Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Byggðarstjórnarkosningar í Israel Stórsigur Likud Mikill sigur íslamskra bókstafstrúarmanna meðal araba í byggðarstjórnarkosningum í ísrael, sem fram fóru í fyrradag, vann Likudbandalag Shamirs forsætisráðherra stórsigur og fékk meirihluta í stjórnum sex af tíu stærstu borgum landsins. Fyrir kosningarnar stjórnaði Likud aðeins tveimur þessara borga. Sigur þessi vekur mikla athygli og er að sumra mati álíka tíma- mótamarkandi og sigur Likuds í þingkosningunum 1977, er Verkamannaflokkurinn missti forsætisráðherraembættið í fyrsta sinn í sögu ísraels. Úrslit byggð- arstjórnarkosninganna nú eru mikið áfall fyrir Verkamanna- flokkinn, upphaflegan forustu- flokk gyðinga í Palestínu, en hann hefur hingað til haft undir- tökin í byggðarstjórnum lands- ins, þótt hann hafi tapað þjóðar- forustunni í hendur Likud. Talsmenn Likud túlka úrslitin svo, að ísraelskir kjósendur séu almennt fylgjandi þeirri stefnu Shamirs forsætisráðherra að neita öllum viðræðum við Frelsis- samtök Palestínu (PLO). Flokk- ar rétttrúnaðargyðinga unnu á í EFTA Hömlur aflagðar? Viðskiptamálaráðherra Noregs: EFTA verði annar aftveimur máttarstólpum Evrópu. Austurríki hefur til athugunar fulla aðild að Evrópubandalagi Aðildarríki bandalags Fríverslunar- Evrópu (EFTA) hafa til athugunar að leggja niður ýmsar hömlur á flutningi varn- ings, vinnuafls o.s.frv. sín á milli, að sögn Jans Balstad, viðskipt- amálaráðherra Noregs, í gær. Sagði ráðherrann að hugsunin með þessu væri sú að koma í veg fyrir viðskiptahindranir milli EFTA og Evrópubandalagsins eftir að siðarnefnda bandalagið verður allt að einum markaði fyrir vörur, fjármagn og vinnuafl í árslok 1992. EFTA, bandalag fjögurra Norðurlandaríkja, íslands, Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands og tveggja Mið-Evrópuríkja, Austurríkis og Sviss, er miklu lausara í sér en Evrópubanda- lagið. Af hálfu sumra aðila innan Evrópubandalagsins hefur því stundum verið haldið fram, að samstarf EFTA-ríkja væri meira í orði en á borði. Balstad sagði að EFTA-ríkin væru staðráðin í að sanna að hið gagnstæða væri raunin og að takmark bandalags- ins væri að verða annar af tveimur máttarstólpum Evrópu, ásamt með Evrópubandalaginu. Jacques Delors, forseti stjórn- arnefndar Evrópubandalagsins, stakk nýlega upp á því að banda- lögin tvö tækju upp nánara sam- band með sameiginlegum stofn- unum og sameiginlegri ákvarð- anatöku. Full eining um hvernig bregð- ast skuli við sameiningu markaða Evrópubandalagsríkja mun þó ekki vera fyrir hendi innan EFTA, þannig hafa Austurríkis- menn til athugunar að sækja um aðild að Evrópubandalaginu síð- ar á árinu. Reuter/-dþ. Jerúsalem og Tel Aviv, en miklu meiri athygli vekur mikið fylgi ís- lamskra bókstafstrúarmanna meðal araba landsins. Flokkur á þeirra vegum, sem íslamshreyf- ing nefnist, bauð nú fram í fyrsta sinn í ísraelskum kosningum og fékk 75 af hundraði atkvæða og 12 af 15 borgarfulltrúasætum í Umm al-Fahm, annarri stærstu arababorg ísraels. Sá sigur er einkum unninn á kostnað kom- múnista, sem um skeið hafa ráðið mestu um stjórn borgarinnar. í Nasaret, stærstu arababorg landsins, þar sem helmingur íbúa er kristinn, fékk íslamshreyfing eigi að síður sex af 19 borgarfull- trúum kjörna. íslamshreyfing er í nánum tengslum við Múslímabræðra- lagið, samtök bókstafstrúar- manna sem lengi hafa verið ráða- mönnum Egyptalands og Sýr- lands ærinn höfuðverkur. Bók- stafstrúarsinnum virðist hafa aukist mjög fylgi undanfarna 14 mánuði, er mannskæðar róstur hafa látlaust staðið yfir í Vestur- bakkahéruðum og Gaza, og benda kosningaúrslitin til að þeir verði Frelsissamtökum Palestínu (PLO) sóknharður keppinautur um fylgi fólks þar. Israelskir ráðamenn brugðust misjafnlega við kosningasigri íslamshreyfing- ar, töldu sumir að hér væri fyrst og fremst um óánægjufylgi að ræða en aðrir létu í ljós verulegan ugg- Reuter/-dþ. Rétttrúnaðargyðingar (einn þeirra sést hér greiða atkvæði í Jerúsalem) unnu verulega á í kosningunum, en miklu meiri athygli vekja þó sigrar Likud og bókstafstrúarmúslíma. Júgóslavía Forustan einhuga með Milosevic Verkfallsmönnum hótað refsingum. Ný stjórnmálasamtökspretta upp í Slóveníu og Króatíu Allsherjarverkfall Albana í Kosovo hefur leitt til þess, að Slobodan Milosevic, sem mestur er ráðamaður með Serbum og vill skerða sjálfstjórn Kosovo veru- lega, hefur fengið forustu flokks og ríkis í Júgóslavíu nokk- urnveginn einhuga á sitt band. Heita má nú að Kosovo sé her- numið af júgóslavneska hernum en verkföll halda þar þó enn áfram sumsstaðar. í Serbíu og Svartfjallalandi virðist almenningur þess sinnis að Kosovo-Albanir skuli ekki teknir neinum vettlingatökum. Milose- vic sagði á fjöldafundi miklum í fyrradag í Belgrad að þeir, sem staðið hefðu fyrir allsherjarverk- fallinu í Kosovo, yrðu handteknir og þeim refsað. Raif Dizdarevic, núverandi forseti Júgóslavíu, tók undir þetta og slíkt hið sama aðrir ráðamenn. Verkföll og mótmælaaðgerðir hófust í Kosovo 21. febr. og virð- ast fyrirætlanir serbneskra stjórnvalda um skerðingu sjálf- stjórnar svæðisins hafa verið að- alorsökin. Enda þótt samstaða virðist í bráðina ríkja innan júg- óslavnesku alríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í Kosovo, er ljóst að ekki aðeins Albönum, heldur og Króötum og Slóvenum, finnst Milosevic og aðrir serbneskir ráðamenn vera teknir að gera sig fulldigra. f gær voru stofnuð í Milosevic, leiðtogi kommúnistaflok- ksins f Serbíu, aðsópsmikill leiðtogi sem sakaður er um stórserbneskar tilhneigingar. Króatíu ný stjórnmálasamtök, Lýðræðisbandalag Króatíu, og munu rithöfundar vera kjarni þess. Áður höfðu ný stjórnmála- samtök, þar á meðal félag jafnað- armanna, verið stofnuð í Slóven- íu. Ljóst þykir að samtök þessi muni ekki aðeins beita sér gegn alræði kommúnistaflokksins í stjórnmálum, heldur og séu þau öðrum þræði sprottin af ótta við vaxandi ráðríki Serba, sem eru langfjölmennastir þjóða lands- ins. Af hálfu alríkisstjórnvalda hefur því verið lýst yfir, að stofn- un stjórnarandstöðuflokka sé óleyfileg samkvæmt stjórnarskrá landsins. Reuter/-dþ. Lofað að sleppa föngum Suður-Afríkustjórn hefur heitið því að um 280 af um 800 pólitískum föngum þarlendis, er ekki hefur verið stefnt fyrir rétt, skuli látnir lausir í síðasta lagi á föstudag. Margir þessara fanga, sem fastað höfðu í mótmælaskyni vegna fangelsunarinnar, hættu föstunni fyrir tveimur vikum er stjórnvöld gáfu í skyn að þau myndu láta marga þeirra lausa. Fangarnir hafa látið að því liggja að þeir muni hefja föstu á ný undir helgina, ef stjórnvöld hafi þá ekki komið nægilega til móts við kröfur þeirra. 50 eiturlyfja- salar hengdir 50 menn, dæmdir fyrir sölu á eiturlyfjum og fíkniefnum, voru hengdir í gær í 14 írönskum borg- um, þar á meðal Teheran, að sögn IRNA, írönsku fréttastof- unnar. Sumir hinna afteknu höfðu samkvæmt sömu heimild einnig gert sig seka um siðleysi í hegðun, smygl á skotvopnum og rán. Hafa þá að minnsta kosti 225 smyglarar verið teknir af lífi þar- lendis síðan um áramót. Hundr- uð smyglara og þúsundir eiturlyfja- og fíkniefnaneytenda hafa verið hnepptar í fangelsi í íran frá því 21. jan. s.I., er dauðarefsing var lögð við því að hafa í fórum sínum 30 grömm heróíns, fimm kfló af ópíum eða baðan af meira af eitri þessu. Morðhótanir við dægurlagasöngkonu Veronique Sanson, ein af vinsælustu dægurlagasöngkonum Frakklands, hefur hætt að syngja lag með texta undir titlinum All- ah, eftir að henni höfðu borist hótanir um að hún yrði drepin, ef hún héldi áfram að syngja söng þennan. í textanum er veist að ofbeldi af sökum trúarofstækis. Talið er líklegt að hótanirnar hafi komið frá ofstækisfullum mús- límum. Múslímar í París fóru á sunnudag í mótmælagöngu gegn margumtalaðri bók Salmans Rushdie, lýstu yfir stuðningi við Khomeini höfuðklerk í íran og kröfðust þess að Rushdie yrði drepinn. Frönsk stjórnvöld hafa gefið í skyn, að ofsinn út af Rush- die og bók hans kunni að fela í sér ógnun við öryggi Frakklands. PL0 óánægð með USA-viðræður Einn af forustumönnum Frels- issamtaka Palestínu (PLO), Abdullah Hourani nefndur, kvað í gær samtökin tekin að þreytast á viðræðunum við fulltrúa Banda- ríkjastjórnar, sem hingað til hafa verið árangurslitlar. Svo heitir að viðræðurnar, sem fara fram í Túnis, séu óformlegar, en PLO vilja að þær verði fyllilega form- legar og að með þeim verði leitast við að undirbúa alþjóðlega ráð- stefnu um deilur ísraels og araba. Á fundunum hingað til hefur málflutningur bandarísku fulltrú- anna fyrst og fremst verið kvart- anir út af aðgerðum PLO, sem ísraelar segja brot á því fyrirheiti Arafats PLO-leiðtoga að hafna hryðjuverkum. Tamílar drepa 37 Tamflskir skæruliðar gengu á sunnudagsnótt hús úr húsi í þorpi einu á Sri Lanka norðanverðri og drápu allt það fólk, sem þeir náðu, flest með högg- og lag- vopnum, nema hvað þeir skutu til bana móður og fjögur börn henn- ar. Alls drápu skæruliðar við þetta tækifæri 37 manns, þar af tíu börn, og voru allir þeir drepnu Singhalar að þjóðerni. Stjórnvöld kenna Frelsistígr- um Tamil Eelam, skæruliðahrey- fingu sem vill sjálfstætt tamflskt ríki á norður- og austurhluta eyjarinnar, um morð þessi. En talsmenn hreyfingar Frelsistígra, sem einnig er þekkt undir skammstöfuninni LTTE, sverja fyrir illvirkið, sem þeir fordæma harðlega, og segja líklegt að þarna hafi verið að verki tamflsk- ir erindrekar Indverja, með það fyrir augum að koma sök á Frels- istígra. Reuter/-dþ. Fimmtudagur 2. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.