Þjóðviljinn - 30.11.1988, Side 14

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Side 14
I DAG A jólaróli í þessum pistli, hér við hliðina á þessum fjölmiðlaefniskynning- um, er mér „ekki markaður bás meira en svona og svona". í rauninni tel ég að þar sé heimilt að skrifa um allt milli himins og jarðar, ef svo vill verkast. Nema kannski skammir um „blaðið okk- ar“, sem alltaf þarf að vera að skipta um ritstjóra. Og hver veit nema það væri allt í lagi. Ég hef meira að segja gerst svo bíræfinn að skrifa hér um bækur, eða þó kannski öllu heldur tímarit. Og ég hefi orðið þess áþreifanlega var, að það er ekkert lakara fyrir þessi ritog aðstandendurþeirra, aðá þau sé drepið hér í þessari alls- herjar ruslakistu en annarsstaðar íblaðinu. Nú er þannig mál með vexti að til er hér á landi fyrirtæki, sem nefnist Osta- og smörsalan s.f. Þetta er samvinnufyrirtæki og ber vonandi gæfu til að verða það áfram, þó að hinni gömlu og góðu samvinnuhugsjón vegni nú ekki alltof vel sem stendur, í þessu peningahákarlaþjóðfélagi. Að því standa samtök mjólkurframleið- enda í landinu. Osta- og smörsal- an selur þó ekki mjólk heldur ýmsar lostætar vörur, sem úr henni eru unnar og standa fylli- lega á sporði erlendri mjólkur- vöruframleiðslu, eins og reynslan hefursýnt. Fyrir kemur að Osta- og smjörsalan gefur út bæklinga til þess m.a. að kynnaframleiðslu sína o.fl. Nýlega hefur einn slíkur komið út. Nefnist hann „Á jóla- róli“, - bakað - föndrað - eldað - pakkað - skreytt, en um allt þetta erfjallaðíblaðinu. írauninnier vikið að flestu því, sem lýturað undirbúningi jólahaldsins á þessu sviði, -frá aðventu til gamlárskvölds. Skiptist það í eftirfarandi kafla: 1. Hvernig á að gera aðventukransa. 2. Pipar- kökur og jólaglögg. 3 Mikinn fjöl- dasmákökuuppskrifta. 4. Margs- konar hugmyndir að heimatilbún- um jólagjöfum, föndri o.fl. og fylg- ir snið þar sem þess þarf með. 5 Tertu- og kökuuppskriftir. 6. Fjöl- margar uppskriftir að girnilegum jólamat. 7. Aragrúi uppskrifta að jólasælgæti. - Þeir verða ekki í vandræöum með að gera sér dagamun um jólin, sem hafa þennan bækling við höndina. Blaðið er 24 myndskreyttar síður og hið besta úrgarði gert. Þið getið fengið það í flestum matvöruverslunum og verðið er um 150 kr. Og ef þið viljið fá ein- hverjar nánari upplýsingar þá er bara að hringja í Osta- og smörsöluna, - sími 82511, - og hafa tal af henni Dómhildi Sigfús- dóttur hússtjórnarkennara og for- stöðumanni tilraunaeldhúss Osta- og smjörsölunnar. Hún mun góðfúslega og greiðlega veita þær upplýsingar, sem um erbeðið. -mhg ÍDAG er30. nóvember, miðvikudagurí sjöttu viku vetrar, tíundi dagur ýlis, 335. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.43 en sest kl. 15.49.Tunglminnkandiá þriðja kvartili. UM UTVARP & SJQNYARP jK Newman-hjónin. Verölaunin Sjónvarp kl. 21.45 Þessi kvikmynd leikstjórans Marks Robsons er gerð eftir sögu Irvings Wallace og með aðalhlut- verkið í myndinni*fer Paul New- man. Ýmislegt gengur nú þarna á. Amerískur rithöfundur, hálf- gerður drykkjubolti, er staddur í Stokkhólmi. Þangað á hann það erindi, að taka við bók- menntaverðlaunum Nóbels. Rússneskur glæpalýður hefur hug á að ræna einum verðlauna- hafanum, hvað sem það á nú að þýða. Alls óafvitandi verður kan- inn til þess að fletta ofan af þessu samsæri og er nú ekki að sökum að spyrja. Honum ersýnt banatil- ræði, eltingaleikur hans við Rúss- ana berst fram og aftur um skerj- agarðinn og m.a. inn í nektarný- lendu, uss. - Sænsk yfirvöld mót- mæltu sýningu á þessari mynd á þeim forsendum, að hún varpaði skugga á afhendingu Nóbelsverð- launanna. En íslenska Sjónvarp- ið o.fl. hafa þau mótmæli að engu. -mhg Hjónaskilnaðir Rás 1, kl. 21.30 í þættinum Börn og foreldrar, sem er á dagskrá Rásar 1 í kvöld svara sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Wilhelm Norðfjörð og félagsfræðingarnir Sigrún Júlí- usdóttir og Nanna K. Sigurðar- dóttir nokkrum þeirra fjölmörgu spurninga, sem þættinum hafa borist varðandi börn og hjóna- skilnaði. - Þetta efni er nú öðru sinni til umfjöllunar í þessum þáttum og er athyglinni nú beint að hlutverki föðurins við sam- búðarslit, en svo virðist sem það sé oft vanmetið. Barnið vill verða útundan í deilum foreldra við skilnað, en það á að öllu jöfnu rétt á umgengni við báða for- eldra. - Umsjónarmaður þáttar- ins er Lilja Guðmundsdóttir. -mhg „Konan í dalnum...“ Rás 1, kl. 13.35 Ástæða er til að vekja athygli á lestri Sigríðar Hagalín á miðdeg- issögunni „Konan í dalnum og dæturnar sjö“, en það er saga Moniku Helgadóttur frá Merki- gili í Austurdal, eftir Guðmund Hagalín. Lestursögunnar byrjaði að vísu á mánudaginn svo að þetta er þriðji lesturinn í dag. En þó einhverjir hafi misst af tveimur fyrstu lestrunum ættu þeir ekki að setja sig úr færi með að hlýða á framhaldið. - Saga Moniku á Merkigili er einstæð afreks- og hetjusaga og verður Gróöurhúsaáhrifin Rás 1, kl. 22.30 sem kola, olíu og jarðgass. Þá í kvöld er á dagskrá Rásar eitt verður og fjallað um ýmsar leiðir þáttur þar sem fjallað er um svo- til orkusparnaðar, aðra orku- nefnd gróðurhúsaáhrif og þverr- gjafa en þá, sem að ofan eru andi orkulindir. Rætt verður um nefndir og þá annmarka, sem hvernig draga megi úr gróðurhús- þykja í notkun sumra þeirra, svo aáhrifunum, sem aftur mundi sem kjarnorku.-Umsjónarmað- leiða af sér mikinn samdrátt í ur þáttarins er Páll Heiðar Jóns- notkun lífrænna orkugjafa svo son. -mhg Guðmundur G. Hagalín jafnan talin meðal merkustu ævi- sagna Hagalíns. _mh GARPURINN KALLI OG KOBBI __r ^ Wo FOLDA VIÐBURÐIR Andrésmessa. Þjóðhátíðardagur Skotlands. Þjóðhátíðardagur Barbados. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Dagsbrún heldurfund um atvinnuleysið. Félagiðskorará önnur verklýðsfélög að vera með í skipulagningu atvinnuleysisbar- áttunnar. Almennur fundur í síð- asta lagi á sunnudag. Eldvarnavika Slysavarnafélags- ins. Olíuborin efni geta valdið sjálfkveikju. Þín óheppni, koddi, að lenda í rúmi þarsem er hugsað svona fast 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.