Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 8
Baráttukona og móðir Bríet Héðinsdóttir Strá f hreiðríð Svart á hvftu 1988 352 bls. Saga íslenskra kvenna er enn að mestu órannsökuð og óskráð þótt merkileg sé. Sögubækumar eru heldur þöguiar og uppflettirit sem geyma merka atburði segja tæpast eða alls ekki frá ýmsu því sem valdið hefur byltingu í lífi kvenna. Ævisögur kvenna eru heldur ekki margar miðað við þau ógryggni æviminninga sem hellast yfir okkur ár hvert. Því er hvert það rit sem bætir einhverju við þekkingu okkar á sögu kvenna mikill fengur og gleður þau hjörtu sem finnst að mörg konan hafi alit of lengi legið óbætt hjá garði. Fyrir nokkrum ámm hófst Briet Héðinsdóttir handa við að kanna bréf ömmu sinnar Bríetar Bjamhéðinsdóttur sem eins og allir vita var í forystu íslenskra kvenréttindakvenna um áratuga- skeið. Bréfin ná yfir tímabilið frá 1910-1917 þegar böm Bríetar, Laufey og Héðinn Valdimars- böm vom við nám í Kaupmanna- höfn. Bríet yngri velur úr bréfa- bunkanum ýmist brot eða iengri kafla, fyllir upp í og tengir saman þannig að til verður heildstæð lýs- ing á ævi Bríetar Bjarnhéðins- dóttur frá 1856-1940 með áhersiu á þau ár sem bréfin spanna. Það er spurning hvemig eigi að flokka þessa bók. Hún er ekki ævisaga, til þess er hún alltof per- sónuleg frá hendi höfundar. Hún er ekki sagnfræðirit í venjulegum skilningi, höfundur setur sig ekki í stellingar fræðimanns þótt hún vinni sitt verk af mikilli samvi- skusemi og nákvæmni og afli víða fanga. Bókin er fyrst og fremst frásögn og túlkun Bríetar Héð- insdóttur á ævi ömmu hennar með persónuiegum frásögnum og skýringum sem enginn annar hefði getað lagt til, jafnframt því sem hún velur það sem henni finnst bitastæðast í bréfunum. Það er mikil og merkileg saga af því hvemig bláfátæk sveita- stúlka norðan úr Húnavatnssýslu tók sig tii árið 1885 og birti fýrst kvenna grein í blaði um réttleysi kvenna og takmarkaða menntun- armöguieika þeirra. Síðan gekk hún fyrst kvenna fram á sviðið í Gúttó og flutti lært erindi í árslok 1887, þá leynilega trúlofuð Vald- imar Asmundssyni ritstjóra Fjall- konunnar. Hún hóf útgáfu kvennablaðs og var með í að stofna Hið íslenska kvenfélag sem fyrst félaga hafði kvenrétt- indi á stefnuskrá sinni. Bríet Bjamhéðinsdóttir stóð árið 1907 fyrir stofnun Kvenréttindafélags íslands, var um árabil í bæjar- stjórn Reykjavíkur, kjörin af kvennalista og tók þátt í alþjóð- iegum samskiptum þeirra kvenna sem börðust fyrir kosningarétti konum til handa. Það væri alit of iangt mál að telja upp allt hennar lífsverk, um það má fræðast í bókinni. Það sem eflaust skipti sköpum í lífi Bríetar var að hún komst í tæri við þær merku félagshreyfingar sem blómstmðu í Þingeyjarsýsl- um á síðustu áratugum 19. aldar. Bríet var vinnukona á Halldórs- stöðum í Laxárdal og kennari á Húsavík þegar kappar eins og Benedikt frá Auðnum og Jakob Háifdanarson ásamt fjölda karla og kvenna héldu uppi iestrarfé- lögum, stofnuðu kaupfélag og ræddu pólitík af miklum móð. Það sést af fyrirlestri Bríetar frá Að allri umræðunni um dag- legt líf er mikill fengur og má margt út úr henni lesa. Frá sjón- arhóli baráttusögu íslenskra kvenna finnst mér þó mest gaman að frásögnum Bríetar af stjórnmálabaráttunni, væringun- um í Kvenréttindafélaginu og áliti Bríetar á ýmsum samtíma- mönnum hennar. Sá sem mest kemur á óvart er Hannes Haf- Bríet Bjamhéðinsdóttir 1887 að hún hefur lesið mikið af bókum og aflað sér fróðleiks sem ásamt réttlætiskennd hennar og skapsmunum gerðu hana að þeirri baráttukonu sem hún síðar varð. Hjónaband hennar og Vaidimars Ásmundssonar og þeir umbrotartímar sjálfstæðis- baráttu og þjóðfélagsbreytinga sem hún lifði á lögðu sitt til líka. Þegar bréfaskriftimar milli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar hefjast haustið 1910, er Bríet orðin ekkja, hún situr í bæj- arstjórn Reykjavíkur og gefur út Kvennablaðið. Það er margt sem hún þarf að segja dóttur sinni Laufeyju um bæjarlífið, pólitík- ina, Kvenréttindafélagið, en þó fyrst og síðast að brýna barnið sitt til ástundunar og heilbrigðs líf- ernis. Hún predikar mikið yfir dótturinni og leggur henni lífregl- umar um það hvenær hún eigi að l'ara að sofa, klæðnað og fleira í þeim dúr. Það er gaman að bera saman viðhorf hennar til sonarins þegar hann er kominn út líka. Af honum hefur hún engar áhyggj- ur, hann bjargar sér og hún gerir stóriega upp á miili bamanna. Kostulegar em lýsingamar á fat- apælingum þeirra mæðgna, efni, snið, útsölur og verðlag koma mikið við sögu, þó að Bríet yngri taki fram að hún gefi aðeins sýn- ishorn af þeirri miklu milliríkj- aumræðu. Fyrir okkur nútímak- onur sem sumar hverjar emm veikar fyrir sniðum og fötum er það huggun að eiga sálufélaga í kempunni Bríeti. KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR stein. Ég vissi að hann átti tölu- verðan hlut í þeim réttarbótum sem ísienskar konur fengu á fyrstu áratugum aldarinnar, en bréfin draga ljóslega fram að sá þáttur var mun stærri en áður var haldið þó að þess sé að engu getið í ævisögu Hannesar. Samband þeirra Hannesar og Bríetar er afar merkilegt og hann hefur jafnan verið tilbúinn að bera fram hennar hugmyndir á þingi og styðja hana á annan hátt. Kostuleg er frásögnin af því þeg- ar Hannes fær stjómarstyrk til að senda Bríeti á alþjóðaþing kosn- ingaréttarfélaga (I. W.S. A.) í Bú- dapest 1913. Hann leggurá ráðin um það hvað hún þurfi að fá sér af fötum, vill að hún sé í silkikjólum en skilji íslenska búninginn eftir heima. Ráðherranum var fátt óviðkomandi. Baráttan fyrir rétti kvenna til embætta, náms og styrkja tekur mikið pláss í bréfunum til Laufeyjar árið 1911 svo og bar- áttan fyrir kosningarétti kvenna til alþingis. Þar kemur vel fram að Bríet hefur stundað mikinn „lobbyisma", situr á þingpöilum, eltir þingmenn um húsið og agit- erar. Eins og löngum síðar var neðri deild alþingis tii vandræða. Um hana segir Bríet: „Henni er trúandi til alls“, (bls 125), en þeg- ar á reyndi brást neðri deildin konum ekki. Þá má nefna að í bréfunum er að finna merka frásögn af verk- falli fiskverkunarkvenna í Hafn- arfirði 1912, en þess er hvergi get- ið í uppflettiritum, þótt það sé senniiega fyrsta stóra verkfallið sem háð var hér á landi. Bríet fýigdist vel með því og telefoner- aði iðulega í Hafnarfjörð til að heyra af gangi mála. Ég gæti tíundað hér endalaust atriði sem koma við sögu og veita lesendum innsýn í hugarheim Bríetar, en vil að lokum nefna sárindin sem skína í gegnum á nokkrum stöðum. Það var nefni- lega erfitt að vera baráttukona í upphafi aldarinnar. Það stóð ekki á skítkastinu og þeir sem áttu að vera samherjar voru ekki bam- anna bestir. „„Buxur og ekkert annað“ er þeirra heróp“ segir hún um stallsystur sínar sem taka pólitíkina fram yfir kvennabar- áttuna (bls 160). Bríet segir á ein- um stað frá undirbúningi bæjar- stjórnarkosninganna 1914, það gengur mikið á og Bríet er ófús að vera í fyrsta sæti. Hún verður þó við óskum um það og er kosin. Hún skrifar Laufeyju: „Mig lang- aði ekkert í bæjarstjórn nú. Hefi alls ekkert fylgst með síðan ég fór þaðan og gaf ekkert um það held- ur. Ég var líka farin að verða heil- mikið „populær" fyrir mína fyrri framkomu. Ég væri sú einasta sem „talandi væri um“ o.s.frv. Nú verð ég aftur að sætta mig við að verða álitin bæði vitlaus og ærulaus eins og aðrir í bæjar- stjóminni.“ (bls. 252). Fyrst og síðast lýsa bréfin sam- bandi móður og barna, ljúfsám sambandi móður og dóttur sem em harla ólíkar. Dóttirin á að láta þá drauma rætast sem ekki fengust uppfýlltir í æsku Bríetar, hún á að menntast og verða að manni. Hugur Laufeyjar stóð til sköpunar sem hinni jarðbundnu móður leist ekki allskostar á. Sonurinn komst hins vegar til mikilla metorða, enda sonur móður sinnar. í bréfunum er margt sem aldrei var ætlað annarra augum, en veri Bríet Bjamhéðinsdóttur ævin- lega blessuð fyrir að hafa varð- veitt þessi bréf og bamabam hennar lofsungið fyrir að hafa gert okkur söguþyrstum og for- vitnum kleift að skyggnast inn í líf og hugarheim baráttukonunnar og móðurinnar Bríetar. Þeir sem áhuga hafa á kvennasögu svo og sögu hins dagiega lífs ættu ekki að láta bókina um Bríeti Bjamhéð- insdóttur fram hjá sér fara. Hún er forvitnileg, skemmtileg, upp- lýsandi og persónuiegt verk, sem varpar ljósi á liðinn tíma, tíma sem kemur okkur við, fólk sem við eigum skuld að gjaida. Frásöguþættir Þorsteins Matt- híassonar í annríki fábreyttra daga heitir bók eftir Þorstein Matthíasson sem Skjaldborg gefur út. Þetta er þriðja bókin í þessum bókaflokki. Þetta er saga fólksins sem lætur lítið yfir sér frá degi til dags. En í frásögu þess birtist saga lands og þjóðar. Þessir segja frá: Jón á Stapa, Sigríður B. ÖI- afsdóttir, Helgi Gestsson, Mar- grét Þórarinsdóttir, Friðrik Rós- mundsson, Þórlindur Magnús- son, Þórey Jóhannesdóttir, Steinn Þórðarson, Bjarni M. Jónsson og Eiríkur Guðmunds- son. Tvær skemmti- sögur frá Hildi Dumbrauði fáikinn eftir Söru Hilton. Sara Hilton er mjög víð- lesinn höfundur í hinum ensku- mælandi heimi. Auk þess sem bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölmörgum öðrum tungu- málum. í þessari bók sækir Sara efnivið sinn til glæsilífs og skurð- goðadýrkunar aðalsins í Mið- Evrópu á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Sporðdrekar í Monte Carlo eftir Ib H. Cavling. Bækur Cavl- ings hafa um langa hríð notið vin- sælda íslenskra lesenda sem mætur hafa á viðburðaríkum ást- arsögum. Nýjar bækur — Nýj Golda Meir Sjálfsævisaga Goldu Meir Hjá Bókrún hf. er komin út sjálfsævisaga Goldu Meir í þýð- ingu Bryndísar Víglundsdóttur. Bókin heitir Golda Meir - ævi mín eftir Goldu Meir og er um 450 síður með nær 40 ljósmynd- um úr einkasafni barna Goldu. Þau fylgja bókinni úr hlaði með fáeinum ávarpsorðum til ís- ienskra lesenda. Golda Meir fæddist 1898 í Rússlandi en fluttist 8 ára gömul til Bandaríkjanna þar sem hún menntaðist sem kennari. Rúm- lega tvítug fluttist hún nýgift til Palestínu og vann þar að hugsjón sinni: stofnun ríkis fsraelsmanna. Golda var einn skipuleggjenda þess og stofnandi árið 1948 og var kölluð til æðstu trúnaðarstarfa fyrir þjóð sína, síðast forsætisráð- herra 1969-1974. Golda lést 1978, þremur árum eftir að hún lauk ritun ævisögu sinnar. Kvikmynd eftir bókinni með Ingrid Bergmann í hlutverki Goldu hefur verið sýnd í Sjón- varpinu. Kristján Albertsson Ritgerðasafn eftir Kristján Albertsson Menn og málavextir eru annað ritgerðasafti Kristjáns Alberts- sonar. Hið fyrra, Igróandanum, kom út 1955. Meiri hluti ritgerðanna fjallar um menningarmál, bókmenntir fomar og nýjar, íslenska tungu, íslenska náttúru o.s.frv. Ýmsar þeirra hafa orðið víðkunnar svo sem um Einar Benediktsson, Áma Pálsson, Thor Jensen, Þró- un íslenskunnar, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess em ritgerðir um margvísleg efni önnur, og þá ekki síst stjómmál. „Kristján Albertsson hefur aldrei lagt í vana sinn að þegja yfir því sem hefur hrifið hann né látið það óátalið sem honum hef- ur fundist rangt. Þess sjást glögg merki í hini litauðugu bók, Mönnum og málavöxtum," segir m.a. í bókarkynningu. Bókin Menn og málavextir er 343 bls. að stærð. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ml&vlkudagur 21. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.