Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Vilja Flugleiðir stríð? Áætlað er að bæjarþing Keflavíkur taki í dag fyrir stefnu Flugleiða á hendur Verslunarmannafélagi Suðurnesja vegna atburða í verkfalli verslunarmanna í vor leið. Það sem þá gerðist var að verslunarmenn á Suðurnesjum stóðu verkfallsvörð í flugstöðinni og komu í veg fyrir að þar væri gengið í störf verslunarmanna. Flugleiðir, aðrir atvinnurekendur, fjölmiðlar óvinveittir verkfallsmönnum og áhrifamenn í þeirri ríkisstjórn sem þá sat reyndu sem mest mátti að gera verkfallsmenn tortryggi- lega og æsa farþega upp gegn þeim, og leiddi þar af meðal annars að í nokkra daga stóð í stimpingum við afgreiðslu- borðin nánast í beinni útsendingu. Málatilbúnaður stórfyrirtækisins fyrir bæjarþingi Keflavík- ur er með þeim hætti að Flugleiðir eru hér að setja sig í fararbrodd atvinnurekendavaldsins í dómstólastyrjöld við hreyfingu launamanna. Fyrirtækið krefst þess að verkfallsmenn greiði því bætur vegna áfalla þess í verkfallinu. Menn geta ímyndað sér farveg kjarabaráttu ef þetta yrði raunin og menn geta spáð um það hver hefði undirtökin í þeim leik. Fyrirtækið ætlar nú að sækja til dómstólanna þau réttindi að geta hvenær sem er kallað til verkfallsbrjóta í kjarabar- áttu við starfsmenn sína, og það gerir ennfremur kröfu um að mega kalla til lögreglu gegn verkfallsvörðum sem reyna að hindra verkfallsbrot. Það er undarlegt að samningamenn verslunarstéttarinnar skuli ekki hafa verndað launamenn gegn þessum ósköpum með hefðbundinni klausu í lok samninga um að aðilar láti niður falla eftirmál. Það er líka undarlegt að Flugleiðir skuli með þessum hætti telja sér skylt að skapa sér sérstöðu meðal íslenskra at- vinnufyrirtækja um að reyna að eyðileggja verkfallsréttinn. Sjálfsagt er að fylgja leikreglum í samfélagi okkar, sem þrátt fyrir ýmis hörð átök hefur borið gæfu til að komast hjá ofbeldisaðgerðum. Auðvitað má ræða það hvort þessum leikreglum sé áfátt og hvort þeim skuli breytt. Auðvitað er hægt að toga alla hluti og teygja þannig til að þeir snúist nánast uppí andhverfu sína og verði þeim til nauðar sem hjálpa átti. Almennum launamönnum er þannig lítið gagn að því að ýmsir fámennir hóparsérgæðinga beiti verkfallsréttinum sértil aukins fram- dráttar, stundum beinlínis gegn samfélagshagsmunum launafólks, og oft til minnkunar þeim mikilvægu réttindum sem verkalýðshreyfingin aflaði með svo langvinnri baráttu og hatrammri og blóðugri. Slík endurskoðun leikreglna verður ekki að veruleika nema í fyllstu kurteisi og sem mestri vinsemd, og um allar breytingar hljóta samtök launafólks að hafa síðasta orðið. En dæmi verslunarmanna á Suðurnesjum er ekki af því tæi. Þar blasir við að atvinnurekendavaldið er að reyna að þrengja verulega rétt launafólks og samtaka þeirra, að Flug- leiðir eru að sækja sér aukin völd yfir starfsmönnum sínum til að geta haft meiri áhrif á launamál þeirra. Þetta dómsmál kemur við öllum launþegum. Magnús Gíslason formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja er brattur og telur að Flugleiðir geti ekki unnið málið, hvorki lagalega né siðferðilega, og í viðtali í Þjóðviljanum í gær hvatti hann félaga annarra samtaka launamanna til að sýna samstöðu, til dæmis með því að hugsa sig tvisvar um við val á flugfélagi til ferða meðan málið er óútkljáð. BSRB hefur brugðist við áskorun Magnúsar með því að setja í endur- skoðun viðræður við Flugleiðir um orlofsflug næsta sumar þarsem við liggja miklir hagsmunir. Falli Flugleiðir ekki frá ákæru sinni á næstunni hljóta launamenn og samtök þeirra að bregðast við með því að taka heldur þá aðra fararkosti sem gefast. Málsóknin fyrir bæjarþingi Keflavíkur jafngildir stríðsyfirlýsingu gagnvart verkalýðshreyfingunni. -m KLIPPT OG SKORIÐ Eru Islendingar „ruslaralýður“? tslendingar eru heimsmeistarar i aö slá heímsmet. Brátt mun veröa skrifaö feitu letij á forsiöum dag blaöanna: „íslendingar eiga heims met i rusli og sorpi'' Eftil vill erum við þó longu búin aö setja þetm heimsmet en Qolmiðlar vilja sem minnst um það scgja. Frægöarsog ur af fegurðardrottningum og boltahetjum eru auövitaö frétt næman Fyrir hvaöa gjaldeyri? I' Aldrei fyrr hefur óöru eins magni if úrgangi verið fleygt af heimilum andsmanna. úrgangi sem náttúran ekur á cngan hátt viö. úrgangi sem otnar ekki. brennur ckki eöa cyö st á annan hátt. i>etta cru allt verömæti. unnin ir hráefnum jarðar og með orku em erafskornum skammti Oftast 'eldur framleiðslan mengun á lofti. áöi og legi og gerir hfandi verum ifið erfiöara Sumar lifverur deyja it. vistkerfi riðlast og orkulindir ;anga til þurröar. Viö íslendingar eigum þátt í þessu eins og aðrar þjóöir Segja má aö bruöl og sóun einkenni fif okkar. Flestar nágrannaþjóðirokk ar. sem við litum svo gjarnan til og berum okkur saman við. leggja a nú ofurkapp á að draga úr mengun.r hvetja til endurvinnslu og setjal umhverfisvernd ofar ílestum málT !• j þessu 250 þúsund manna þjóöj| félagi okkar er varlega áætlaö al| hver einstaklingur fleygi allt aö 4< kg af rusli á ári. Hver 4ra manm Ijölskylda fleygir þannig 1.6 tonnfl ____________________________ Auöur Sveinsdóttir varaformaöur Landverndar ijómenn okkar eru meðal annars iö veiöa 1 svartasta skammde’>nu Inoröur viö Dumbshaf. Virf fyrir þessum dýrmæta gjald |ekki meiri en svo aö stöör teyslan. stoöugt eýkst in- á alls konar ónar amingi og stóöug ignið sem bæjar o in eru í vandræður ryrir þvi stöðugt < t >sum úrgangi ninga. Engar rer Einnota urhv“" „Viö stærum okkur hreinu vatni, já, hr leynist aö baki þesso.. Rusl og mengun.“ £ lm. Auk þess fellur til úrgangur fynrtækjum. verslunum og fttofnunum. Allur pappír, timbur. fller. málmar. gúmmí. plast. og svo etti lengi telja. er flutt til lands Fyrir hvaöa gjaldeyri? - Jú. okk u-. fjármagnað af okkar útflutn- Lingsafurðum. einkum fiski, scm W.V'r .*> á haugum, umbuöir, franí^*- % & ^ úr efnum sem stuðla að eyöiiiBé> ^a,y //v« ,/X e' ósonlagsins, eru notaöar í siaukn- ^ \P% ^ 1% um mæh undir matvæli, allt úr /j, verömætum hraefnum. Henda. hiröuní?* //W/V fleygja. kasta. allt til að spara vinnu Auðvitaö aift% 'r*lJ. ' og fyrirhófn þvi vinna kostar pen J*1 inga - það kostar lika peninga aö Fyrstu viöbrógöir.. 1 hugsa. enn meira aö hugsa ekki! Þaö er þvi fróölegt aöfylg, efti. i ísiandi væti njallar reikn /erst aö margir trúa honum. ■ö það séu margir sem meö mér aö í upphafi ) hafi veriö stigiö stórt pá átt aö vekja fóik til um- Jtar um sóun verömæta, end tingu og mikilvægi þess að gsa um og varöveita þetta land xkar sem hefur alla buröi til aö vera hreint land og fagurt land, með bjartsýnu, glööu og heilbrigðu fólki Auöur Sveinsdóttir Ólík viðmiðun í frétt Morgunblaðsins af nýj- um mönnum í heiðurslaunaflokk Alþingis var þessi sérkennilega klausa: „Heiðurslaun listamanna verða 600.000 krónur á mann. Frá þeirri upphæð dregst stað- greiðsla opinberra gjalda og sé gert ráð fyrir því að menn fullnýti persónufrádrátt sinn í öðrum störfum koma 373.560 krónur í hlut hvers listamanns.“ Skattar fara sem kunnugt er eftir tekjum og menn þurfa að hafa ákveðin lágmarkslaun til að verða skatt- skyldir. Það má minna Morgun- blaðið á að ekki eru allir heiðurs- launamenn á ritstjóralaunum. Orð í tíma töluð í D V á mánudag skrifar Auður Sveinsdóttir harða og tímabæra ádrepu á íslendinga fyrir sóða- skap. „Aldrei fyrr hefur öðru eins magni af úrgangi verið fleygt af heimilum landsmanna, úrgangi sem náttúran tekur á engan hátt við, úrgangi sem rotnar ekki, brennur ekki, eða eyðist á annan hátt. Þetta eru allt verðmæti, unnin úr hráefnum jarðar og með orku sem er af skornum skammti. Oft- ast veldur framleiðslan mengun á lofti, láði og Iegi og gerir lifandi verum lífið erfiðara...“ Vítahringur „í þessu 250 þúsund manna þjóðfélagi okkar er varlega áætl- að að hver einstaklingur fleygi allt að 400 kg af rusli á ári. Hver 4ra manna fjölskylda fleygir þannig 1.6 tonnum. Auk þess fellur til úrgangur frá fyrirtækj- um, verslunum og stofnunum. Allur pappír, timbur, gler, málm- ar, gúmmí, plast og svo inætti lengi telja, er flutt til landsins. Fyrir hvaða gjaldeyri? - Jú, okkar, fjármagnað af okkar út- flutningsafurðum, einkum fiski sem sjómenn okkar eru meðal annars að veiða í svartasta skammdeginu norður við Dumbshaf. Virðingin fyrir þess- um dýrmæta gjaldeyri er ekki meiri en svo að stöðugt eykst neyslan, stöðugt eykst innflutn- ingur á ails konar ónauðsyn- legum varningi og stöðugt eykst sorpmagnið sem bæjar- og sveitarfélögin eru í vandræðum með að koma fyrir því stöðugt eykst mengun frá þessum úr- gangi. Allt kostar þetta pen- inga.“ Hver stofnaði sænsku mafíuna? í fyrrakvöld var sýndur fróð- legur þáttur í Sjónvarpinu um fólk sem ýmist hafði verið í Sví- þjóð eða vildi alls ekki fara þang- að. Spurningin er hvort menn byrjuðu ekki svoldið seint að leita að sænsku mafíunni í þættin- um. Það höfðu verið íslenskir menn í Svíaríki á undan Sigmari B. og Hrafni (til dæmis Sigur- björn Einarsson), og hald manna er að það hafi verið Ólafur Jóns- son sem fyrstur vann til þessa tignarheitis þegar hann kom heim frá hinu voðalega landi og lyfti umræðum um bókmenntir af kunningjaplaninu og upp á ofur- lítið hærra plan, ýmsum til sárrar gremju. Einnig má velta fyrir sér hvort sænska mafían er yfirleitt til ann- ars staðar en í höfði eins þátttak- anda í þessum þætti. Vond er gleymskan Enn um sjónvarp. Fyrir helgi var fróðlegur og skemmtilegur þátturum dr. Alexander Jóhann- esson háskólarektor, prýðiiegt dæmi um hvað svona þættir verða skemmtilegir þegar skemmtilegt fólk er tekið tali og fólk sem nýja- bragð er að í fjölmiðlum. Þegar klippari fór að ræða þáttinn við móður sína kom það athyglis- verða í ljós að dr. Alexander hafði einu sinni fyrir óralöngu sett klippara á hné sér og kennt honum undirstöðuatriðin í frum- máli, en klippari var því miður svo ungur þá að þetta er honum með öllu gleymt. 0 tempora... Sigurbjörg Ólöf fræðir lesend- ur DV um heimareykt hangikjöt á dögunum í framhaldi af bréfi frá öðrum lesanda sem ekki vissi einu sinni hvaða tað var notað við að reykja kjöt. „Ja hérna!" segir Sigurbjörg og dámar fáviskan: „í minni sveit var stungið út úr fjár- húsunum á vorin, kögglarnir klofnir í flögur sem var raðað upp á vissan máta og látið þorna vel og lengi. Þegar þetta var vel þurrt orðið hét þetta skán.“ Og var notað til að reykja kjöt. „Hrossatað er allt öðruvísi en skán og hef ég aldrei heyrt að það væri notað til reykingar á hangi- kjöti, hvað svo sem ungir Reykvíkingar halda. ... Ungir kjötiðnaðarmenn í dag ættu að glugga dálítið í gömlu matreiðslu- bækurnar sem gefnar voru út eftir aldamót. Þeir myndu margt af þeim Iæra. Það eru öll aukaefnin, sem látin eru í matvælin í dag, sem eru að gera út af við fólkið.“ 0 mores! Hafa Bretar orðið afsiðun að bráð? er fyrirsögn í Morgunblað- inu í gær, og segir í framhaldinu að Bretar trúi því um sjálfa sig að þeir stundi ekki siðlegt hátterni í sama mæli og fyrri kynslóðir. í grein í Mbl. á laugardag er hins vegar sögð saga sem minnir á að ekki voru allir Bretar siðugir sómamenn fyrr á tímum. Þetta dæmi er úr grein Matthíasar Viðars Sæmundssonar sem heitir Hnakkagróf í uppnámi og var fyrirlestur sem hann hélt hjá Fé- lagi áhugamanna um bók- menntir. „...árið 1829 losaði samfélagið sig við annan stórmorðingja með öllu rosalegri hætti. Það var Burke sem ásamt Hare er talinn hafa myrt sextán manns í Edin- borg í Skotlandi. Refsing Burkes var eftirfarandi: Hann var kæfður líkt og fórnarlömb hans, síðan var skinnið flegið utan af líkam- anum og sútað, en búkurinn salt- aður ofan í tunnu, síðar var hann krufinn opinberlega og beina- grindinni komið fyrir til sýnis í Háskólasafni. Skinnið var hins vegar selt heldri mönnum í borg- i n ni og notað í tóbakspunga. “ Þar höfum við það. SA Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (Umsjón- arm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson. Útlitstelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur0. Pótursson Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. SíZ!2í?8!?:®!fir®ur Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Augiýsingar: Síðumúla6, símar681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö i lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.