Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 16
OMÓÐVILIINN
Miðvikudagur 30. nóvember 1988 258. tölublað 53. örgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
CQ40^0
ÁLAUGARDÖGUM
681663
Vera litla, mynd um kynslóðabilið, hefur vakið mikla umræðu í Sovét-
ríkjunum á þessu ári.
Kvikmyndir
Glasnost í Regnboganum
Sex nýjar og nýlegar kvikmyndir á sovéskri kvikmyndaviku í
Regnboganum. „Glasnost ogperestrojka hafa líka haftáhrif
á kvikmyndaiðnaðinrí‘
—SPURNINGIN—
Hvað finnst þér að vextir
eigi að lækka mikið?
Hinrik Hallgrímsson fram-
kvæmdastjóri:
Sem mest bara. Vaxtastigið er
alltof hátt núna.
Ragnar Þór Bóasson upp-
finningamaður:
Ætli hæfilegir vextir séu ekki
svona 6 - 7%. Ég veit reyndar
ekki hvað dugar fyrir bankana, en
vextir af sparifé mættu vera í
kringum 4%.
Soffía Bjarnleifsdóttir skrif-
stofumaður:
Mér sýnist ágætt að fá verulega
vaxtalækkun. Sjálf er ég reyndar
ekki með neinn sérstakan vaxta-
kostnað á bakinu; við erum kom-
in yfir þetta.
Steinn Guðmundsson,
fyrrv. rafverktaki:
Mér finnst að menn eigi að fara
varlega í að hrófla við vöxtunum,
meðal annars vegna sparifjár-
eigenda.
Guðrún Guðjónsdóttir skrif-
stofumaður:
Vextirnir mega að ósekju lækka.
Ekki kannski verulega, en tölu-
vert.
Sex kvikmyndir, gerðar 1986-
88, verða á dagskrá sovéskrar
kvikmyndaviku sem hefst í Regn-
boganum á morgun. Segja að-
standendur kvikmyndavikunnar,
sem nú er haldin í áttunda eða
níunda sinn, að ertitt hafí verið
að velja sex myndir úr öllum þeim
fjölda kvikmynda sem framleidd-
ar hafa verið í Sovétríkjunum
undanfarin ár. Hundrað nýjar
kvikmyndir munu vera gerðar á
| ári þar í landi, og eru þá ekki
taldar fræðslu- og sjónvarps-
myndir, og leggja menn áhcrslu á
að þær sex myndir sem fyrirval-
inu hafa orðið séu mjög ólíkar,
sýna ólíkar stefnur og strauma
innan sovéskrar kvikmyndagerð-
ar.
Skipuleggjendur eru ekki í
nokkrum vafa um góð áhrif
þeirra glasnost og perestrojku á
kvikmyndaiðnaðinn, og nefna
sem dæmi kvikmyndina Veru
litlu, sem hefði verið óhugsandi
fyrir nokkrum árum. Reyndar
benda þeir á að skoðanir um
Veru séu mjög skiptar í Sovét-
ríkjunum, myndin hafi vakið
miklar umræður og sýnist sitt
hverjum. Til að mynda haldi
sumir því fram að myndin sé of
illa gerð t'il að geta talist fulltrúi
sovéskrar kvikmyndagerðar, á
meðan aðrir séu fullir hrifningar
yfir henni.
Vera litla er gerð á þessu ári,
fyrsta kvikmyndin sinnar tegund-
ar í Sovétríkjunum, og er mál
manna að hún muni duga
leikstjóranum, Pichul, til frægð-
ar, þó svo hann geri ekki fleiri
myndir. Myndin tekur fyrir kyn-
slóðabilið, fjallar um baráttu
Veru við að fá fjölskyldu sína til
að samþykkja unnusta sinn,
Sergej. Til átaka kemur á heimil-
inu vegna Sergej, faðir Veru
ræðst að honum með hníf á lofti.
Ung stúlka er einnig aðalpers-
ónan í kvikmyndinni Ossu, sem
er gerð árið 1987. Leikstjóri
myndarinnar, Solovjov, mun
vera einn af þekktari kviknrynda-
leikstjórum Sovétríkjanna en af
tólf kvikmyndum hans hafa tíu
hlotið verðlaun af einhverju tagi.
Alika heitir aðalpersóna myndar-
innar, sem stendur frammi fyrir
því að ef til vill sé sú trú hennar að
allt sé til sölu, ekki á rökum reist,
en þegar til þess kemur hafa al-
varlegir atburðir gerst.
Kalda sumarið 1953, eftir
Prochkine, geíð árið 1987, tekur
fyrir viðkvæmt tímabil í sovéskri
sögu, eða þá atburði sem tóku að
gerast eftir dauða Stalíns árið
1953. Sögusviðið er þorp í Síber-
íu, sem hópur glæpamanna herj-
ar á. Tveir útlagar, fórnarlömb
ofsókna Stalíns, Bassarguine,
fyrrverandi liðþjálfi í sovéska
hernum og Kopalytch arkitekt,
hafa að vísu misst trúna á rétt-
lætið fyrir löngu, en rennur varn-
arleysi þorpsbúa til rifja og snúast
til varnar.
Átök utangarðsmanna eru
einnig viðfangsefni myndarinnar
Kóngarnir á Krím eftir Kara, þó
með nokkuð öðrum hætti sé.
Myndin gerist á tímum þegar
réttindi fólks voru fótum troðin,
spilling og mútur daglegt brauð.
Rita og Volodja dragast inn í
uppgjör tveggja mafíuforingja.
Viðbrögð manna sem verða að
yfirgefa heimili sín því leggia á
byggðarlagið undir vatn, er við-
fangsefni Kveðju eftir Klimov,
og hlaut myndin verðlaun á Ten-
erife árið 1986. Bygging raforku-
vers í Síberíu gerir brottflutning
borga og byggðarlaga nauðsyn-
legan og sýnist éðlilega sitt hverj-
um um framkvæmdirnar; til að
mynda eru þær harmleikur fyrir
eldri íbúa staðarins.
Annars konar harmleikur er
efni Bréfs frá látnum manni, eftir
Lopushanskí, sem var gerð árið
1986, og hefur vakið mikla at-
hygli á kvikmyndahátíðum víða
um heim. Hlaut myndin meðal
annars verðlaun bæði í Mann-
heim og í Vestur-Berlín. Bréfið
er frá vísindamanninum Larson
til ungs sonar hans, en Larson
hefur farist af afleiðingum 3.
heimsstyrjaldarinnar sem bilun í
tölvu hefur komið af stað. Larson
telur sig ábyrgan fyrir hörmung-
unum þyí sjálfvirki tölvubúnað-
urinn var uppgötvun hans.
Kvikmyndin Herra hönnuður,
eftir Tepcov, gerð árið 1987, er af
nokkuð öðru tagi. Par segir frá
kunnum hönnuði í St. Pétursborg
sem árið 1908 fær það verkefni að
skreyta glugga í gimsteinabúð.
Hann gerir vaxmódel af Önnu,
ungri og fátækri stúlku, dauða-
dæmdri af berklum. Nokkrum
árum síðar hittir hann Önnu/
Maríu aftur sem eiginkonu ríks
kaupsýslumanns, og áttar sig á
því sér til skelfingar að hún er
ekki lifandi kona heldur vaxmód-
el.
Kvikmyndavikan hefst sem
fyrr sagði á morgun, og er von
skipuleggjenda að íslenskir
áhorfendur muni gefa álit sitt á
kvikmyndunum sem nú hafa ver-
ið valdar, svo unnt verði að hafa
skoðanir þeirra og smekk í huga
þegar næst verður efnt til sov-
éskrar kvikmyndaviku hér á'
landi.