Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR______________ Utanríkisráðherra Eðvarö Ingólfsson Verðlaun Meiriháttar stefnumót Eðvarð Ingólfsson hlaut verð- laun skólamálaráðs fyrir bestu unglingabók ársins 1988. „Meiri- háttar stefnumót“ er ellefta bók Eðvarðs og fjallar um fimmtán ára dreng, Svenna, frá Akranesi og samband hans við vinkonuna Agnesi. Bókin þykir lýsa sérlega vel sambandi og vináttu unglinga á þessum aldri. Eðvarð Ingólfsson er við fjöl- miðlanám í Alabama og Sigurjón Skúlason tengdafaðir hans tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Verðlaun fyrir bestu þýðingu bamabókar hlaut Ólafur B. Guðnason. Hann þýddi ítölsku barnabókina Ævintýraferðin eftir T. Wolfe og P. Holeinone. eb Húsaleiga hækkar Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkaði um 1,25% frá og með 1. apríl sl. Samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni helst þessi leiga síðan óbreytt næstu tvo mánuði þe. út júnímánuð. Hækkun bankagjalda mótmælt Neytendasamtökin hafa mót- mælt harðlega hækkunum banka og sparisjóða á þjónustugjöldum sínum. Segja samtökin að þessar hækkanir sem skipti í sumum til- fellum tugum prósenta og dæmi jafnvel um yfir 100% hækkun gjalda, séu í alla staði óeðlilegar í kjölfar birtinga ársreikninga banka og sparisjóða, sem sýna hundruð miljóna króna hagnað þessara fjármálastofnana. Rætt um Rússa- viðskipti Verslunarráð gengst fyrir ráð- stefnu um viðskipti okkar við So- vétmenn á Hótel Sögu á morgun fimmtudag kl. 14.00. Þar verður einkum fjallað um möguleika ís- lenskra fyrirtækja á að auka og taka upp fjölþættari viðskipti við Sovétríkin í framhaldi af þeirri þýðu sem er í þjóðlífi og stjórnmálum þar eysta um þessar mundir. Meðal framsögumanna á fundinum verður Yuri Kudin- ov, viðskiptafulltrúi Sovétríkj- anna á íslandi. McVadon lýgur ekki Herœfingarnar ekki á dagskrá ríkisstjórnarfundar ígœrmorgun verðum meiði. Steingrímur Her- en hefur ekki krafist þess að utan- þingmanna Framsóknarflokksins mannson segir þær tímaskekkju ríkisráðherra aflýsi þeim. Þorri fer með löndum. ks Samtök herstöðvaandstœðinga Heimavamarlið gegn innrásarliði Ingibjörg Haraldsdóttir: Þúsund manna innrásarlið kemur ekki inn í landið án þess að á móti því verði tekið McVadon fer ekki með fleipur. Hann er ekki að ræða um að íslensk stjórnvðld hafi veitt heim- ild fyrir heræfingunum í sumar heldur æfingaáætluninni í heild. Og það var gert löngu áður en ég varð utanríkisráðherra. Þannig fórust Jóni Baldvin Hannibalssyni orð þegar Þjóð- viljinn bar undir hann frétt úr bandarísku hernaðartímariti þar sem haft er eftir Eric McVadon, yfirmanni herstöðvarinnar í Kefl- avík, að íslenskir ráðamenn hafi fyrir sitt leyti fallist á æfingar 187. stórherfylkisins hérlendis. Sem kunnugt er skýrði utanríkisráð- herra frá því á alþingi í fyrradag að Bandaríkjamenn hefðu ekki sótt formlega um æfingaheimild fyrr en um helgina. Þá gat hann þess ennfremur að hann ætti eftir að veita leyfið. Heræfingarnar voru ekki á dagskrá ríkisstjórnarfundar í gærmorgun og því enn óvíst um lyktir málsins. Þingflokkur Al- þýðuflokksins sér fátt því til fyrir- stöðu að heimila æfingarnar en í þingflokki Alþýðubandalagsins vilja allir sem einn að þeim verði aflýst. Hinsvegar ríkir öllu meiri óvissa um Framsóknarmenn. Páll Pétursson og Guðni Agústsson vilja hindra áform um æfingar en Jóhann Einvarðsson er á önd- að er nauðsynlegt að okkar áliti að grípa til harðari að- gerða en við höfum gert að und- anförnu. Við munum því á næst- unni senda frá okkur auglýsingar um stofnun heimavarnarliðs til að stöðva yfirgang erlends her- valds hér í landinu. Heimavarn- arliðið mun m.a. æfa varnarvið- Félagið Ísland-Palestína hefur sent peninga þá sem söfnuðust í neyðarsöfnuninni handa palest- inskum föngum til viðtakenda í Palestínu. Það var Palestínski rauði hálfmáninn sem veitti pen- ingunum viðtöku og sá um að koma þeim í réttar hendur. Upp- hæðin sem send var nam rúmum 2.200 bandaríkjadölum, og eru það allir þeir peningar sem komu inn á söfnunarreikning félagsins. Framlögum er enn veitt mót- taka á gíróreikningi nr. 1136 í Al- brögð á Reykjanesi i kringum þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k. en skipulag þessara æflnga verð- ur tilkynnt síðar, segir Ingibjörg Haraldsdóttir formaður samtaka herstöðvaandstæðinga. - Ég get ekki upplýst nánar um þetta aö sinni, en það er alveg ljóst að við ætlum ekki að láta þýðubankanum við Suðurlands- braut. Seðillinn skal merktur Fé- lagið Ísland-Palestína, p.o.box.38, Ólafsvík, neyðar- söfnun. Nafnnúmer seðilsins skal vera 6755-9584. Félagið hyggst efna til hópferð- ar til Palestínu í síðari hluta maí- mánuðar. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í slíkri ferð eru beðn- ir um að hafa samband við Svein Rúnar Hauksson í síma 11302 eða Ólaf Gíslason í síma 28412. þúsund manna innrásarlið koma til landsins á;i þess að á móti því verði tekið, segir Ingibjörg. Á fjölmennum baráttufundi herstöðvaandstæðinga í Háskóla- bíói á sunnudag var samþykkt einróma ályktun þar sem mót- mælt er harðlega fyrirhuguðum heræfingum Bandaríkjamanna hérlendis. Þær gangi þvert á batn- andi ástand í alþjóðamálum, þar sem dregið hefur úr spennu og fyrstu skref til afvopnunar hafa verið stigin. - Þetta var mjög góður og fjö'- mennur fundur og ég er ekki viss um að allir hafi trúað því að her- stöðvaandstæðingar myndu fylla Háskólabíó á þessum fagra sunnudegi. Við finnum að okkar málstaður er í sókn. Áætlanir um enn frekari hernaðaruppbygg- ingu, varaherflugvöll og nú síðast fyrirhugaðar heræfingar í sumar hafa ýtt við fólki og það er farið að hugsa um þessi mál af meiri alvöru en áður, sagði Ingibjörg Haraldsdóttir. Palestínufélagið Söfnunarfé afhent John Spight og Sigrún Hjálmtýsdóttir sem Fígaró og Súsanna. Ljósm. J. Smart. Brúökaupsveisla í óperunni íslenska óperan frumsýndi Brúðkaup Fígarós eftir Mozart síð- astliðinn laugardag við gífurlegan fögnuð áhorfenda. Það var greini- lega samdóma álit áhorfenda að Sigrún Hjálmtýsdóttir hefði unnið stórsigur í hlutverki Súsönnu og er þá ekki á neinn annan hallað í þessari bráðskemmtilegu sýningu, þar sem allir lögðust á eitt. Athygli skal vakin á því að sýningar á Brúðkaupi Fígarós verða fáar þar sem Kristinn Sigmundsson, sem syngur eitt aðalhlutverkið, þarf að hverfa af landi brott í næsta mánuði. Símalínur voru rauðglóandi hjá óperunni í gær, og fólki er ráðlagt að panta sér miða í tíma. Næstu sýningar verða nk. föstudag og laugardag. Stefnuræður Sankara í kvöld kl.20.00 verður bókar- kynning í Sóknarsalnum á vegum Pathfinder-útgáfunnar. Það er safn af ræðum og ritgerðum afr- íska leiðtogans Thomas Sankara sem myrtur var 1987 sem sagt verður frá. Meðal annarra talar á fundinum annar ritstjóri bókar- innar, Doug Cooper, höfundur inngangs sem þýddur var f blaðið í gær. Hann sagði í samtali við Þjóðviljann að bókin væri ekki bara um Afríku heldur væri í rit- um Sankara margt sem höfðaði til áhugamanna um pólitík al- mennt. „Burkina Faso, ríkið sem Sankara leiddi, var og er lítið og fátækt land, en þar sannaðist að merkileg pólitísk þróun getur orðið á hinum undarlegustu stöð- um,“ sagðiCooper. Pathfinderer stærsta róttæka forlagið í Banda- ríkjunum. Það gefur m.a. út bækur um stjórnmál í S- Ameríku, ræður Fidels Castro og í fyrra kom frá þeim bók með ræðum og ritgerðum Che Gue- vara. Eldri útgáfa hafði lengi ver- ið ófáanleg og er hin nýja aukin áður óbirtu efni eftir Che. Doug Ccwper. Mynd: Jim. Aukin samskipti við Saudi-Arabíu í næsta mánuði fara fulltrúar frá þjónustufyrirtækjum í sjávar- útvegi til Saudi-Arabíu til að kanna möguleika á viðskiptum þjóðanna á sviði fiskvinnslu og útgerðar. Á dögunum dvaldi hér- lendis í boði sjávarútvegsráðu- neytisins dr. Nasser O. Alsaleh, forstjóri Saudi Fisheries Com- pany sem er stærsta fyrirtækið í útgerð, fiskvinnslu og fisksölu í Mið-Austurlöndum. Hann kom hér til að kanna möguleika á við- skiptum við fyrirtæki hér varð- andi tækjabúnað og stjórnun í út- gerð og fiskvinnslu og einnig möguleika á beinum kaupum á freðfiski. Eru taldar góðar líkur á að þessi heimsókn og fyrirhuguð kynnisför til Saudi Arabíu í næsta mánuði leiði til nokkurra við- skipta milli þjóðanna. Háskólinn fær tölvur að gjöf Apple tölvufyrirtækið og Radí- óbúðin afhentu nýverið Háskól- anum að gjöf 5 Macintosh tölvur af öflugustu gerð og er verðmæti gjafarinnar um 4,2 miljónir. Með tölvunum fylgdi einnig búnaður til að tengja þær tölvuneti Há- skólans. Þessi gjöf kemur í kjöl- far stóraukinnar sölu á Macint- osh tölvubúnaði hérlendis, en á sl. ári þrefaldaðist salan á slíkum tölvum hérlendis í kjölfar afsláttarsamnings ríkisins við Ra- díóbúðina sem nýlega var endur- nýjaður. Tíuþúsund Heimsmyndir Missagt var í dálki hér í fyrri viku að upplag tímaritsins Heimsmyndar hafi minnkað sam- kvæmt upplagseftirliti Verslun- arráðs. í nýrri greinargerð um sept.-des. 1988 er það talið 10.000 envarímaí-ág. 10.051, og varla hægt að fá út samdrátt nema með hártogunum. Aðstandendur Heimsmyndar eru beðnir forláts. Fjögur tímarit eru með í eftir- litinu, Heilbrigðismál, Heims- mynd, Þjóðlíf og Æskan. Heilbrigðismál hefur upplagið 8.525 (-285 frá fyrri greinar- gerð), í áskrift 7.343 (-119), eng- in lausasala. Heimsmynd hefur upplagið 10.000 (-51), áskrift 1.573 (+252), dreift í lausasölu 8.277 (-303). Þjóðlíf hefur upp- lagið 10.000 (+1.367), í áskrift 5.619 (+1.503), dreift í lausasölu 4.059 (-212). Æskan hefur upp- lagið 9.300 (-1.000), áskrift 8.268 (-466), engin lausasala. Mlðvikudagur 5. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.