Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Áformin um varaflugvöll Engin ákvörðun hjá Nató Átlantshafsstjórn Nató svarar spurningum Þjóðviljans um varaflugvallarmátið. Yfirlýsingar herforingja íNorfolk ogKeflavíkstangast verulega á við upplýsingar „varnarmálaskrifstofu“ og fullyrðingar utanríkisráðherra Engin ákvörðun hefur enn ver- ið tekin um það hvort Nató kostar hugsanlega gerð varaher- flugvallar á Norðurlandi. Þar af leiðandi hefur Nató heldur ekki samþykkt að greiða svokallaða forkönnun eins og utanríkisráð- herra hefur haldið fram. Ekkert er enn hægt að segja til um það hvað flugvallargerðin kæmi til með að kosta og talsmaður Atl- antshafsherstjórnar Nató segist aðeins hafa séð töluna 11 milj- arða nefnda í íslensku blöðunum. Mannvirki þetta yrði að sjálf- sögðu skilgreint sem hernaðar- mannvirki enda yrði völlurinn kallaður Varaflugvöllur Atlants- hafsbandalagsins. Þetta er það helsta sem lesa má útúr svörum Atlantshafsher- stjórnar Nató við spurningum sem Þjóðviljinn beindi til yfir- manna bandaríska herliðsins í síðasta mánuði. Um það ieyti sem Nýtt Helgar- blað Þjóðviljans gerði úttekt á varaflugvallarmálinu 11. mars leitaði blaðið meðal annars upp- lýsinga hjá Scott Wilson, blaða- fulltrúa Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli. Niðurstaða þess samtals varð sú að Wilson bauðst góðfúslega til þess að leita eftir formlegum svörum Atlantshafs- herstjórnar Nató í Norfolk í Bandaríkjunum við spurningum um stöðu varaflugvallarmálsins. Æðsti yfirmaður Atlantshafs- flota Bandaríkjanna er sjálfkrafa stjórnandi Atlantshafsherstjórn ar Nató (SACLANT). Á friðar- tímum er svonefndur fastafloti Nató eini heraflinn sem þessi her- stjórn hefur yfir að ráða, en á stríðstímum færist allur herafli Natóríkjanna á Atlantshafi og við strendur þess undir stjórn flotaforingjans bandaríska. Samþykkt? Kostnað- ur? Hlutdeild? Spumingarnar vom þessar: Hefur Norður-Atlantshafsráð- ið eða Varnaráætlunarnefnd Nató samþykkt að kosta gerð varaflugvallarins? Hver er áætlaður kostnaður við framkvæmd forkönnunar og hver greiðir þann kostnað? Hvernig munu þessir 11 milj- arðar, sem sagt er að mannvirkið muni kosta, skiptast milli þeirra aðila sem gangast undir að borga • brúsann? Svar hefur nú borist frá Nor- folk, og sagði Wilson blaðafull- trúi að yfirmaður herstöðvarinn- ar í Keflavík, Eric McVadon, hefði einnig Iesið það yfir. Svarið er svohljóðandi: „Við væntum þess að kostnað- ur við forkönnun og gerð vara- flugvallar Nató á norðurströnd Islands verði að hluta ef ekki að öllu leyti greiddur úr sjóðum Atl- antshafsbandalagsins. Hins vegar er á þessu stigi hvorki rétt né mögulegt að ræða hugsanlegt kostnaðarverð eða hlutfallslega skiptingu kostnaðar þar eð málið er ekki komið svo langt að hægt sé Awacs-ratsjárvél yfir Stokksnesstöðinni í fylgd tveggja orrustuvéla af F—15 gerð. Wilson blaðafulltrúi segir að þær mundu ásamt Orion- kafbátaleitarvélunum hafa viðdvöl á hugsanlegum varaflugvelli Nató norðanlands „þegar aðstæður krefjast þess“. (Mynd: Bandaríkjaher) að nefna nokkrar raunhæfar tölur. Umfang verksins getur farið mjög eftir því hvar flugvellinum verður endanlega valinn staður og það hefur aftur í för með sér að miklu getur munað í byggingar- kostnaði. Aðrar tölur eins og fram- lag hvers einstaks aðildarríkis í hinn sameiginlega mannvirkja- sjóð geta breyst á komandi árum. Lögð skal áhersla á að við erum nú á fyrsta stigi málsins, er við hefjum forkönnunina. Eftir að forkönnuninni er lokið mun yfir- maður herafla Nató, þ. e. æðsti yfirmaður Atlantshafsherstjórn- ar Nató sem aðsetur hefur í Nor- folk í Virginíu, ákveða hvort æskilegt eða hagkvæmt sé að byggja varaflugvöll. Viðtökurík- ið, Island, ákveður hvort það vill bjóða Nató að taka þátt í slíkri byggingarframkvæmd. Ef báðir þessir aðilar veita samþykki sitt hefst verkfræðivinna við að gera áætlun um byggingu varaflug- vallarins.“ Síðasta spurningin var um mótuð rök af hálfu Atlantshafs- bandalagsins fyrir hernaðarlegri nauðsyn varaflugvallar. Og svar- ið var þetta: „Varaflugvöllur Atlantshafs- bandalagsins verður notaður sem aukaflugvöllur er flugvélar geta snúið til sér til ef ekki cr hægt að lenda í Keflavík eða Reykjavík sökum veðurs. I þessu sambandi vil ég vísa til bréfs Wörners aðal- ritara frá 10. janúar 1989 sem segir að á friðartímum muni ekk- ert herlið hafa fast aðsetur á flug- vellinum og þar verði engar vopnageymslur. Ríkisstjórn Is- lands mun annast rekstur flug- vallarins og viðhald og veita al- menna flugvallarjyónustu allan sólarhringinn. A stríðstímum verður flugvöllurinn til nota í hernaðarskyni. Séð mun verða til þess að Nató veiti fé til að kosta byggingaframkvæmdir við flug- vöJlinn.“ Samkvæmt þessu er þessi for- könnun liður í upplýsingaöflun yfirmanns Atlantshafsherstjórn- ar Nató áður en hann tekur endan- lega ákvörðun að höfðu samráði við varnarmálaráðuneyti aðildar- ríkja mannvirkjasjóðsins um hvort hann mælir með því við Varnaráætlunarnefnd Nató að hún samþykki varaflugvallar- gerðina. Engin ákvörðun hefur enn ver- ið tekin um það hvort Nató muni borga forkönnunina, eins og utanríkisráðuneytið heldur fram, aðeins að þess sé vænst að Nató greiði bæði könnunina og flug- vallargerðina. Ekkert er vitað um það hvað forkönnunin á að kosta og enn minna er vitað um kostnað við I BRENNIDEPLI sjálfa flugvallargerðina því að engin kostnaðaráætlun hefur ver- ið gerð og flugvellinum hefur ekki enn verið valinn staður. Veit ekkert um miljarðana Þegar Þjóðviljinn spurði Scott Wilson nánar um 11 miljarðana sem mjög hefur verið haldið á lofti í varaflugvallarumræðunni svaraði hann: „Ég veit ekkert hvaðan þessar tölur eru komnar. Ég hef bara séð þær í þýðingum úr íslensku blöð- unum.“ Svarið við spurningunni um hernaðarþörfina er ekki mjög skýrt. Þar er aðeins tekið fram að á vellinum yrði ekki hernaðarlegt starfslið og engar vopnageymslur á friðartímum. Það segir ekkert til um það hverskonar not Banda- ríkjaher og Nató ætli sér að hafa af flugvellinum að öðru leyti. Wilson var því spurður nánar hvort herinn mundi ekki áskilja sér rétt til að herflugvélar hefðu viðdvöl á varaflugveliinum þegar henta þætti. Blaðafulltrúinn svaraði því til að flugvélar Bandaríkjahers, til dæmis Awacs-vélarnar, F-15 or- ustuþoturnar, og Orion- kafbátarleitarvélarnar myndu hafa viðdvöl á varaflugveilinum þegar aðstæður krefðust þess en hann vildi ekki meina að það yrði með reglubundnum hætti. Hann sagði hinsvegar að völl- urinn yrði herflugvöllur á stríðs- tímum. Þau orð hans er einfald- ast að túlka þannig að völlurinn yrði þá ekki lengur neinn „vara“- flugvöllur, heldur yrði herflug- vélum komið það þar fyrir, og þaðan haldið uppi hernaðarað- gerðum í átökum á norður- höfum. Hann sagðist ekki geta svarað þeirri spurningu hvort aðildarríki mannvirkjasjóðsins væru reiðu- búin til að standa straum af kostnaði við gerð borgaralegs mannvirkis á Islandi og sagðist aðeins geta sagt að fyrirhugað nafn flugvallarins væri: Varaflug- völlur Nató. Þegar hann var spurður hvort flugvöllurinn væri þá hernaðarmannvirki sam- kvæmt skilgreiningu var svarið stutt og laggott: „Já.“ Ögrun? í ljósi þess að varaflugvallar- málið er samkvæmt þessum svörum Nató á algjöru frumstigi hlýtur sú spurning að vakna hvort það hafi verið hugsað sem bein ögrun af hálfu Bandaríkjahers að þrýsta á um þessa framkvæmd við ríkisstjóm sem hefur þá yfirlýstu stefnu að heimila engar meiri- háttar hernaðarframkvæmdir hér á landi. í því sambandi er það eftirtekt- arvert að það var einmitt Morg- unblaðið sem fyrst blaða skýrði frá því að til greina kæmi að gera varaflugvöllinn í Meistaravík á Grænlandi. Dagblað danska kommúnistaflokksins, Land og folk, varð síðan til þess að taka fréttina upp eftir Morgunblað- inu. Þessar fréttir, sem kryddað- ar voru með fullyrðingum um að gerð varaflugvallar mundi kosta 11-15 miljarða íslenskra króna, vom mjög til þess fallnar að setja KVÖLDNAMSKEIÐ í HUGARÞJÁLFUN HUGEFLI Bolholti 4 6. apríl kl.19.00. Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: A Opnað aðgang að öflugustu hlut- um undirmeðvitundarinnar. A Náð djúpri slökun og sofnað á nokkrum mínútum. A Fyrirbyggt taugaspennu, kvíða og áhyggjur. A Hætt reykingum og ofáti. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. Námskeiðið verður haldið á hverju fimmtudagskvöldi í 4 vikur. Leiðb. er Garðar Garðarsson NLP pract. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Námskeiðahald, SÍMI: 3 00 55 Sendum bækling ef óskað er. Jl ÆSIR þrýsting á íslensk stjórnvöld um varaflugvöll hér heima. Þá liggur nærri að líta á bréf Manfreds Wörners sem mjög óviðeigandi íhlutun í íslensk mál- efni, bæði vegna þeirra blekkinga sem þar eru hafðar í frammi og þó sérstaklega vegna þess að vara- flugvallarmálið er ekki enn kom- ið á það stig að aðalritari Nató hafi yfirhöfuð nokkuð með það að gera. Einsog glöggt kemur fram í svarinu frá Norfolk er mál- ið enn í athugun hjá herforing- junum þar og langt frá því komið formlega á borð pólitískrar yfir- stjórnar hernaðarbandalagsins í Brússel. Rannsókn á „varnar- málaskrifstofunni“! Það vekur svo sérstaka athygli við þessi svör frá Atlantshafsher- stjórn Nató að þau stangast í mikilvægum atriðum á við það sem haldið hefur verið fram af Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra og ráðuneyti hans. Fullyrðingum um að Nató sé þegar reiðubúið að kosta lagn- ingu varaflugvallar á norðan- verðu íslandi verður ekki fund- inn staður í svörum herstjóranna í Norfolk, því að samkvæmt þeim hefur sú ákvörðun enn ekki verið tekin, - þótt ekki verði efast um almennan vilja Bandaríkjahers til þess. Þær tölur sem hér hafa verið hafðar uppi um kostnað við vara- flugvöllinn, 11 miljarðar ís- lenskra króna, og sýnast ættaðar frá utanríkisráðuneytinu, eiga sér samkvæmt svörunum frá Norfolk enga stoð. Þá hrekur talsmaður Banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli með svörum sínum þær staðhæf- ingar utanríkisráðherra á dögun- um um að hér sé alls ekki um hemaðarmannvirki að ræða. Þessi svör Atlantshafsher- stjórnar Nató og annað það sem komið hefur í ljós um varaflug- völl og heræfingar síðustu daga sýna að flest það sem frá utan- ríkisráðuneytinu kemur um þessi mál einkennist af vankunnáttu, undanbrögðum eða hreinum rangfærslum. Það er því full ástæða til að taka undir þá kröfu Páls Péturssonar þingflokksformanns Framsókn- armanna á þingi í fyrradag að gerð verði ítarleg úttekt á starfs- háttum hinnar svokölluðu varn- armálaskrifslofu í utanríkisráð- uneytinu. -m/vg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.