Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 7
Sagnfræði Pulitzer- verðlaun fyrir bók um Víetnam Blaðamaðurinn Neil Sheenan fékk Pulitzerverðlaunin fyrir bókina Skínandi björt lygi sem fjallar um Víetnamstríðið. Hann var í hópi blaðamanna sem fyrstir voru sendir á vettvang frá Banda- ríkjunum upp úr 1960 og vakti ergelsi Kennedys forseta og fleiri ráðamanna með því að spyrja óþægilegra spurninga um hvað væri að gerast í Víetnam. Hann hefur unnið að þessari bók í 16 ár og er með henni orðinn óopinber sérfræðingur Bandaríkjamanna um Víetnamstríðið. „Verðlaunin hafa loksins þurrkað þetta stríð úr huga mér, eftir 26 ár. Mér líður afskaplega vel!“ sagði Neil Sheenan við blaðamann Reuters. Pað var fyrsta verkefni hans sem ungs blaðamanns að fara til Víetnams og eiginlega finnst honum stríð- inu ekki lokið fyrr en núna. SA Sagnfræði Púsund ára breytingaskeið Almenna bókafélagið hefur sent frá sér 2. bindið af Sögu mannkyns. Það ber undirtitilinn Samfélög hámenningar í mótun og nær yfir þúsund ára breytinga- skeið í ævi mannkyns, tímabilið 1200-200 fyrir Krists burð. Þá skiptir um frá bronsöld til járn- aldar, þá er tímabil stórríkjanna í Kína, Indlandi og Mið- Austurlöndum og hámenning er í mótun í voldugum einveldisríkj- um. Myndefni er fjölskrúðugt enda skildi tímaskeiðið eftir sig mikla arfleifð í listaverkum, handiðn- aði og byggingum. Gísli Jónsson þýddi bókina. Götumynd frá Havana eftir Eirík Guðjónsson. Ljósmyndir Myndir frá Islandi og Kúbu Um síðustu helgi opnaði Eirík- ur Guðjónsson ljósmyndasýn- ingu á Mokkakaffi við Skóla- vörðustíg. Hann sýnir þar 25 svarthvítar ljósmyndir sem skipt- ast í þrjá meginflokka: myndir úr Hljómskálagarðinum sumarið 1981, myndir frá Hornströndum 1987 og myndir af iðandi mannlífi á Kúbu sumarið 1988. Þetta er fyrsta sýning Eiríks en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Alþýðuleikhúsið og EGG- leikhúsið. MINNING Sigurvin Einarsson fyrrv. alþingismaður Fœddur 30. okt. 1899 - Dáinn 23. marz 1989 Sigurvin Einarsson, fyrrver- andi alþingismaður lézt 23. marz, 89 ára að aldri. Sigurvin sat á Alþingi í 14 ár. Hann var fyrst kosinn á þing í Barðastrandarsýslu 1956, en síð- ar í Vestfjarðakjördæmi árið 1959. Hann lét af þingstörfum sumarið 1971. Ég átti snemma gott samstarf við Sigurvin. Hann var mér holl- ráður og góður stuðningsmaður í landhelgismálinu á árunum 1956 til 1958, en þá urðu mikil átök um útfærslu í 12 mflur. Sigurvin var góður ræðu- maður. Hann var rökfastur en fylginn sér. Hann notaði oft tölur til að sanna mál sitt. Málflutning- ur hans var skýr og bar vott um kennarahæfileika. Það fór ekki á milli mála, að Sigurvin var íhalds- andstæðingur. Hann var sannur samvinnumaður og dró sig ekki í hlé, ef umræður urðu um sam- vinnuverzlun, eða samvinnufé- lagsskap. Sigurvin var bindindismaður. Þar fóru skoðanir okkar saman, eins og á fleiri sviðum. Mér eru minnisstæðar umræður, sem eitt sinn fóru fram á Alþingi, um á- fengismál. Þar voru skoðanir skiptar eins og verða vill. Sigur- vin tók þátt í umræðunum, eins og jafnan þegar þau mál voru á dagskrá. Það vafðist ekki fyrir Sigurvini að svifta blekkingarhul- unni af þeim, sem þarna töluðu um „áfengismenningu" og um „frelsi" í meðferð áfengis. Hann gerði það á þann hátt, sem ég var verulega ánægður með. Sigurvin Einarsson hefur ef- laust verið góður flokksmaður. Öll framkoma hans bar vott um, að hann var traustur og trúverð- ugur. Öllum flokksmönnum hans var þó ljóst, að hann var ákveð- inn andstæðingur erlendrar her- setu í landinu og vildi að íslend- ingar skipuðu sér í hóp hlutlausra og friðsamra þjóða. Hann var því ekki sammála öllum sínum flokksfélögum varðandi þessi mál. Afstaða Sigurvins var skýr, hún var virt og viðurkennd af flokksmönnum hans og okkur öllum, sem með honum unnum. Sigurvin hafði næman skilning á stöðu þeirra, sem heima eiga úti á landi. Hann vissi að margir þeirra fá ekki notið, nema lítils hluta þeirra félagslegu réttinda, sem þjóðfélagið kostar og mestu lenda í hlut þeirra sem í þéttbýli búa. Ég minnist baráttu Sigurvins fyrir því að þeim nemendum, sem sækja þurfa skóla utan heima- sveitar, yrði veittur nokkur styrk- ur, til aðstöðujöfnunar. Ég minnist Sigurvins með virð- ingu um leið og ég votta ættingj- um hans og aðstandendum sam- úð mína. Lúðvík Jósepsson ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Miðstjórnarfundur kl. 20 miðvikudaginn 5 apríl í Miðgarði, Hverfisgötu 105 Að kröfu 33 miðstjórnarmanna er boðað til miðstjórnarfundar til að ræða afstöðu flokksins í yfirstandandi kjaradeilum og sérstaklega fjallað um þá ákvörðun fjármálaráðherra að greiða opinberum starfsmönnum, sem boðað hafa til verkfalls frá 6. apríl næstkomandi, einungis laun fram til þess tíma. Miðstjórnarmenn eru því í samræmi við ofanskráð boðaðir til fund- ar í Miðgarði, Hverfisgötu 105, kl. 20 miðvikudaginn 5. apríl. - Formaður. HÍK félagar! Stórfundur félagsmanna HÍK verður haldinn í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kvöld kl. 20.30. Dagskrá: 1. Staðan í samningamálum 2. Almennar umræður Svæðisfélag HÍK á Suðvesturlandi Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknaritari óskast í 50% starf á Bæklunar- deild frá 1. maí n.k. Upplýsingar veitir læknafulltrúi. Umóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 12. apríl 1989. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sími 96-22100 fp Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í loka- frágang II. áfanga við Grandaskóla. Verktaki tekur við húsinu sem næst tilbúnu undir tréverk og fullfrlagengnu að utan. Grunn- flötur skólans er 585 fm. Verklok eru 31. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. apríl 1989 kl. 11.00. Aðalfundur Arnarflugs hf. Aðalfundur Arnarflugs hf. fyrir árið 1988 verður haldinn að Hótel Sögu v/ Hagatorg í Reykjavík, Skála á 2. hæð í nýbyggingu, miðvikudaginn 12. apríl 1989 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda lagðir fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikn- ingsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir liðið starfsár. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sem hór segir: a) Breyting á 4. gr., sem heimili stjórn félagsins að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 315.000.000. b) Breyting á 20. og 22. gr., sem mæli fyrir um fjölgun stjórnar- manna úr sjö í níu og að undirskrift meirihluta stjórnarmanna skuldbindi félagið. 6. Kosning stjórnar. 2. Kosning tveggja endurskoðenda. 2. Önnur mál. Stjórn Arnarfiugs hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.