Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 3
Ríkisstjórnin Áherslan áverð- lagslög Forsætisráðherra leggur höf- uðáherslu á að frumvarp til breytinga á verðlagslögum verði samþykkt á alþingi fyrir inanað- ariok eða áður en vikuhlé verður á þinghaldi vegna þings Norður- landaráðs. Þetta frumvarp er brýnna en önnur slík sem lögö voru fram í kjölfar tilkynningar rfkisstjórnar- innar um efnahagsráðstafanir því án breytinganna verður boðað verðlagsaðhald á „umþóttunar- skeiði" illframkvæmanlegt. Verðstöðvun lýkur nú um mán- aðamótin en umþóttunartími með ströngu verðlagsaðhaldi gengur í garð. Forsætisráðherra kvað frum- vörpin öll komin á allgóðan rek- spöl í þinginu og í hendur við- komandi nefnda. Pótt áhersla væri lögð á að hraða hinum nauðsynlegu breytingum á verð- lagslögum væri náttúrlega brýnt að önnur frumvörp vegna efna- hagsráðstafana yrðu lög í næsta mánuði. Og það væri gleðilegur áfangi að verðbréfafrumvarpið væri loks komið úr nefnd því um- fjöllunin þar væri búin að taka „allt of langan tíma". ks. Rithöfundar Fordæma bókabrennur Stjórn Rithöfundasambands- ins segist fordæma bókabrennur ofsóknir og morðhótanir sem ind- verski höfundurinn Salman Rushdie hefur mátt þola vegna skrifa sinna, en ýmsir trúarleið- togar Múhameðstrúarmanna hafa lýst hann réttdræpan fyrir skrif sín. Rithöfundasambandið lýsir yfir áhyggjum sínum og hryggð vegna þeirrar öfugþróunar í ver- öldinni sem atburðir af þessu tagi eru dæmi um. Jafnframt skorar stjórnin á íslensk stjórnvöld að leggja því lið á alþjóðavettvangi að brugðist verði við slíku ofstæki af fyllstu einurð. FRETTIR Utanríkisráðuneytið Blekkt með þýöingum Jón Baldvin spurði um „hernaðarlegt hlutverk" varaflugvallar- Wörnersvaraði um „hernaðarlega getu" vallarins. Reyndi utanríkisráðuneytið að breiða yfir með rangri þýðingu? Fimmtudagsútgáfa Alþýðu- blaðsins, Pressan, sakar utan- ríkisráðuneytið í leiðara um að hafa beitt fréttamenn blekkingum með rangri þýðingu á svarbréfi Wörners framkvæmdastjóra Nató til Jóns Baldvins utanríkis- ráðherra. I bréfi Wörners keniur fram að Jón Baldvin hafi beðið upplýsinga um hvert „hernaðar- hlutverk" (e. military role) var- aflugvallar væri á friðartímum. Wörner segist hins vegar í bréfí sínu geta staðfest að varaflug- völlurinn muni ekki hafa neina „hernaðarlega getu" (military capability) á friðartímum. Utan- r íkisráðuncy I ið hefur hins vegar í þýðingu bréfs Wörners, snarað báðum samböndunum sem „hernaðarhlutverk". Munurinn á þessu tvennu er hins vegar skýr. Wörner getur staðfest að varaflugvöllurinn muni ekki hafa neina hernaðar- lega getu, þ.e. að á honum verði ekki að jafnaði hermenn eða víg- vélar, -en segir ekkert um hern- aðarlegan viðbúnað. Á fundi með fréttamönnum staðhæfði utanríkisráðherra, væntanlega á grundvelli ofan- greindrar „villu" í þýðingu, að NATÓ gæfi orð sitt fyrir því að varaflugvöllurinn gegndi ekki hernaðarhlutverki á friðartím- um. Hugsanlegt er því að utan- ríkisráðherra hafi -væntanlega óvart- látið blekkjast vegna þýð- ingarstarfa undirmanna sinna. Hannes Hafstein ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins sagðist ekki geta sagt til um hvort ráðuneytið muni leiðrétta þessa villu, ellegar þá fara fram á leiðréttingu í Pressunni teldi ráðuneytið þýðinguna rétta. Hann hefði ekki séð ofangreinda þýðingu og vísaði málinu til Jóns Baldvins sjálfs. Gunnar Pálsson, fyrrum starfs- maður Nató í Briissel og nú sá aðili sem sér um tengsl utanríkis- ráðuneytisins við Nató, sagðist ekki vilja upplýsa hver hefði séð um þýðingu bréfsins. Hann teldi hins vegar ekkert athugunarvert við þýðinguna og hefði farið svip- að að hefði hann þýtt sjálfur. Hann taldi aðalatriði að varaflug- völlurinn gegndi ekki hernaðar- hlutverki á friðartímum. Hins vegar sagði hann aðspurður að flugvöllurinn mundi gegna hlut- verki við flutning liðsafla Banda- ríkjanna til Evrópu á ófriðartím- um. Jón Baldvin sjálfur var ekki viðlátinn síðdegis í gær, og ekki heldur skrifstofustjórinn Helgi Ágústsson. phh/-m Blóm handa mömmu! Þorraþræll í dag og á morgun, sunnudag, hefst góa meö konudeginum. Þá kaupa synirnir blóm handa mömmu einsog þessi ungi sveinn sem við hittum í blómaverslun, og eiginmenn- irnir reyna að vera soldið huggulegir líka, aldrei þessu vant. (Mynd: Jim). Grœnfriðungar «¦¦¦¦ r m r ¦ ¦ Tilbunir i endurreisn Forystumenn Grænfriðunga tilbúnir ímarkaðsátakfyrir íslenskar afurðir efveiðum er hœtt í nœstuþrjú ár. Lýsafurðu á bréfaskriftum tilPýskalands. Forystumenn tillandsins um mánaðamót veiðum næstu þrjú ár og muni síðan fylgja samþykktum Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Að öðr Mér er persónulega kunnugt um það að Grænfriðungar munu sjá um að markaðsvinna alla okkar helstu útflutnings- markaði fyrir sjávarafurðir um leið og við lýsum því yfír að hval- veiðum verði hætt, segir Magnús Skarphéðinsson formaður Hvala- vinafélagsins. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í síðustu viku voru helstu talsmenn Grænfriðunga vegna hvalveiða íslendinga væntanlegir hingað til landsins í vikunni en þeirri ferð hefur verið frestað fram að næstu mánaðarmótum. Talsmenn Grænfriðunga í Þýskalandi og víðar í Evrópu hafa lýst undrun sinni á skrifum forystumanna í íslenskri stjórn- sýsíu til þýska stjórnvalda, þar sem vakin var athygli á áhrifum mótmæla Græfriðunga vegna hvalveiðanna á sölu íslenskra afurða þar ytra. Segja talsmenn Grænfriðunga sem Þjóðviljinn ræddi við í gær að bréfaskriftir sem þessar væru undarlegar og hefðu ekkert að segja. Pýskum stjórnvöldum dytti ekki í hug að ætla að segja þegnum sínum hvað þeir ættu að kaupa og hvað ekki, né heldur skipta sér af starfsemi frjálsra fé- lagasamtaka eins og Grænfrið- unga. Fyrirhugaðri ferð forystu- manna Grænfriðunga hingað til lands, þeirra Jakobs Lagerkrans og Rosalindu Rees, hefur verið frestað fram til loka mánaðarins, þar sem Lagerkrans hefur verið upptekinn vegna málaferla í Finnlandi, útaf aðgerðum Græn- friðunga þar sl. sumar er þeir hlekkjuðu sig við gáma sem voru fullir af hvalkjöti héðan frá ís- landi. Hafa hafnaryfirvöld krafist skaðabóta vegna tafa við vinnu á hafnarsvæðinu. Pau Lagerkrans og Rees, sem mun taka við af honum á næst- unni sem helsti talsmaður Græn- friðunga vegna hvalveiða íslend- inga munu samkvæmt heimildum Þjóðviljans ætla að eiga viðtöl við forsætisráðherra, forsta Samein- aðs Alþingis einstaka þingmenn og forráðamenn í sjávarútvegi. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í síðustu viku, er krafa Grænfrið- unga að íslensk stjórnvöld gefi út yfirlýsingu um að þau hætti hval- um kosti verði ekki látið af mót- mælum gegn hvalveiðunum. Magnús Skarphéðinsson sagði í gær að hann hefði orðið var við mikla hugarfarsbreytingu hjá landsmönnum varðandi hval- veiðarnar. - Fólk er að skilja að þessi ein- strengingsháttur Halldórs Ás- grímssonar borgar sig ekki í heimi alþjóðasamskipta. Við gleðjumst að sjálfsögðu fyrir hönd skjólstæðinga okkar að ís- lendingar skuli vera að snúast á sveif með friðun þeirra, sagði Magnús. -«g- Laugardagur 18. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Iþróttir Valur í ii i III Iþróttahús Vals að Hlíðarenda er auglýst í annað og síðara upp- boð í DV í gær. Ekki mun þó hætta á að Valsarar tapi húsi sínu því verið er að vinna að lausn þessara greiðsluerfíðleika. Að sögn Garðars Vilhjálms- sonar, framkvæmdastjóra félags- ins, er síður en svo uppgjafartónn í Völsurum. Uppboðsbeiðnir þessar eru vegna húsgagnakaupa en ekki vegna byggingar hússins, en „auðvitað hriktir í hjá okkur sem erum að byggja." Garðar benti á að styrkurinn frá ríki og borg væri ekki nema um tíundi hluti af byggingar- kostnaði fþróttahússins að Hlíð- arenda en engin hætta væri samt á að Valsarar töpuðu húsinu því rekstur þess gangi vel. „Við erum enn fdllir fram- kvæmdagleði og nú eru í gangi framkvæmdir við félagsaðstöðu og kaffiaðstöðu í húsinu, þannig að það er langt því frá að það sé uppgjafarhljóð í okkur." -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.