Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. desember 1988 273. tölublað 53. árgangur Stjórnarfrumvörpin Samþykkt liggur í loftinu Allar líkur áað bráðabirgðalögin verði að lögum ídag. Fjárlagafrumvarpiðá millijóla og nýárs? AðalheiðurBjarnfreðsdóttirá mótist/órnarkreppum. SteingrímurHermannsson: Bjartsýnn eins og alltaf Flest bendir til að í dag verði bráðabirgðalög rfltisstjórnarinn- ar staðfest á Alþingi. Þá er búist við að fjáröflunarfrumvörpin verði afgreidd fyrir jól en óljóst er enn um fjárlagafrumvarpið, og er frekar búist við að það verði af- greitt milli jóla og nýárs þrátt fyrir andstöðu landsbyggðar- manna og forseta þingsins við þing eftir belgi. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var gert óformlegt sam- komulag í gær á fundi þingfor- seta, forsætisráðherra og þing- flokícsformanna, um að afgreiða bráðabirgðalögin og tekjuöflun- ina fyrir jólin. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir þingmaður Borgaraflokksins sagði á Stöð 2 í gær að þjóðin þyldi allt annað en stjórnar- kreppu og kosningar, eins og á- standið væri í þjóðmálum, og túlkuðu stjórnmálamenn þessa yfirlýsingu þannig að Aðalheiður hefði í raun lýst yfir stuðningi við stjórnina. Einn af þing- mönnum stjórnarandstöðunnar sagðist eiga von á tveimur „huldumönnum" við atkvæða- greiðslu um bráðabirgðalögin. Þau koma til atkvæða í neðri deild árdegis. Vörugjaldsfrum- varpið kemur sömuleiðis til at- kvæðagreiðslu og ætti að geta far- ið til lokaumræðu í neðri deild í kvöld. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði Þjóðviljan- um að hann væri, eins og alltaf,, bjartsýnn á að fjáröflunarfrum- vörpin yrðu öll samþykkt sem lög fyrir jól. Þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks eyddu löngum tíma í það í neðri deild Alþingis í gær, að lýsa því hversu stuttur tími væri til stefnu hjá ríkisstjórninni. Vörugjaldsfrum- varpið og bráðabirgðalögin komu því ekki til atkvæða- greiðslu í gærkveldi, eins og stefnt hafði verið að. Einn ráð- herra orðaði það þannig í gær, að engu líkara væri en stjórnarand- staðan væri að forðast atkvæða- greiðslu um stjórnarfrumvörpin, og um leið reyndi á styrk stjórn- arinnar í neðri deild. Vörugjaldsfrumvarpinu hefur verið breytt töluvert, en á þó að tryggja ríkissjóði sömu tekjur eða um 1,6 miljarð króna. Tekju- og eignaskattsfrum- varpið kemur að öllum líkindum út úr nefnd til annarrar umræðu í dag, og stefnir stjórnin að því að það verði afgreitt til þriðju um- ræðu og efri deildar í kvöld, ásamt vörugjaldsfrumvarpinu. Þetta eru margir þingmenn stjórnarandstöðunnar svartsýnir á að geti átt sér stað, og segja farið fram á ómannlegt vinnuá- lag. Prósenta vörugjalds hefur ver- ið lækkuð í 9% frá fyrstu um- ræðu, og verður vörugjaldsstofn- inn breikkaður og sérstakt 16% gjald verður lagt á sykur og syk- urvörur. Breytingar hafa einnig verið gerðar á bráðabirgðarlög- unum sem varða Atvinnutrygg- ingasjóð, og er stjórnin þar að koma til móts við tillögur Borgar- aflokksins. -hmp Sturlumál Flaskaná3,74? Meðhöndlun félaga Svavars og Ó. Grímssonar á Sturlumálinu hefur kostað þjóðina jafnvirði 214.734 vodkaflaskna á handhaf- averði, segir Sverrir Hermanns- son í orðsendingu til núverandi menntamálaráðherra. Það" er þá ansi ódýrt vodka, segir Svavar í svari sínu, því að einu fjármunirnir sem Sturla fékk og ekki höfðu verið dæmdir af ráðuneytinu eða lofað í tíð Birgis ísleifs og Sverris eru 800 þúsund sem vantaði á hefðbundin laun í uppsagnarfresti. Vodkaflaskna- dæmi Sverris samsvarar þá því að flaskan kosti 3,74 krónur og bið- ur Svavar Sverri að láta sig endi- lega vita hvar hægt sé að ganga löglega að slíkum hvalreka. Sjá síðu 12 Stöðumœlar Afhausanir vinsælar Gatnamálastjóri: Stöðumœlar skotspónar skemmdarvarga. Háfermi skemmir skiltabrú. Frítt ístöðumœla og íbílastœðahús borgarinnar allan daginn áÞorlák Stöðumælar eru vinsælir með- al skemmdarvarga og annarra miður þenkjandi sem leið eiga um miðbæ Reykjavíkur. Nýlega voru tuttugu mælar afhausaðir til að ná peningum úr þeim en hver stöðumælir kostar um 20 þúsund krónur. Þá er það einnig vinsælt meðal bifreiðaeigenda að snuða mælana með því að troða í þá allskonar drasli ef vera skyldi að þeim mundi takast að fá stöðutíma fyrir bílinn sinn án borgunar. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra eru það ekki að- eins skemmdarverk sem við er að eiga heldur hlaða menn vörubfla með of miklu háfermi. Nú síðast í gær voru skemmdir unnar á skilt- abrú yfir Reykjanesbrautina við Stekkjarbakka. Hámarkshæð á farmi er þar 4.20 metrar en við- komandi bfll reyndist vera með 5 metra háfermi. Þeir sem trassað hafa að greiða sektarmiða söðumælavarða eiga nú von á vörslusviptingu á bflum sínum. Gatnamálastjóri sagði að það hefði tekið sinn tíma að fín- pússa nýja innheimtukerfið en nú væri það komið á fulla ferð og engin miskunn yrði nú sýnd þeim sem virt hafa ftrekaðar viðvaranir þar um að engu. Á Þorláksmessu verður frítt í stöðumæla borgarinnar og einnig í bflastæðahús borgarinnar allan daginn. Þá skal bifreiðaeigend- um bent á að nýverið voru 80 bfl- 'astæði tekin í noktun í nýju bfla- stæðishúsi borgarinnar að Vest- urgötu 7. Þar er frítt inn alla daga fram að jólum. -grh 3 dagar til jóla Tíundi var Gluggagœgir, grályndur mann. Hér hefur Gluggagægir brugð- ið pokanum á bak sitt og er lagður af stað til byggða. Mynd- ina teiknaði hann Kári Helga- son, 5 ára, Öldugötu 42 í Reykja- vík. Gluggagægir kemur að sjálf- sögðu við í Þjóðminjasafninu í dag kl. 11 og þar verður ýmislegt fleira til skemmtunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.