Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 9
MINNING Aki Þorsteinsson Ólafsfiröi t Fœddur 16. janúar 1910 - Dáinn 12. janúar 1989 Blessuð sértu sveitin mín sumar, vetur, ár og daga. f dag verður jarðsettur frá Ól- afsfjarðarkirkju tengdafaðir minn, Áki Þorsteinsson og finnst mér þessar ljóðlínur eiga vel við sem upphafsorð minningargrein- ar um mann, sem nánast allt sitt líf helgaði „sveitinni sinni“ og vildi helst ekki annars staðar vera. Áki fæddist í Ólafsfirði 16. jan. 1910 og var því tæplega 79 ára þegar hann lést en hann kvaddi þennan heim 12. jan. s.l. Hann var sonur Guðlaugar Sveinsdótt- ur og Þorsteins Jónssonar. Þá bjuggu í Brautarholti í Ólafsfirði barnlaus hjón, Margrét Árna- dóttir og Randver Jónsson. Þeim treysti Guðlaug fyrir drengnum Félagsmálastofnun 111 Reykjavíkurborgar Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa við heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi, allt niður í 4 tíma á vi ku. Upplýsingar í síma 18800. S. LANDSVIRKJUN Samkeppni um gerð útilistaverks við stjórn- stöð Landsvirkjunar Landsvirkjun býðurtil samkeppni um gerð útilist- averks við stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaða- vegi 7, Reykjavík. Allir íslenskir listamenn hafa heimild til þátttöku. Heildarverðlaunaupphæð er allt að kr. 500.000.- Þar af verða 1. verðlaun ekki lægri en kr. 300.000,- í dómnefnd eru: Dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar Halldór B. Runólfsson listfræðingur og Þór Vigfússon myndhöggvari. Keppnisgögn verða afhent af trúnaðarmönnum dómnefndar, Jóhönnu S. Einarsdóttur, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra myndlistar- manna, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, Reykjavík, alla virka daga kl. 12:00-15:00 og Ólafi Jenssyni, framkvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, frá og með mánu- deginum 23. janúar 1989. Skilatrygging er kr. 1.000.- Skila skal tillögum til annars hvors trúnaðar- mannanna fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 21. mars 1989. Reykjavík, 20. janúar 1989 LANDSVIRKJUN sínum og gengu þau honum í for- eldrastað. Og svo líða árin. Fyrr en varir eru áhyggjulítil æskuár að baki og alvara fullorðinsára tekur við. Áki fór á sjóinn og upp frá því var hans aðalstarf tengt fiski og vinnu við fiskverkun. Irúm 40 ár vann hann í Hraðfrystihúsi Ól- afsfjarðar og geri aðrir betur. Áki kvæntist Sigurbjörgu Elínu Guðmundsdóttur frá Háa- skála í Ólafsfirði. Hann réðst í að byggja íbúðarhús, sem hann kom upp með miklum dugnaði. Það stendur í brekkunni fyrir ofan höfnina og einhverntíma hafði ég orð á því við hann að fallegra hús- stæði hefði hann tæplega getað valið. En erfitt hefur það verið á þeim árum að reisa sér hús svo að segja með tveim höndum. Þau Sigurbjörg og Áki eignuð- ust einn son, Gfsla Vilhjálms, en þegar hann var 5 ára gamall dó Sigurbjörg. Má fara nærri um hvílíkt reiðarslag það hefur verið fyrir Áka og hygg ég að það sár hafi aldrei að fullu gróið. Rúm 33 ár eru nú liðin síðan ég kom fyrst til Ólafsfjarðar í þeim tilgangi að heilsa upp á tilvonandi tengdaföður minn. Auðvitað var ég spennt og kannski dálítið kvíð- in. Hvernig myndi nú Áka lítast á konuefni einkasonar síns? Ekki veit ég það en hitt veit ég að ég hlaut ákaflega hlýjar móttökur og fljótt fann ég að ég hafði ekki aðeins eignast tengdaföður, held- ur einnig góðan vin. Hann var skemmtilegur að tala við, hafði góða kímnigáfu og sagði vel frá. Margir höfðu orð á því við mig að Áki væri ákaflega barngóður og bví átti ég eftir að kynnast. Ári seinna lögðum við aftur leið okkar norður. Þá höfðum við Gísli eignast son, Ingólf, sem nú fór í sína fyrstu heimsókn til afa í Ólafsfirði. Þeir urðu strax mestu mátar og hefur aldrei borið skugga á vináttu þeirra. „Þetta máttu ekki gera, elsku drengur- inn hans afa,“ var allt og sumt sem Áki sagði er Ingólfur í óvita- skap blés á öskuna í öskubakka afa síns. Áki hafði mikið yndi af tónlist. Hann hafði fallega tenórrödd og söng árum saman í karlakór í Ól- afsfirði. Einnig söng hann um tíma í kirkjukórnum. Hann spil- aði vel á munnhörpu og hafði á sínum yngri árum stundum spilað fyrir dansi á þetta litla hljóðfæri. Áki gerði ekki víðreist, vildi helst alltaf vera heima. Þó heim- sótti hann okkur Gísla til Kaupmannahafnar en þar bjugg- um við í eitt ár. Gísli var þá bund- inn í vinnu svo það kom að miklu leyti í minn hlut að sýna Áka borgina. Honum þótti sjálfsagt mikið koma til allra gömlu bygg- inganna, en mesta ánægju hafði hann af því að rölta með mér um Strikið og virða fyrir sér hið fjöl- breytta mannlíf, sem þar iðar. Og það var skemmtilegt að upplifa borgina með augum manns, sem sárasjaldan hafði komið út fyrir heimabyggð sína. Ég gleymi því heldur ekki hve glaður hann varð, er við í einni versluninni hittum fyrir íslenska afgreiðslustúlku, sem var okkur hjálpleg. - Það var mikið blessuð stúlka í hans augum. Þessi minningabrot eru sund- urlaus en með þeim vil ég kveðja Áka og þakka honum samfylgd- ina um leið og ég bið honum bles- sunar í nýjum heimkynnum. Hvfli hann í friði. Bjarney Ingólfsdóttir FLUGMÁLASTJÓRN Loftferðaeftirlit Flugmálastjórn óskar eftir að ráða starfsmann í lofthæfi- og skrásetningardeild Loftferðaeftirlits. Starfið er m.a. fólgið í skoðunum og eftirliti með lofthæfi íslenskra loftfara, eftirliti með flugrekend- um, verkstæðum og einkaaðilum.Viðhald flug- vélar Flugmálastjórnar. Tæknileg aðstoð við flugslysarannsóknir. Önnur verkefni eftir ákvörð- un deildarstjóra. Flugvéltæknisskírteini skilyrði. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri lofthæfi- og skrásetningardeildar loftferðaeftirlitsins. Umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra fyrir 10. febrúar 1989 á eyðublöðum sem fást hjá Flugmálastjórn. Flugmálastjóri FLUGMÁLASTJÓRN Loftferðaeftirlit Flugmálastjórn óskar eftir að ráða starfsmann í flugrekstrardeild Loftferðaeftirlits. Starfið er m.a. fólgið í eftirliti með einkaflugi og atvinnuflugi, flugskólum, flugrekendum og flugrekstri, þ.m.t. sérleyfum, áætlunarleyfum, starfsreglum flugrekenda, flugliðum, svo og af- komu flugrekenda. Aðstoð við rannsóknir flug- slysa og flugóhappa. Önnur verkefni eftir ákvörð- un deildarstjóra. Flugmanns- eða flugvélstjóraskírteini eða sam- bærileg menntun og kunnátta æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri flugrekstrardeildar. Umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra fyrir 10. febrúar 1989 á eyðublöðum sem fást hjá Flugmálastjórn. Flugmálastjóri Fóstrur Staða forstöðumanns við leikskólann á Hólmavík er laus til umsóknar. ( starfinu felst m.a. skipu- lagning og uppbygging leikskólastarfsins. Skólinn er starfræktur í nýju húsi með góðri vinnuaðstöðu. Húsnæði á staðnum. Nánari upp- lýsingar gefur sveitarstjóri í síma 95-3193/3112. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1989. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps Styrkir úr Minningarsjóði Theódórs Johnsons [ samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theódórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að úthluta 4 styrkjum, að upphæð kr. 100.000 hver. í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim tekjum sem skal leggja við höfuðstól, sbr. 3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla íslands. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu háskólans. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 1989. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.