Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Handafl bakvið hávextina Bankarnir hafa undanfariö hækkaö nafnvexti verulega og bera viö aukinni veröbólgu eftir aö veröstöövun lauk 1. mars. Þaö má til sanns vegar færa aö eftir langt veröstöövunar- tímabil hefur verðbólgan tekiö talsveröan kipp. Þaö kemur hinsvegar enn einu sinni í Ijós að þ’eir sem ráöa fyrir banka- kerfinu eru miklu sneggri í snúningum þegar verðbólga eykst en þegar verðbólga minnkar. Ef dæma má af opinberum yfirlýsingum telja bankastjórar á íslandi sig raunar vera einskonar heilsugæslulækna fyrir efnahagslífið. Vaxtastigið - sem bankarnir ákveða sjálfir - sé ekki annað en efnahagslegur hitamælir eöa hjartalínurit; af því megi ráða í heilsu sjúklingsins, en sjálfir hafi vextirnir ekkert gildi fyrir þá sömu heilsu. Þaö þarf enga sérstaka hagfræðilega menntun til aö sjá að vextir hafa tvöfalt eðli í efnahagslífinu - einsog reyndar flestar skepnur aðrar á þeim bær. Akvörðun um vexti - hvort sem hana tekur ein ríkisstjórn, handfylli bankastjóra eöa vel mötuð tölva - er vissulega svar viö staðreyndum í efnahags- lífi almennt og á peningamarkaði sérstaklega. En þessi ákvörðun er líka efnahagsleg athöfn sem lýsir ákveönum vilja og tilgangi og hefur mikil áhrif á gang mála. Engum utan landsteinanna dettur í hug aö halda ööru fram, allra síst í gósenlandi kapítalismans, sjálfum Bandaríkjun- um. Eftir aö ákvörðunartaka um vexti var færö inní bankana viröast menn þar halda aö sú hagstærð sé þeirra einkamál án nokkurrar samfélagsábyrgöar. Þaö er til dæmis merki- legt að bankarnir skuli leyfa sér að hækka nafnvexti um 7-10% á tæpum þremur mánuöum, frá janúar til mars, meöan laun hafa hækkaö um 1,25% á sama tíma. Hitt er svo enn merkilegra aö margt bendirtil þess að bankakerfið haldi vöxtunum uppi meö handafli eftir aö þeir ættu að vera fallnir samkvæmt venjulegum lögmálum margívitnuðum. Lausafjárstaða bankanna er aldrei þessu vant alveg skín- andi góö og miklu betri en bankarnir vilja. Lausafé haföi aukist um helming frá áramótum frammí febrúarlok. Þetta stafar meöal annars af því aö lífeyrissjóðirnir hafa keypt bankabréf í stórum stíl, fest fé sitt hjá bönkunum vegna reiptogsins viö ríkisstjórnina um vísitölu og vexti, en mest af því að mjög virðist hafa dregið úr lántökum framanaf árinu, - eftirspurn minnkar. Ein helsta ástæöan er auövitað sú aö hvorki fyrirtæki né einstaklingar hafa efni á þeim okurvöxtum sem bankakerfið býður. Minnkandi eftirspurn þýöir í hagfræðibókunum lægra verð, sem merkir í peningabransanum lægri vexti. En vextir hafa ekki lækkað. Raunvextir - vextir umfram verðtryggingu - haldast samir og áður og nafnvextir stór- hækka. Vaxtaþráhyggjan er þannig komin í vítahring, sem kemur niöur þar sem síst skyldi, - á þeim sem bankarnir hafa öll ráö þeirra í hendi sér. Bankarnir þráast við að lækka raunvextina á innlánum og bæta sér upp tapið með því að halda uppi óraunhæfum raunvöxtum á útlánum, og meö því aö hækka nafnvextina umfram alla hemju. Þeir sem liggja inni með lán hjá bönkunum og geta vegna breytilegra vaxta ekki boriö hönd fyrir höfuö sér eru látnir blæöa fyrir fullkomlega óraun- hæfa og vitlausa hávaxtastefnu. Fróðlegt væri aö kanna ástæöur þeirrar þráhyggju að bankarnir skuli halda með handafli uppi hávöxtum. Þær ástæöur þurfa nefnilega aö vera vel pottþéttar til að bera uppi ábyrgð þeirra sem halda uppi okurvöxtunum og eru að eyðileggja hvert atvinnufyrirtækið af öðru, hvert heimilið af ööru. -m Union Carbide must pay for BhopaP On February 14, In- dia's Supreme Court ordered the US company, Union Carbide, to pay $ 470 million compcnsation to thc victims of the disaster at the company's Bhopal chcmical plant. The ruling brought to an cnd the four-year long Ie- gal battle that followed the world's worst industrial accident. On Dccember 3 1984, a leak of deadly gas from the plant killed 2,500 cision. The following day, demonstrators stormnH the zens Commission on Bhopal, a rt'"''" -r sn American large-scale industrial acci- dents. A trade union report on thc disaster had identified cost-cutting and neglect of basic safety standards as thc biggest contributory factors. The ruling did not address it- self to those issues, and all further civil and criminal suits against Union Carbide and its execulives were now to be droppcd as part of the court's decision. The ICEF’s vie^ ...... n thnl "tVir» novt DÉÉH Þungbærarfur nýlendutíma Við freistumst kannski til þess að halda að nýlendustefnan svo- nefnda heyri fortíðinni til. Það er að sönnu rétt, að sá tími er liðirin að mikill hluti heimsins lyti fjar- stýringu nokkurra Evrópuríkja. Árið 1948 fékk nýlendan mesta og stærsta, sjálfur gimsteininn í bresku krúnunni, Indland, sjálf- stæði. Og á eftir kom hvert landið á fætur öðru, heimskortið breyttist, álfurnar fylltust af ný- frjálsum ríkjum og sú þróun hleypti mörgum kappi í kinn: Gott ef menn fóru ekki að trúa því að einmitt í þessum nýfrjálsu ríkjum mundu þjóðirnar taka undir sig mikil stökk og lenda fag- urlega í sósíalismanum miðjum. Það hefur ekki gengið eftir nema að mjög litlu leyti. Hvort sem höfðingjar ríkjanna hafa hallað sér í austur eða vestur um aðstoð og fyrirmyndir, þá hafa flestar nýlendur fyrrverandi dragnast fram á þennan dag með erfiðan arf nýlendutímans, sem hefur gert þeim marga skráveifu. Sá arfur kemur bæði fram í ein- hæfu og þar með viðkvæmu efna- hagslífi og um leið í afar óhag- stæðum viðskiptaháttum. Lönd hins ríka norðurs eru komin nmeð mikið forskot í efnahags- þróun. Svo mikið reyndar að margir telja að það verði aldrei saxað á það - síst nú þegar svo mjög er farið að ganga á náttúr- legar auðlindir heims. Mengun flutt út til þriðja heimsins Sá arfur sem áður var nefndur hefur með margvíslegum hætti skert frelsi og möguleika ríkja þriðja heimsins. Þau hafa orðið að sætta sig við margt sem þróuð ríki ekki vilja: til dæmis hættu- lega og mengandi framleiðslu án tilhlýðilegra öryggisráðstafana: Ef þið eruð með öryggismúður, þá fáið þið engar fjárfestingar! Þessi útflutningur á mengun frá hinum ríku til hinna fátæku hefur hvergi komið fram með hörmulegri hætti en í Bhopal á Indlandi. Þar varð í desember árið 1984 mikil sprenging í efna- verksmiðju í eigu bandaríska auðhringsins Union Carbide. Mikið af eitraðri gastegund flæddi út frá verksmiðjunni, 2500 manns létu lífið þá þegar og um 1000 hafa látist síðar en alls munu um 20 þúsundir manna hafa beð - ið alvarlegt heilsutjón í þessu slysi. Dæmt í Bhopalmálinu Nú er gráu bætt ofan á svart: fólkið í Bhopal er vegið og metið: líf þess og heilsa er miklu „ódýr- ari“ en líf þeirra sem í ríka heiminum búa. Svonefnd Borg- aranefnd um Bhopal ( samband um fimmtíu bandarískra sam- taka) hafði reiknað það út, að það væri við hæfi að Union Carbi- de greiddi eftirlifendum í Bhopal 15 miljarða dollara í skaðabætur. Indverska ríkisstjórnin var hóg- værari miklu og fór (þegar mála- ferli um Bhopalslysið hófust fyrir fjórum árum) fram á 3,3 miljarða dollara skaðabætur. Nú loks er dómur fallinn í málinu. Hæsti- réttur Indlands hefur úrskurðað, að Union Carbide skuli borga fórnarlömbum eitursprenging- unnar aðeins 470 miljónir dollara eða um sjöunda part af því sem indverska stjórnin fór fram á. Og er ekki nema von að þessum tíð- indum hafi verið tekið með mikil- li reiði á Indlandi: mótmælendur höfðu hátt við byggingu Hæstar- éttar, ævareiðir yfír þeim svikum sem þeir töldu að stjórnvöld hefðu gert sig sek um í þessu veigamikla prófmáli. Boðið upp á ný slys Alþjóðleg verklýðshreyfing telur og ills viti hvernig farið hef- ur í þessu máli. Talsmaður ICEF, Alþjóðasamtaka verkafólks í efnaiðnaði, komst svo að orði, að ákvörðun Hæstaréttar Indlands hefði í engu svarað spurningum um það, hver beri ábyrgð á meiri- háttar framleiðsluslysum. En skýrslur sem verklýðssamtökin gerðu um Bhopalslysið greinir einmitt frá því, að viðleitni fyrir- tækisins til að spara framleiðslu- kostnað og þá m.a. með úreltum útbúnaði og vanrækslu í örygg- ismálum, hefði ráðið einna mestu um að eitrið braust út. Það kemur á daginn að í dómi Hæstaréttar Indlands er alls ekk- ert farið út í þessa sálma. Auk þess felur úrskurður réttarins það í sér, að allar frekari ákærur gegn Union Carbide og yfirmönnum þess á staðnum eru látnar niður falla. Verkalýðssambandið ICEF kemst því að þeirri dapurlegu niðurstöðu að „næsta Bhopalslys getur gerst hvar sem er“. En hlutabréfin hækka! En eins og að líkum lætur: ekki ' eru allir jafn hnuggnir yfir dómi þessum. í kauphöllinni í Wall Street hafði fréttin um úrslit málsins þau áhrif, að verð á hlutabréfum í Union Carbide rauk upp, margfaldaðist reyndar -úr2,25 dollurumí 31.375. Bisn- ess er bisness.... ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hildur Finnsdóttirípr.), Jim Smart(ljósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Askriftarverð á mónuði: 900 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.