Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Nú er aftur farið að selja plastpoka, hyggst þú nota innkaupanet í fram- tíðinni? þjómnuiNN Fimmtudagur 2. mars 1989 43. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Anna Teodóra Pálmadóttir, íslenskunemi: Ég held bara að ég kaupi pok- ana. Sonja Gránz, húsmóðir: Alveg ákveðin í að nota net. Ég kunni alltaf vel við þau og á reyndar tvö. Hlíf Gestsdóttir, skrifstofumær: Já, ég býst við því, en samt er nú gott að fá ruslapoka. Halldór Sigurðsson, bílstjóri: Nei, nei ég kaupi bara pokana. Ágústa Kristófersdóttir, bréfberi: Ætli ég noti ekki bæði og, það kemur sér vel heima að hafa pok- ana, annars er ég núna með fjöl- notapoka frá Hagkaupum. Allir sameinast I söngnum. Hér sést Steinunn Finnbogadóttir taka lagið í góðra vina hópi. Dagvist Sjálfsbjargar tíu ára Söngurinn sameinar Líkamleg og andleg uppbygging í góðu umhverfi Tíu ár eru í dag liðin frá því að Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra hóf rekstur á dagvistun fyrir fatlaða. Með þessu framtaki gerðist Landssambandið braut- ryðjandi, og í dag tíu árum síðar er starfsemin blómleg og hefur margoft sannað gildi sitt. Þessi stofnun leysir vanda margra sem ella þyrftu að vera á sólarhrings sjúkrastofnunum. Á dagvist Sjálfsbjargar dvelj- ast fatlaðir einstaklingar sem búa eða þurfa að vera mikið einir á heimilum sínum. Hér er þessu fólki skapað öryggi, vettvangur til þess að njóta samvista við aðra, vinna að andlegri og líkam- legri uppbyggingu og síðast en ekki síst, skemmta sér. Steinunn Finnbogadóttir hefur veitt Dagvistun Sjálfsbjargar forstöðu frá upphafi, og fer ekki á milli mála að hún er vinsæl og ósérhlífin í stnu starfi. Að sögn Steinunnar eiga margir þeirra er hér dvelja ekki aðeins við líkam- lega fötlun að stríða, heldur einn- ig erfitt með að tjá sig vegna áfalla eða sjúkdóms. Einvera við slíkar aðstæður skapar mikið ör- yggisleysi, bæði þess er í hlut á og eins hinna á heimilinu sem vilja vera innan handar en verða að vera fjarverandi daglangt við vinnu. Dagvist Sjálfbjargar tók til starfa 2. mars 1979 og er heimilið hið fyrsta sinnar tegundar hér- lendis. í upphafi voru hér aðeins tveir innritaðir, annar þeirra Hans A. Jónsson hefur verið hér á hverjum degi síðan. Nú dveljast hér 45 manns í allt, sumir aðeins tvo daga í viku en flestir alla daga. Að sögn fólksins er mjög góður andi, mikið sér til gamans gert, og söngurinn það sem sameinar alla. Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir er ein þeirra sem kemur hingað á hverjum degi og sagði hún í sam- tali við Þjóðviljann að dvölin hér hefði gersamlega breytt lífi henn- ar. Áður hafði hún dvalist ein heima og vissi hreinlega ekki hvernig hún átti að láta daginn líða. Sundið best Sundið og æfingarnar skapa mesta ánægju, sagði Skarphéð- inn Jónatansson sem hefur komið hingað á hverjum degi í 5 ár og hafði aldrei áður í vatn komið en segist nú vera syndur sem selur. I Dagvist Sjálfsbjargar er fólk á öllum aldri, þó enginn undir 16 ára aldri, skipting milli karla og kvenna er nokkuð jöfn þó stúlk- urnar hefðu verið að tala um að ekki væri úr vegi að fá fleiri pilta. Fólkið er sótt, og því ekið heim að starfsdegi loknum. Dagurinn líður við handavinnu, lestur, spilamennsku og ýmis tómstund- astörf fyrir utan sund- og þrekæf- ingar. Kostnaðurinn við rekstur- inn er greiddur af Trygginga- stofnun ríkisins. Það sem einkennir starfsemina sambandi fatlaðra hjartanlega til er gleði og samstaða. Þjóðviljinn hamingju með þennan áfanga. óskar Sjálfsbjörgu Lands- eb „Þetta hefur rifið mig til baka til lífsins," segir Elínborg Ágústsdóttir sem farið hefur í þrjár hjartaaðgerðir en hjólar nú af fullum krafti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.