Þjóðviljinn - 09.02.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 09.02.1989, Qupperneq 3
________________________FRETTIR__________________________ Stóreignir I digra sjóði að sækja Þeir500 efnamestu eiga um 20 miljarða skuldlausa. Stóreignaskattur gefur um 300 miljónir. Svanfríður Jónasdóttir: Það er ísjóði að sœkja ef menn vilja færa tilfjármuni íþjóðfélaginu essar upplýsingar um fjölda stóreignafólks á Islandi koma mér satt að segja nokkuð á óvart. Það er oft gumað af því að hér- lendis búum við í stéttlausu þjóðfélagi, en það sést skýrt á þessum tölum að launatekjur segja alls ekki alla söguna. Fjöld- inn allur af bæði hjónum og ein- staklingum á tugmiljóna eignir og þá er eingöngu miðað við það sem Iðnaður Risarí samstarf Samkeppnin of kostnaðarsöm Fyrirtækin Marel hf., Póls- tækni hf. og Rekstrartækni hf. hafa fyrir milligöngu Félags ís- lenskra iðnrekenda gert með sér samning um samstarf og 50 milj- ón króna sameiginlega hlutafjár- aukningu fyrirtækjanna. Marel og Pólstækni hafa verið í harðri samkeppni undanfarin ár. Fyrirtækin munu engu að síður verða áfram sjálfstæð hlutafélög en nátengd rekstrarlega. Heild- arvelta þeirra er áætluð um 300- 350 miljónir króna og starfsmenn liðlega 50 talsins. Markmið sam- starfsins er að treysta rekstrar- stöðu þeirra og efla þróunar- og markaðsstarfsemi hér sem er- lendis. Ástæða þessarar samvinnu fyrirtækjanna er sögð vera rekstr- arerfiðleikar fyrirtækja í fisk- vinnslu, vaxandi samkeppni við erlenda aðila og mikill fjár- magnskostnaður. Auk þess hefur hækkun á innlendum rekstrar- kostnaði og óhagstæð þróun á gengi krónunnar skekkt verulega rekstrargrundvöll þeirra. Bæði Marel og Pólstækni hafa framleitt tölvuvogir fyrir fiskiskip og fiskvinnslufyrirtæki í landi, flokkunarvélar, samvalsvélar, tímaskráningartæki o.fl. -grh Hagkaup kemur fram á skattskýrslum, segir Svanfríður Jónasdóttir að- stoðarmaður fjármálaráðherra. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær eiga um 250 hjón hérlendis skuldlausar eignir að verðmæti yfir 30 miljónir króna og um 250 aðrir einstaklingar eiga skuld- lausar eignir yfir 15 miljónum. Þessar upplýsingar eru komnar frá hagdeild fjármálaráðuneytis- Afundi samtaka launamanna, Samvinnuferða-Landsýnar og Arnarflugs, sem haldinn var í gær, kom fram að Arnarflug treystir sér til að annast flutninga á þeim félagsmönnum samtak- anna sem ætla í orlofsferðir í sumar. Að sögn Helga Jóhanns- sonar forstjóra S-L var ákveðið að hefja vinnu að samningagerð af fullum krafti, þar sem félög launamanna legðu mikla áherslu á að ganga frá samningum sem fyrst og hefur næsti fundur verið ákveðinn klukkan 11 á föstudag. ins og eru unnar upp úr skatt- framtölum frá í fyrra. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að sérstakur stóreigna- skattur sem samþykktur var um áramótin, muni gefa ríkissjóði um 300 miljón krónur í tekjur. Heildareignir þessara 500 eigna- mestu hjóna og einstaklinga í landinu eru hins vegar að verð- mæti tæpir 20 miljarðar. Aðspurður sagðist Helgi ekki telja að samningar um verð yrðu Samvinnuferðum-Landsýn óhag- stæðari en að öðrum kosti hefði orðið, jafnvel þótt nánast væri búið að útiloka aðra viðsemjend- ur en Arnarflug. Samvinnuferðir hefðu þegar verið búnar að gera samninga við Arnarflug um flutn- ing á nokkrum hluta félagsmanna verkalýðsfélaganna og hann ætti ekki von á því að verð yrði fyrir- staða í þessu máli. Hann væri því bjartsýnn á að samningar næðust fljótlega. - Þessar tölur ættu að sýna svo ekki verður um villst að það er í ákveðna sjóði að sækja ef menn vilja færa til fjármuni í þjóðfé- laginu og það er fyllilega rétt- lætanlegt að sækja fé frá þeim betur settu til að halda hér uppi velferð og þjónustu í landinu, segir Svanfríður Jónasdóttir. Kristinn Sigtryggsson, forstjóri Arnarflugs sagði að félagið væri í stakk búið til að annast þessa flutninga. Aðspurður hvort fyrir- tækið væri í aðstöðu til að gera svona samninga nú, þegar fyrir lægi að fyrirtækið gæti jafnvel orðið gjaldþrota á næstu dögum eða að skipt yrði um eigendur, sagði Kristinn að ijóst væri að næðust samningar sæi Arnarflug um ferðirnar, jafnvel þótt svo færi að fyrirtækið skipti um eigendur. phh Flug Varavöllur á Héraði Samgönguráðherra: Egilsstaðir varaflugvöllur og verði tilbúinn 1994 Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra kynnti I gær áform sín um að gera Egilsstaða- flugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflug og að framkvæmd- um við hann Ijúki árið 1994. Samkvæmt skýrslu flugmála- stjórnar er Egilsstaðaflugvöllur talinn heppilegasti kosturinn fyrir varaflugvöll er þjóni ís- lensku millilandaflugi. Til að svo megi verða þarf að lengja flug- brautina úr 2.200 metrum í 2.700 metra. Verður flugbrautin lengd í suður og þarf því að flytja þjóð- veginn. Aætlaður kostnaður við framkvæmdina er talinn vera um 300 miljónir króna. Efnahagsmál Kapprætt um fjármagnið Þeir Sigurður B. Stefánsson og Már Guðmundsson eru fram- sögumenn á opnum fundi um pen- ingastefnu, vaxtamál og fjár- magnsmarkað sem Félag frjáls- lyndra jafnaðarmanna heldur í kvöld í Tæknigarði kl. 20.30. Búast má við fjörugum umræð- um um fjármagnið -annar frum- mælenda er forstöðumaður Verðbréfamarkaðar Iðnaðar- bankans en hinn efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra en með þessum aðilum hefur ekki verið of hlýtt undanfarnar vikur. -*g- Á fundi Samvinnuferða-Landsýnar, samtaka launafólks og Arnarflugs, sem haldinn var í gær, fullvissaði flugfélagið væntanlega viðsemjendur sína um getu sína til að flytja félagsmenn í orlofsferðir í sumar. Eru nú samningaviðræður hafnar af krafti, enda leggja samtök launafólks áherslu á að þeim verði flýtt. Mynd Jim Smart Orlofsferðir ^ Amarflug er tilbúið Vill taka að sér flugfyrir samtök launamanna Óeðlileg rýrnun Hert öryggiseftirlit innan fyrirtœkisins Eigendur Hagkaupa hafa grip- ið til þess ráðs að herða allt ör- yggiseftirlit með rýrnun í verslun- um sínum, en á nýliðnu ári er tal- ið að rýrnun hafl numið allt að 150 miljónum króna af um 6 milj- arða veltu. Þetta kemur fram í fréttabréfi fyrirtækisins og segir Þorsteinn Pálsson sölustjóri Hagkaupa að hluti þessarar rýrnunar verði ekki rakinn til annarra en þeirra sem selja fyrirtækinu vöru, viðskipta- vina og starfsfólks. Um eitt- hundrað viðskiptavinir hafi á sl. ári verið kærðir til lögreglu fyrir hnupl í verslunum Hagkaupa og nýlega hafi tveimur starfsmönn- um verið sagt upp störfum vegna þjófnaðar. Hagkaup hafa brugðist við þessari rýrnun með auknu eftirliti með viðskiptavinum og starfs- fólki. Þorsteinn segir að þessu fylgi óneitanlega óþægindi fyrir starfsfólk en það taki þessu með skilningi. -lg. Æra Er séra Þórir opinber? Ríkissaksóknari ákœrir vegna meintrar móðgunar við Þóri Stephensen. Frávísunar krafist þarsem Þórir hafi ekki verið í prestsstarfi á þeim tíma Igær var tekin fyrir í Sakadómi Reykjavíkur ákæra ríkissak- sóknara á hendur Halli Magnús- syni blaðamanni, vegna greinar sem Hallur birti í Tímanum í sumar um Þóri Stephensen dóm- kirkjuprest og staðarhaldara í Viðey og saksóknari telur að- dróttun að opinberum starfs- manni. Lögfræðingur Halls, Ragnar Aðalsteinsson, lagði fram frávísunarkröfu á þeirri forsendu að Þórir hefði ekki verið opinber starfsmaður þegar greinin birtist, en Þórir var þá í fríi frá Dóm- kirkjunni. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari sagði í gær að beiðni hefði borist frá lögfræðingi Þóris, og saksóknaraembættið ákveðið að gefa út ákæruna eftir rann- sókn. Hallur á að hafa brotið 108. grein hegningarlaga sem bannar þegnunum að skamma eða móðga opinbera starfsmenn. í greininni segir að aðdróttun varði sektum þótt sönnuð sé ef „hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt“. Grein sína í Tímanum skrifaði Hallur „í heilagri reiði“ vegna þess að kirkjugarðurinn í Viðey hafði verið sléttaður, án þess - segir Hallur - að samband hafi verið haft við ættingja þeirra sem þar voru síðast jarðaðir, en þar á meðal er Gunnar Gunnarsson skáld. Þau ummæli eru ákærð, og einnig sú fullyrðing að sléttunin hafi verið „ófyrirgefanlegt skemmdarverk á heilögum stað“. Þá eru ákærð þau ummæli að Þórir hafi blandað pólitík á óvið- urkvæmilegan hátt inní stólræður sínar, og hafi þannig sýnt að hann sé óhæfur til hvors tveggja, að vera staðarhaldari og dómkirkju- prestur. Ennfremur ákærir ríkis- saksóknari þau ummæli Halls að „greinarkorn þetta" verði honum „ekki til framdráttar, allra síst þegar ljóst er að það kemur við kaunin á háttsettum frímúrara“. Enn eru ákærð þau ummæli Halls að Þórir hafi sjálfur skipað sig staðarhaldara í Viðey og borg- arráð bjargað honum fyrir horn eftirá. En borgarráð samþykkti að ráða Þóri daginn eftir að Þórir hafði sagst vera orðinn staðar- haldari í sjónvarpsviðtali. „Þetta er einsog að sparka í lögregluþjón" sagði Bragi vara- ríkissaksóknari aðspurður um fordæmi, og vísaði meðal annars til nýfallins dóms í máli gegn Sig- mundi Morgunblaðsteiknara sem hafði teiknað þýsku .Geirfinns- lögguna í nasistabúningi. Athygli vekur að Þórir velur ekki leið meiðyrðamáls, þarsem aðeins er refsað með sektum, heldur hegningarlögin þarsem þyngsta refsing þess sem móðgar opinberan starfsmann er þriggja ára fangelsi. Ríkissaksóknari krefst í ákæru sinni refsingar, miskabóta og sakarkostnaðar, Þórir staðarhaldari [ Viðey og dóm- kirkjuprestur. auk þess sem ummæli Halls séu dæmd dauð og ómerk. Hallur sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hann stæði við grein sína og væri reiðubúinn að færa sönnur á mál sitt fyrir dómi. -m ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.