Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 3
Borgarstjórn Vemdum ósonlagið Stjórnarandstaðan vill fræðslu um skaðsemi ósoneyðandi efna Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Samtaka um kvenna- lista leggja í dag fram tillögu í borgarstjórn um að borgarbúar verði fræddir um skaðsemi óson- eyðandi efna og þeim bent á leiðir til að draga úr notkun slíkra efna. Tillaga sama efnis var nýlega samþykkt í bæjarstjórn Húsavfk- ur og þær Álfheiður Ingadóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir hafa báð- ar flutt þingsályktunartillögur um verndun ósonlagsins og bann við notkun ósoneyðandi efna. -lg- Sundahöfn > < A Klepps- kki lengdur Hafnarbakkar Reykjavíkurhafnar tœpir 4 kílómetrar að lengd Hafnarstjórn Reykjavíkur hef- ur varið 177 miljónum króna í ár og í fyrra í lengingu á Klepps- bakka í Sundahöfn í 287 metra og lengingu skjólgarðs út frá Korngarði. Hægt er því að losa tvö gámaskip og ekjuskip sam- tímis við Kleppsbakka. Áætlað er að ljúka þessum framkvæmdum á næsta ári og er ráðgert að kostnaður við þær verði um 100 miljónir króna. Heildarlengd viðlegukants við Kleppsbakka verður um 316 metrar að framkvæmdum lokn- um og um leið verður hann stærsti hafnarbakki landsins. Eftir þessa stækkun Kleppsbakka er heildarlengd hafnarbakka Reykjavíkurhafnar tæpir 4 kfló- metrar að lengd. _gr|, Söluskattur - greiðslukort Afffal laviðskipti stöðvuð Fjármálaráðherrafœrirgjalddagasöluskatts til U samrœmis við gjalddaga greiðslukorta. Stuðlar aðlœkkun vaxta. Aðilar viðskiptalífsins fagnaþessariákvörðunfjármálaráðherra Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ákveðið að færa gjalddaga sölu- skatts til annars dags hvers mán- aðar, til samræmis við gjalddaga greiðslukortafyrirtækjanna. Þetta hefur í för með sér að af- fallaviðskipti með greiðslukort- anótur leggjast af, en verslanir hafa seit bönkum nóturnar með allt að 50% afföllum, til að geta staðið í skilum með söluskatt vegna greiðslukortaviðskipta. Þessi ákvörðun ráðherrans mun auka yfirdrátt rtkissjóðs hjá Seðl- abanka og auka vaxtakostnað hans um 70-100 miljónir á ári. Hins vegar mun þetta auðvelda lækkun vaxta að sögn fjármála- ráðherra, og efnahagsráðgjafi hans Már Guðmundsson segir ekki þurfa meira en 2% iækkun yfirdráttarvaxta hjá Seðlabanka, til að vega þarna upp á móti. Tveir fyrrverandi fjármálaráð- herrar hafa ekki treyst sér í þessa breytingu vegna þess kostnaðar- auka sem hún hefði í för með sér fyrir ríkissjóð. En Ólafur Ragnar sagði í gær, að vaxtalækkunin vægi kostnaðinn upp. A blaðamannafundi sem ráðherrann boðaði til með full- trúum viðskiptalífsins í gær, kom fram almenn ánægja þeirra aðila með þessa ákvörðun. Magnús Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna sagði kaupmenn lengi hafa reynt að fá þessa breytingu í gegn. Þeir hefðu þurft að fjármagna greiðslu söluskatts með dýrum lánum. Jóhann Ólafsson formað- ur Verslunarráðs fagnaði þessum nýju samskiptum atvinnuveg- anna og ríkisvaldsins og sagðist vona að framhald yrði á. Ólafur Ragnar sagði verslun- ina hafa orðið fyrir miklum kostnaði við söluskattsskil vegna greiðslukortaviðskipta. „Mér hefur verið sagt að greiðslukorta- viðskipti séu orðin 50% af við- skiptunum," sagði Ólafur. Már Guðmundsson sagði innheimtu söluskatts vera 2-2,5 miljarða á mánuði. f desembermánuði væri innheimtan áætluð 3-4 miljarðar. Þannig þyrfti verslunin að greiða söluskatt af 1-2 miljörðum vegna greiðslukortaviðskipta í desemb- er. Ef breyting gjalddaga hefði ekki orðið, hefði verslunin þurft að fjármagna þetta með dýrum lánum. Breytingin mun auka útlána- getu bankanna. í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að ljóst sé að Seðlabankinn muni að óbreyttu þurfa að beita al- mennum stjórntækjum sínum á móti, til að draga úr aukinni út- lánagetu. Þó er talið að hagstæðir samningar ríkissjóðs og bank- anna um sölu spariskírteina gætu komið að nokkru eða öllu leyti í stað þess. -hmp [ gær kom stærsta skip íslenska flotans til landsins í fyrsta sinn. Það er næstu viku er von á nýjum Brúarfossi sem er metra lengri en Laxfoss Laxfoss, skip Eimskipafélags íslands. Skipið er 173 metrar að lengd, og verður því stærsta skip íslenska flotans. Mynd: Jim. ber 10 þúsund tonn og tekur 730 gáma. Rúm er fyrir 12 farþega. í Sovétmenn Kaupa freðfisk fyrir miljarð SH og SÍSsömdu við Sovétmenn um sölu á 9.700 tonnum affreðfiski fyrir20,8 miljónir dollara. 5% minna verð oglOOO tonnum minna magn en síðast. Afhendist á nœstu 7mánuðum Eftir atvikum er ég sáttur við Magnússon hjá Sölumiðstöð þennan samning en hinu er hraðfrystihúsanna. ekki að leyna að heldur hefði eg viljað hafa magnið meira og verð- ið hærra ef þess hefði verið ein- hver kostur, sagði Gylfi Þór Um síðustu helgi var undirrit- aður kaupsamningur SH og sjá- varafurðadeildar Sambandsins við sovéska ríkisfyrirtækið Sovr- ybflot um sölu á 9.700 tonnum af freðfiski fyrir tæpan miljarð króna eða 20,8 miljónir dollara. Þetta er 1000 tonnum minna magn en Sovétmenn keyptu á síð- asta ári og verðið er 5% lægra en þá var. Samið var um að fiskurinn kæmi til afhendingar á næstu 7 mánuðum og að sögn Gylfa Þ. Magnússonar vonast menn til að hægt verði að selja Sovét- mönnum viðbótarmagn eftir þann tíma. Af þessum 9.700 tonnum koma 2/3 í hlut SH en Sambandið framleiðir einn þriðja uppí samninginn. Samningurinn gerir ráð fyrir sölu á 700 tonnum af heilfrystum fiski, 3.600 tonnum af ufsaflök- um, 5.400 tonnum af karfaflök- um og flökum af öðrum fiskteg- undum. Þetta er mun minna magn en það sem Sovétmenn hafa skuld- bundið sig til að kaupa sam- kvæmt viðskiptasamningi land- anna en þar er gert ráð fyrir að þeir kaupi um 20 þúsund tonn af freðfiski héðan á ári hverju. Gylfi sagði að svovéska ríkisfyrirtækið hefði hug á meiri fiskkaupum en í þessum sem öðrum viðskiptum milli landanna strandaði alltá út- vegun gjaldeyris þar eystra. Eitt af atriðum í umbótastefnu Gorbatsjovs er að sovésku ríkis- fyrirtækin verði sjálfstæðari í við- skiptum sínum og kaupi inn fyrir eigin reikning. Aðspurður hvort þess væri farið að gæta í Sovét- ríkjunum sagði Gylfi Þór Magnússon það ekki vera. „Um- bótastefna Gorbatsjovs virðist vera komin mun lengra hér á Vesturlöndum en í Sovétríkjun- um. Persónulega tel ég að hennar fari ekki að gæta í vipskiptum við sovésk fyrirtæki fyrr en eftir 5-10 ár“, sagði Gylfi Þór Magnússon. -grh Fjárlög Önnur umræða á föstudag Fjárlög verða tekin til annarr- ar umræðu á Alþingi á föstudag en fjárveitinganefnd gekk í gær frá endanlegum breytingatillög- um sínum við frumvarpið. Nefndin gerir tillögur um við- bótarfjárveitingar uppá 514 milj- ónir, sem er innan við 1% af nið- urstöðutölu fjárlagafrumvarps- ins. Sighvatur Björgvinsson for- maður nefndarinnar segir að þess hafi verið gætt að reyna að halda fjárlögum sem mest innan ramma frumvarpsins, en venjulega nema breytingatillögur nefndarinnar um 3% af niðurstöðutölu frum- varpsins. í breytingatillögunum er gert ráð fyrir um 200 miljónum vegna vanreiknaðra rekstrarútgjalda og um 230 miljónum vegna aukinna framlaga til hafnargerðar, skóla og annarra mannvirkja. Framfœrslan 2,4% verðbólga 0,6% hœkkunframfœrsluvísitölu ínóvember Vísitala framfærslukostnaðar mælist 0,2% hærri í desember en I byrjun nóvember. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 20,6% en undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 0,6%. Sú hækkun jafngildir um 2,4% verðbólgu á heilu ári. Matvöruliður vísitölunnar var nánast óbreyttur í desemberbyrj- un frá í nóvember, þar sem sam- - an fór verðhækkun á brauði og kjöti og verðlækkun á grænmeti og ávöxtum. Hins vegar hækkaði verð á fatnaði lítillega og einnig rekstur eigin bfls. Fjármagns- kostnaður í húsnæðislið vísitöl- unnar lækkaði hins vegar vegna lækkandi vaxta að undanförnu. -lg- Fimmtudagur 15. desember 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.