Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM A Edith Piaf Spörfuglinn sem aldrei deyr Rás 1 laugardag kl. 19.31 Edith Piaf er söngkona, sem hvað dýpst hefur sungið sig inn í hug og hjörtu samtímamanna. Hún fæddist í fátækrahverfi í Par- ís en með óbilandi og aðdáunar- verðri atorku vann hún sig upp í það að verða ein dáðasta söng- kona allra tíma. í tveimur þátt- um, öðrum kl. 19.31 í kvöld en hinum á sama tíma eftir viku, fáum við að heyra þessa einstæðu rödd og inn á milli verður fléttað meira og minna þekktum mynd- um úr lífi söngkonunar. - Þáttur- inn er í umsjá Friðriks Rafns- sonar. -mhg Er Ijós- mynd- un list? Rás 1 laugardag kl. 14.05 í Sinnu í dag verður m.a. rætt um ljósmyndun, í framhaldi af þeim umræðum, sem fram hafa farið í Kviksjárþáttunum nú í vik- unni. - Árleg úthlutun bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs fer fram í febrúarlok en val verðlaunahafans verður kunn- gert föstudaginn 27. janúar. í þættinum verða stuttlega kynntar þær bækur sem lagðar hafa verið fram. - Þá verður rætt við Jó- hönnu Bogadóttur myndlistar- mann og litið í nokkrar bækur. - Umsjónarmenn Sinnu eru Hall- dóra Friðjónsdóttir og Þorgeir Ólafsson. -mhg Islenskt agaleysi Sjónvarpið sunnudag kl. 21.40 „Mannlegur þáttur“ heitir ný ís- lensk þáttaröð sem að sögn um- sjónarmannsins, Egils Helga- sonar, á að skyggja ýmsa þætti í íslenskri þjóðarsál. I fýrsta þætt- inum nú á sunnudag verður rætt um aga á íslandi og frægan skort á slíkum. Málsmetandi agamenn og agaleysingjar verða teknir tali og farið með tökuvélina vítt og breitt um samfélagið. Þættirnir verða svo á hálfsmánaðarfresti á útmánuðum. DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ Laugardagur 14.00 Iþróttaþátturinn. M.a. sýnt frá snókerkeppninni á Hótel fslandi, borð- tenniskeppni í beinni útsendingu og kl. 15.00 í beinni útsendingu leikur Nott- ingham Forest og Aston Villa. 18.00 íkorninn Brúskur (6). 18.25 Smellir. Umsjón Ragnar Halldórs- son. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Á framabraut (7). 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Stöðin - '89 á Stöðinni. Stuttir skemmtiþættir fluttir af spaugstofunni. Leikstjóri: Karl Ágúst Olfsson. 20.55 Fyrirmyndarfaðir. (Cosby Show). 21.20 Maður vikunnar. Stefanía Björns- dóttir og Manit Saifar. Umsjón: Skúli Gautason. 21.40 Keppinautar. Bandarísk sjónvarps- mynd frá 1983. Tveir menn heyja æsi- legt og miskunnarlaust kapphlaup um að verða fyrstir manna til að koma á Norðurpólinn. 23.20 Sambýlisfólk. (Echo Park). Bandarisk/austurrísk bíómynd frá 1986. I þessari mynd er fylgst með þremur vinum sem þurfa að stunda sína dag- legu vinnu þó draumurinn um annað og betra lif sé alltaf fyrir hendi. 00.50 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. Sunnudagur 14.00 Meistaragolf. 15.00 Júlíus Sesar. Leikrit eftir William Shakespeare i uppfærslu breska sjón- varpsins BBC. 17.50 Sunnudagshugvekja. Torfi Ólafs- son fulltrúi fiytur. 18.00 Stundin okkar. 18.25 Unglingarnir í hverfinu. Kanadísk- ur myndaflokkur. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Roseanne. Bandarískur gaman- myndaflokkur. 19.30 Kastljós á sunnudegi. 20.35 Matador. Ellefti þáttur. Danskur framhaldsmyndfalokkur. 21.40 Mannlegi þátturinn. Innlendur þátt- ur sem fjallar um aga og agaleysi á Islandi í gömlu og nýju Ijósi. 22.05 Eitt ár ævinnar. (A Year in the Life) Lokaþáttur. Bandarískur myndaflokk- ur. 23.40 Úr Ijóðabókinni. Þótt form þín eftir Halldór Laxness. Valdemar Flygen- ring les. Formála flytur Árni Sigurjóns- son. 23.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Mánudagur 18.00 Töfragluggi Bomma. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 íþróttahornið. 19.25 Staupasteinn. 19.55 Ævintýri Tinna (1). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Já 11 þessum þætti verður fjallað um það sem er að gerast í leikhúsunum um þessar mundir. Sýnt verður úr Sjanq Eng og fl. 21.20 Medea. Ný dönsk sjónvarpsmynd. Medea er einhver frægasta kvenpers- óna grískra bókmennta og verkið lýsir grimmilegri hefnd hennar á Jasoni barnsföður sínum sem hafði svikið hana í tryggðum. Athl Myndin er ekki við hæfi barna. 22.35 Guðmundur Kamban. Heimilda- mynd eftir Viðar Víkingsson sem Sjón- varpið lét gera í tilefni aldarafmæiis skáldsins. I myndinni er lýst óvenju- legum æviferli Kambans. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Guðmundur Kamban framh. 00.15 Dagskrárlok. STÖÐ 2 Laugardagur 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. 08.20 Hetjur himingeimsins. Teikni- mynd. 08.45 # Blómasögur. Teiknimynd. 09.00 # Með Afa. 10.30 # Einfarinn. Teiknimynd. 10.55 # Sigurvegarinn. 11.45 # Gagn og gaman. Fræðandi teiknimyndaflokkur. 12.00 # Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. 12.35 # Loforð f myrkrinu. Hugljúf mynd. Rás 1 sunnudag kl. 00.10. í þættinum Ómur aö utan kynnir Signý Pálsdóttir „The Pickwick Papers", en sú skáldsaga mark- aði upphafið að frægðarferli Charles Dickens. Sagan kom út í heild árið 1837 en þá var Dickens 25 ára. 14.30 # Ættarveldið. 15.20 # Ástir i Austurvegi. Framhalds- myndaflokkur. 17.00 # íþróttir á laugardegi. 19.19 19.19. 20.00 Gott kvöld. 20.30 Laugardagur til lukku. 21.05 # Steini og Olli. 21.25 # Guð gaf mér eyra. 23.10 # Orrustuflugmennirnir. 00.55 # Silkwood. 03.05 Oagskrárlok. Sunnudagur 08.00 Rómarfjör. Teiknimynd. 08.20 Paw, Paws. Teiknimynd. 08.40 Stubbarnir. Teiknimynd. 09.05 # Furðuverurnar. 09.30 # Draugabanar. Teiknimynd. 09.50 # Dvergurinn Davið. Teiknimynd. 10.15 # Herra T Mr. Teiknimynd. 10.40 # Perla. Teiknimynd. 18.15 # NBA körfuboltinn. 19.19 19.19. 20.00 Gott kvöld. 20.30 # Bernskubrek. Gamanmynda- flokkur. 20.55 # Tanner. Þriðji hluti. 21.50 # Áfangar. Svipmyndir af ýmsum stöðum á landinu. 22.00 # í slagtogi. 22.40 # Erlendur fréttaskýringaþáttur. 23.20 # Á siðasta snúning. 01.05 Dagskrárlok. Mánudagur 15.45 Santa Barbara. 16.35 # Magnum P.l. 18.15 Hetjur himingelmsins. Teikni- mynd. 18.45 Fjölskyldubönd. Gamanmynda- flokkur. 19.19 19.19. 20.30 Dallas. 21.15 # Hlébarðinn. Heimildamynd. 22.05 # Frf og frjáls. Gamanmyndaflokk- ur. 22.30 # Viridiana. Spönsk þjóðfélags- og trúarleg ádeilumynd. 23.55 # Ormagryfjan. Áhrifamikil og raunsönn mynd um konu sem haldin er geðveiki. 01.40 Dagskrárlok. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 Laugardagur 06.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Ingólfur Guðmundsson flytur. 07.00 Fréttir. 07.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir og veður. 09.00 Fréttir. Tilkynningar. 09.05 Litli barnatíminn. Andrés Indriða- son les sögu sína „Lyklabarn" (9). 09.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björnsdóttir leitar svara við fyrirspurn- um hlustenda um dagskrá Ríkisútvarps- ins. 9.30 Fréttir og þingmál. Innlent frétta- yfirlit vikunnar og þingmálaþáttur endur- tekinn frá kvöldinu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Síglldir morguntónar- Nokkur vin- sæl atriöi úr ýmsum óþerum. 11.00 Tilkynningar. 11.05 (liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegn- ir og metnir. Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur i vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þátlur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Berg- þóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Gunnlaugur Ingólfs- son flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Laugardagsóperan: „Macbeth" eftir Giuseppe Verdi. Jóhannes Jón- asson kynnir. 18.00 Gagn og gaman. Umsjón: Hildur Hermóðsdóttir. Tilkynningar. 19.31 Spörfuglinn deyr aldrei. Friðrik Rafnsson dregur upp mynd af Edith Piaf. Fyrri hluti. 20.00 Litli barntiminn. (Endurtekinn frá morgni. 20.15 Vísur og þjóðlög. 20.45 Gestastofan. Gunnar Finnsson ræðir við Braga Gunnlaugsson Setbergi Fellum. (Frá Egilsstöðum). 21.30 Sigurður Björnsson syngur ís- lensk lög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dansað með harmoníkuunnend- um. Saumstofudansleikur í Útvarps- húsinu. Kynnir: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöld- - skemmtun Útvarpsins á laugardags- kvöldi. Stjórnandi: Hanna G. Sigurðar- dóttir. Sjónvarp mánudag kl. 21.20. Medea. Ný dönsk sjónvarps- mynd, sem byggir á gömlum grunni. Efnið er sótt í grísku goðafræöina þar sem segir frá samskiptum Jasons og Medeu. Atburðirnir eru látnir gerast á Norðurlöndum til forna. 00.10 Svolítið af og um tónlist undir svefninn. Jón Örn Marinósson kynnir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Sunnudagur 07.45 Morgunandakt. 08.30 Á sunnudagsmorgni. 09.03 Tónlist á sunnudagsmorgni. - Bach, Quantz, Vivaldi og Telemann. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Veistu svarið? Spurningaþáttur um sögu lands og borgar. Dómari og höf- undur spurninga: Páll Líndal. Stjórn- andi: Helga Thorberg. 11.00 Messa í Hóladómkirkju. Prestur: Séra Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup. 13.20 Kristján f jórði - Goðsögn og veru- leiki. 14.20 Fimmti svanurinn í norðri. Þú ert gaHn, FokJal Eg að tatra? Verfta arkitekt efta myndHstarmafiur efia Iftgfræftingur? ÉÉG??? Ha? ÉG VERÐ HÚSMÓÐIR OG VINN HEIMILISSTÖRF. ÉG ÆTLA AÐ VERÐA KONAIIIII EKKI FREKJUTÝPA I KARLASTARFI AÐ RlFA KJAFTIIIII 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.