Þjóðviljinn - 17.12.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Page 4
BÆKUR Fjórargóðar Minna - engin venjuleg mamma Helga Thorberg birtir óvenjulegar endurminningar móður sinnar og fyliir í eyðurnar. Einlæg bóK sem vekur áleitnar spumingar um heil- brigðiskerfið. llndir augliti klukkunnar Christopher Holan er lamaður og mállaus en braust út úr þögninni. Fyrir bókina hlaut hann ein virtustu bókmenntaverðlaun Breta. Ótrúleg bók sem lætur engan ósnortinn. FÁLKINN FLÝGUR i Fálkinn flýgur Þriðja bókin í fiokki sögulegra skáld- sagna Wilbur Smith. Safarík og spennandi skáldsaga - með sögu- legu ívafi. Anders Haasen SvaðasiaðahrossiN uppruni og saga IBINDÍ Svaðastaðahrossin - Uppruni og saga -1. bindi Anders Hansen rekur sögu þessa frægasta hrossakyns aldarinnar. Jóla- bók hestamannsins. ÍSAFOLD Fyrsla íslenska steinabókin Kvarts, í eigu Náttúrufræðistofnunar Islands. HJALTI KRISTGEIRSSON SKRIFAR Islenskir steinar Ljósmyndir: Grétar Eiríksson Bókaútgáfan Bjallan Steinar - er það ekki bara grjót, gætu menn spurt. Höfum við ekki bannsett grjótið fyrir augunum dag hvern og hvað skal það á bók? Síst er ísland fátækt af grjóti, það vita þeir sem leggjast í gönguferðalög. Grjótið þótt hart sé hefir sitt aðdráttarafl fyrir fæt- ur manna, og kynning við það opnar smám saman fyrir skilning- arvit og hugarstarfsemi. Það býr saga í grjóti, saga af okkur sjálf- um, jarðsaga, sambúðarsaga við náttúruöfl og við fólk. Grjótið reynist hafa ýmsar náttúrur, ekki síður en fjölbreyttar ásýndir. Kann þá svo að fara að grjótið verði annað og meira en hraunbreiður, möl og berg, en taki að skiljist sundur í steina, steinvölur og steintegundir. Og þá er ástæða til þess að fótvinur grjóts og steina fá sér grjótfróða bók og steinavísikver. Glöggvi sig á því, hvað er steina með álf- um og hvað grjóts með mönnum. Bókaútgáfan Bjallan hefur unnið hið þarfasta verk með steinabók þessari. Hún er að vísu ekki handbók göngumannsins og ekki heldur heimildarrit vísinda- mannsins. Hinsvegar er þetta bók sem gerir grein fyrir nokkr- um meginatriðum í steinafræði, sýnir vandaðar myndir af helstu steinategundum og hlýtur þannig að vekja áhuga á merkum þætti í náttúrufari landsins. í bókinni er „ábending um rit um íslenska steina og steinateg- undir“ og kemur þar glöggt fram, hve lítið hefir verið ritað um steinafræði íslands, einkum á ís- lensku. íslensk steinabók hefir raunar aldrei verið sett saman áður. Að vísu hefir verið minnst á steina í íslenskum jarðfræðibók- um, en þar er eðli málsins sam- kvæmt um ágrip að ræða. Grein- ar á íslensku um steina virðast hafa einskorðast við holufylling- ar, og er það reyndar að vonum því að þær eru fegurstar og fjöl- breytilegastar íslenskra steina. Það er því óhætt að segja að steinafræði hafi verið býsna van- rækt svið íslenskra náttúrufræða. Þrír menn hafa orðið í steina- bók Bjöllunnar, steinasafnarinn Axel Kaaber og jarðfræðingarnir Einar Gunnlaugsson og Kristján Sæmundsson. Ekki er gerð grein fyrir verkaskiptum. Þeir hafa tekið þá stefnu (eða fengið það verkefni) að skrifa sem minnst en láta myndir segja sem mest. Eini munaður þeirra í textasmíð er sá að hafa bæði formála og inngang. í knöppum texta fjalla þeir um jarðfræðilega uppbyggingu ís- lands og skýra það hvað greinir steintegundir að; vinda sér síðan í storkuberg, molaberg og um- myndun bergs, og telja upp hvaða steina er að finna í hverri bergtegund. Einnig koma þeir að útfellingum við yfirborðsjarð- hita. Loks eru klausur um steinaslípun og steinasöfnun. Lesmál þetta er mjög hófstillt og 'sennilega allskiljanlegt steinrík- j um mönnum þótt óbergfróðir séu. Mikill skilningsauki var mér að uppdráttaum þeim og töflum (svonefndum myndum) sem fylgja lesmálinu, en þar er vikið að skemmtiefni á borð við krist- alkerfi, samhengi bergs og steina, náttúru holufyllinga, og aftast er yfirlitstafla yfir alla steina sem um er fjallað í bókinni, og til- greindir eðliseiginleikar þeirra. Þótt þáttur textahöfunda sé að umfangi ekki mikill í bókinni er hann gildur, vandvirknislega unninn og misfellulaus að því er leikmanni sýnist. Með hverri steinamynd (ég á við ljósmynd) er staðlaður texti þar sem fram kemur heiti, fundarstaður, stærð, kristalgerð, efnasamsetning og að auki frásagnarverður fróð- leikur um steininn. Flestum þeim sem taka sér bókina íslenskir steinar í hönd hygg ég að hún verði fyrst og fremst myndabók. Brot hennar, uppsetning og frágangur allur miðast við það að myndefnið skili sér sem best og myndunum sé búin hæfileg umgerð. Ljósmynd- arinn Grétar Eiríksson er þekkt- ur að vönduðum útilífsmyndum en hér bregður hann sér í mynd- stofu með lampaljós og baktjöld og nær þar þeim árangri að aðrir hafa ekki gert betur í steinaljós- myndun á íslandi. Ég hefi beðið blaðið að birta hér mynd af bergkristal sem ég vona að prent- ist það þokkalega að eitthvað verði eftir af glæsileikanum. Ljósmyndatakan hefir tvíllaust verið feikileg yfirleguvinna, og enginn setur 90 slíkar myndir í bók að ekki hafi verið úr hundr- uðum að velja. Hér þarf að vísu meira en yfirlegu og tækni því án listræns auga, tilfinningar fyrir formum, víddum, litum, verður velheppnuð myndabók ekki gerð. Þetta á einnig við verk þess sem skipulagði bókina, réð sniði hennar og raðaði á síður. Þar var vel að unnið og ekki er út á prentgæðin að setja. Betri prent- un held ég sé fásén nema farið sé út í djúpþrykk sem ekki mun stundað hérlendis. Útgefendur og aðstandur ís- lenskra steina eiga heiður og þökk skilið fyrir fagurt verk og þarft. Að síðustu vil ég víkja að til- gangi bókarinnar sem samkvæmt formála og inngangi og lokakafla er sá að aðstoða steinasafnara. Vel má hafa ánægju af að skoða berggerðir án þess að brjóta úr þeim mola og víst má fagna fögr- um steini í gili án þess að nema hann á braut. Er það ekki fullkomið efunarmál að hamar, meitill og steinaskjóða séu hepp- ilegustu förunautar náttúruskoð- andans? Segir það ekki sína sögu að náttúruvernd nútímans felst einmitt í því að ekki má raska, ekki má taka? Náttúran er nefni- lega fögur og forvitnileg í sínum eigin klæðum. Á þessu hafa bókarmenn sinn skilning. Það er svo hlálegt að fundarstaði steina utan verndarsvæða nefna þeir alls ekki í bókinni (svo að land- eigendur verði ekki fyrir óþæg- indum og átroðningi!). Nú skal ekki í efa dregið að steinasafnar- ar séu heiðursfólk; það er athygl- isvert að langflestar myndir bók- arinnar eru af steinum í einkaeign og aðeins af fáum úr opinberum söfnum. Þannig hafa þessir steinasafnendur veitt okkur hin- um hlutdeild í því sem þeir hafa eignað sér. En eru það ekki sjálf- sögð örlög flestra einkasafna að verða opinber eign þegar safn- andans nýtur ekki lengur við? Sú mun vera reynslan erlendis, ella blasir glötun við ávöxtun góðs starfs. Náttúruminjar eru í eðli sínu almannaeign, og útgáfa ís- lenskra steina er viðleitni í þá átt að færa íslenska náttúru nær ís- lenskum almenningi. Hjalti Kristgeirsson Gmndvallarrit Dr. Ingimar Jónsson: Alfræðiorðabók um skák A-Ö. Iðunn 1988. Oft hefur mér orðið hugsað til þess hve gott væri ef til væri bók á íslensku sem hefði að geyma á einum stað þær upplýsingar um skák sem ég þarf að brúka hverju sinni. Ég sé mig í anda, upp fyrir haus í allskonar ritum til að afla mér upplýsinga um þetta og hitt, persónulega eða sem dálkahöf- undur. Nú hefurdr. Ingimar Jóns- son, fyrrverandi forseti Skáks- ambands íslands, breytt þessari aðstöðu minni og annarra skáká- hugamanna. Verkið í heild er tímamótaverk í íslenskri skáksögu og eins og höfundur segir í formála, löngu tímabært miðað við þann mikla áhuga sem í landinu er. í bókinni er síðan að finna mikinn fjölda upplýsinga um skák almennt sem nýtast bæði lærðum og hinum sem styttra eru komnir. Fjöldinn LÁRUS JÓHANNESSON SKRIFAR allur af skákmönnum er kynntur og þótt maður sakni kannski nokkurra nafna er það rétt sem höfundur segir í formála að ein- hversstaðar verði mörkin að liggja. Heit á öllum byrjunum og margra afbrigða er getið sem og uppruna þeirra og er þar mikill fróðleikur. Úrslit heimsmeistara og áskorendaeinvígja, milli- svæðamóta og margra annarra viðburða sögunnar eru öll til staðar. Þarna er líka getið frægra skáka og skákdæma og er það skemmtilegt aflestrar. Fyrir þá sem stutt eru komnir kemur bók- in líka að notum, til dæmis eru ölli grundvallaratriði sem patt, mát o.s.frv. skýrð. Eftir að hafa lesið bókina er það því skoðun mín að hún eigi erindi til allra þeirra sem fylgjast með skák burt séð frá styrkleika. Og mér segir svo hugur að hún eigi eftir að verða grundvallarrit íl flestra eigu. Lárus Jóhanncsson Dr. Ingimar Jónsson 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.