Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 4
Auglýsing frá Útvarpsréttarnefnd Öllum sem starfrækja útvarpsstarfsemi, hvort heldur er um þráð eða þráðlaust (kapalkerfi) ber að sækja um rekstrarleyfi til Útvarpsréttarnefnd- ar. Dreifing dagskrárefnis handa almenningi með rafsegulöldum hvort heldur í tali, tónum eða myndum, um þráð eða þráðlaust er óheimil sbr. útvarpslögum nr. 51/1985, nema að fengnu leyfi Útvarpsréttarnefndar. Vakin er athygli á, að það telst eigi útvarp í skiln- ingi útvarpslaga ef útsending nær einungis til þröngs hóps innan heimilis eða húsakynna fyrir- tækis eða stofnunar, svo sem í sjúkrahúsi, gisti- húsi, skóla eða verksmiðju sbr. 2. mgr. 1. gr. útvarpslaga nr. 68/1985, eða ef móttaka þess er bundin íbúðarsamsteypu, 36 íbúðir eða fleiri, sem eru innan samfellds svæðis. Umsóknum um ofangreint efni skulu sendar Út- varpsréttarnefnd, Hverfisgötu 4-6, 150 Reykja- vík. Útvarpsréttarnefnd FJðLBRAlTTASKÚUKN BREIOHOUI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti fer fram dagana 4. og 5. janúar kl. 15.00-19.00 og 7. janúar kl. 10.00-14.00. Almennur kennarafundur verður 5. janúar kl. 9.00-11.00. Námskynning fyrir nýnema dag- skólans verður 6. janúar kl. 10.00-15.00. Stundatöflur dagskólanemenda verða afhentar 6. janúar, nýnemar kl. 9.00-10.00 en eldri nem- endur kl. 10.00-12.30. Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla mánu- daginn 9. janúar 1989 skv. stundaskrá. Skólameistari. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti vantar stundakennara í ensku á vorönn 1989. Umsóknarfrestur er til 5. janúar næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara, sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Menntamálará&uneytlft. Þakkarávarp Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig og heiðruðu með margvíslegum hætti á áttræðisafmæli mínu 29. desember sl. Ólafur E. Guðmundsson frá Mosvöllum, Stórholti 32. FRÉTTIR Fiskiskipaflotinn Tryggður á 44,4 miljarða L.Í.Ú. og fulltrúar þeirra vá- tryggingafélaga, sem vátryggja fiskiskip yfir 100,5 rúmlestir, samkomulagi um vátryggingar- kjör þessara fiskiskipa hafa náð á árinu 1989. Fiskiskipin eru alls 336 að tölu. 219 stálbátar, 11 trébátar og 106 skuttogarar. Heildarvátrygging- arverðmæti skipanna frá 1. janú- arn.k. verður rúmir44,4 miljarð- ar kr., þannig að meðalvátrygg- ingarverð er um 132 miljónir kr. Dýrasta skipið verður 558,7 milj. kr. og það ódýrasta 26,6 milj. kr. að vátryggingarverði. Heildariðgjöld verða 950 milj- ónir kr. eða að meðaltali 2,8 milj- ónir kr. á hvert skip. Iðgjöldun- um er síðan jafnað á skipin eftir vátryggingarverði annars vegar og tjónreynslu hvers skips hins vegar. Meðaliðgjaldstaxti verður 2,14% en var 2,23% á árinu 1988 og lækkar því um 4% Útgerðarmenn bera ákveðna eigináhættu í hverju einstöku tjóni og er hún mismunandi eftir stærð og gerð skipa. Á árinu 1989 mun hún nema frá 187 þús. á minnstu bátunum og upp í 529 þús. kr. á stærstu skuttogurun- um. Flensborg 30 nemar brautskráðir Flensborgarskólinn braut- skráði 29 stúdenta og 1 nemanda með verslunarpróf á dögunum en þá fóru slit haustannar fram í skólanum við hátíðlega athöfn. Flestir stúdentanna brautsk- ráðust af viðskiptabraut. Auk skólameistara, Kristjáns Bersa Ólafssonar, tók Steingrím- ur Þórðarson skólanefndarmað- ur til máls við athöfnina og færði Halldóri G. Ólafssyni kennara sérstakar þakkir fyrir störf hans í þágu skólans, en hann lætur af störfum nú um áramótin eftir 32 ára starf við skólann. Einnig flutti einn úr hópi hinna nýju stúdenta, Kristín Loftsdóttir, ávarp og kór Margrétar J. Pálmadóttur söng Flensborgarskólans undir stjórn jólalög. Fjölbraut í Garðabœ 22 nýstúdentar Á dögunum voru 22 stúdentar brautskráðir frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. Hátíðleg at- höfn var haldin í skólanum og fluttu ávörp Þorsteinn Þorsteins- son skólameistari, sem afhenti nýstúdentum prófskírteini, Árni Emilsson formaður skólanefn- dar, sr. Bragi Friðriksson sóknar- prestur og Guðni Geir Einarsson nýstúdent. Gísli Ragnarsson að- stoðarskólameistari, veitti nem- endum viðurkenningu fyrir góð- an námsárangur. Bestum náms- árangri á stúdentsprófi náði Katr- ín Rögn Harðardóttir sem lauk prófi á náttúrufræðibraut og tónl- istarbraut með 190 einingum. Kór skólans söng við athöfnina undir stjórn Guðlaugs Viktors- um 500 á haustönn, fleiri en sonar. Nemendur skólans voru nokkru sinni áður. Skjalasöfn Nýtt félag um skjalastjóm Nýlega var haldinn stofnfund- ur Félags um skjalastjórn. Til- gangur féiagsins er m.a. að efla þekkingu og skilning á skjala- stjórn hjá einstaklingum, fyrir- tækjum og opinberum aðilum. Ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við skjalasöfn og stuðla að samvinnu þeirra á milli. Félagið er opið öllum sem vilja vinna að markmiðum félagsins. Stofnfélagar eru þegar orðnir rúmlega 50 talsins. Á stofnfundinum voru sam- þykkt lög hins nýja félags og kos- in stjórn. Stjóonina skipa: Kristín Ólafsdóttir formaður, Svanhildur Bogadóttir varafor- maður, Kristín H. Pétursdóttir ritari, Kristín Geirsdóttir gjald- keri, Ragnhildur Bragadóttir meðstjórnandi og Jóhanna Gunulaugsdóttir varaformaður. Stjórn Félags um skjalastjórn. Ýmsir vinnuhópar munu starfa á vegum félagsins í samræmi við markmið félagsins og er gert ráð fyrir að starf þeirra hefjist nú í janúar. Upplýsingar um félagið og að- ild að því veita Kristín Olafsdóttir (s: 25022), Svanhildur Bogadótt- ir (s: 688943) og Kristín H. Pét- ursdóttir (s: 35364). 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.