Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Fiskamir, brauðin og Ferðaskrífstofa Vatikansins Það dylst víst engum lengur að páfinn er að koma. Hin kaþólska undirbúningsnefnd hér hefur greinilega unnið rnikið starf til að auglýsa Ferðaskrifstofu Karols Wojtyla. f útvarpsviðtali þann 7. janúar sl. sögðu þeir Ólafur H. Torfason og Gunnar J. Friðriksson að ekki yrði um opinbera heimsókn að ræða og því engar veislur, en hins vegar myndi forseti fslands og ríkisstjórn taka á móti páfa. Þeir félagar gátu þess og að öryggis- gæsla yrði gríðarleg svo sem ann- ars staðar þar sem páfa þóknast að tylla fæti. í viðtali í helgarblaði Þjóðvilj- ans þann 13. janúar sl. segir aug- lýsingastjóri páfa, Ólafur H. Torfason, að það séu kaþólska kirkjan á íslandi, utanríkisráðu- neytið, þjóðkirkjan og Reykja- víkurborg sem standi að heim- sókn páfa. Ólafur getur þess einnig að páfakoman sé hirðis- heimsókn en ekki opinber heim- sókn hjá páfa. Af þessum orðum má ætla að ríkisstjórn íslands hafi boðið páfa hingað og sé reiðubúin að leggja í ómældan kostnað til að gæta hans fyrir íslenskum hryðju- verkamönnum. Er páfaheim- sóknin á fjárlögum og fóru fram umræður á Alþingi um þann kostnað sem lúterskir skattborg- arar þessa lands verða að bera? Ólafur H. Torfason sagði í áð- urnefndu útvarpsviðtali að páfi vildi ekki að heimsókn hans væri notuð í auglýsingasky ni fyrir vald- hafa (sic.!) og nefndi sem dæmi að páfi hefði ekki viljað að Marc- os Filipseyjaforseti tæki á móti honum. Þessi áróður Ólafs H. Torfasonar er hrollvekjandi hræsni og lygaþvæla. í fyrsta lagi verður sú niðurstaða dregin af ferðagleði páfa að höfuðmark- miðið sé auglýsingaskrum í þágu hans sjálfs og yfirstjórnar kirkj- unnar. í öðru lagi er það helber lygi og ómerkilegt skrum að halda því fram að páfaheimsóknir Karols Wojtyla sé ekki í þágu einstakra valdhafa annars vegar og til höfuðs öðrum valdhöfum hins vegar. Um það höfum við ótal dæmi frá Rómönsku Ameríku. Þar hefur þessi páfi undantekn- ingalaust tekið mjög ákveðna af- stöðu með viðbjóðlegustu harð- stjórum álfunnar, með fá- mennuiji afturhaldshópi há- klerka, en síðan hundskammað frjálslynda presta, kallað þá suma til sín á beinið í Vatíkaninu og hótað hörðustu refsingum kirkjunnar. Af alþýðu manna í þessum löndum hefur páfi krafíst skilyrðislausrar hlýðni og undir- gefni við ómennsk yfirvöld ríkis og kirkju. Reynt að fegra ímynd páfa Orð Ólafs H. Torfasonar um páfann og Marcos fyrrum Filips- eyjaforseta eru því ómerkilegur áróður, þar sem einstök undan- tekning er dregin fram til að fegra ímynd páfans. Staða Marcosar forseta var auk þess orðin óverj- andi og Bandaríkjastjórn hafði yfirgefið hann. Þar er ef til vill skýringin komin á afstöðu páfans til aumingja Marcosar. Er það líka skýringin á áherslu Ólafs H. Torfasonar á því að páfi megi helst ekki komast of nálægt ís- lensku ríkisstjórninni? Er þarna önnur undantekningin á sam- felldu syndaregistri páfa? í eftirmála bókarinnar „Trou- ble in the Backyard“ (ritstjóri Sigurður Hjartarson skrifar Martin Diskin; Pantheon Books, New York 1983) segir þýski rit- höfundurinn Gúnter Grass páfa til syndanna. Þar ávítar hann páfa réttilega fyrir hræsni og tvöfeldni í málflutningi og krefur hann svara við ákveðnum spurningum. Hann ber lof á páfa fyrir stuðning hans við pólskan verkalýð og andstöðu við ríkisvald kommún- istaflokksins í Póllandi. Hins veg- ar krefur Grass páfa svara um er hverju orði sannara. En það er ekki sama hver maðurinn er né hvernig þeir eru valdir sem fá áheyrn og persónulegar fyrirbæn- ir páfa. Oftar en einu sinni hefur páfi neitað að taka á móti sendi- nefndum mannréttindahreyfínga á ferðum sínum um Rómönsku Ameríku. Frægast er dæmið úr Chileför hans. Þá neitaði Karol Wojtyla að ræða við fulltrúa kirkjulegra mannréttindasam- Það þarf ekki að efa að þessi prestur tekur fremur pólska af- stöðu en suður-ameríska. Hann gat þess auðvitað ekki að skelf- ingarástandið í Líbanon væri öðru fremur verk hins kristna afturhalds í því landi, afturhalds sem einskis hefur látið ófreistað til að hindra að múslimskir landar þeirra næðu jöfnum rétti og kjörum. Þessi saklausi prestur hefði aðeins þurft að bæta við „Ímínum huga kemur ferðaskrif- stofustjórinn Karol Wojtyla ekki til íslands sem boðberi kristilegs kœrleika og brœðralags manna heldursem senditík viðurstyggi- legustu valdastétta Vesturlanda. “ það hvað móti þveröfuga afstöðu hans í hvert skipti og hann opni munninn vestan jártjalds og eink- um þó í Rómönsku Ameríku, þar sem búi vænn hluti kaþólikka heimsins. Þar standi hann nær undantekningalaust með yfir- völdum og gegn alþýðunni. Gúnter Grass segir að á þessari afstöðu páfa í Rómönsku Amer- íku sé þó ein undantekning: Nic- aragua. Þar varaði páfi lands- menn við löglegri lýðræðisstjórn landsins, lýsti yfir eindregnum stuðningi við erkibiskupinn í Managua, afturhaldspúkann Obando y Bravo, sem flestir Nic- araguamenn fyririíta, og hellti sér með stóryrðum yfir þá presta kaþólsku kirkjunnar í landinu, sem varið hafa málstað réttlætis og kristilegs bræðralags og stutt alþýðuna í lýðræðislegri um- sköpun þjóðfélagsins. Gúnter Grass dregur fram ýmsar samlíkingar með Sam- stöðu í Póllandi og Sandinistum í Nicaragua. í báðum tilvikum sé um alþýðuhreyfingar að ræða er risið hafi gegn kúgun og ofbeldi. Síðan spyr Grass páfann: „Má ekki vænta þess að þú, sem hefur sýnt í Póllandi samúð með þeim fátæku, þjáðu og ofsóttu, takir einnig upp baráttu gegn þeim ríku og máttugu, að sumum bisk- upum þínum og kardinálum með- töldum, og gegn öllum þeim sem styðja kúgun á alþýðunni? Við þessi orð hins þýska rithöf- undar má vissulega miklu bæta. Hvað eftir annað hefur þessi páfi gert sig sekan um að biðja sér- staklega fyrir háklerkum þeim í Rómönsku Ameríku, sem mark- vissast hafa unniö gegn hags- munum fátækrar og kúgaðrar al- þýðu. Þá presta sem aðhyllst hafa „Frelsunarguðfræðina," svo og alla þá presta aðra sem ekki hafa brugðist hinni kristilegu skyldu sinni að taka upp máls- vörn fyrir hrjáða alþýðu, hefur hann gagnrýnt harðlega. Hann hefur borið á þá svik við kirkjuna og óhlýðni við sig og aðra há- klerka kirkjunnar. Þá presta, sem barist hafa einarðlegast gegn yfirstéttarofbeldi í Rómönsku Ameríku, hefur hann vítt fyrir rangtúlkanir á boðskap Krists. Ekki sama hver maðurinn er Ólafur H. Torfason sagði að páfí tæki ekki á móti öllum. Það taka. Hins vegar lagðist hann á bæn með einum viðbjóðslegasta slátrara í sögu álfunnar, erkifas- istanum Augusto Pinochet, og frú hans.Ogað loknumþeimfyrir- bænum og persónulegu blessun- um til handa Pinochet og frú steig páfi fram á svalir Moncada- hallarinnar (þar sem þessi sami Pinochet lét myrða Salvador Al- lende í september 1973) og margblessaði þau fáu þúsund af stuðningshyski einræðisherrans, sem safnað hafði verið saman fyrir framan forsetahöllina. Hvað köllum við svona fram- komu? Fasistadekur, yfirstéttar- utanímigur, alþýðuhatur, svik við okkar smæstu og hrjáðustu meðbræður, svik við þann boð- skap sem páfi hvers tíma er valinn til að þjóna? í mínum huga kemur ferðaskrifstofstjórinn Karol Wojtyla ekki til íslands sem boð- beri kristilegs kærleika og bræðralags manna heldur sem senditík viðurstyggilegustu valdastétta Vesturlanda. Og þá spyr ég: Hvað er þessi maður að vilja hingað? Hvaða boðskap ætl- ar þessi ógeðfelldi afturhalds- fulltrúi að flytja okkur? Ætlar hann að gefa stjórn atvinnurek- enda persónulega handayfirlagn- ingu eða ætlar hann kannski að skamma láglaunalýðinn í þessu landi fyrir heimtufrekju og holl- ustuskort við almættið og at- vinnurekendur í landinu? Verður mannréttindasamtökum á íslandi ef til vill meinað að spyrja páfa um afstöðu hans til áníðslu ríkis- valds og atvinnurekenda gegn launþegum og til þjónkunar ríkis- valdsins við auðvaldið í landinu? Það væri forvitnilegt að vita hvort Wojtyla tæki pólska eða suður- ameríska afstöðu til þessara spurninga. Viöhorf kirkjunnar á íslandi Hver skyldu nú vera viðhorf kirkjunnar manna á fslandi til páfans og þess boðskapar er hann flytur um heimsbyggðina? f út- varpsmessu kaþólskra á öðrum degi jóla s.l. sagði séra Jakob Rolland m.a.: „Hugsum til Jers- ey Populescu í Póllandi, sem lét lífið fyrir trú sína fyrir fjórum árum. Hugsum til trúbræðra okk- ar í Líbanon, sem verið er að út- rýma úr landi sínu....“ þessa tölu: „Hugsum til trú- bræðra okkar í E1 Salvador (og í fleiri löndum Rómönsku Amer- íku), sem kvelja og myrða eigin trúbræður í þágu örfámennrar, skilningsvana yfirstéttar, yfir- stéttar sem nýtur til þess verkn- aðar sérstaks velvilja og blessun- ar alþjóðlegra auðfélaga og páf- ans í Róm.“ Þá hefði boðskapur- inn verið fullkomnaður. Kaþólska kirkjan á íslandi gæti kannski upplýst okkur hvort skoða bæri orð Sr. Rollands sem endurómun á skoðunum páfans og hvaða afstöðu íslenskum kaþ- ólikkum væri uppálagt að taka til kúgunar í þriðja heiminum. Er sú afstaða pólsk eða suður-amerísk? Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunn- ar þann 5. mars s.l. predikaði ungur maður við útvarpsmessu og kvað þar við nokkuð annan tón. Lagði hann út af sögninni um brauðin fimm og fiskana tvo og ræddi um þriðja heiminn og nauðsyn þess að tryggja fólki þar nægan mat. Bað hann þess að harðstjórn og kúgun linnti og að harðstjórar þriðja heimsins mættu veltast úr valdastólum. Ég geng að því vísu að þessi maður hafi verið vígður prestur lútersku kirkjunnar á fslandi og því langar mig að spyrja: Eru þessi orð hins unga prests í takt við boðskap íslensku kirkjunnar og yfírstjómar hennar? Ef svo er verður að ætla að íslenska kirkjan sé á öndverðum meiði við boð- skap páfans í málefnum þriðja heimsins. Og vilji íslenska kirkj- an halda reisn sinni og virðingu, getur hún þá tekið á móti Karol Wojtyla? Eða ætlar biskup vor og önnur kirkjuyfirvöld ef til vill að ávíta páfa fyrir svik við boðskap Krists? Við skulum ekki gleyma því, að í páfagarði er Lúter yfir- lýstur og fordæmdur svikari og uppreisnarmaður. Við íslending- ar höfum heldur ekki viðurkennt vald páfa né umboð hans til að túlka orð Krists í nálega hálfa fimmtu öld. Páfi virkjaður í markaðssókn Ég vænti þess að kirkjuyfirvöld opinberi afstöðu sína til orða og gerða páfa gagnvart alþýðu þriðja heimsins. Ég vænti þess einnig, að aðrir opinberir mót- takendur páfa skýri afstöðu sína til þessarar páfakomu. Gerðu þeir ráð fyrir að taka á móti páfa Miðvikudagur 5. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5 sem prívatmanni, sem venju- legum ferðaskrifstofustjóra, burt séð frá skoðunum hans? Eða taka þeir á móti Wojtyla sem páfa hinnar kaþólsku kirkju, sem út- skúfaði Lúter og hótaði okkur hinum helvítisvist? Taka þeir á móti Wojtyla sem sérstökum málsvara pólsks verkalýðs eða taka þeir á móti honum sem endanlegum dómara um fram- komu stjórnvalda gagnvart al- þýðu í Rómönsku Ameríku? Eða ætla þeir kannski að taka á móti páfa í þeim sérstaka tilgangi að örva íslenska fisksölu til kaþ- ólskra manna. Kannski páfinn ætli að taka hagstæða afstöðu til þorsksins og renna með því styrkari stoðum undir íslenska kapítalista. Kann- ske geta íslenskir fískframleið- endur fengið páfa til að skamma fiskverkafólk fyrir svívirðilega háar launakröfur. Það skyldi þó ekki vera að Halldór Ásgrímsson væri helsti hvatamaður að hingaðkomu páfa? Halldór gæti auðvitað reynt að virkja páfa til öflugrar markaðssóknar fyrir íslenskan fisk í Suðurlöndum. Og svo gæti hann í leiðinni sagt páfa ögn til í bókhaldi, ekki veitir páfa af eftir allt svindlið og óreiðuna í banka hans heilagleika í Róm. Ég mælist til þess að ríkis- stjórn íslands aflýsi þessari páfa- komu með skírskotun til alþýðu- fjandsamlegs málflutnings páfa og spari sér með því bæði fjárút- lát og smán. Verði páfakomunni hins vegar ekki aflýst vænti ég þess að yfir- völd landsins sýni frelsisást sína með því að taka páfa á beinið og krefja hann svara um afstöðu hans til stjórnvalda og alþýðu í Rómönsku Ameríku og til þeirra kaþólsku presta þar, sem reynt hafa að verja fólkið gegn arðráni og skepnuskap yfirstétta og há- klerka. Komi páfinn til landsins vil ég gjarnan mælast til þess við fjöl- miðla að þeir hunsi páfann og geri komu hans engin skil, ellegar að þeir skoði feril Karol Wojtyla ögn gagnrýnni augum og hætti að ausa yfír okkur hlægilegu páfaof- lofi og pápískum blekkingar- tuggum og að lepja upp áróðurs- slefuna úr Ólafi H. Torfasyni og öðrum auglýsingastjórum fyrir Ferðaskrifstofu Hans Heilag- leika Jóhannesar Páls II. Að lokum vænti ég þess að ráð- herrar Alþýðubandalagsins opin- beri skoðanir sínar til þessarar páfakomu og skýri sinn þátt í boði páfa hingað og móttökum þeim sem honum eru ætlaðar. Á föstudaginn langa. ITT j Sjónvarpstæki járfestíng i gæðum I i ' [/NOIVC>tP] ÍÆlfog FRYSTISKÁPAR Ótrúlegt verð IJMBp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.