Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Gleðilegt ár „Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu," orti Jónas Hallgrímsson á nýjársdag 1845. Tíminn líður, hann hefur sjálfsagt ekki annað að gera, og alltaf finnst manni hann líða hraðar og hraðar. Það er helst að fólk reyni að hægja á sér á hátíðum, gefa sér tíma til að vera með börnum sínum eða ann- arra, og börn eru reyndar besta ráðið við hraða tímans ef okkur finnst hann keyra úr öllu hófi. Tíminn líður hægt hjá litlum börnum, hver stund er óendanleg vegna þess að hún er þrungin nýrri reynslu og merkingu, og við sem annars erum ergileg yfir hægaganginum í krakk- aormunum ættum að leyfa þeim að ráða lífshraðanum þessa fáu daga í svörtu skammdeginu. Fáir dagar. Ættu jólin kannski að vera lengri? í einum af nýju „jólasálmunum“ segir: „Ég vild’ að alla daga væru jól, þá gætu allir dansað og sungið jólalag.“ Kannski er þetta falleg hugsun, en ég get ekki að því gert að ég fæ ævinlega kuldahroll niður bakið þegar ég heyri lagið. Þýski rithöfundurinn Heinrich Böll lét drauminn um sífelld jól rætast á eftirminnilegan hátt í smásögu sem heitir „Ekki aðeins á jólunum" og sýnir þar hve skammt er úr draumi í martröð. Þarna segir frá háborgaralegri þýskri kaupmannsfjölskyldu sem á erf- itt með að halda jól á hefðbundinn hátt meðan hörm- ungar stríðsins ganga yfir en tekur upp aftur viðamikið jólahald að því loknu. Þegar á að takajólatréð niður eftir fyrstu velmegunarhátíðina vill svo illa til að kaup- mannsfrúin geggjast. Hún fer að öskra og æpir stöðugt í nokkra sólarhringa þangað til manni hennar hug- kvæmist að setja jólatréð upp aftur og telja konunni trú um að það sé aðfangadagskvöld. Þá róast hún að vísu en þetta kostar að halda aðfangadagskvöld á hverju kvöldi - og þegar sögunni lýkur hafa verið stanslaus jól hjá kaupmanninum í rúm tvö ár, ein dóttirin er orðin brjáluð, einn bróðirinn genginn í klaustur og annar orð- inn kommúnisti! Þetta er mögnuð hryllingssaga og óvenjuleg því hryllingurinn er sjálf velmegun Vesturlanda, og kjarni málsins er dreginn fram þegar segir með hógværum orðum: „Það er ef til vill óþarft að geta þess að mjög hefur dregið úr ánægju allra ættingja okkar af hinni raunverulegu jólahátíð." Þessi saga kemur líka í hug- ann þegar maður les um kannanir á jólagjafakaupum, heyrir auglýsingar á heppilegum gjöfum handa „fólki sem á allt“ og sér hvernig fólk reynir að dreifa úthlutun jólagjafa barnanna á nokkra daga til að þau ærist ekki yfir velmeguninni og fari kannski að æpa óstöðvandi eins og kaupmannsfrúin þegar öllu er allt í einu lokið. En nú eru jólin senn á enda, jólatrén verða höggvin ofan í tunnu og englar og jólasveinar geymdir þangað til næst. Framundan er ár sem kannski verður eilíft jólahald með tilheyrandi geggjun hjá einhverjum en vafalaust erfitt hjá þeim sem þurfa að byrja það á því að standa í biðröð hjá félagsmálastofnunum landsins til að reyna að fá styrki eða atvinnuleysisbætur til að komast af. Þjóðviljinn óskar lesendum sínum og öllum lands- mönnum að árið verði þeim gifturíkt, og minnir á að gæfan felst í að njóta stundarinnar, hjálpa öðrum og þiggja hjálp sem veitt er af góðum huga. „Ég man þeir segja: „Hart á mótu hörðu“, kveður Jónas í fyrrnefndu Ijóði, og heldur áfram: en heldur vil ég kenna til og lifa, og þó að nokkurt andstreymi ég bíði, en liggja eins og leggur uppi í vörðu, sem lestastrákar taka þar og skrifa, og fylla, svo hann finnur ei, af níði. SA KLIPPT OG SKORIÐ Nonni, Manni og Ódysseifur Hér skal ekki farið með neitt sem heitið getur umsögn um sjónvarpsmyndaflokinn Nonna og Manna. Viðbrögðin heyrrt manni vera mjög á tvo vegu: sumir segja að börn á aldrinum sex til tíu ára séu mjög ánægð með þættina og það skipti öllu máli. Aðrir vilja hneykslast á því að sjálfur söguþráðurinn sem þeir Nonni og Manni eru flæktir í komi bókum Jóns Sveinssonar svosem ekkert við, þetta sé ein- hver alþjóðlegur reyfari. Víst er hann alþjóðlegur reyfari með einum eða öðrum hætti, ekki síst undir lokin þegar fanturinn (Magnús Hansson) er þrisvar að því kominn að ná illum sigri en hið góða bjargast alltaf og að lokum stígur þrjóturinn niður til heljar í bókstaflegum skilningi eins og vera ber. En um leið skulum við hyggja að því, að þeir sem saman settu þessu sögu eru slóttugir menn og hafa því komið sér upp baktryggingu í fornum og virðulegum evrópskum menning- ararfí. Með öðrum orðum: sagan af Sigríði móður Nonna, Haraldi útilegumanni og Magnúsi Hanssyni er enn eitt tilbrigðið við sjálfa Ódysseifskviðu Hómers. Sigríður er Penelópa sem bíður maka síns og um hana sitja biðl- arnir ágengu, sém hér eru komnir á herðar eins skrýmslis, Magnús- ar kaupmanns, sem sífellt er að sífra um að Penelópa sjónvarps- myndanna gefi jáyrði sitt og slái ekki lengur á frest langþráðu brúðkaupi. Nonni er Telemakk- us, sem neitar að trúa því að faðir hans komi ekki aftur úr langferð og finnur sér fullgildan staðgengil hans í Haraldi útilegumanni. Sem er náttúrlega sá Ódysseifur sem er sífellt á leið heim til sinnar íþöku á Möðruvöllum en hrekst lengi vel frá aftur fyrir sakir illra vélabragða. Þetta er nú hér fram tekið svo- sem til gamans frekar en það sé lagt Nonnaþáttum til lofs eða lasts. Og líka til þess að minna á þá kenningu, að í rauninni sé í skáldsögum og kvikmyndum alltaf verið að segja sömu sögu- rnar. Menn deila hinsvegar hart um það hvort þessar sögur eru tuttugu talsins eða þrjátíu. Guðmundur Kamban og íslensk frægð Úr því við erum farin að tala um sjónvarp: giska góður var sá þáttur sem sjónvarpið hefur gert um Guðmund Kamban og þeir Viðar Víkingsson og Hallgrímur H. Helgason tóku saman. Höf- undar þáttarins stilltu sig vel um að reka upp stórar rokur um snill- inginn misskilda og píslarvætti hans. Þeir komu blátt áfram og með látlausri virðingu mörgu á framfæri um metnað Guðmundar Kambans, sigra hans og ósigra, og nýttu sér af góðri útsjónarsemi nýtilegt myndefni. Viðtalið við dóttur Kambans var líka prýði- legt. ■ Við sem vitum kannski hvorki mikið né lítið um Guð- mund Kamban fengum bæði upp- rifjanir á ýmsu sem farið er að fymast yfir og svo skýringar á hinu og þessu sem gleymst hafði að spyrja um. Með þætti um Guðmund Kamban, útvarpsþætti um Jó- hann Sigurjónsson, nýlegri grein eftir Svein Skorra Höskuldsson í Tímariti Máls og menningar um Gunnar Gunnarsson og fleiru erum við minnt á það, að sá var tími að íslenskir efnismenn ekki aðeins vildu leggja undir sig heiminn með því að gerast rithöf- undar á einhverru útbreiddara tungumáli en íslensku - þeir höfðu töluverða möguleika til þess. Heimurinn - eða amk hinn norræni, þýski og að nokkru leyti slavneski partur hans, var reiðu- búinn til að sýna verulega forvitni því sem frá íslandi kom, íslenskur uppruni, ísland sem vettvangur- þetta virðast hafa verið meðmæli í sjálfu sér. Við erum svo vön að halda að það hafi öðru fremur verið for- dæmi Halldórs Laxness sem stöðvaði þennan „hæfileika- flótta" íslenskra skálda til út- landa: hann ákvað að vera hér, skrifa á íslensku, sigra heiminn héðan en ekki með því að koma sér fyrir - til dæmis í miðri Holly- wood. Og vissulega var það ford- æmi mikilvægt og verður seint of- metið. En hér kemur fleira til. íslendingar áttu ekki nema skamma stund þeim velviljuðu fordómum að fagna sem tryggðu forvitni um það hvað þessi „eina læsa og skrifandi villimannaþjóð Evrópu" væri að bardúsa á prenti. Áhuginn á því sjaldgæfa í bókum flutti sig um set og eigrar nú á milli Afríku og Rómönsku Ameríku. Auk þess gerði nasism- inn þýski okkur ljótan grikk - hann hafði fimbulfambað mikið um arfinn forna og norræna og germanska og ætlað okkur alveg sérstakt fagnaðarerindi í Evrópu aríanna ( rétt eins og fram kemur m.a. í bók um íslandsævintýri Himmlers). Þegar menn svo vissu allt hið sanna um þennan nasima fylltust menn þvflíkum viðbjóði að þeir máttu varla heyra á eitthvað minnst, sem kalla mætti „norrænan anda“, áratugum saman. Skaup Nú mætti náttúrlega halda áfram og segja eitthvað um ára- mótaskaup, sem í þetta sinn bjargaðist fyrir horn á frábærri eftirhermu, Jóhannesi Krist- jánssyni. En látum það eiga sig í bili. Aftur á móti kom upp í há- degisfréttum nýjársdagsins óvænt áramótaskaup - af dapur- legu tilefni reyndar, en áramót- askaup samt. Það var verið að spyrja lögregluna um atburði ný- jársnætur. Sá sem fyrir svörum varð talaði um það að lögreglu- menn hefðu haft meira en nóg að starfa við að svara útköllum vegna ölvunar og ófriðar í heima- húsum. Þarna var bæði um að ræða gesti sem óþarfir gerðust og hjónaslag, eða eins og hann komst að orði: „Það þurfti að fjarlæga tölvert af öðrum húsbóndanum“. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson. Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÖmarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Útlitsteiknarar: KristjánKristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsrnóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarbiað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.