróun með því að hvetja
ung hjón til barneigna með efna-
hagslegum ívilnunum. Manntalið
leiddi ennfremur í ljós að eldri
aldurshóparnir verða sífellt fjöl-
mennari í hlutfalli við yngri ár-
gangana. Vestur-Þjóðverjar
undir 15 ára aldri eru nú aðeins 15
af hundraði innfæddra lands-
manna; en voru 23 af hundraði
1970. A sama tírna hefur fólki yfir
65 ára fjölgað hlutfallslega úr 13
af hundraði í 15 af hundraði. Á
þessum árum rúmlega tvöfaldað-
ist tala fráskilins fólks í landinu,
úr 1.1 miljón í 2.3 miljónir.
Að sögn Friedrich Zimmer-
manns, innanríkisráðherra
Vestur-Þýskalands, hafa frá því
að manntalið var tekið bæst í hóp
útlendinganna um 182.000
manns frá þriðja heiminum, og
mun flest það fólk hafa fengið
landvistarleyfi á þeim forsend-
um, að það sé pólitískir flótta-
menn. í Vestur-Þýskalandi hefur
undanfarið borið sífellt meira á
kröfum um að innflytjendast-
raunturinn verði stöðvaður.
Reuter/-dþ.
Litháar á fjöldafundi í Vilnu, höfuðborg sinni - þreyttir á að hlýða skipunum frá Moskvu.
Gorbatsjov
Heitir lýðræði
og þingræði
Fulltrúar Balta andmœla tillögum um breytingar á stiórnarskrá
Míkhaíl Gorbatsjov, forscti
Sovétríkjanna og aðalritari
kommúnistaflokksins þar, sagði í
ræðu á fundi æðstaráðsins
(þingsins) í gær að breytingar
þær á stjórnarskrá Sovétríkj-
anna, sem æðstaráðið hefur nú til
meðferðar, myndu ekki verða til
þess að draga úr sjálfstjórn so-
vétlýðvelda, heldur þvert á móti
færa þeim aukið sjálfræði. En
leiðtogar baltnesku ríkjanna
gerðu sig ekki ánægða með þá
yfirlýsingu og andmæltu breyt-
ingatillögunum.
Gorbatsjov kvað breytingarn-
ar mundu verða til þess að til sög-
unnar kæmu „ný, frjálsari Sovét-
ríki.“ Samkvæmt breytingatillög-
unum á æðstaráðið að fá veruleg
völd, en hingað til hefur það ver-
ið valdalítið í raun. Sama gildir
um forsetaembættið. Hér virðist
sem sé vera um að ræða valdatilf-
ærslu frá kommúnistaflokki til
ríkis. Einnig skulu nú tveir eða
fleiri frambjóðendur fá að keppa
um hvert kjördæmi í kosningum
til æðstaráðsins. Gorbatsjov
sagði að æðstaráðið myndi fá rétt
á að hafna tilskipunum og
ákvörðunum forsætisnefndar
sinnar og skipunum frá forseta
Sovétríkjanna.
Þeir Arnold Ruutel, Anatolijs
Gorbunovs og Vitautas Ast-
rauskas, forsetar Eistlands, Lett-
lands og Litháens, gagnrýndu
breytingatillögurnar. Þeir sögðu
að vissulega hefði verið komið til
móts við kröfur baltnesku ríkj-
anna viðvíkjandi tillögunum, en
betur mætti ef duga skyldi. Ast-
rauskas kvað Litháa orðna lang-
þreytta á að hlýða í flestum mál-
um skipunum ofan frá (það er að
segja frá Moskvu). Andstaðan
við breytingatillögurnar hefur nú
breiðst út til Georgíu og hefur
þingið þar samþykkt tilmæli um
að tillögurnar verði endurskoð-
aðar.
Reuter/-dþ.
Armenskur kirkjuhöfðingi
Hætta á þjóðarmorði
,Armenar treysta Aserum aldrei framar ...“
Torkim Manoogian erkibiskup,
æðsti maður armensku kirkj-
unnar í Ameríku, gaf til kynna í
gær að hann hygðist í næstu viku
reyna að ná fundi Míkhaíls Gor-
batsjov, aðallciðtoga Sovétríkj-
anna, til að ræða við hann
ástandið í Kákasuslöndum. Lét
erkibiskupinn í ljós að hann ótt-
aðist að Aserar fremdu þjóðarm-
orð á Armenum.
Manoogian er ekki einn um
þessa skoðun; þannig sagði hinn
kunni vísindamaður og fyrrum
andófsmaður Andrej Sakharov á
föstudaginn að vera kynni að
þjóðarmorð vofði yfir Armen-
um. Erkibiskupinn, sem hefur
verið í símasambandi við landa
sína í ættlandinu, segir það víst að
ofsóknir Asera á hendur Armen-
um í Aserbædsjan síðustu dagana
hefðu ekki verið einbert reiði-
kast, heldur væri augljóst að of-
sóknirnar hefðu verið skipu-
lagðar. Samkvæmt tilkynningu
frá armensku fréttastofunni
Armenpress á mánudag
streymdu þá armenskir flótta-
menn frá Kírovabad í Aserbæd-
sjan, þar sem óeirðirnar urðu
hvað svæsnastar, yfir landamærin
til Armeníu. Fréttum um mann-
tjón ber ekki saman, en vitað er
að þrír sovéskir hermenn voru
grýttir til bana af aserskum múg,
er þeir reyndu að verja Armena.
Mörg heimili Armena voru rænd
og brennd. Sovéskar hersveitir
hafa nú stillt til friðar í Aserbæd-
sjan, en erkibiskupinn kvaðst
ekki telja að það dygði til lang-
frama.
Ótti hans og fleiri Armena við
hugsanlegt þjóðarmorð verður
tiltölulega skiljanlegur þegar haft
er í huga, að í heimsstyrjöldinni
fyrri og á árunum þar á eftir
gerðu Tyrkir tilraun til að útrýma
Armenum og drápu af þeim að
líkindum um eina og hálfa miljón
manna, ef ekki fleiri. Á þeim
árum ofsóttu Aserar, sem eru ná-
skyldir Tyrkjum og múslímar
eins og þeir, Armena einnig af
mikilli grimmd. Raunar hafa
Armenar, sem eru indóevrópskir
og kristnir, og tyrkneskar þjóðir
verið erfðaféndur frá því um
miðjar miðaldir, er tyrkneskt
fólk tók að rása frá Mið-Asíu til
Vestur-Asíu.
Reuter/-dþ.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21