Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Pýskalandsmarkaður Verðfall vegna offramboðs LÍÚ: Karfakílóið úr80 krónum Í51,78. Ástœðan helmingi meiri gámaútflutningur og útflutningur á karfaflökum meðflugi. Ögurvík hf: Verðfallið með ráðnum hug. Utanríkisráðuneytið: Þegirþunnu hljóði Verðfall varð á ferskfiskmark- aðnum í Þýskalandi í gær vegna offramboðs af fiski héðan. Að meðaltali seldist karfakflóið á 80 krónur í síðasta mánuði en fór niður í 51,78 krónur í gær. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna eru ástæður verðfallsins einkum þær að um 600 tonn af gámafiski eru væntan- leg á markaðinn í þessari viku, sem er helmingi meira magn en hefur verið. Jafnframt er pirring- ur í þýskum fiskkaupmönnum vegna mikils útflutnings íslenskra aðila á karfaflökum með flugi á markaðinn. í gær seldi Vigri RE 248 tonn af karfa í Þýskalandi fyrir 12,8 milj- ónir króna og var meðalverðið 51,78 krónur. I fyrradag seldi þar í landi Sturlaugur H. Böðvarsson AK 207 tonn fyrir 13,6 miljónir króna og var meðalverðið 65,86. Að sögn Gísla Jóns Hermanns- sonar hjá Ögurvík hf., sem gerir út Vigra RE, er þetta offramboð á markaðnum alveg óskiljanlegt og næsta víst að þetta sé gert með ráðnum hug af hérlendum stjórnvöldum sem hafa í hendi sér alla stjórnun á fiskútflutningi héðan. Vegna verðfallsins eru þeir út- gerðarmenn sem eiga pantaða söludaga fyrir skip sín í næstu viku ytra, dauðhræddir um fram- vindu mála. Þá seljaóíslensk skip í Þýskalandi alls um 1400-1500 tonn af karfa. Sú vika hefur í gegnum árin verið sú besta vegna þess að páskahátíðin er á næsta leiti og hápunktur föstunnar, en sem kunnugt er neyta kaþólskir sem eru fjölmennir í S- Þýskalandi einungis fiskmetis á þeim tíma. Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ hefur samráðsnefndin um fiskútflutning með gámum ekki komið saman til fundar það sem af er þessu ári. Hún var sett á stofn um mitt síðasta sumar til að koma í veg fyrir óheftan útflutn- ing sem hafði leitt til verðfalls eins og nú. Stefán Gunnlaugsson hjá viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins vildi hins vegar ekki tjá sig neitt um málið að svo stöddu. -grh Sjúkraliðar Ósáttir við lagafrumvarp Stjórn Sjúkraliðafélags Islands er ekki allskostar ánægð með frumvarp það til laga um sjúkra- liða sem nú er til umfjöllunar á alþingi. Hugmyndin með því að breyta lögum um sjúkraliða er sú að auka sveigjanleika við ráðningu þeirra og gera kleift að láta þá starfa sjálfstæðar en verið hefur, þ.e.a.s. án þess að hjúkrunar- fræðingur segi þeim fyrir verkum í stóru og smáu. Stjórn sjúkraliðafélagsins telur nokkuð skorta á að frumvarpið rími við þetta markmið. Formað- ur félagsins, Kristín Guðmunds- dóttir, sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að tvennt ylli óá- nægju. Annars vegar að sjúkra- liðum yrði gert að sækja um heimiid til heilbrigðisráðuneytis- ins í mýmörgum tilfellum; td. hygðust þeir starfa með sjúkra- þjálfurum. Síðari athugasemdin snerti muninn á því að sjúkraliðar störf- uðu sumir á svonefndu hjúkrun- arsviði eða allir, þ.e.a.s. muninn á orðalaginu „sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði" einsog stendur í frumvarpinu eða „sjúkraliði sem starfar á hjúkrunarsviði“ einsog sjúkraliðar vilja sjálfir. ks “irmtií*. ... _ * Húsvíkingar vilja bæta hag undirstöðuatvinnugreinanna í landinu. Húsavík Kvóta skipt á milli verstöðva Atvinnumálanefnd og bæjarstjórn: Snúum vörn ísókn til bœttra lífskjara með því að skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið #1 stjórn Húsavíkur telja að geri stjórnvöld ekki viðeigandi ráð- stafanir strax til að fiskvinnsla og útgerð verði arðbær að nýju, sé dýrkeypt og sársaukafullt hrun atvinnulífsins í landinu fyrirsjá- anlegt. Grunnskólar Námsskrá hjá ráðherra Ný aðalnámsskrá grunnskóla í gagnið fyrir mánaðarlok Drög að aðalnámsskrá grunn- skóla liggja nú á borði menntamálaráðherra sem hyggst gefa þau út fyrir mánaðarlok svo þau verði lögð til grundvallar í skólastarfi á ári komanda. Þetta kom fram í máli Svavars Gestssonar menntamálaráðherra á alþingi í fyrradag. í samtali við Þjóðviljann sagði hann nýja aðal- námsskrá lengi hafa verið í deiglunni og eitt helsta bitbein manna í skólamálaumræðu und- anfarinna ára. Forverar hans í embætti menntamálaráðherra hefðu farið offari í því máli. Hópur manna er vann að nýrri aðalnámsskrá hefði verið rekinn Bœkur Er ráð að gefa út á bókamarkaði? Mál og menning gaf nýlega út tvær bækur í stóru kiljubroti sem áður höfðu komið út innbundnar hjá útgáfunni, Hús andanna eftir Isabel Allende og Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera. Seldi útgáfan bækurn- ar á tilboðsverði til kynningar og dreifði þeim meðal annars á bókamarkaði í Kringlunni og bókaverslunum Máls og menn- ingar. Bækurnar voru á svipuðu verði og tveggja ára gamlar inn- bundnar bækur og seldust mjög vel að sögn Árna Kr. Einars- sonar framkvæmdastjóra. frá störfum haustið 1984 og síðan hefði málið verið í einskonar bið- stöðu. Menntamálaráðherra fyrri stjórnar, Birgir ísleifur Gunnars- son, hefði síðan ætlað að „þræla út aðalnámsskrá án nægilegs samráðs við samtök kennara og foreldra og nauðsynlegar skóla- stofnanir“. Sjálfur hefði Svavar haft annan hátt á. Það hefði verið hans fyrsta verk í menntamálaráðuneytinu að fela fulltrúum kennara, for- eldra, Háskólans og Kennarahá- skólans auk skólaþróunardeildar ráðuneytisins að leggja drög að nýrri aðalnámsskrá grunnskóla. Þessi drög væru sem sé til reiðu nú og yrðu óbreytt að aðalnáms- skrá grunnskóla. ks í nýlegri samþykkt um at- vinnumál segir að aðgerða- og úr- ræðaleysi stjórnvalda og vaxta- stefna lánastofnana, sem jaðri við okur, sé á góðri leið með að koma undirstöðuatvinnugrein- unum á kné. Með þessu hafi tek- ist að éta upp mest allt eigið fé fyrirtækja á Húsavík og annars staðar á landinu, þannig að þau eigi ekki fyrir skuldum. Laun verði ekki greidd og rekstur muni því sjálfkrafa stöðvast. Til að snúa vörn í sókn leggur atvinnumálanefnd Húsavíkur áherslu á eftirfarandi: „Stjórn- völd skapi nú þegar útgerð og fiskvinnslu bætt skilyrði til rek- strar, með lækkun fjármagns- kostnaðar, styrkri markaðssókn, stjórnun fjárfestingar og skipt- ingu kvóta á milli verstöðva. Út- gerð verði gert skylt og kleift að koma með allan afla að landi, ásamt lifur, gotu og innyflum, til að tryggja hámarksnýtingu þeirra verðmæta sem kvótinn er. Strangar reglur verði settar á út- flutning á óunnum ferskum fiski með það að markmiði að há- marksarðsemi verði af veiðum og vinnslu til samans. Unnið verði að nýtingu nýrra fiskistofna svo og að fullvinnslu afla í ríkari mæli en gert hefur verið, í þeim til- gangi að skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið og tryggja nýja sókn til bættra lífskjara. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 8. mars 1989 Páskastopp Leggst illa í sjómenn Sjávarútvegsráðuneytið: 10 daga krókaveiðibann og 6 daga þorskaneta- veiðibann Ótíðin sem verið hefur og er sums staðar enn hefur bitnað illa á afkomu margra smábátasjó- manna, þannig að boðað páska- veiðibann leggst afar illa í sjó- mennina. En það er því miður búið að setja þetta í lög og engin heimild til að afnema þetta, segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Sjávarútvegsráðuneytið gaf nýlega út reglugerð um bann við veiðum smábáta og bann við veiðum með þorskanetum um páskahelgina. Samkvæmt henni er bátum sem eru minni en 10 brúttólestir og stunda eingöngu línu- og færaveiðar, óheimilt að stunda fiskveiðar frá og með 18. mars og til og með 27. mars. Þá eru allar veiðar í þorskanet bann- aðar frá klukkan 20 þriðjudaginn 21. mars til klukkan 10 árdegis þriðjudaginn 28. mars. -grh A Imannatryggingar Bætur hækka um 1,25% Ákveðið hefur verið að allar bætur Almannatrygginga skuli hækka um 1,25% frá 1. mars sl. að telja. Er þetta gert til samræm- is við almennar launahækkanir frá sama tíma. Myndbandssýning Orrustan við Cuito Cuanavale Myndin Andsvar við auknum árásum Suður-Afríku verður sýnd í sal INSÍ annaðkvöld kl.20.00. Þetta er heimildamynd í þrem þáttum frá Cubavision með ensku tali, og verður túlkað á íslensku ef óskað er. Myndin fjallar um átök S-Afríkuhers og hersveita Ang- ólu, Kúbu og frelsishreyfingar Namibíu við Cuito Cuanavale í Suður-Angólu á fyrri hluta árs 1988. Þar beið Suður-Afríkuher ósigur sem lagði grunn að ný- gerðum samningum um sjálf- stæði Namibíu. Um 50 fréttamenn eiga aðild að myndinni og helstu leiðtogar þeirra sem í hlut áttu koma þar fram, m.a. Sam Nujoma og Fidel Castro. Það eru Pathfinderbók- salan, Suður-Afríkusamtökin gegn apartheid og Vináttufélag Islands og Kúbu sem standa að sýningunni í sal INSÍ, Skóla- vörðustíg 19, gengið inn frá Klapparstíg. Bókmenntir Söngvar Satans á íslandi Lítil sending af hinni frægu verðlaunabók Salmans Rushdie, Söngvar Satans, kom í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík í gærmorgun og seldist upp um leið. Önnur sending er væntanleg á föstudag. Mikil eftir- spurn hefur verið eftir bókinni en það hefur kostað talsvert erfiði að ná í eintök. Bókin er ekki enn komin út í kilju og ekki er venja að flytja inn bundin eintök af skáldsögum. Enda kosta þau á þriðja þúsund krónur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.