Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 9
Niðurgreitt sjónvarps- efni Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður tekinn tali Við úthlutun Kvikmyndasjóðs á styrkjum í ár voru Ágústi Guðmundssyni veittar 10 miljón Rœkjusjómenn við Djúp Neita að skipta við Bjartmarltf Sjómenn vilja tryggingufyrir greiðslum. Fáistþœr ekki geturfyrirtœkið misst vinnsluleyfið. Rækjusjómenn við ísafjarðar- djúp neita að Ianda afla upp hjá Bjartmari hf. á ísafirði nema fyr- irtækið útvegi haldbærar trygg- ingar fyrir greiðslum. Svo getur farið að fyrirtækið verði svipt vinnsluleyfi geti það ekki útvegað viðunandi tryggingar. Að sögn Kristins H. Gunnars- sonar starfsmanns rækjusjó- manna var þessi ákvörðun sjó- mannanna samþykkt á fjöl- mennum fundi þeirra fyrir skömmu. Þá hefur Bjartmar hf. ekki enn gert upp við 2 báta frá síðustu hörpudisksvertíð og nema skuldir fyrirtækisins við annan bátinn vel á aðra miljón króna. Rækjukvóti fyrirtækisins er 150 tonn af þeim 1000 tonnum sem leyfilegt er að veiða á yfir- standandi vertíð og ef fyrirtækið verður svipt vinnsluleyfi er búist við að kvótanum verði skipt á rhilli rækjustöðva á ísafirði. Um 7 rækjuvinnslustöðvar eru við ís- afjarðardjúp og vinna afla af 32 bátum. Á vertíðinni hefur uppistaðan í rækjuaflanum verið 1. árs rækja og af þeim sökum eru sjómenn svartsýnir á að aukið verði við kvótann. Verði það ekki gert bú- ast menn við að vertíðinni ljúki um miðjan mars. _________________________-grh Fóstrur Enginn ótti Eins og sagt var í blaðinu í gær eru áætlanir í gangi um að sam- eina Fósturskóla íslands og Kennaraháskólann. Þar var haft eftir Gyðu Jóhannsdóttur skóla- stjóra Fósturskólans, að hún ótt- aðist sameininguna. Það er ekki rétt hermt, og vill Gyða taka fram í þess stað að hún legi ríka áherslu á að menn velti því fyrir sér gaumgæfilega hvort samruni sé æskilegur og hvaða skilyrðum verði að fullnægja í því sambandi. Hún vill benda mönnum á nauð- syn þess að velta fyrir sér öðrum möguleikum til að efla fóstrunám á íslandi sem sjálfstæða stofnun á háskólastigi og kynnti á fundin- um hugmyndir sínar í því efni. __________________________ eb krónur til gerðar sögualdamynd- ar. Ovíst er hins vegar hvort af gerð myndarinnar geti orðið þar sem heildarkostnaður er alls um 50 miljónir og óljóst hvernig að fjármögnun verður staðið. Af hverju söguöld? „Frá því að ég gerði „Út- lagann" hefur mig langað til þess að gera aðra sögualdarmynd. Ég hef skrifað þrjú handrit, þó ekki með ákveðna fornsögu í huga en fekið mið af þeim almennt. Eftir að hafa skrifað þessi þrjú handrit, sem ég er sjálfur býsna ánægður með er ég farinn að efast um að þetta hafi verið rétt stefna hjá mér, vegna þess hve erfitt reynist að fjármagna svo viðamikil verk- efni." Nú voru þér úthlutaðar tíu miljónir frá Kvikmyndasjóði, hvaða áhrif hefur það? „Ég hafði ástæðu til þess að ætla að ég fengi ekki minna að raungildi en það sem ég fékk í fyrra. Það fylgdi umsókn minni sundurliðuð fjárhagsáætlun þar sem lokatölur hljómuðu upp á tæplega 50 miljónir, og jafnframt lét ég þess getið að myndin yrði því aðeins gerð að erlent fjár- magn fengist í hana." Erlent segirðu, hvað finnst þér um afstöðu sjóðsins til erlendrar samvinnu? „Ja, mér finnst rétt hjá Kvik- myndasjóði að taka mjög á- kveðna afstöðu til þess að hve miklu leyti tiltekið verkefni er unnið af eða í samvinnu við er- lenda aðila. Hitt er svo annað mál að þegar maður fær úthlutað þá fylgir styrknum skjal með ákveðnum skilyrðum, og fari menn eftir þeim útí æsar verður samstarf við erlenda aðila vægast sagt ýmsum vandkvæðum bund- ið." Fyrir utan Nonna og Manna, livað hefur þú verið að fást við síðastliðin ár? „Undanfarin ár hef ég fyrst og fremst verið að vinna fyrir salti í grautinn. Það eru fimm ár síðan ég gerði síðustu bíómyndina mína og ég er nú orðinn óþreyju- fullur að gera verulega góða mynd." Er sögualdarmyndin góða myndin? „Ég get nú sem minnst um hana sagt fyrr en ég fæ fullvissu þess að hún verði barn í brók." Hvernig fannst þér staðið að heildarúthlutuninni í ár? „Á undanförnum árum hefur umtalsverðum upphæðum verið varið til styrktar handritagerðar og oft á tíðum virðist vanta bein tengsl milli þessara höfunda og kvikmyndagerðarmanna og ég hef enga trú á því að mörg þessa handrita verði að kvikmyndum. Á blaðamannafundinum um dag- inn kom fram augljós óánægja út- hlutunarnefndar með þau hand- rit sem bárust í fullri lengd, því var þar haldið fram að einungis handrit Lárusar Ýmis og mitt væru hæf og hlýtur þetta að merkja að ef til þess kemur að ég skili mínum styrk þá muni hann Ágúst Guðmundsson. Kannski kvik- mynd um kvikmyndunina á Nonna og Manna? (Mynd: Jim) alls ekki renna í neina aðra bíó- mynd. Einnig vil ég benda á það að þegar styrkir eru ekki greiddir út sbr. Meffý frá því í fyrra, þá kemur það fé ekkert öðrum kvik- myndagerðarmönnum að notum. Fyrir svo utan þetta þá er það mín persónulega skoðun að með því að styrkja heimildamyndir sé ver- ið að niðurgreiða sjónvarpsefni. Það væri mun eðlilegra að Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva styrkti þær myndir, enda hefur slíkt ver- ið gert." Hver er skemmtilegasta bíó- inyndin sem þú hefur séð? „Tvímælalaust franska myndin Ameriska nóttin í leikstjórn Fra- ncois Truffaut, en hún greinir frá upptöku á kvikmynd og öllum þeim ævintýrum sem getur gerst við slíkar aðstæður. Ég hafði sérstaka ánægju af því að sýna þessa mynd um borð í MS Orion, þegar við vorum að vinna að Nonna og Manna, vegna þess að flest atvik myndarinnar áttu sér hliðstæður í því sem var að gerast hjá okkur, og er þar með talið fjölbreytt en tilviljanakennt ást- arlíf. Þegar sjálfsævisaga mín verður rituð verður löngum kafla varið í ástarlíf í Nonna og Manna." eb Eyleifur Þór Gísiason F. 5. janúar 1973 - D. 12. febrúar 1989 rf-_ £>ii___s _-..___'j j___ _r_ i ¦ nam_an _.?. vf»ra í návi«t T*vi__ Hví Laugardagur 18. febrúar 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9 Ég féll með útbreiddan faðminn ífang mér jörðina tók, og namþegar nánd þeirrar tignar, sem er nafnlaus í rœðu og bók. (ljóðaþýð. Magnús Ásgeirsson höf. óþekktur) Nú er hann Eyji bekkjarbróðir okkar horfinn á braut og minning um góðan dreng lifir um ókomna tíð. Eyji var vinsæll á meðal bekkj- arfélaga sinna sem og annarra. Strax í barnaskóla setti hann mik- inn svip á bekkjarheildina og í skólaferðalaginu var hann ómiss- andi. Hann spilaði í nokkur ár í skólahljómsveit Neskaupstaðar og var þar góður félagi jafnt á æfingum sem og ferðalögum. Hann varð virkur í félagslífi eftir að í Verkmenntaskólann kom og er sárt til þess að hugsa að við fáum ekki framar að njóta starfskrafta og hugmyndaríki hans þar. Alltaf þegar gera átti annál fyrir þorrablót skólans var leitað til hans og ekki brást hann í þeim efnum frekar en öðrum. Hann var orðheppinn, skemmti- legur og mjög viljafastur. Það var gaman að vera í návist Eyja því alltaf var stutt í góða skapið og glaðlyndið. Ávallt var gott að koma í heim- sókn til hans. Þar var manni vel tekið jafnt af honum sem og fjöl- skyldu hans. Eyji var hæfileikaríkur og lýsti það sér mjög vel í teikningum hans sem voru áhrifamiklar og góðar. Hann var ágætur náms- maður þó að áhuginn hafi verið misjafn eftir námsgreinum. Eyji var duglegur til vinnu og eftirsótt- ur af vinnuveitendum sem eflaust eiga eftir að sakna hans bæði sem ágæts drengs og duglegs vinnu- manns. Þó að orðin séu svo lítil og van- máttug viljum við þakka Eyja samfylgdina í gegnum árin sem reyndust því miður allt of fá, en þeirra ánægjulegu kynna sem við höfðum af honum hefðum við ekki viljað vera án. Við vottum foreldrum Eyja og aðstandendum okkar dýpstu samúð og vitum að minningin um góðan dreng mun hjálpa þeim í þeirra sáru sorg. Bekkjarfélagar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.