Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR LIN Réttlætið nái fram Vinnuhópur menntamálaráðherra leggur til að skerðing Sverris verði leiðrétt íáföngum. Fyrsta árs nemarfái lán. Tekjutillithœkkað. Framfœrslugrunnur endurskoðaður Vinnuhópur sem Svavar Gests- son menntamálaráðherra skipaði til að fara yfir málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hefur skilað fyrstu niðurstöðum og leggur til breytingar á reglum sjóðsins, sem koma verulega til móts við ítrekaðar kröfur náms- manna. Hópurinn leggur til að skerðing sú sem orðið hefur á námslánum frá árinu 1984 verði leiðrétt í áföngum og verði hún að fullu leiðrétt fyrir 1. janúar 1990. Ragnar Árnason dósent gegnir formennsku í vinnuhóp mennta- málaráðherra. Hann sagði á blaðamannafundi með ráðherra, að á árunum 1985-1986 hefði metinn framfærslukostnaður námsmanna dregist aftur úr raun- verulegum framfærslukostnaði. Þetta hefði ekki verið bætt þrátt fyrir að aðstæður hefðu batnað hjá almenningi á sama tíma. Ragnar sagði ekki þurfa að breyta tölum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1989 til að ná fram markmiðum um leiðréttingu. Vinnuhópurinn leggur til að framfærslan verði hækkuð um 7,5% frá 1. mars 1989 og aftur um 5% 1. september. Framfærslu- kostnaður verði síðan að fullu bættur fyrir 1. janúar 1990. Það er einnig tillaga vinnu- hópsins að tekjutillit LÍN verði aftur hækkað í 50%, þ.e. að 50% af tekjum námsmanns umfram framfærslu, dragist frá láni hans í stað 35% eins og nú er. Þetta sagði Ragnar vera í fullu sam- ræmi við vilja námsmanna. Ann- að réttindamál sem stúdentar hafa barist fyrir allt frá upphafi árs 1985, nær að öllum líkindum fram að ganga. Vinnuhópurinn leggur til að fyrsta árs nemum verði á ný veitt lán frá LÍN. En síðan 1985 hafa fyrsta árs nemar þurft að reiða sig á góðvilja bank- akerfisins. Ragnar sagði að þetta hefði leitt til þess að margir tekju- lágir einstaklingar hefðu hætt námi og sennilega til þess að margir hæfu ekki nám. Vinnuhópurinn segir fram- færslugrunn námslána löngu úr- eltan, enda hefði hann verið tek- inn upp árið 1984, en eðlilegt þætti að endurskoða slíka grunna á 5-10 ára fresti. Hópurinn leggur því til að framfærslugrunn- urinn verði endurskoðaður. Stærsti sigur námsmanna í þessu máli er að skerðing Sverris Her- mannssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, frá árinu 1986, verður leiðrétt. f upplýs- ingum frá menntamálaráðu- neytinu kemur fram að ef náms- lánin hefðu ekki verið skert, hvorki beint né með kukli með vísitölur, væri fullt mánaðar- námslán nú 40,139 krónur. En þetta sama lán er í dag 33,418 krónur. Mismunurinn er 16,7%. Niðurstaða vinnuhópsins er aðeins áfangaskýrsla sem menntamálaráðherra bað um fyrir afgreiðslu fjárlaga. Hópur- inn mun halda störfum áfram. En í honum eiga sæti 4 fulltrúar emb- ættismannakerfisins og 4 full- trúar námsmanna. -hmp Þorgerður Sigurðardóttir símavörður á Þjóðviljanum tekur við pöntunum áskrifenda í Bókaklúbbi blaðsins. Fyrir framan hana sjást titlarnir 10 sem klúbburinn hefur boðið uppá á síðustu vikum. Mynd-Þóm. Bókaklúbbur Þjóðviljans Góðar viðtökur áskrifenda Hallur Páll Jónssonfrarnkvstj. Þjóðviljans: Allar líkur áþvíaðþessu verði haldið áfram eftir jólin Rótin Fjallað um ósonlagið í þætti Alþýðubandalagsins á útvarpi Rót í kvöld kl. 22.30 ræðir Árni Páll Árnason við þau Álfheiði Ingadóttur og Össur Skarphéðinsson um tillögur Al- þýðubandalagsins á Alþingi og í borgarstjórn um verndun óson- lagsins og sérstaka kynningarher- ferð meðal borgarbúa um óson- eyðandi efni. Búnaðarfélagið Uppsagnir afturkallaðar Starfsmönnum Búnaðarfélags- ins var í gær tilkynnt sú ákvörðun stjórnar félagsins, að afturkalla allar uppsagnir starfssamninga sem tilkynntar voru í sumar og haust. Uppsagnirnar áttu að taka gildi um áramótin, og var ástæða þeirra óvissa um tekjöflun félags- ins. Úr því hefur nú ræst og upp- sagnirnar því afturkallaðar. Viðtökur áskrifenda Þjóðvilj- ans hafa verið ágætar og greinilegt að lesendur blaðsins kunna að meta þetta framtak, segir Hallur Páll Jónsson fram- kvæmdastjóri Þjóðviljans um starfsemi Bókaklúbbs Þjóðvilj- ans. Á síðustu 10 vikum hefur áskrifendum blaðsins verðið boð- ið upp á kostakaup á jafnmörgum bókatitlum. - Viðtökur hafa að sjálfsögðu verið nokkuð mismun- andi eftir bókum, en það er greinilegt að nýjustu bækurnar sem koma út núna fyrir jólin hafa vakið athygli og lesendur nýtt sér að kaupa þær á hagkvæmu verði. Hallur segir að reynslan af klúbbnum sé góð og hann eigi frekar von á því að starfsemi hans verði haldið áfram eftir jól og áramót. Eins og áður sagði hefur þegar verið boðið upp á 10 bóka- titia á kostaverði. Áskrifandi sem keypt hefur eitt eintak af hverri bók sem boðið hefur verið uppá, hefur getað sparað sér 6.700 kr. miðað við venjulegt verð, en það slagar hátt í verð þriggja nýrra bóka nú fyrir jólin. -Jg- Hjálparstofnunin Jólasöfnunin gengur vel Sigríður Guðmundsdóttir: Þegar komnar tíu miljónir. Ein miljón safnaðist til A rmeníu - Ég er ánægð með það sem komið er. Ég myndi halda að landsmenn séu búnir að gefa svona um 10 miljónir kr. Það er mjög svipað og var í fyrra á sama tíma, sagði Sigríður Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar þegar hún var spurð hvernig jólasöfnun stofnunarinnar gengi. Forráðmenn Hjálparstofnun- arinnar gera sér vonir um að í allt muni safnast á þessari jólaföstu um 17 miljónir kr. - Fari svo að fyrirtækjum sem gefa fé til líknarmála verði ekki leyft að draga þær fjárhæðir frá skatti eins og nú eru hugmyndir um, er ég hrædd um að verulega dragi úr framlögum þeirra. sagði Sigríður Guðmundsdóttir. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp, sem ef samþykkt verður hefur í för með sér að ekki verður lengur hægt að draga frá skatti framlög fyrirtækja til líknarmála, styrki til íþróttafélaga o.þ.h. Sigriður sagði það vera borðleggjandi að fyrirtækin sem ekki fengju neina umbun fyrir sitt framlag myndu hætta að gefa fé til góðgerðar- mála. - Það hefur þegar safnast um ein miljón króna til hjálpar nauðstöddu fólki í Armeníu, ég geri ekki ráð fyrir að það verði meira. Við höfum þegar sent 4 miljónir kr. til aðstoðar þessu fólki. Ríkisstjórnin lagði fram tvær og við aðrar tvær miljónir kr. úr hjálparsjóði Rauða kross- ins, sagði Hannes Hauksson framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. Ekki sagði hann ljóst hvort eða hvernig Rauði kross íslands myndi taka þátt í uppbyggingar- starfinu þar eftir jarðskálftana, hann sagði að þegar hefðu verið gerðar áætlanir um uppbyggingu, en ekki væri alls kostar víst hvort fslendingar myndu taka þátt í því. -sg Vörugjaldið Skekkir ekki samkeppnisstöðu Fjármálaráðuneytið: Fullyrðingum iðnrekenda vísað á bug. Samkeppnisstaðan ekki skert og engin tvísköttun á hráefni Vegna ummæla ýmissa for- svarsmanna iðnaðarins undan- farið um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald verður ekki hjá því komist að leiðrétta ýmis konar misskilning sem fram hefur komið, segir í yfirlýsingu sem fjármálaráðu- neytið hefur sent frá sér. Þess hefur að jafnaði verið gætt við álagningu vörugjalds, að sam- keppnisstaða innlendrar fram- ieiðslu versni ekki. Engin breyting hefur orðið á því nú. Því er algjörlega vísað á bug öllum fullyrðingum um að vörugjaldið skekki samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu gagnvart er- lendum varningi. Vörugjald leggst ekki ein- göngu á íslenskar framleiðslu- vörur. Það leggst jafnt á inn- lendar sem sambærilegar er- lendar vörur, og er rétt að benda á að af innfluttum vörum þarf að greiða 25% heildsöluálag við tollafgreiðslu. Samkeppnisstaða iðnaðar versnar ekki Bent hefur verið á að vöru- gjaldið breyti samkeppnisstöðu þeirra vörutegunda sem það leggst á gagnvart öðrum vöruteg- undum. Þetta er í sjálfu sér rétt. Hins vegar hefur þess verið gætt, að vörugjaldið leggist á allar skyldar vörutegundir, sem telja má að séu í náinni samkeppni hver við aðra. Því er ekki líklegt að samkeppnisstaða einstakra iðngreina skekkist sem neinu nemur af þessum sökum. Gert er ráð fyrir því að ýmis hráefni til iðnaðar verði vöru- gjaldsskyld samkvæmt frumvarp- inu. Má þar t.d. nefna sement, steypu, timbur o.fl. Fram- leiðendum vara sem kaupa vöru- gjaldsskylt hráefni má skipta í tvo hópa, þ.e. þá sem stunda vöru- gjaldsskylda framleiðslu og aðra. Framleiðendur geta dregið frá vörugjald a. Framleiðandi vörugjalds- skyldrar vöru sem kaupir hrá- efni til framleiðslu sinnar þarf að greiða vörugjaldið af hrá- efninu við tollafgreiðslu eða kaup innanlands. Við skil í rík- issjóð á vörugjaldi af fram- leiðslu getur hann hins vegar dregið frá það vörugjald sem hann hefur þegar greitt af hrá- efni. Er þannig komið í veg fyrir tvísköttun. Vörugjald ekki greitt af hráefnum b. Framleiðandi sem ekki stund- ar vörugjaldsskylda fram- leiðslu og nýtur ekki tollverndar gagnvart sambæri- legri erlendri vöru þarf ekki að greiða vörugjald af gjald- skyldum hráefnum. Er honum veitt undanþága frá greiðslu gjaldsins þannig að við inn- flutning er vörugjaldið fellt niður og þarf framleiðandinn því ekki að leggja út fyrir vöru- gjaldi nema í undantekning- artilvikum. Engin tvísköttun felst því í vörugjaldinu og ekki er um upp- söfnun þess að ræða,“ segir í yfir- lýsingu ráðuneytisins. Miðvlkudagur 21. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.