Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 2
________________________FRETTIR__________________________ Meitillinn Frysting hefst að nýju Framkvœmdastjórinn: Reksturinn ekki eins vonlaus og hann var í haust. 20 - 30 manns fá vinnu til viðbótar við þá 70 sem eru á launaskrá fyrirtœkisins Herœfingar Kvennalisti mótmælir Kvennalistakonur mótmæla þeirri óhæfu að umfangsmiklar heræfingar skuli leyfðar hér á landi og það á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn. Það hlýtur að vekja furðu hvers sómakærs íslendings að stjórnvöld skuli glúpna fyrir slíkri ögrun. Kvennalistakonur eru andvíg- ar hernaðarumsvifum og hugar- fari hermennskunnar og þykir sem varla hafi birst hér á landi jafn glöggt dæmi um hernám hug- ans. Þjóðhátíðardegi íslendinga væri betur varið til að reyna að uppræta slíkt hugarfar en ala á því. - Við höfum ákveðið að hefja takmarkaða frystingu á morgun fímmtudag og við það fá 20 - 30 manns vinnu. Ástæðan er að verð fyrir frystar afurðir er núna betra en áður vegna gengisbreytinga og við teljum reksturinn ekki eins vonlausan og hann var í haust,“ sagði Páll Jónsson framkvæmda- stjóri Meitilsins hf. í Þorlákshöfn. Eins og kunnugt er hætti fyrir- tækið allri frystingu sjávaraíla sl. haust þegar ljóst var að það mundi leiða til gjaldþrots vegna vonlausrar rekstrarstöðu fryst- ingarinnar. Þá voru á launaskrá fyrirtækisins 190 manns sem öllum var sagt upp og komu upps- agnirnar til framkvæmda 1. októ- ber. Að sögn Páls Jónssonar fram- kvæmdastjóra Meitilsins hafa um 30 manns unnið hjá fyrirtækinu við saltfiskvinnslu í vetur og 40 við útgerð. Þegar byrjað verður að frysta á ný verður heildar- starfsmannafjöldi fyrirtækisins um 100 manns. Páll sagði að ekki þýddi lengur að salta vertíðarufs- ann þar sem hann væri verðlaus og eins félli alltaf til fiskur í saltfiskvinnslunni sem ekki væri hægt að koma í verð nema með þvi að frysta hann. Aðspurður hvort Meitillinn hefði fengið einhverja opinbera aðstoð til að hefja frystingu að nýju sagði Páll svo ekki vera. Sér- stakur starfsmaður var nýlega ráðinn til að vinna að sameiningu fiskvinnslufyrirtækjanna Glett- ings og Meitilsins og sagði Páll ekkert að frétta af þeim málum ennþá. -grh Slysavarnafélag íslands Nýr björgunarbátur I fyrradag kom til heimahafnar í Reykjavík Henry A. Hálfdáns- Leiðrétting Spurning varð upphrópun Meinleg mistök urðu við prent- vinnslu fréttapistils um fjölmiðla- sjóð sem ætlunin er að stofna með breytingu á útvarpslögum. í aðalfyrirsögn tók spurningar- merki hvimleiðum stakka- skiptum og varð upphrópunar- merki. Einsog glöggir Iesendur hafa náttúrlega áttað sig á við lestur greinarinnar var það niður- staða höfundar að fjölmiðlasjóð- urmeð 12% auglýsingagjaldi yrði ekki baggi á herðum blaðaútgef- enda. Þvert á móti. ks I son sem er 70 tonna björgunar- bátur sem Slysavarnafélag Is- lands keypti frá Englandi. Heimahöfn bátsins var áður í Kir- kwall á Orkneyjum þar sem hann gegndi veigamiklu björgunarhlu- tverki á því erfiða hafsvæði. Hann kemur í stað Gísla J. Jo- hnsens sem fer til Hafnarfjarðar. Forráðamenn Slysavarnafé- lagsins sóttu bátinn í síðustu viku og sigldu honum heim með við- komu í Færeyjum. Að sögn Hálf- dáns Henryssonar hrepptu leiðangursmenn slæmt veður á leiðinni og reyndist báturinn í alla staði mjög vel. Fyrir utan að sinna björgunarverkefnum sem kunna að koma upp mun Slysa- varnaskóli sjómanna, Sæbjörg, einnig njóta góðs af honum við kennslu og þjálfun sjómanna. Báturinn er mjög vel útbúinn og eru byrðingur og þilfar úr stáli, en lúkarskappi og yfirbygging úr áli. Botninn er tvöfaldur og síð- urnar líka og hólfaðar í mörg uppdrifs- eða flotrými. Alls eru 43 vatnsþétt rými í bátnum. Hann er knúinn tveim 230 hestafla að- alvélum, sem hvor um sig er í sjálfstæðu vatnsþéttu vélarrúmi og ganghraðinn er 11,5 sj ómflur á klukkustund. Þá er báturinn bú- inn öflugum slökkvi- og björgun- ardælum auk margháttaðs annars öryggisbúnaðar. A framþilfari er 16 feta slöngubátur með40 hest- afla utanborðsvél til notkunar á grunnsævi. í áhöfn Henrys A. Hálfdánssonar verða 5 manns. -grh oJL. WMWíWí ^ 1 Læknafélag Reykjavíkur hefur fest kaup á húsi því er áður stóð við Tjarnargötu 11. Fyrirhugað er að nýta húsið til barnaheimilishalds. Holiday Inn lýst gjaldþrota Skiptaréttur Reykjavíkur tók í gærmorgun bú Holiday Inn hót- elsins til gjaldþrotaskipta. Síð- ustu fimm mánuði hefur hótelið verið í greiðslustöðvun en ekki tókst á þeim tíma að finna varan- lega lausn á erfiðri skuldastöðu. Skuldir hótelsins nema tæpum 700 miljónum. Hótelið var aug- lýst til sölu og kom aðeins eitt tilboð, frá bresku hótelkeðjunni Trusthouse Forte uppá 350 milj- ónir. í yfirlýsingu sem eigandi Holiday Inn hótelsins, Guðbjörn Guðjónsson, sendi frá sér í gær, segir m.a. að allt greiðslustöðv- unartímabilið hafi verið unnið sleitulaust og af heilindum að því að finna kaupanda að eigninni og að fá aukið hlutafé. Það hafi ekki tekist og því ekki um annað að ræða en afhenda bú félagsins Skiptarétti til gjaldþrotaskipta. Menntamálaráðherra heimsækir Austfirði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra mun heimsækja Egilss- taði, Reyðarfjörð og Norðfjörð í þessari viku. í kvöld heldur ráð- herrra opinn fund með skólafólki og áhugafólki um skólamál í Menntaskólanum á Egilsstöðum. í fyrramáiið verður farið til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Norðfjarðar og heimsóttir skólar og aðrar stofnanir er heyra undir ráðuneytið. Annað kvöld verður síðan fundur um skólamál í Nes- kaupstað. Á föstudag heimsækir ráðherra Eiða og Hallormsstað og skóla og stofnanir á Egilsstöð- um. í för með Svavari verða þær Gerður G. Óskarsdóttir ráðu- nautur í uppeldis- og menntamál- um og Guðrún Ágústsdóttir að- stoðarmaður ráðherra. Útflutningsverðlaun á sumardaginn fyrsta Þann 20. aprfl nk., á sumardag- inn fyrsta, verða í fyrsta sinn veitt sérstök útflutningsverðlaun fors- eta fslands, til einstaklinga eða fyrirtækja, innlendra eða er- lendra, sem unnið hafa sérlega gott starf til að auka sölu á ís- lenskum vörum og þjónustu er- lendis. Sérstök úthlutunarnefnd hefur verið skipuð og eiga sæti í henni þeir Þorvaldur Gylfason, Ólafur B. Thors, Ragna Berg- mann, Kornelíus Sigmundsson og Ingjaldur Hannibalsson. For- seti íslands mun afhenda verð- launin en til þeirra er stofnað í samvinnu embættis forseta og Útflutningsráðs. Meirihlutinn vill 2 flugfélög Mikill meirihluti aðspurðra telur æskilegt að hér á landi séu rekin tvö flugféiög sem sinni utanlands- flugi. Þetta kemur fram í skoð- anakönnun sem Gallup á íslandi gerði á dögunum fyrir Arnarflug. Af þeim sem svöruðu töldu 79,2% æskilegt að hafa tvö flugfélög í utanlandsflugi, 13,2% töldu það óæskilegt og 7,6% höfðu ekki skoðun á málinu. Spurt var: Telur þú æskilegt eða óæskilegt, að starfandi séu tvö ís- lensk flugfélög í utanlandsflugi? Af 624 sem voru í úrtaki svöruðu 620. Barnaheimili unglækna Læknafélag Reykjavíkur hefur fest kaup á hinu reisulega timbur- húsi sem áður stóð við Tjarnar- götu 11 og flutt var suður í Skerjafjörð þegar rýma þurfti lóðina fyrir ráðhúsbygginguna miklu. Fyrirhugað er að reka barna- heimili í þessu húsi og munu það vera foreldrar úr Unglæknafélag- inu sem að því standa. Læknafé- lag Reykjavíkur kaupir húsið af borginni en foreldrafélagið sér síðan um rekstur þess.. Gert er ráð fyrir því að húsið rúmi ein þrjátíu börn og er einnig ætlunin að stofnsetja skóladag- heimili eftir þörf. Aðdragandi þessa er sá að í haust kölluðu ungir kvenlæknar til fundar og kynntu málið sem hlaut góðar undirtektir foreldra úr læknastétt. Hingað til hafa læknar ekki fengið inni fyrir börn sín á barnaheimilum sjúkrahúsa- nna þar sem heimilin eru ein- vörðungu ætluð hjúkrunarfólki, þ.e. hjúkrunarfræðingum og í einstaka tilfellum sjúkraliðum en ekki læknum, Sóknarkonum né öðru starfsfólki sjúkrahúsanna. Að öllum líkindum mun starf- semin hefjast í sumar og er gert ráð fyrir að dagheimilisgjald fyrir hvert barn verði um kr 24.000 á mánuði. eb 20 miljónir fyrir hvalkjöt í fyrra Á síðasta ári voru einungis 180 tonn af hvalkjöti og öðrum hvala- afurðum seld úr landinu fyrir um 20 miljónir króna, að því er fram kemur í verslunarskýrslum Hagstofunnar. Þetta er minnsti útflutningur á hvalaafurðum frá því vísindaveiðar hófust. Árið 1987 voru flutt úr um 2800 tonn og árið 1986 eftir fyrstu vísinda- veiðavertíðina voru seld úr landi 1.900 tonn af hvalkjöti. Útflutn- ingur árin á undan var um 4-5000 tonn. Eggert ísaksson skrifstofu- stjóri Hvals hf. segir þessar tölur ekki marktækar fyrir útflutning á síðasta ári, því mjög óreglulega sé skipað út þessi síðustu ár og nokkrar birgðir séu enn í landinu. Haförninn opnar að nýju Nú er útlit fyrir að fiskvinnsla hefjist á nýjan leik í Haferninum hf. á Akranesi von bráðar í kjöl- far ákvörðunar um að auka hluta- fé þess um allt að 100 miljónir króna. Fyrirtækið hefur verið lokað frá því um áramótin vegna rekstrarörðugleika en fyrir þann tíma unnu um 80 manns hjá því. Bæjarstjórn Akraness hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti að heimila kaup á hlutafé til að stuðla að endurskipulagningu á fjárhag þess og beiðni fyrirtækisins og kaupstaðarins um þátttöku Byggðasjóðs hefur verið send Byggðastofnun. Auk þess er gert ráð fyrir þátttöku fleiri aðila, en endanleg niðurstaða hvað varðar hlutafjárkaup einstakra aðila mun væntanlega fást á næstu dögum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.