Þjóðviljinn - 08.03.1989, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1989, Síða 3
FRÉTTIR Kvikmyndanefndin Á síðustu metmnum Þráinn Bertelsson: Kvikmyndastofnun taki við sjóði og safni til eflingar kvikmynda- menningu - Þetta er á síðustu metrunum hjá okkur, sagði Þráinn Bertels- son í gær um störf kvikmynda- nefndarinnar sem menntamála- ráðherra skipaði í desember, -ég reikna með að við skilum frum- varpsdrögum til Svavars í næstu viku. Drögin gera að sögn Þráins ráð fyrir því að til verði Kvikmynda- stofnun íslands, sem til verði gerðar fjölþættar kröfur til efling- ar kvikmyndamenningu á ís- landi, og mundi starfsemi Kvik- myndasjóðsins og Kvikmynda- safns verða innan hinnar nýju stofnunar. Þráinn taldi rétt að Fáskrúðsfjörður Blóðugt að sjá á eftir aflanum Þráinn Bertelsson ráðherra yrði fyrstur til að kynna sér nánari efnisatriði. Þráinn var formaður nefndar- innar um endurskoðun kvik- myndalaga, en þar sátu auk hans Ágúst Guðmundsson, Atli Ás- mundsson og Elsa Þorkelsdóttir. Var ráð fyrir því gert að nefndin skilaði af sér fyrir marslok og eru þau Þráinn því frekar á undan áætlun en hitt. _m Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga: Erum ekki samkeppnisfærir umfiskverð við erlenda aðila. ForsetiAlþýðusambands Austurlands: Slœm staðafiskvinnslunnar veldur útflutningi óunninsfisks. Þátttaka Hoffellsins í togararalli Hafró eykur kvóta þess um 250 tonn að er ansi blóðugt að sjá á eftir þessum afla héðan og til útlanda á sama tíma og okkur vantar hráefni og um 40 manns ganga hér um atvinnulausir. Sannleikurinn er bara sá að við erum ekki samkeppnisfærir við þá erlenda aðila sem greiða allt frá 55 og uppí 70-80 krónur fyrir kílóið á meðan okkar sjómenn fá 30-40 krónur, segir Jens P. Jens- en skrifstofustjóri Kaupfélags Fáskrúðsfírðinga á Fáskrúðs- firði. Palestína Beðið um vemd Palestínumenn á íslandi biðja utanríkisráðherra um að beita sérfyrir að alþjóðleg gœslusveit verði send til Palestínu Sex Palestínumenn búsettir á Islandi hafa sent Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra eftirfarandi bréf: „Við Palestínumenn búsettir á íslandi og fjölskyldur okkar skorum á þig að beita þér fyrir því á alþjóðavettvangi að alþjóðleg gæslusveit verði send sem fyrst til herteknu svæðanna í Palestínu til að vernda líf og limi ættingja okk- ar og landsmanna. Enn fremur biðjum við þig og ríkisstjórnina alla að ísland veiti fórnarlömbum ísraelshers og fjölskyldum þeirra alla hugsan- lega aðstoð.“ Abdel Rahim Afghani, Rvk. Ali Allan Shweiky, Reykjavík Elías Davíðsson, Ólafsvík Salman Tamimi, Reykjavík Sami Daglas, Reykjavík Samir Daglas, Garðabœ Fyrirtækin Pólarsíld hf. og Sól- borg hf. á Fáskrúðsfirði, sem gera út þrjá 200 tonna báta, hafa látið þá sigla með allan afla annað hvort til Færeyja eða flutt hann út í gámum í stað þess að fullvinna hann í fiskverkunarstöðvum sín- um. Ástæðan fyrir fiskútflutn- ingnum er sögð sú að ella færu þau fljótlega á hausinn vegna þess að enginn grundvöllur sé fyrir rekstri fiskvinnslu hérlendis. Forseti Alþýðusambands Austurlands, Sigurður Ingvars- son á Eskifirði, sagði að vitaskuld væri það afar slæmt þegar fiskur væri fluttur út óunninn og óeðli- legt að gera svo. Sýnu verst væri þó að stunda það á sama tíma og atvinnuleysi væri í þorpinu. - Þetta er óneitanlega mjög svo grimmur veruleiki fyrir sjávarút- veginn hér á landi þegar hag- kvæmara þykir að flytja fiskinn út óunninn en að fullvinna hann heima. Vonandi verður þetta til að beina sjónum manna að rek- strargrundvelli vinnslunnar sem stendur mjög illa að vígi um þess- ar mundir," sagði Sigurður Ing- varsson. í gær varð Kaupfélag Fáskrúð- sfirðinga að fá fisk frá Eskifirði til vinnslunnar þar sem annar togari þess, Hoffellið, er í togararalli Hafrannsóknastofnunar sem stendur yfir í 20 daga. Fyrir það fær fyrirtækið viðbótarkvóta uppá 250 tonn og munar um minna. Á meðan átti fyrirtækið að fá afla af Álftafellinu frá Stöðvarfirði en það skemmdist illa þegar það strandaði fyrir austan í vikunni og verður ein- hver bið á því að það fari á veiðar að nýju. Hinn togari KF, Ljósa- fellið, er væntanlegt til landsins 18. mars eftir breytingar í Stettin í Póllandi í 8 mánuði. Að sögn Jens P. má fastlega búast við að obbinn af þeim sem nú eru atvinnulausir í þorpinu fái vinnu hjá fyrirtækinu eftir fyrstu land- anir beggja togaranna. -grh NorðurlöndlEB Fyrirvari íslands í norrænu samstarfi Skiptar skoðanir um ágœti aðildar Islands að sameiginlegum fjármagnsmarkaði Norðurlandanna. Þróunin innan EB rœður æ meiru um þróun norræns samstarfs Norðurlöndin fjögur (sem standa utan EB) stefna að nánum tengslum við innri mark- að EB. Sameiginlegar norrænar lausnir á efnahagsmálum verða ekki bara til þess að auka á nor- ræna samheldni, þær bæta einnig skilyrðin fyrir þátttöku landanna í því umfangsmikla sameiningar- starfl sem nú á sér stað í V- Evrópu. Þannig segir m.a. í þeirri ítar- legu efnahagsáætlun sem sam- þykkt var á þingi Norðurlanda- ráðs í síðustu viku með miklum meirihluta atkvæða en hjásetu fulltrúa Alþýðubandalagsins og vinstri-sósíalista. í Efnahagsáætl- ununni 1989-1992 er leitast við að skilgreina þann efnahagsvanda sem Norðurlöndin standa frammi fyrir, hvaða sameiginlegar lausnir séu ákjósanlegar og hvernig megi ná þeim fram. I heild mótast plaggið mjög af þeirri umræðu og þróun sem nú er í fullum gangi innan Evrópu- bandalagsins, og í meginatriðum stefnir Efnahagsáætlunin að því að Norðurlöndin og EFTA lagi sig að þeirri þróun og sníði við- skiptatengsl sín að þeim farvegi sem ríkir innan EB. Þannig er í áætluninni lagt til að stefnt verði að frjálsum fjármagnsviðskiptum á milli landanna í áföngum í takt við það sem gerist innan EB. Þá er stefnt að aukinni fríverslun með vörur og virkari sameigin- legum vinnumarkaði. En um leið og lögð er áhersla á þessa að- lögun að þróuninni innan EB er lögð áhersla á „norræna módel- ið“, en það er sú sérstaða sem Norðurlöndin hafa skapað sér með sameiginlegu gildismati og sameiginlegum menningararfi, er leggur ríka áherslu á félagslegt öryggi, jafnari skiptingu lífsgæða og sterkari lýðræðisleg réttindi launþega. Efnahagsáætlunin er ekki bindandi fyrir einstök ríki, frekar en aðrar viljayfirlýsingar Norður- landaráðs, en hins vegar er hún stefnumarkandi og þegar hafa verið samþykktar fjárveitingar upp á 250 miljónir danskra króna næstu 4 árin til sérstakra verkefna er auðvelda eiga framkvæmd ein- stakra atriða í áætluninni. Ljóst er að þróunin innan EB mun í æ ríkari mæli hafa mótandi áhrif á samskipti þeirra ríkja í Evrópu er standa utan bandalagsins. Fyrirvari íslands En hverjir eru þeir fyrirvarar, sem ísland hefur gert við áætlun- ina? Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra: Fyrirvari okkar við Efnahagsáætlunina er almenns eðlis og byggist á því að íslenskt efnahagslíf er frábrugðið því sem gerist á hinum Norður- löndunum. Fyrirvarinn varðar ekki síst áform um sameiginlegan fjármagnsmarkað, sem er hér bæði minni og veikburða. Við höfum útfært þennan fyrirvara nánar í núverandi ríkisstjórn, þar sem við segjum að aðlaga þurfi íslenskan fjármagnsmarkað þeim breytingum sem eru að verða í kringum okkur og að samræma þurfi bæði starfsskilyrði og starf- semi fjármagnsfyrirtækja hér á landi með tilliti til vaxta, verð- tryggingar o.fl. Aðspurður um hvort ekki væri mikilvægt fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja að þau hefðu sambærilegan aðgang að fjár- magni og önnur fyrirtæki í álfunni sagði forsætisráðherra að vissu- lega gæti sameiginlegur fjárm- agnsmarkaður orðið leið til þess. „En að mínu mati erum við nú með fársjúkan fjármagnsmarkað hér á landi, og einn stór banki FRÉTTA- SKÝRING eins og Deutscher Bank gæti gleypt hann á einum eftirmið- degi. Ég held að íslenskur fjárm- agnsmarkaður standist enga sam- keppni eins og nú er.“ „Fjármagnsmarkaðurinn veitir aðhald“ Við bárum þetta einnig undir Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, sem sagði það afar mikil- vægt fyrir fyrirtæki á Norður- löndum að njóta sambærilegra kjara á fjármagnsmarkaði og ger- ist á fjármagnsmarkaði EB. En það þýðir að rýmkaðar verði regl- ur um flutning fjármagns á milli landa. Síðan sagði Jón Sigurðs- son í samtali við Þjóðviljann: „Gagnvart okkur þýðir þetta að samkeppnin mun aukast á lána- markaði, og það mun skapast að- hald fyrir innlendar lánastofnan- ir. Jafnframt felur þetta í sér auknar kröfur til þess, að hér verði komið á jafnvægi í efna- hagsmálum. Hér verður um utan- aðkomandi aga að ræða, sem jafnframt mun bæta möguleika íslenskra fyrirtækja í erlendri samkeppni. Þetta mun væntan- lega gerast í áföngum hér á landi með tilliti til íslenskra efnahags- aðstæðna." Fríverslun með fisk Annar fyrirvari íslendinga varðandi þátttöku í frjálsum markaði innan Norðurlandanna eða EFTA varðar fríverslun með fisk. Nú ríkja takmarkanir á sölu saltfisks og ferskra fiskflaka, en málið verður til umræðu á forsæt- isráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Osló í næstu viku. Steingrímur Hermannsson: „Ég geri mér vonir um að tekin verði ákvörðun um fríverslun með fisk á fundinum í Osló. Á 'forsætisráðherrafundinum sem við héldum í Stokkhólmi á meðan á Norðurlandaráðsþingi stóð var tekin jákvæð afstaða til þessa máls með vissum fyrirvara frá Finnum um tíma og þess háttar, en sannleikurinn er sá að það ríkja harðar deilur innan finnsku ríkisstjórnarinnar um þetta mál.“ Við spurðum Steingrím, hvort mikilvægar ákvarðanir yrðu teknar á fundinum í Osló, og þá hverjar? „Já, ég vænti þess. Fyrst og fremst munum við gefa svar við ræðu Delors, framkvæmdastjóra EB, þar sem hann fór fram á það að EFTA-ríkin kæmu fram sam- eiginlega gagnvart EB um sín sameiginlegu mál. Ég vænti þess að á fundinum muni takast að sameina EFTA-ríkin betur en áður hefur tekist um sameigin- lega stefnu í viðræðunum við EB og í aðlögun EFTA að þeirri þró- un sem nú á sér stað í Evrópu." Er það stefna EFTA að komið verði á tollabandalagi á milli EFTA og EB? „Það verður rætt um hugsan- legt tollabandalag á fundinum, en ég skal ekki segja um hvort það er beinlínis orðið að stefnu,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Efasemdir Hjörleifs Hjörleifur Guttormsson var einn fulltrúa Alþýðubandalags- ins á Norðurlandaráðsþingi. Hann sagði í ræðu sinni á þinginu að ljóst væri að hagsmunir fjár- magnsins og stórfyrirtækjanna væru leiðandi í þróuninni til innri markaðar EB, en hinir félagslegu þættir kæmu í öðru sæti. Hjör- leifur sagði að sér virtist sama gilda um þau öfl innan EFTA og Norðurlandaráðs, sem kepptu að sem hraðastri aðlögun að EB eða hygðu á beina aðild. Hjörleifur sagði að menn þyrftu að spyrja sig þeirrar spurningar, hvort sú þróun í átt til sameiningar sem nú ætti sér stað í Evrópu yrði til þess að styrkja þau gildi, sem Norður- löndin hefðu reynt að standa saman um. „Verður hægt að varðveita og styrkja lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt þjóða sam- tímis því að viðskiptaleg og menningarleg tengsl eru styrkt á milli landa Evrópu? Eða erum við á leið inn í stærri einingu með auknu skrifræði, þar sem þin- græðinu er vikið til hliðar, eins og margir telja að nú sé að gerast í Evrópu?“ Þrátt fyrir þessar efasemdir lýsti Hjörleifur sig fylgjandi mörgum atriðum í Efnahagsáætl- uninni, einkum hvað varðar fyrir- hugaða samvinnu á sviði um- hverfismála, áform um að þróa hið „norræna rnódel" á sviði fé- lagsmála og áform um að auka hin samnorræna „heimamarkað“ - að því tilskildu að fríverslun ná- ist með fisk. Hins vegar lýsti Hjörleifur stórum efasemdum um virkari fjármagnsmarkað á Norðurlöndunum og ítrekaði sér- stöðu íslands hvað þetta varðaði. Ljóst er af þessari samantekt að þótt flestir eða allir hafi nú viðurkennt mikilvægi norræns samstarfs, þá ríkir nú ágreiningur hér á landi, einnig innan stjórn- arflokkanna, um hversu langt slíkt samstarf skuli ganga, og þá jafnframt um það hversu langt Norðurlöndin og EFTA-ríkin eigi að ganga í aðlögun sinni að EB. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að það var þróunin innan EB sem mótaði umræður á þingi Norðurlandaráðs, og hún mun einnig verða meginviðfangs- efnið á fundi forsætisráðherra EFTA-landanna í næstu viku. -ólg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.