Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 8
VIÐHORF ÖIl vitum við hversu auövelt það er að tala eða skrifa um eitthvað sem maður veit í raun- inni ekkert um. Enn einu sinni kemur það fram í leiðara DV frá því 7. febrúar sl. Maður þarf ekki að vera sérfræð- ingur í málefnum Efnahags- bandalags Evrópu og það er held- ur alls ekki nauðsynlegt að vera mjög fylgjandi stefnu bandalags- ins, til þess að geta auðveldlega bent á það að greinin er hlutdræg og algjörlega byggð á röngum forsendum. Rétt er að E.B.E. er byggt á grunni Evrópska Kola- og Stál- sambandsins. En svo segir höf- undurinn að þetta samband hafi „að markmiði að reisa múra um- hverfis úreltan kola- og stáliðnað Vestur Evrópu og vernda hann gegn umhverfinu." Það er auðvit- að alveg á hreinu að árið 1952, þegar E.K.S.S. var stofnað var kola- og stáliðnaður langt frá því að vera úreltur. En það er þó skrítið að höfundur greinarinnar hafi ekki nægilegt ímyndunarafl til þess að skilja að samvinna af þessu tagi var æskileg fyrir frem- ur lítil lönd (t.d. „Benelux" löndin sem komu allri þessari Evrópusamvinnu af stað) sem hafa nýlega farið í gegnum tvær heimsstyrjaldir (þar sem E.B. löndin voru að eyðileggja hvort annað) og vilja að sjálfsögðu tryggja að slíkt komi helst ekki fyrir aftur. Auðvitað er samvinnan - enn sem komið er - aðallega á sviði efnahags; en það er ekki eini til- gangurinn með E.B.E. (sbr. þeirra „Single Act" sem var undirritað í 1986). Eins og við sjáum enn þann dag í dag er oft og fortíðin Pétur Edvardsson skrifar erfitt að greina á milli ástæðna fyrir samvinnu (t.d. er „INF- samningur" milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna kominn til vegna hugsjóna leiðtoganna eða vegna efnahagsástands þeirra Reagan og Gorbatschov heima fyrir?) og oft er það auðveldara vestur-evrópskan iðnað árið 1952. En að sjálfsögðu er það eitt hlutverka E.B.E. í dag að verja vestur-evrópskt efnahagslíf og er það ekki nema sjálfsagt. Það er aftur á móti fáránlegt að halda því fram að slíkt sé aðeins í þágu Mörgum kann að þykja það frekar óljóst hvernig höfundur- inn getur talað um „hátt vöru- verð" í E.B.E. og um það að „eðlilegur innflutningur á heimsmarkaðsverði gæti bætt lífskjör almennings," þar sem miðað við Norðurlönd og Banda- „Maður þarf ekki að vera sérfræðingur í málefnum Efnahagsbandalags Evrópu tilað geta auðveldlega bentáþað að greinin er hlutdræg og algjörlega byggð á röngum forsendum." að byrja samstarf milli ríkja í samvinnu í efnahagsmálum frek- ar en t.d. í menningarmálum, svo ekki sé talað um utanríkismál. En fyrir Evrópulöndin, sem fundu enn fyrir afleiðingum heimsstyrj- aldanna tveggja þegar „kalda stríðið" náði hámarkinu einmitt í kringum það leyti sem E.K.S.S. var stofnað, voru það auðvitað ekki.aðeins efnahagslegar ástæð- ur sem hvöttu þau til samvinnu. Er það vegna þess að ísland hefur ekki verið lagt í rúst tvisvar á þessari öld án tilgangs, sem höf- undurinn skilur ekki að lönd geta stefnt til samvinnu í öðrum til- gangi en til að verja þau? Auk þess væri gaman að vita gegn hvaða „umhverfi" þurfti að verja framleiðenda og atvinnuvega en ekki almennings. Kannski er það vegna þess að ísland hefur ekki (ennþá) þekkt atvinnuleysi eins og það er til í mörgum E.B.E. löndum (að meðaltali í þeim 12 löndum sem eru í E.B.E. er það í dag 12%) að okkur skortir stund- um skilning á þessu efnahagslega og félagslega flókna fyrirbæri. En þegar maður tekur þetta með inrt í dæmið, þá er það alls ekki rétt að setja „almenning" og „at- vinnuvegi" upp sem andstæður eins og höfundurinn virðist gera. (Ef grein sem þessi hefði birst í einhverju E.B. landi, þá hefði setningin „Evrópubandalagið er......velferðaríki atvinnuvega" verið tekin sem mikið hrós!) ríkin er mjög Iítið út á vörðurverð eða lífskjör að setja í Vestur- Evrópu. Það hefði verið skiljan- legt að gagnrýna efnahagsstefnu E.B.E. - og þá jafnvel harkalega - fyrir tillitsleysi gagnvart þriðja heims ríkjum. En það gerir höf- undurinn ekki, heldur nefnir hann „iðnaðarvörur frá Japan" og „ódýrar landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum". Um þetta má segja tvennt. Fyrst og fremst eru ekki eins miklar hömlur á inn- flutningi japanskra vara í E.B.E. og þær sem Japnir setja sjálfir á innflutningfráE.B.E. löndunum og Bandaríkjunum (sbr. jafnvel diplómatískir erfiðleikar sem komu til vegna þessa 1986/87). í öðru lagi hefur E.B.E. alltaf haft sérstaka samninga við Bandarík- in eimitt um landbúnaðarvörur (sbr. andmæli Bandaríkjanna núnaíbyrjun 1989, þegarE.B.E. herti reglur sínar varðandi gæði innflutts kjöts. í framhaldi af ýmsum hneykslismálum á þessu sviði og sem svar við kröfum al- mennings um aukið matvælaeft- irlit, og neitar að láta sérsamn- inga við Bandaríkin brjóta í bága við þessar nýju reglur). Hversu ótrúlega hlutlaus greinin er má svo líka sjá þegar höfundurinn nefnir svo „skynsamlegt tollfrels- isfélag, Fríverslunarsamtök Evr- ópu" (það skyldi þó ekki vera vegna þess að ísland er aðildar- ríki í því...?) Það er ekki rétt að „verulegur hluti af orku (efnahags-) banda- lagsins fer í að reisa nýja tollmúra" þar sem E.B.E. stefnir nú líka að samvinnu í menning- armálum, félagsmálum og, í framtíðinni, jafnvel utanríkis- málum og varnarmálum, þó að frú Thatcher geti að vissu ekki sætt sig við það ennþá. í því má sjá að Evrópulöndin nota E.B.E. líka enn þann dag í dag til að stuðla að pólitísku öryggi og jafnvægi. Að vera óháður í efna- hagsmálum leyfir þeim líka að vera hlutlaus í alþjóðastjórn- málum. (Þetta þýðir t.d. að ríki utan E.B.E. ættu ekki auðvelt með að þvinga E. B. E. aðildarríki til að breyta um stefnu í ákveðnu máli með því að hóta eða fram- kvæma efnahagsþvinganir eins og t.d. að hætta að kaupa af þeim lagmeti eða fiskafurðir...) Pétur er skrifstofumaður í Reykjavík, íslenskur rikisborgari fæddur í Belg- íu. ytirvinnutímafjöldi sé t.d. ekki óalgengur hjá kennurum. Því má áætla að þessir sérfræðingar hafi kr. 600 á klst. eftir greiðslu launatengdra gjalda. Hvort þetta eru há laun til sérfræðings eða ekki ætla ég ekki að dæma um, en því er ekki að leyna að margir læknar hafa mjög há laun og í sumum tilfellum finnst manni að greiðslur til einstakra manna fari upp fyrir það sem hægt er að sætta sig við. Með samningi þessum er ein- mitt reynt að taka á slíkum mönnum með því að þeir hæstu veiti afslátt af sinni vinnu. í bókun með samningnum er einn- ig gert ráð fyrir því að Trygginga- stofnun ríkisins geti sett hámark á einingafjölda einstakra Iækna télji stofnunin að reikningar séu óeðlilega háir m.v. grundvöll samningsins. Þessi atriði eru mjög mikilvæg fyrir stofnunina að geta beitt hámarki gagnvart þeim læknum sem eru með óeðli- lega háar tekjur. Tilvísunum frestað í grein sinni vitnar Hörður í orð mín í Tímanum, þar sem haft var eftir mér að meiningin væri að ná fram sparnaði með því að taka upp svokallað tilvísanakerfi, sem felst í því að fari sjúklingur til sérfræðings skal hann hafa með sér tilvísun frá sínum heilsugæslu- eða heimilislækni. f almanna- tryggingalögum er gert ráð fyrir því að slík tilvísun sé forsenda fyrir greiðslu á reikningi fyrir sérfræðilæknishjálp. Með samningnum er ákveðið að fresta tilvísanakerfínu um eitt ár og sjá til hver árangurinn verð- ur af því afsláttarkefi sem upp var tekið. Hörður spyr hvers vegna tilvís- anakerfið hafi ekki verið tekið upp. Ástæðan fyrir því er einföld. Þegar til lengri tíma er litið er talið líklegt að það megi ná fram verulegum sparnaði með tilvís- anakerfinu þótt það sé erfitt að sannreyna. Tilvísanakerfið er hins vegar fyrst og fremst til að koma á eðlilegum samskiptum milli heilsugæslu- og heimilis- lækna annars vegar og sérfræð- inga hins vegar. Þar sem þetta kerfi hafði ekki verið við lýði í nokkur ár og læknisþjónusta þró- ast í ákveðinn farveg var talið ljóst að ekki væri hægt að taka tilvísanakerfi upp að nýju nema með ítarlegri endurskipulagn- ingu á því formi sem áður var í gildi og með meiri undirbúningi, einkum á sviði heilsugæslu- og heimilislækninga sem vart er undir það búið í dag að taka við tilvísanakerfinu af fullum þunga. Því var ákveðið að freista þess að ná samningum við sérfræðinga án tilvísanakerfis en um leið að láta á það reyna hvort sá sparnaður sem stefnt var að í fjárlögum næðist með því kerfi sem samið var um. Afsláttarkefið í fjárlögum ársins 1989 er gert ráð fyrir því að spara 90 miljónir króna í sérfræðilænishjálp og hagræðingu í rannsóknariækn- ingum. Með því afsláttarkerfi sem ákveðið var að taka upp er stefnt að 86 miljón króna sparn- aði. Þetta afsláttarkerfi byggir á því að þeir læknar sem gegna 30% stöðu eða meira hjá stofnun sem rekin er fjárhagslega af ríkissjóði veiti afslátt af einingum (hver eining er greiðsla fyrir ákveðið læknisverk), sem eru 2001-3000, af þeim skal veita 10% afslátt en 30% afslátt af 3000 einingum og þar yfir. Þeir læknar sem eingöngu starfa á eigin stofum eða eru í minna en 30% starfi hjá stofnun, sem rekin er fjárhagslega af ríkis- sjóði, veita 10% afslátt af 4001- 5000 einingum og 30% afslátt af yfir 5000 einingum. Þannig er áætlað að spara 27 miljónir króna. í samningnum er gerð breyting á gjaldskrá fyrir rannsóknir. Sú breyting jafngildir 15-25% af- slætti af meinefnarannsóknum og 3% afslætti af blóðrannsóknum. Áætlað er að þessi afsláttur af rannsóknum muni spara 46 milj- ónir króna á árinu 1989. Samkvæmt fyrri samningi áttu sérfræðingar inni frá 1. júní 1988 3,5% hækkun launaliðar gjald- skrárinnar er verðstöðvun var sett á sl. hausti. Jafngildir hækk- un þessi kr. 1,50 pr. einingu. Sér- fræðingar falla frá þessari hækk- un,-þó þannig að verði tilvísanir teknar upp mun grunneiningar- verðið, kr. 96,20, hækka um kr. 0,50, eða í kr. 96,70. Þannig munu sparast 13 miljónir króna. Markmiðinu náð Þegar þau markmið um sparn- að sem stefnt er að í fjárlögum virtust geta náðst með þessu móti taldi ég sjálfsagt að ganga til samninga á þessum grundvelli. Þar að auki með því að beita há- marksákvæði samninganna á ein- staka lækna tel ég að verulega megi draga úr kostnaði til við- bótar við það sem að framan er nefnt. Með því að setja tilvísana- kerfið á og fá hvorki afslátt né aðrar breytingar hefðu menn rennt alveg blint í sjóinn með það hver sparnaður hefði orðið af þessum samningi. Því var þessi Íeið valin en jafnframt ákveðið að skoða og meta sfðan árangurinn af þessu kerfi og hvort þau mark- mið sem sett eru með samningn- um náist og fresta því fram- kvæmd tilvísana til ársloka 1989. Komið það hins vegar í ljós að þau markmið sem menn settu sér með samningnum nást ekki, þurfa menn auðvitað að leita annarra leiða í sparnaði og láta þá á það reyna hvort tilvísanakerfið gefi betri árangur en það afslátt- arkefi sem um var samið. Oft ratast kjöftugum sattámunn Menn, sem höfðu sig mikið í frammi, en lögðu misjafnt til mál- anna, fengu stundum að heyra þetta, ef þeim varð það á að segja eitthvað óvitlaust. Núorðið eru allir svo kurteisir, að svona segir enginn maður. Samt datt mér þetta orðtak í hug, um daginn, þegar Mogginn hafði það eftir honum Davíð Reykjavíkurstjóra, að þver- móðskan í Árbæingum, gagnvart ruslinu, minnti á bændafundinn 1905. Vel má vera að hann Davíð þekki það mál, en þó er það mér mjög til efs, því ef svo væri, þá vissi hann líka hversu flókið allt þetta var. Miklu flóknara en svo að hægt sé að nota það í einfaldan frasa, eins og hann gerði í Mogg- anum. Þó ratast honum satt á munn að Örn Erlendssori skrifar því leyti, að þá eins og nú, var um þjóðþrifamál að ræða. Þá, eins og nú, vildu yfirvöldin velja vafa- sama lausn. Þá, eins og nú, reyndi fólk að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Að þessu leyti minnir andstaða Árbæinga á bændafundinn. Enn er óljóst hvort niðurstaðan af andófi Ár- bæinga verður eins og þá: að yfir- völdin láti óskir og ábendingar fólksins sem vind um eyru þjóta og hamri svo á því áratugum sam- an, með fullyrðingum og rang- færslum, hvað andmælendurnir hafi verið þröngsýnir og heimskir. Svo lengi sem ég man, hafa stjórnmálamenn af og til nefnt bændafundinn sem dæmi um skammsýni og heimskulega and- stöðu gegn framförum. Slíkt tal er þó alveg út í hött, því á fundin- um var engin andstaða gegn sím- anum og mál fundarins var ekki hvort ætti að fá síma til landsins, heldur hvernig að því skyldi stað- ið. Hið sama mun vera um rusla- málið. Árbæingar hafa, held ég, ekkert á móti því að sorp verði hirt og pakkað og frá því gengið, en þeim er ekki sama hvernig að því er staðið. Að þessu leyti rat- aðist Davíð satt á munn. Annars er bændafundurinn 1905, og þau mál sem honum tengdust, miklu flóknari atburð- ur en svo, að viðhlítandi skil verði gerð í einni blaðagrein. Því síður er við hæfi að háttsettir valda- menn fleipri með þetta í óvönd- uðu gaspri. Örn er trésmiður og býr í Árbæjar- hverfi. 8 SfOA - ÞJÓÐVIUiNN Laugardagur 18. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.