Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 8
MENNING „Okkar hlutverk að útrýma fordómum", segir Erling Ella og Einar. - Mynd Jim. Smart. NAR Leikhús fyrir alla Ella Röyseng: Eg held að áhugaleikhúsið gefi tóninn í leikhúsinu í dag Elia Röysend, formaöur Norræna áhugaleikhúsráðs- ins kom hingað til lands í des- ember til að sæma frú Vigdísi Finnbogadóttur heiðursmerki ráðsins. Ella gaf sér tíma til að spjalla við undirritaða um starfsemi ráðsins, og hafði sér til fulltingis Erling Bark- holdt framkvæmdastjóra NAR og Einar Njálsson vara- formann. Norræna leikhúsráðið eða Nordisk amatörteaterraad, var stofnað fyrir 21 ári að frumkvæði tveggja danskra áhugaleikhúsráða, og voru stofnendur frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Nokkr- um árum síðar bættist Norea- ur í hópinn, síðan ísland, Ál- andseyjar, Færeyjar og Grænland. Þrjú síðasttöldu löndin eru öll sjálfstæðir með- limir ráðsins, og er NAR því eina norræna stofnunin sem getur státað af því að hafa öll Norðurlöndin sem sjálfstæða meðlimi. - Ég held aö áhugaleikhúsið gefi tóninn í leikhúsinu í dag, - segir Ella, - þar er bryddað upp á nýjungum og gerðar tilraunir sem reynast atvinnumönnum drjúgur hugmyndabanki. Innan vébanda NAR eru 400.000 starfandi með- limir, svo það gefur auga leið að það er settur upp fjöldi sýninga á ári og gerðar tilraunir sem at- vinnuleikhúsin geta ekki leyft sér að reyna. - Grunnurinn í starfi ráðsins eru námskeið, gestaleikir og námstefnur. Hópar frá hverju landi starfa saman og skiptast á upplýsingum og heimsóknum, og það er mjög mikilvægt, því þó við Norðurlandabúar eigum margt sameiginlegt erum við líka ólík. En þessi mismunur á ekki að skilja okkur að heldur geta hóp- arnir með skoðanaskiptum og með því að segja frá mismunandi reynslu sinni víkkað sjóndeildar- hringinn og fengið ferskar hug- myndir. - Námsstefnurnar hafa meðal annars fjallað um þjóðfélagsmál og um leikhúsið í dag, stöðu þess í þjóðfélaginu, og eins um stöðu norrænnar menningar gagnvart umheiminum. Eins og við vitum eru Norðurlöndin aðeins lítill hluti heimsins og við reynum að vinsa það besta úr því sem okkur býðst utan í frá án þess að missa sérstöðu okkar. Og mikilvægur hluti sérstöðu okkar er tungumál- ið, það má ekki gleyma að leggja rækt við það, það er undirstaða hverrar þjóðar. Frá vöggu til grafar - Hver er að ykkar mati mun- urinn á atvinnu- og áhugaleik- húsi? - Við lítum á það sem einn og sama hlutinn, - segir Ella, - það á ekki að skilja atvinnuleikhúsið frá áhugaleikhúsinu heldur eiga þau að geta unnið saman á jafnréttisgrundvelli. Ég held að þegar fólk talar um mun þar á milli sé það að búa til vandamál sem ekki er fyrir hendi. En í raun og veru vinna atvinnu- og áhuga- menn mjög vel saman, og báðir aðilar græða mikið á samvinn- unni. - Það má vissulega draga fram öndverðar skoðanir á milli hóp- anna, - segir Erling, - til að mynda hafa atvinnumenn stund- um sakað áhugamenn um að draga niður laun fyrir leikhús- vinnu. En sem stendur er þessi launamismunur jákvæður. Á þessum krepputímum höfum við í Danmörku séð sýningar sem af fjárhagsástæðum hefði ekki verið hægt að setja upp, ef áhugamenn hefðu ekki tekið þátt í sýning- unni. - Þegar unnið er á þann hátt fá atvinnumenn sín laun samkvæmt taxta, en áhugamennirnir eitthvað ennað fyrir sinn snúð, til dæmis námskeið, auk reynslunn- ar að fá að vinna með atvinnu- mönnum við sömu aðstæður. Og það kemur ekki til neinna átaka á milli hópanna, allir aðilar fá þá ósk sína uppfýllta að vinna við leikhús þó þeir geri það út frá ólíkum forsendum. Það má held- ur ekki gleyma því að án áhuga- leikhússins væri atvinnuleikhúsið ekki til, og áhugamennirnir eru þeir sem koma á undan, það eru þeir sem byggja upp leikhúsá- huga fólks og halda honum við. - Ef einhverjir fordómar eru til á milli atvinnu- og áhugaleik- hússins, - segir Ella, - er það hlutverk okkar að útrýma þeim. Við höfum komið af stað mjög áhugaverðum umræðum um gæði, skipulagt leikhúshátíðir og verið með uppákomur sem hafa vakið athygli fjölmiðla. Við höf- um þar að auka lagt áherslu á ákveðnar tegundir áhugaleik- húss, til að mynda unglinga- leikhús og leikhús fyrir gamalt. fólk. Það skiptir máli að allir geti verið með þó þeir séu það ekki á sama hátt. Ellilaunaþegi getur ekki tekið þátt í leikhússtarfinu á sama hátt og unglingurinn, alveg eins og sömu hlutir gilda ekki endilega í mismunandi löndum. En áhugaleikhúsið er öllum opið, allir geta verð með frá vöggu til grafar og með því að einangra ekki fólk í sínu horni heldur gefa því tækifæri til að vera með út frá sinni eigin getu og eigin forsend- um, það er kjarni áhugaleikhúss- ins. Gagnrýni nauðsynleg Finnst ykkur sanngjarnt að dæma atvinnu- og áhugaleikhús út frá sömu forsendum? - Það á ekki að bera þetta tvennt saman, - segir Ella. - Bæði áhuga- og atvinnumenn vilja gera eins vel og hægt er, í báðum hópum kemur fyrir gott og lélegt leikhús, og það eiga gagnrýnendur ekki að vera hræddir við að benda á. En það er ekki hægt að gagnrýna á sama hátt, til að mynda þurfa áhuga- leikarar yfirleitt lengri tíma til að setja upp sýningu, auk þess sem við getum leyft okkur að gera til- raunir og bfða með að frumsýna þangað til sýningin er tilbúin. Atvinnumenn neyðast til að frumsýna á fyrirfram ákveðnum tíma, hvort sem þeir eru tilbúnir eða ekki. - Þar að auki er áhugaleikar- inn frjálsari en atvinnuleikarinn. Það neyðir hann enginn til að taka þátt í kolómögulegri sýn- ingu. Hann er ekki bundinn neinum samningum og getur þannig hætt ef honum sýnist svo, á meðan atvinnuleikarinn verður að vera út samningstímabilið, hverju sem tautar og raular. - Éf við í áhugaleikhúsinu vinnum ekki af fullri alvöru eigum við skilið að fá að vita það, - segir Einar. - Við erum ekki að sækjast eftir því að vera klappað á kollinn, heldur viljum við fá að vita hvort við séum að gera góða hluti eða ekki. Og áhugamenn sem setja upp lélega sýningu verðskulda að fá að heyra það. - Það er mun fleira sem taka verður tillit til þegar rætt er um áhugaleikhús, - segir Erling. - Atvinnuleikarinn tekur að sér hlutverk og túlkar það, á meðan áhugamaðurinn er hlutverkið. Hlutverk áhugamannsins er hann sjálfur, reynsla hans, líf og það starf sem hann stundar dags dag- lega. Ég veit dæmi þess að menn hafi skipt um skoðanir og líffsstíl eftir að hafa túlkað hversdagsað- stæður sínar út frá listrænu sjón- armiði. Ég held að starf áhuga- leikarans skipti miklu máli, bóndi leikur ekki á sama hátt og sjó- maður. - Gagnrýnin er nauðsynleg, - segir Ella, - aðeins þannig getum við bætt okkur og náð lengra. Það liggur í augum uppi að ef við setj- um upp sýningu sem við bjóðum fólki að sjá gegn borgun verðum við að sætta okkur við gagnrýnina hvernig sem hún er. Ahugaleik- húsið getur haft mikil áhrif, getur breytt hlutum og bent á það sem miður fer, og því vinnur góður áhugaleikari af sömu alvöru og atvinnuleikarinn, þó hann geri það við allt aðrar aðstæður, og þær verður gagnrýnandinn að hafa í huga. LG 8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. januar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.