Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Áttu von á hörðum átök- um á vinnumarkaðnum á næstunni? Guðmundur Björgvinsson deildarstjóri: Já ég reikna með því. Allavega hjá opinberum starfsmönnum. Launin eru lág og stöðugar hækkanir í gangi og það sætti ég mig ekki við. Michil Claxcon vélvirki: Já. Til að ná fram leiðréttingu á laununum þarf eitthvað að gera en vonandi þó ekki með verkföll- um. Það er orðið tímabært að launin fari að hækka eftir að nán- ast allt hefur hækkað á undan- förnu nema þau. Smári Hjaltason rafvirki: Já ég býst fastlega við því þar sem vinnuveitendur telja sig ekki í stakk búna að hækka launin. í þeirri baráttu sem framundan er hygg ég að komi til verkfalla. Sigtryggur Hilmarsson atvinnulaus: Já. Þetta eru engin laun sem fólk fær fyrir vinnu sína í dag og til að fá þau hækkuð þarf að fara að semja strax. Ef það skilar ekki viðunandi árangri fljótlega verður að grípa til verkfalla. Guðrún Jónsdóttir viðskiptafræðingur: Já ég á von á því. Ég býst við að þolinmæði fólks sé á þrotum þeg- ar Ijóst er að kaupmátturinn hefur rýrnað um 15% miðað við sama tíma í fyrra. Það er álitamál hvernig hægt verður að ná þessu til baka en ég tel að verkföll séu tímaskekkja. þJÓÐVIUINN K4iAv<iL/. ir 11 1000 *7 *AI. .l-vlr^A C A Am/vn/vu Miðvikudagur 11. janúar 1989 7. tölublað 54. árgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Grunnskólar tölvusamband Danmörku Kristín Steinarsdóttir: Markmiðið er að kynna nemendumþá möguleika að sœkja upplýsingar ígegnumtölvur. Nýtt kennsluforrit fyrir grunnskólana komið á markaðinn Fjórir grunnskólar á íslandi geta nú tölvutengst nokkrum dönskum grunnskólum. Það er IBM á íslandi sem hefur komið þessu sambandi á. Fyrirtækið af- henti fjórum skólum að gjöf nýjar PC tölviir í gær og var þá þetta samband kynnt. - Markmiðið með þessu verk- efni er að koma á samskiptum á milli grunnskóla á íslandi og Danmörku með aðstoð tölvu. Með því móti kynnast nemendur þeim möguleikum tölvunnar að geta sent upplýsingar beint á milli staða bæði innanlands og milli landa, sagði Kristín Steinarsdótt- ir kerfisfræðingur hjá IBM. Hún hefur unnið áð þróun þessa verk- efnis. Kristín er einnig kennara- menntuð og hún er ekki í nokkr- um vafa um að tölvur eigi erindi inn í grunnskóla landsins sem hjálpargagn fyrir nemendur. Skólarnir fjórir sem nú tengj- ast við skólana í Danmörku eru Foldaskóli, Hallormstaðaskóli, Hjallaskóli og Grunnskóli Þor- lákshafnar. Allir þessir skólar geta tengst tölvum Reiknistofn- unar Háskólans og þaðan geta þeir tengst hvor öðrum og einnig öðrum sem tengdir eru tölvum Háskólans. Þáð er einmitt í gegn- um þessar tölvur Háskólans, sem samskiptin við dönsku krakkana fer. - Hugmyndin með þessu verk- efni er að það tengist dönsku- kennslu, samfélagsfræði og landafræði. Nemendurnir geta skipst á upplýsingum um ýmis mál eins og umhverfi sitt, landa- fræði og annað sem þeim leikur forvitni á að vita hvort hjá öðru. Þetta eru í raun mjög auðveld samskipti og góð æfing í dönsku, sagði Kristín . Hermilíkön - Það er ekki nóg að gefa skól- anum tölvur og aðra fylgihluti ef ekki er til forrit sem nýtist nem- endum. Fram að þessu hefur ekk- ert kennsluforrit verið til á ís- lensku ætlað nemendum grunn- skólans. Þess vegna hefur IBM á íslandi látið þýða og staðfæra danskt forrit sem við köllum Hermilíkön. En þetta forrit er ár- angur af samstarfi IBM í Dan- mörku og Danska kennarahá- skólans, sagði Kristín. í kennsluforritinu er að finna 9 líkön, um ævilengd, mannfjölda- spá, smithættu, biðraðir í stór- mörkuðum, rúllettu og nokkur Á meðan forráðamenn IBM kynntu skólamönnum sambandið sem komið er á milli íslenskra og danskra grunnskóla sátu nokkrir áhugasamir nemendur Hjallaskóla í Kópavogi og spreyttu sig á hinu nýja kennsluf- orriti sem nú er komið á markaðinn. Mynd ÞÓM líkön eru úr umferðinni. Náms- gagnastofnun hefur gefið út kennsluefnið sem tengist þessu forriti. - Tilgangur með þessu kenns- luforriti og meðfylgjandi kenns- luefni, er að gefa nemendum í efstu bekkjum grunnskólans kost á að kynnast því hvernig tölvulík- ön geta komið að gagni við að leysa ýmis viðfangsefni og einnig hvaða erfileikar geta verið í veg- inum. Forritið er ekki miðað við eina tiltekna námsgrein heldur tengist m.a. stærðfræði, samfé- lagsfræði, eðlisfræði og tölvu- fræði, sagði Kristín áður en Hún dreif sig í að ná sambandi við Hollormstað í gegnum tölvuna til að spyrjast fyrir um veður á Austurlandi. Veturí Portúgal 4, 6, 8, og 10 vikur Lissabon Algarve Madeira Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OG FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4, 6, 8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira.í Algarve eða á Lissa- bon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,- Einnig standa ykkur til boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist- ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnarLissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leik- ið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Ef þig vantarferðafélaga, þá er hann e.t.v. á skrá hjá okkur. Ferðafélagar Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar evrópuferðir ÚfaviS ^-^7tenml KLAPPARSTÍG 25-27 101 REYKJAVÍK, SÍMI628181. Trnvel H1MRIB0R61-3, 2BIXÖPIV06ISÍMI641522. FERDAamVAL hf TRAVEL AGENCY%2g£^ HAFNARSTRÆTI 18, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.