Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 9
Skógur og skógrækt á íslandi yfirlit eftir Sigurð Blöndal JARKENNSLA Efni greinarinnar tengist útvarpsþáttum Fjarkennslunefnd • ar um líffræði sem fluttir eru vikulega (mánudögum kl. 21.30) á RÚV/Ftás 1. Örstutt Náttúrlegur skógur í augum útlendinga er ísland skóglaust land. Hér eru engir náttúrlegir barrskógar, né hávax- in lauftré. Það sem við íslending- ar köllum skóg, er í augum út- lendinga frá skógalöndum lág- vaxið og kræklótt kjarr með ör- fáum undantekningum. Er þá eðlilegt, að ísland sé svo nakið land, sem raun ber vitni? Fullyrða má, að svo sé ekki. Björk er trjátegundin, sem myndar kjarr og skóg á íslandi. Þrjár aðrar trjátegundir finnast dreifðar innan um birkið: Reyni- viður kemur fyrir sem dreifð ein- stök tré víða um landið og getur orðið 8-10 m hár, þegar best lætur. Gulvíðir myndar víða all- stóra fláka sem lágvaxið kjarr, en finnst einnig sem dreifðir einstak- lingar innan um birkið og getur orðið 6 - 7 m hár við bestu vaxtar- skilyrði. Blæösp finnst á örfáum stöðum, einkum á Austurlandi, í birkiskógi og -kjarri. Hún hefir náð 7 m hæð, en getur vafalaust orðið talsvert hærri. Öruggt má telja, að birki- skógur og -kjarr sé það, sem í grasafræðinni er nefnt “há- marksgróður“ á þurrlendi upp í 3 - 400 m hæð yfir sjávarmáli. Með þessu er átt við, að þegar náttúr- legur gróður hefir náð jafnvægi við ríkjandi loftslag, er birkið sú planta, sem drottnar í gróður- samfélaginu. Þá er forsendan sú, að engin áhrif séu af búsetu mannsins og húsdýra hans, sem flest eru beitardýr. Þetta hvort tveggja breytir mjög mikið sam- setningu gróðurlendisins: Þegar maðurinn heggur skóginn, breytist gróðurlendið þannig, að hlutfall grastegunda eykst mjög mikið og grös eru einmitt mikil- vægustu fóðurjurtir margra beitardýra, t.d. nautgripa, sauðfjár og hrossa, sem eru ein- mitt þýðingarmestu húsdýr á ís- landi. Það er nokkuð víst, að hin margfræga setning Ara fróða í ís- lendingabók: „í þann tíð var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru“, sé góð lýsing á ásýnd ís- lands, eins og hún blasti við land- námsmönnum. Fyrir landnám voru hér engir menn til að höggva skóginn, né beitardýr til þess að hindra endurnýjun hans. Víðátta biricilendisins væri Sigurður var við skógræktamám í Noregi 1946-52 og varð skóg- fræðikandídat frá Landbúnað- arháskóla Noregs. Hann starfaði að ýmsum verkefnum hjá Skóg- rækt ríkisins 1952-55, aðallega á Hallormsstað. Skógarvörður á Austurlandi 1955-77, skógrækt- arstjóri frá 1977. sennilega fjórðungur til þriðjung- ur af flatarmáli íslands, ef gróð- urfarið væri í loftslagsjafnvægi. Náttúrleg endumýjun birki- skógarins fer fram með tvennum hætti: (1) Með teinungum, sem vaxa upp af rótarhálsi trésins og (2) með fræi. í náttúrlegum skógi gerist það að langmestu leyti með rótarhálsteinungum, því að birki- fræ á mjög erfitt með að skjóta rótum í birkiskógarbotni, þar sem engin beit er. Birkifræið nær að skjóta rótum í landi, sem er hulið gisnum gróðri eða engum. Skógvernd og skógrækt 1 lögum um skógrækt, sem fyrst vora sett árið 1907 var Skóg- rækt ríkisins stofnsett. Lögin hafa verið endurtkoðuð nokkram sinnum og í þeim, sem nú gilda, er þessari ríkisstofnun ætlað eftir- farandi hlutverk: að vernda skóg og skógarleifar, sem fyrir era í landinu, að rækta nýjan skóg, þar sem henta þykir, að leiðbeina um meðferð skógar og hvaðeina, er að skógrækt lýtur. Hér á eftir verður einkum rætt um ræktunina. Skógur er ræktaður hér á landi með íslensku birki og innfluttum trjátegundum. í ræktuninni era nær eingöngu notaðar plöntur, sem fyrst era aldar upp í gróðrar- stöðvum - einkanlega af fræi - og síðan gróðursettar í landið, sem á að græða skógi. Innflutningur trjátegunda Um síðustu aldamót hófu nokkrir Danir tilraunir í skóg- rækt á íslandi með innfluttum trjátegundum. í mörgum Evr- ópulöndum - m.a. Danmörku - hafði slíkt verið reynt lengi og víða með góðum árangri. Hér virtist þetta sérlega freistandi, þar eð í landinu var aðeins ein tegund, sem myndaði samfellda skóga. Þessar tilraunir stóðu í rúman áratug, en var þá hætt, vegna þess að þær þóttu ekki bera nógu góðan árangur. Samt er það nú svo, að núna standa einstök tré og litlar þyrpingar sem fögur minnismerki um þessa viðleitni hugsjónamanna og era mikils- verðar fyrir þá, sem fást við skóg- rækt nú. Þessi stefna var svo tekin upp aftur á fjórða áratug aldarinnar, eftir að Hákon Bjarnason varð skógræktarstjóri. Síðar var mönnum svo ljóst, að íslenskt gróðurríki, sem hefír innan sinna vébanda ákaflega fáar tegundir, gefur ranga mynd af gróðurskilyrðum. Hér geta miklu fleiri tegundir vaxið en þær, sem gátu borist til landsins af sjálfsdáðum. Auk þess hafði um helmingur þeirra lifað af síð- ustu ísöld. Eftir síðustu heimsstyrjöld hófst þessi innflutningur svo af miklum krafti og stendur enn. Skógrækt ríkisins hefir flutt inn og reynt yfir 100 tegundir trjáa frá meira en 1000 stöðum víðs vegar á jörðinni. Um 10 þeirra eru nú ræktaðar í nokkrum mæli og 5 mynda stofninn í skógrækt á íslandi í dag: Lerki frá Rússlandi og Síberíu. Sitkagreni og skyldar tegundir frá Alaska. Stafafura frá Alaska. Alaskaösp frá Alaska. Blágreni úr Klettafjöllum Norður-Ameríku. A.m.k. 8 tegundir hafa þegar numið hér land. í því felst, að þær bera þroskað fræ, sem nær að spíra í villtri náttúra og vaxa upp sem sjálfstæður einstaklingur af sjálfsdáðum. Þetta er ákaflega þýðingarmikið atriði, því að það sannar þá kenningu, sem áðan var á minnst, að miklu fleiri trjá- tegundir geta vaxið hér af sjálfs- dáðum en fyrir era, ef þeim er hjálpað til að komast yfir hafið. Þær vaxa líka sums staðar miklu betur en við mátti búast fyrirfram og sumar sýna ótrúlegt þolsvið í mismunandi umhverfi, bæði að því er varðar loftslag og jarðveg. Vissulega höfum við orðið að þola vonbrigði með sumar þessar innfluttu trjátegundir, sem mikl- ar vonir vora bundnar við. Eink- um hafa meindýraplágur reynst þungar í skauti. Norska skógar- furan er gleggsta dæmið um það. Hún var mikið ræktuð hér um 10 ára skeið, en við urðum að hætta því vegna skorkvikindis, sem drap hana að mestu leyti. Enn herja slíkar plágur hér við og við, en það er sígild saga, þar sem tré era flutt inn af fjörrum löndum. Á íslandi era loftslags- skilyrði á margan hátt lakari en víðast hvar í skógalöndum, sem gerir trén veikari fyrir en ella, og auk þess eru hér færri tegundir meindýra en á meginlöndunum, sem þýðir, að þau innfluttu meindýr, sem við berjumst við, eiga fáa náttúrlega óvini. Meginreglan, sem notuð er við að velja tegundir og kvæmi af þeim til innflutnings, er sú, að sækja fræ eða græðlinga til svæða, þar sem lengd vaxtartíma og sumarhiti er líkt því, sem hér er. Virðist þetta eiga sérstaklega við fyrra atriðið. Þannig sýnir það sig, að lerki frá Rússlandi og Sí- beríu, sem hér dafnar ágætlega, hefir þróast við mun hærri sumar- hita en hér getur orðið, en lengd vaxtartímans er víða svipuð. Hvers konar skógur? Skógur er ræktaður í mismun- andi tilgangi og eftir því eru hon- um gefin mismunandi heiti: Verndarskógur Nytjaskógur Útivistarskógur Skjólbelti Auðvitað skarast þetta meira og minna. Þannig er allur skógur verndarskógur í þeim skilningi, að hann er besta vernd jarðvegs fyrir vatns- og vindrofi. Allur skógur er einnig vemd fyrir þann undirgróður, sem er hluti af vistkerfinu á hverjum stað. Nefna má það dæmi, að ýmsar jurtir vaxa aðeins í skógi, sem samsettur er af ákveðnum trjá- tegundum. Ef skógurinn hverfur, hverfa þessar tegundir líka. Af því að skógurinn er efsta hæðin í margbrotnu vistkerfi, ræður hann svo miklu um þýðingar- mikla vaxtarþætti eins og skjól, loft- og jarðvegsraka, samsetn- ingu jarðvegs, ljósmagn. Þannig skapar allur skógur skjól, bæði utan skógar að vissu marki og alltaf innan hans. Hins vegar er ekki allur skógur nytjaskógur. Með þessu hugtaki er átt við skóg, sem framleiðir efnahagsleg verðmæti. Til þess eru sumar trjátegundir betri en aðrar. Ákveðnar kröfur era gerð- ar um vöxt og vaxtarform, eftir því hvaða afurðir á að fá úr skóg- inum. Þannig eru t.d. þær 5 trjá- tegundir, sem nefndar vora fyrr í þessari grein og nú er mest rækt- að af hérlendis, heppilegastar í ræktun nytjaskógar. Um útivistarskóg gegnir öðra máli. í slíkum skógi eru litlar kröfur gerðar um vöxt og vaxtar- form trjánna. Skógur, sem er ekki nema 4-5 m hár, getur verið ágætur útivistarskógur og trén mega alveg eins vera bogin eða kræklótt eins og með þráðbeinan bol. Fjölbreytni í tegundum er þýðingarmikið atriði í útivistar- skógi. Þangað sækja menn skjól, kyrrð, angan, litskrúð og ein- hverja stemningu, sem allt þetta felur í sér. Óhætt er að fullyrða, að víðast hvar á íslandi, þar sem fólk býr, sé hægt að rækta skóg, sem hefir gildi fyrir útivist. Sama verður ekki sagt um nytjaskóg. Aðeins lftill hluti landsins býður slík vaxtarskilyrði, að ræktun hans sé fýsileg. Skjólbelti er svo enn ein teg- und skógræktar, sem hefir sérs- taka þýðingu í landbúnaði fyrir grasræict, akuryrkju, garðrækt og fyrir húsdýrin. Ræktun skjólbelta er síðasta stig ræktunarbyitingar- innar í íslenskum landbúnaði, sem enn er að mestu eftir að hrinda í framkvæmd. Ræktunar- aðiljar Skógrækt ríkisins er lögum samkvæmt ætlað að hafa yfir- stjórn skógræktarmála, svo sem tíðkast í flestum löndum. Á veg- um þeirrar stofnunar hefir hingað til verið efnt til allvíðtækrar skóg- ræktar á nokkram stöðum á landinu og nokkur af kunnustu birkiskóglendum landsins eru í eigu eða umsjá hennar. Skógræktarfélög landsins eru yfir 40 talsins og mynda lands- sambandið Skógræktarfélag ís- lands. Til samans era þau stærsti skógræktaraðilji landsins og njóta sum þeirra veralegs stuðn- ings sveitarfélaga, sem hafa falið þeim skógræktarstarfið innan sinna vébanda. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Eyfirðinga eru langstærstu dæmin um þetta. Meginmarkmið skógræktarfélag- anna er ræktun útivistarskóga. Hafin er nú nokkur skógrækt á bújörðum bænda með styrk frá ríkinu og undir yfirstjórn Skóg- ræktar ríkisins. Þetta er eingöngu nytjaskógrækt. Margir einstaklingar stunda skógrækt sér til hugarhægðar, einkum við sumarbústaði. Marg- ir þeirra ná undraverðum árangri og óvæntum, oft við skilyrði, sem virðast ör.dverð. Nokkrir einstaklingar hafa lagt út í umfangsmikla skógrækt fyrir hugsjónina eina að fegra land sitt. Má sjá hjá þeim sumum glæsilegan árangur. Loks er þess að geta, að nokk- ur fyrirtæki hafa byrjað skógrækt á landi, sem er ætlað starfsfólki þeirra til útivistar. Nokkur heimildarrit: Ársril Skógrœktarfélags Islands. Meginheimild. Hefir komið út síðan 1932. Skógarmál. Afmælisrit tileinkað Há- koni Bjarnasyni skógræktarstjóra sjötugum. Safn ritgerða um skóga og skógrækt. Fjarkennslunefnd er nefnd sem skipuð er af menntamálaráðuneyti til að vinna að eflingu fjarkennslu hér á landi. Framkvæmdastjóri Fjar- kennslunefndar er dr. Sigrún Stef- ánsdóttir, vs. 693000. Umsjón með gerð útvarpsþátta fjar- kennslunefndar annast Steinunn Helga Lárusdóttir. Umsjón með birtingu greina og efnis í tengslum við útvarpsþætti Fjar- kennslunefndar annast Jón Erlends- son, forstöðumaður upplýsingaþjón- ’ ustu Háskólans, vs. 629920-21. Miðvikudagur 5. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.