Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 14
Með gagn- kvæmu trausti Sauðfjárbændur í Landnámi Ingólfs eru áhyggjufullir „vegna öfgakenndrar umfjöllunar um ástand beitilanda og kröfu um bann við lausagöngu búfjár í Landnámi Ingólfs", eins og þeir komastaðorði. Bændurnirkomu saman til fundar í Hveragerði þann 6. nóvember sl. til þess að ræða þessi mál. Þarsamþykktu þeir ályktun þar sem bent er á, að beitiálag allsstaðar í landnáminu sé töluvert lægra en reiknað beitarþol, sem Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefur gefíð út á liðnum árum. Jafnframt hafi bændur og sveitarfélög á svæðinu haft gott samstarf við Landgræðslu ríkis- ins og lagt verulega fjármuni í verndun ákveðinna svæða og upþgræðslu. Þráttfyrirhelmings fækkun sauðfjár í landnáminu á s.l. rúmumtveimuráratugum byggi umtalsverður hluti bænda afkomu sína á sauðfjárbúskap. Því sé þess krafist, að stjórnvöld virði hagsmuni og réttindi bænda, þannig að ekki verði gengið á rétt þeirra til áf ramhald- andi, hóflegrar nýtingar á afrétt- um og heimalöndum. Lýsa þeir sig reiðubúna til þess að ræða gróðurvernd á málefnalegum grundvelli og tjá sig tilbúna til að vinna að úrbótum, þar sem þörf krefur. í ítarlegri greinargerð, sem fylgir ályktun fundarins, er ýmsar upplýsingar að finna, sem engin ástæða ertil að liggi í láginni, enda auðveldar það mönnum jafnan að komast að skynsam- legri niðurstöðu um ágreinings- mál, að öll sjónarmið og stað- reyndir komi fram. í greinargerð- inni segir m.a. að vetrarbeit sauðfjársé að mestu úrsögunni en fénu beitt á ræktuð heimalönd vor og haust. Frá 1976 haf i hrossum ekki verið beitt í afrétti. Lausaganga búfjár sé nú þegar bönnuð á stórum svæðum í land- náminu og bent er í því sambandi á höfuðborgarsvæðið, alltfrá Kjalarnesi til Grindavíkur. Þá má nefna Þjóðgarðinn á Þingvöllum, landgræðslugirðingar í Olfusi og Selvogi, Herdísarvíkurland neð- an fjallsbrúna og skógræktarg- irðingar á Fossá og í Brynjudal. Á hinn bóginn sé óraunhæft með öllu að krefjast alhliða banns við lausagöngu búfjár í sveitum. Bent er á þá skyldu stjórnvalda og annarra þjóðfélagsþegna að taka fyllst tillit til eignar- og um- ráðaréttar bænda yfir löndum sfnum. „Um þessi sem önnur efni þarf að fjalla málefnalega og í fullu samráði við bændurog sveitarfé- lög þeirra. Með gagnkvæmu trausti og samningum má leysa flest mál, sbr. samskiptin við Landgræðslu ríkisins, en öfgar, virðingarleysi og valdníðsla eru engum sæmandi", segja þessir núverandi landsetar Ingólfs. mhg ÍDAG er 15. desember, fimmtudagur í áttundu viku vetrar, tuttugasti og fimmti dagurýlis, 350. dagurárs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 11.16ensest kl. 15.30.Tungl vaxandi á fyrsta kvartili. VIÐBURÐIR Imbrudagar. Verrkalýðsfélagið Víkingur í Vík í Mýrdal stofnað 1932. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Suðurjótland næst! Uppljóstr- anir Madame Tabouis um fyrir- ætlanir Hitlers um árás á Dan- mörku eftir nýár, vekja heimsat- hygli. UM ÚTVARP & SJÓNVARP Sviðs- Ijós í kvöld fjallar Jón Óttar Ragn- arsson um nýútkomnar bækur í þættinum Sviðsljós, - og gefur þeim umsögn. í Sviðsljósinu að þessu sinni verða þau Einar Már Guðmundsson, höfundur bókar- innar Leitin að dýragarðinum, Guðmundur Andri Thorsson, sem skrifaði Mín káta angist og Soffía Auður Birgisdóttir, bók- menntafræðingur, að ógleymd- um Páli Líndal, en nú var að koma úr þriðja bindið af bóka- flokki hans Reykjavík - Sögu- staðir við sund. Auk þess verður svo fjallað um ýmsar bækur aðr- ar. - mhg Sigurður Á., Sigurður A., Ulfar, Opiö hús Hafliði, Útvarp Rót kl. 19.00 Útvarp Rót hefur nú verið að endurskipuleggja rekstur sinn og dagskrá, sem m.a. felst í breytingu á útsendingartíma. Tekinn hefur verið upp nýr dag- skrárliður, sem nefnist „Opið hús“, og hófst hann 1. des. Ætl- unin er að húsið verði opið á fimmtudagskvöidum. Verður þar boðið upp á kaffiveitingar og mis- munandi dagskrá í beinni ústend- ingu. Síðastliðinn fimmtudag litu nokkur ljóðskáld í bæinn og lásu upp úr verkum sínum. Og í kvöld er svo von á nokkrum rithöfund- um, sem munu lesa upp úr nýjum bókum sínum. Meðal þeirra eru: Sigurður A. Magnússon, Úlfar Þormóðsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Jón Oskar og Hafliði Vilhelmsson. Því má svo bæta hér við að kl. 18 á morgun verður í þættinum Jón Óskar Upp og ofan kynnt áður óþekkt hljómsveit, sem nefnist Mýsnar, svo það er víðara músagangur en í Borgarfirðinum - Sigurður ívarsson, - Siggi í Gramminu - er með sitt vikulega „prógramm“ kl. 13 á sunnudag, spilandi rokk- tónlist og kl. 15 sama dag er svo á dagskrá þáttur þar sem gefið verður auga menningu Keflavík- ur o.fl. staða á Suðurnesjum - Rótin á víða rætur. - mhg Bóka- Þing Rás 1 kl. 22.30 Á þriðjudögum, fimmtudags- og föstudagskvöldum er allt til jóla lesið úr nýjum bókum í þætt- inum Kviksjá á Rás eitt. í kvöld verður eingöngu lesið úr nýjum íslenskum skáldverkum. Byrjað verður á Skuggaboxi Þórarins Eldjárns. Síðan kemur ljóðabók Hannesar Sigfússonar, Lágt muldur þrumunnar. Þá nýjasta skáldsaga Njarðar P. Njarðvík, í flæðarmálinu. Næst koma Hvarf- baugar Ijóðasafn Sigurðar A. Magnússonar og loks kaflar úr Markaðstorgum guðanna, eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. - mhg Friðrik og Halldóra GARPURINN IT' ' \ o R 0ð«oN ' ■"'o C»p» '70 0«« 1 Inhifti C*>p 0.5. O*. KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.