Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 6
MINNING Hugi Pétursson Hraunfjörð Pípulagningameistari Fæddur 17. júlí 1918 - Dáinn 23. febrúar 1989 Allir dagar eiga kvöld, þó trú- um við ekki að það sé annað en smá hvfld til næsta dags. En kvöldið og hvfldin er komin hjá Huga bróður mínum. Hann var búinn að vera við rúmið í marga mánuði og alveg rúmfastur síð- ustu vikurnar á Reykjalundi þar sem hann naut frábærrar um- önnunar og hlýju frá starfsfólki og læknum, sem vart verður full þakkað. Börnin hans öll sýndu honum einnig ástúð og hlýju til hinstu stundar. Hugi var fæddur á Hellissandi á Snæfellsnesi, sonur hjónanna Jóhanns Péturs Hraunfjörðs f. 14.5. 1885 d. 5.3. 1957 Jónssonar b. Valabjörgum í Helgafellssveit, Jóhannessonar, Illugasonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur Móa- búð. Móðir Péturs, Guðlaug Bjarnadóttir, b. í Hraunholtum Jónssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Móðir Huga: Kristjáns- ína Sigurást f. 6.6. 1891 d. 27.7. 1980 Kristjánsdóttir b. í Stekkja- tröð og Vindási í Eyrarsveit og Jóhönnu f. 1853 í Litla Lóni í Ber- uvík Jónasdóttur, Jónssonar. Kristján var Athaníasiíusson Bjarnasonar og Bjargar Guðna- dóttur frá Hlaðhamri. Minningarnar leita á hugann, ég er litla systir sem ekki kann að klæða sig rétt í skóna þegar mamma er farin út að vinna í fiski en stóri bróðir sem er orðinn 8 ára kann ráð við öllu. Ábyrgðartilfinningin hjá Huga var einstök gegnum allt hans líf. Hann hóf fljótlega blaðasölu og sendiferðir í Reykjavík til þess að vinna sér inn peninga. Það var þó ekki fyrir bíóferðum eða sælgæti nei, ónei, hann safnaði aurunum saman og þegar hann var 10 ára gamall átti hann nóg fyrir spari- fötum. Hann gaf líka mömmu aura þegar pabbi var búinn að vera of lengi að heiman, hann var skipstjóri og á þessum árum voru erlendir togarar við veiðar upp undir landi, svo fiskiskip íslend- inga sem voru ekki eins djúpsigld og þau erlendu og höfðu lakari veiðarfæri hlutu oft lítinn afla. Að ekki sé minnst á hafís og veiðileysisár. Pannig orsakaðist það að fyrstu tíu ár hjúskapar foreldra okkar urðu þau að vera í eilífum flutningum um ýmsar byggðir Snæfellsness, þar sem þau urðu að koma tveim börnum sínum af fjórum í fóstur. Eitt sinn fóru þau alla leið til Eskifjarðar en það gekk ekki og þau höfnuðu í Reykjavík. Þar voru þau í einu herbergi og elduðu á ganginum, allt án þeirra þæginda sem við teljum sjálfsögð í dag. Þama gekk móðir okkar með sjöunda barnið. Við vorum þó ekki öll heima í einu, en hún vildi búa okkur öllum heimili meðan við værum enn í æsku. Það tókst að fá húsnæði, 2 her- bergi og eldhús í kjallara, íbúðin þótti harla góð. Hús þetta stend- ur enn og ber nafnið Norðurpóll. Innsta húsið við Hverfisgötu nr. 125.VarIa fýsti nokkra manneskju að búa þar í dag. í kjallaran- um veiktist Hugi af kirtlabólgu bakvið lungun og varð að fara á Vífilsstaðahæli. Var hann þar um all langt skeið en þegar hann út- skrifaðist var hann sendur austur í sveit á gott heimili, þar var sól og mjólk. Það var að Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi í Rangárvalla- sýslu. Hann var þama meira og minna næstu árin hjá þessu góða fólki, en saknaði þó alltaf móður sinnar sem hann hafði ekki skilið við fyrr en í þessum veikindum. Barnið sem fæddist þarna í kjall- aranum andaðist nokkurra mán- aða gamalt úr lungnaveiki. Þá fannst foreldmnum nóg komið. Svo þau fengu aðra íbúð álíka stóra og þægindasnauða en uppi á annarri hæð, þar leið öllum bet- ur. Þegar ég lít til baka, sé ég vor í lofti, tveir nýfermdir drengir ganga prúðbúnir í götukantinum, engin ærsl, þeir eru vinir og ræða um framtíðina. Þar fer Hugi og æskuvinur hans. Systkini Huga voru alls 8. Elst- ur var Yngvi f. 29.10. 1914 d. 8.10. 1955. K. Guðrún Péturs- dóttir, börn 8. Hulda f. 24.4. 1921. M. Alfreð Björnsson, börn 3. Pétur f. 4.9. 1922, skilinn, 8 börn á lífi. Unnur f. 26.2. 1927, ekkja, 5 börn. Guðlaug f. 20.4. 1930. M. Sigfús Tryggvason, 6 börn. Ólöf f. 10.7. 1932. M. Karl Árnason, 3 börn. Tvö systkinin dóu í frumbernsku. Lítið var um vinnu en Hugi fór í allt sem fékkst, hann vann við skepnuhirðingu og heyskap þeg- ar það gafst. Þá lá ekki á lausu að fara í framhaldsnám nema eiga peninga. Hugi lét þó innrita sig í Alþýðuskólann sem var til húsa í gamla Stýrimannaskólanum og lauk þaðan námi í undirstöðu- greinunum. Þá fór hann út í Svefneyjar til ársvistar og fékk að mig minnir sjöhundruð krónur í árskaup. Honum líkaði vel þar og var vel látinn. Einnig brá hann sér á sfld tií Siglufjarðar. Eftir það tóku við fjósverk í Mýrarhús- um á Blikastöðum, síðanfjósa- meistarastaðan á Korpúlfsstöðum sem var virðingarstaða. 1940, það örlagaríka ár þegar ísland sogaðist inn í heimsátökin og var hernumið af Bretum, sem af- hentu landið síðan Ameríku- mönnum. í kjölfar þess að herinn fór að búa um sig og byggja her- skála rýmkaðist um atvinnu í Reykjavík og nágrenni. Fyrst fékk Hugi reyndar vinnu við að þvo af hermönnum, en síðar um sumarið komst hann í Bretavinnu sem var betur borguð. Hann hafði kynnst stúlkunni sinni á Korpúlfsstöðum, þar var mikið um ungt fólk og félagslíf. Hún var í gagnfræðaskóla, bráð- velgefinn nemandi og hefði átt góða framtíð á námsbrautinni. En ástin sigrar allt stendur skrif- að og á 17. afmælisdegi sínum gifti hún sig. Hún hét Lilja, f. 25.7. 1925, d. 30.11. 1970. Hún fæddist að Bárðarstöðum í Loðmundarfirði, dóttir Zóphaní- asar Stefánssonar frá Mýnesi, sem ættaður var úr Skagafirði, og konu hans Ólínu Jóhannsdóttur b. á Hjaltastað í Eiðaþingá. Væntingar fólks í húsnæðis- málum voru aðrar í stríðsbyrjun en nú í dag. Hugi keypti í félagi við tengdaforeldra sína lítið hús við Breiðholtsbraut sem tilheyrði þá Blesugróf. Þau undu ekki lengi þar en keyptu annað hús við Framnesveg og Hugi fór í Iðn- skólann og hóf nám í pípu- lögnum. Það gekk vel og hann lauk því á tilskildum tíma. Eftir það vann hann við iðn sína á með- an „eftirstríðsgróðinn" varði. Þá tók við stöðnun í atvinnumálun- um svo jafnvel sfldin brást. • Hugi og Lilja höfðu þurft að flytja nokkrum sinnum en voru nú komin í Blesugrófina aftur og þar hófst biómaskeið. Húsið stækkuðu þau og lagfærðu og unnu bæði mikið. Börnin voru nú orðin 10. 1. Reynir f. 12.10 1942 raf- magnsverkfr. K. Unnur Steingrímsdóttir, lífefnafr., 2 börn. 2. Ævar f. 4.12. 1943 raf- virkjameist., 1 barn. 3. Kristinn f. 1.12. 1944, strætisvagnastj. K. Sigurbjörg Sigurðard. 4 börn. 4. Sunna f. 15.12 1945. 5. Erna f. 4.11. 1947, verslunarm. M. Da- vid Smethurst, verslunarm., 2 börn. 6. Drífa f. 23.3. 1949, verkakona, skilin, 4 börn. 7. Hugrún f. 2.4. 1950, iðnverka- kona. M. Niels Birgir Svansson, verkstj., 4 börn. 8. Hugi f. 7.5. 1951, sjómaður, 3 börn, K. Jón- ína B. Ólafsdóttir, verslunarm. 9. Ægir f. 4.12. 1954, háskólanemi. 10. Valur f. 18.11. 1956, verkam., K. Birna Lárusdóttir. Eitt sumar dvöldu þau um tíma á heimili okkar hjónanna með 6 börn, öll ung og smá, sjálf hafði ég 4 börn. Oft verður mér hugsað til þess tíma, umgengnin var svo góð að betri hefði hún ekki getað verið. Börnin róleg og hlýðin og íbúðin alltaf hrein og strokin. Þetta var á þeim tímum þegar ekki voru almennt komin heyvinnutæki og öllu heyi þurfti að snúa með hrífu og raka saman með handafli. Hugi var með sitt óþrjótandi spaugsama glens og sögur, svo allir okkar strákar reyndu að herða sig svo þeir misstu nú ekki af neinu. Þannig hélt hann vinnugleðinni í hópn- um. Lengi hgfðu þau hjónin haft hug á búskap í sveit. Ekki vantaði þau baráttuþrekið eða vilja og tækifærið kom. Þeim bauðst jarðnæði að Minni-Ólafsvöllum á Skeiðum. Vorið 1959 fluttu þau svo búferl- um. Dugnaður þeirra hjóna og samheldni kom ekki síður í ljós þarna en fyrr. Þau endurbættu húsið, byggðu útihús og bættu við nýræktina. En ungarnir fóru að ókyrrast í hreiðrinu og fljúga burt. Hvort börnin voru við nám eða vinnu þurftu þau að eiga góð- an samastað. Hjónin tóku sig því upp og fluttu niður á Selfoss. Þar fékk Lilja vinnu í Tryggvaskála en Hugi fór að vinna við sína iðn, pípulagnirnar. Árið 1966 flytja þau svo alfarin til Reykjavíkur og Lilja fær vinnu sem matráðskona á Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur við Barónsstíg. Sá hörmulegi atburður gerðist 30.11. 1970, að Lilja andaðist að- eins 45 ára að aldri, hún sem var möndullinn og hin sterka stoð heimilisins. Það var kransæða- stífla sem lagði hana að velli og ekkert hægt að gera fyrir hana. Allir voru harmþrungnir. Hugi stundaði vinnu sína og tók þátt í verkalýðsbaráttunni eins og fyrr, en orti ljóð á hljóð- um stundum, sem voru of marg- ar. Eftir hann liggur talsvert í bundnu og óbundnu máli. Nokkrar Ijóðabækur hefur hann látið frá sér fara: Skuggi draumsins 1958, Ákvœði 1972, Galdra-Rönkurímur 1981, Þokan 1983, Vorljóð 1984, Liljan 1986 og Gömul spor og ný 1988. Fyrr en varði syrti í álinn, Hugi missti heilsuna og fékk hægfara lömun, áður en hann komst á sjötugsaldurinn. Hann var alla tíð harður af sér og bjó einn þar til síðastliðið haust að hann varð rúmfastur. Hugi hefur búið síð- ustu árin f Kópavogi, fyrst í Holtagerði 74 og nú síðast í Fann- borg 1. Hann var nokkur ár ganga- vörður í Þinghólsskóla í Kópa- vogi. Þar líkaði honum starfið vel með kennurunum. Börnin dáðu hann og heilsuðu eins og gömlum góðum vini, hvar sem fundum þeirra bar saman. Hann var þeim líka sem afi og leikbróðir, hjálp- aði þeim ef eitthvað var að og hughreysti þau. Tók jafnvel þátt í prakkarastrikum með þeim. Útför hans fer fram föstudag- inn 3. mars kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Hver liðin stund er lögð í sjóð, jafnt létt sem óblíð kjör. Lát auðlegð þá ei hefta hug né hindra þína för. Um hitt skal spurt - og um það eitt, hvað yzta sjóndeild fól, því óska vorra endimark er austan við morgunsól. (Orn Arnar) Hulda Pétursdóttir Hugi var fæddur í Hraunprýði á Hellissandi 17. júlí 1918, sonur hjónanna Sigurástar Kristjáns- dóttur frá Vindási í Eyrarsveit og Péturs J. Hraunfjörðs frá Hraunsfirði í Helgafellssveit. Þetta var eitt mesta harðindaárið sem gengið hefir yfir ísland á þessari öld. Erfitt var um mjólk og matföng yfirleitt. Drengurinn var svo lánsamur að geta nærst á móðurmjólkinni þar til hann var hálfs þriðja árs gamall. Enda var samband þeirra mæðginanna alltaf mjög náið. Hugi var þriðji í röðinni af níu systkinum og sá fjórði sem fellur frá. Eftir eru 4 systur og einn bróðir. Ein af fyrstu minningum mín- um er tengd Huga bróður mín- um. Ég hef líklega verið 3ja ára. Eldri systir mín, sem ég var mjög hænd að, fór í sveit. Ég vildi auðvitað óð og uppvæg fara með henni og þegar það hafðist ekki grenjaði ég eins og ljón. Þá tók Hugi bróðir mig sér við hönd. Leiddi mig niður í þvottahús. Rétti mér vatnsslönguna og leyfði mér að sprauta á sig vatni að vild. Ef þetta er ekki vottur um bróðurkærleika að leyfa litlu systur sinni að sprauta á sig vatni þegar maður er 15 ára, þá veit ég ekki hvað. Hugi var glaðlyndur og gaman- samur en ákaflega ertinn. Hann hafði yndi af að halda fram ein- hverri firru til að koma af stað líflegri umræðu. Hann hafði góða frásagnargáfu og var hnyttinn í tilsvörum. Vel hagmæltur enda gaf hann út 7 ljóðabækur. Sú fyrsta Skuggi draumsins kom út 1958 þá Akvæði 1972, Galdra- Rönkurímur 1981, Þokan 1983, Vorljóð 1984, Liljan 1986 og Gömul spor og ný 1988. Auk þess skrifaði hann nokkrar smásögur sem birtust f blöðum og útvarpi. Huga var létt um að yrkja. Ekki var svo afmæli, brúðkaup eða ferming í fjölskyldunni að hann væri ekki beðinn um að koma með ljóð. Hann orti líka gaman- bragi fyrir ýmsa. En Hugi var dul- ur maður og bar ekki tilfinningar sínar eða áhyggjuefni á torg. Og þá var gott að geta snúið sér að skáldagyðjunni þegar að þrengdi. Á æsku- og unglingsárum Huga var kreppa í landi og sárafátækt meðal alþýðufólks. Atvinna var af skornum skammti, húsnæði lélegt. Lungna- sjúkdómar, berklar og hörgul- sjúkdómar voru algengustu dán- arorsakir. Hugi fór ekki varhluta af þessu. Hann fékk bólgna kirtla sem barn og dvaldi á Vífilsstöð- um nokkra mánuði. Þaðan lá leiðin austur að Bjóluhjáleigu í Rangárvallasýslu. Þar dvaldi hann meira og minna um 3ja ára skeið. Það var áreiðanlega erfitt fyrir lítinn dreng að fara burt frá mömmu sinni. En þetta var gott fólk og hann minntist þess ætíð með hlýju. Á þessum árum þurf- tu börn verkafólks að fara að vinna fyrir sér 8-9 ára gömul. Þau voru ýmist send í sveit eða lánuð í vist og áttu að vinna fyrir fæðinu. Þetta var oft harður skóli. Því litið var á börn sem litla full- orðna. Eftir fermingu réðst Hugi sem vinnumaður út í Breiðafjarðar- eyjar. Launin voru oft greidd í garðávöxtum og kjöti að hluta og það færði hann foreldrum okkar. Það var ekki lítil búbót á þessum krepputímum. Huga þótti gaman að hirða skepnur, einkum þó kýr. Honum þótti virðingarheiti að var fjósameistari. Á árinu 1940 réðst hann á eitt mesta stórbýli landsins Korpúlfsstaði. Þar var einnig vistráðin ung, léttstíg og ljóshærð stúlka. Þau urðu ást- fangin og sú ást entist ævina út. Sumarið 1942, 25. júlí gengu þau í hjónaband Lilja Zóphaníasdótt- ir frá Bárðarstöðum í Loðmund- arfirði og Hugi Hraunfjörð. Þau voru alla tíð samhent og samstíg. Höfðu bæði áhuga á lestri góðra bóka og ljóða, náttúruskoðun og gönguferðum. Lilja var frábær- lega vel gefin kona bæði til munns og handa. Hún gat lagt rafmagn, smíðað, múrað og unnið lista fal- legar hannyrðir. En frístundir hennar voru fáar. Þau eignuðust 10 börn á 13 árum. Lilja lést langt um aldur fram 30. nóv. 1970. Hún var öllum harmdauði. Hugi tók dauða konu sinnar ákaflega nærri sér. Hann syrgði hana alla tíð. Mörg bestu ljóða hans eru ort um hana. Hugi hóf nám í pípulögnum á stríðsárunum, þá voru börnin orðin 3. Hugi og Lilja byrjuðu búskap í leiguhúsnæði í Klepps- holtinu, en fluttu fljótlega í hús við Breiðholtsbraut sem þau byggðu með foreldrum Lilju. Húsið kölluðu þau Laugahvol. Næstu keyptu þau lítið hús við Framnesveg. Árið 1947 voru börnin orðin 4 og það fimmta í vændum. Húsið var alltof þröngt. Þau fengu lóð inni í Nökkvavogi og bjuggu þar í skúr. Og byrjuðu að grafa fyrir húsinu. En sá draumur rættist ekki. Þau sóttu um lán, en fengu það ekki vegna þess að þau áttu of mörg börn. Þau urðu að selja grunninn fyrir lítið. Þá fluttu þau inn í Blesugróf. Þar og í Kópa- vogi gat efnalítið barnafólk byggt sér hús eftir efnum og ástæðum. Á þessum tíma var ekkert komið til móts við ungt barnafólk. Það var hrakið í úthverfin, þar sem enga þjónustu var að fá. Engar verslanir, langt í skóla, enginn sími. í Blesugróf var alltaf verið að hóta íbúunum að húsin yrðu rifin og fólkið rekið í burtu. Þetta voru flóttamannabúðir eftir- stríðsáranna. íbúarnir urðu sjálf- ir að grafa brunna fyrir vatni og Framhald á bls. 9. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.