Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 11
LESANPI VIKUNNAR Guðmundur Georgsson læknir. Mynd: Jim Smart Samviskulaus eins og ungbarn! Hvað ertu að gera núna, Guð- mundur? „Það er eiginlega svo margt. í vinnunni er ég að fást við rann- sóknir á hæggengum smitsjúk- dómum uppi á Keldum. Svo hef ég verið að stússast í þessum Menningardögum herstöðvaand- stæðinga undanfarið. Þeir tókust mjög vel. Aðsóknin var góð og ég átti marga unaðsstund í þessu notalega Listasafni þeirra Al- þýðusambandsmanna. Myndlist- arsýningin var fjölbreytt og hver dagskráin annarri betri. Eg var talinn galinn þegar ég stakk upp á að fá Háskólabíó fyrir baráttu- fundinn í lokin, en jafnvel ég gerði mér ekki vonir um að það troðfylltist eins og gerðist á sunn- udaginn. Það var stórkostlegt. Svo er ég ásamt öðrum að undirbúa alþjóðlegt þing um veirur og heilasjúkdóma sem verður hér í vor. Það verður fjöl- mennara en við héldum, 120 út- lendingar koma frá öllum heimshornum og 30 íslending- ar.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Guð hjálpi þér! Ég hef sjálf- sagt verið að duðra mér við þetta sama, rannsóknir á hæggengum smitsjúkdómum. Við höfum lengi verið að athuga visnu, sem er heilasjúkdómur í sauðfé og er afar forvitnilegt líkan fyrir mannasjúkdóma, til dæmis heila- og mænusigg og eyðni.“ Hvað gerirðu í frístundum? „Ég les, fer í leikhús - og svo hef ég dálitla áráttu til að fara til fjalla, í gönguferðir á sumrin og á skíði á veturna. Ég var sproteðjót þegar ég var yngri, lék alls konar knattleiki, fótbolta og handbolta, og það eimir ennþá eftir af því. Ég fer að vísu sjaldan á leiki nú orðið en fylgist sæmilega með.“ Hvað ertu að lesa núna? „Ég er að lesa Stálnótt eftir Sjón. Það ýtti undir mig að byrja á henni að hlusta á Sjón lesa úr næstu bók sinni á Menningar- dögunum. Mér líst vel á bókina þar sem ég er kominn.“ Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu á kvöldin? Ég les gjarnan einhverja skáld- sögu, en koddalesningin verður ódrjúg. Ég er að komast að því núna að það er kannski heppi- legra að lesa ljóð í rúminu, þau eru styttri heildir en skáldsögur. Ég þarf svefn eins og ungbarn og er líka samviskulaus eins og ung- barn og dett út af um leið og ég er kominn upp í.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Ég er svo upptekinn af því sem ég er að lesa hverju sinni að ég get ekki valið eina bók. Helst þyrfti ég bókasafn.“ Hver var eftirlætisbarnabókin þín? „Mér er Percival Keene minn- isstæð og bækur kafteins Mar- ryat, annars var ég alæta á bækur og fljótt farinn að lesa íslendinga- sögurnar. Ég fékk bindin í af- mælisgjöf og jólagjöf og las þær eins og reyfara.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Sveitasinfóníu. Það var græskulaust gaman og ég skemmti mér vel, en Koss kóngu- lóarkonunnar var minnisstæðasta sýningin sem ég sá í vetur.“ Er eitthvað í leikhúsi núna sem þú ætlar ekki að missa af? „Ég ætla endilega að sjá Sál mín er hirðfífl í kvöld hjá EGG- leikhúsinu. Það hafa verið for- vitnilegar sýningar í jaðarl- eikhúsunum undanfarin ár og meira gaman að fylgjast með þeim en stóru leikhúsunum, með vissum undantekningum þó.“ En í bíó? „Ég fæ ábendingar frá afkom- endum mínum um hvað ég á að sjá og ég held að ég hafi staðið mig nokkuð vel, búinn að sjá Kristnihaldið... Ætli það sé ekki bara Fiskurinn Wanda sem ég á eftir?“ En í sjónvarpi? Ég reyni að láta íslenskt efni ekki fara framhjá mér, og mér líst vel á Mannlega þáttinn hans Egils Helgasona-. Svo missi ég ekki af Matador, þó að ég sé venjulega hræddur við framhaldsþætti. Og horfi alltaf á Derrick; bæði er gott að slaka á yfir góðum reyfara og svo er það þýskan. Ég fylgist lfka með íþróttum í sjónvarpinu." En í útvarpi? „Kvöldfréttir útvarpsins eru bestu fréttirnar, en ég hlusta ekki á annað reglulega." Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já, mig minnir það.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Mig langar alltaf til að skamma Jón Baldvin, ekki bara núna!“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Ég er lítill efnahagsmálasér- fræðingur og þetta virðist voða- lega flókið... Ég bara veit það ekki! En ég myndi byrja á að lækka vexti, margt annað gæti lagast við það. f kjölfarið myndi ég svo breyta tekjuskiptingunni." A að lækka kaupið ef fyrirtæki gengur illa? „Nei, ég sé ekki hvernig það er hægt ef við tökum mið af venju- legum launþega. En það er sjálf- sagt að lækka toppana." Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Þar er ég alveg á snargati. En það ætti að byggja meira af fé- lagslegum íbúðum og hafa meira af leiguíbúðum á viðunandi kjörum. Ég væri leigjandi ennþá ef ég hefði ekki neyðst til að koma yfir mig járnbentri steinsteypu. Þetta er kannski stærsti vandinn í þjóðfélaginu og drepur niður allt félagslíf. “ Hvaða kaffitegund notarðu? „Gevalia.“ Hvað borðarðu aldrei? „Það er ekkert sem ég borða aldrei eftir að ég fór að éta salt- fisk. Eina matvendnin sem mér leyfðist sem kreppukrakka var að neita að borða saltfisk - það var áreiðanlega af því að móðir mín vildi hann ekki heldur!" Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Hvergi.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Á sjó. Ég nýt þess mest af því hvað maður hefur mikið hreyfi- frelsi á skipi. Ég átti ættingja uppi á Skaga þegar ég var strákur og fór oft að heimsækja þá með Fagranesinu. Svo fékk ég að fara með togaranum sem faðir minn var á og man að ég var svolítið lasinn fyrst. En það fór af.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Þar fá allir sömu laun af því að öll störf eru jafnmikilvæg. Það er friðlýst land með jöfnuði milli manna.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Um það hver sé uppáhalds pólitíkusinn minn.“ Hver er uppáhalds pólitíkusinn þinn, Guðmundur? „Það er Magnús Kjartansson, þó að hann sé ekki lengur á meðal okkar. Hann var yfirburðamaður vegna svo margs, vegna ríkrar réttlætiskenndar sinnar og ein- dreginnar afstöðu til herstöðva- málsins. Hann var á undan sinni samtíð með allan fjárann, til dæmis benti hann á að ekki væri hægt að gera ráð fyrir enda- lausum hagvexti heldur yrðum við að tala um annað verð- mætamat. Og svo var hann svo mikill ljúflingur. Ég minnist hans þlÓÐVILIINN FYRIR50 ÁRUM Um 20% verðhækkun á er- lendri matvöru og öðrum nauðsynjavörum. Margarvörur hækkuðu þegar í gær en aðrar hækka í dag. „Þjóðstjórnar" dýr- tíðin byrjuö. Dagsbrún byrjar baráttu gegn gengislækkun og lögfestingu verkakaups. Krafaverkalýðsins er þingrof og nýjar kosningar. Dagsbrún kýs fulltrúa á stofnþing óháðs landssambands stéttarfé- laga. I DAG miðvikudagur í tuttugustu og fjórðu viku vetrar, sextándi dagur einmánaðar, 95. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.31 ensestkl. 20.31 .Tungl minnkandi á fjórða kvartili. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 31. mars-6. apríl er í Garðs Apóteki og Lyfjabúöinni löunni. Fyrrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkviliö og sjúkrabilar: Reykjavík...............sími 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............simi 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................slmi 5 11 00 UEKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeíðnir, simaráöleggingar og tima- pantanir I síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. öldrunarlækningadeild Land- spftalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstööin við Barónsstig opin alla daga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfiröi: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsi ð Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Alandi 13. Opið virkadagafrá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500,símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eöa orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Sfminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (raf magns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoö Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opiö hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 4. aprfl 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 52,82000 Sterlingspund............ 90,04500 Kanadadollar............. 44,45400 Dönsk króna............... 7,26300 Norskkróna................ 7,78480 Sænskkróna................ 8,30110 Finnsktmark............... 12,54630 Franskurfranki............ 8,37980 Belgísku-franki........... 1,35060 Svissn. franki........... 32,30880 Holl. gyllini............. 25,06820 V.-þýsktmark............. 28,27400 ftölsklíra................ 0,03853 Austurr.sch............... 4,01900 Portúg. escudo............ 0,34270 Sþánskur peseti........... 0,45420 Japanskt yen.............. 0,40351 frsktpund................. 75,40100 KROSSGÁTA 2 3 n 4 5 ?— 7 m ■ 9 16 L3 11 12 13 □ 14 r^i ri LJ 15 r^i L J n 1* r^i L J 19 20 n 22 _ • 25 ' Lárétt: 1 Öruggur4 álasa 8 keyrslu 9 lykta 11 skelin 12spar- samar14skóli15yfir- höfn 17 etur 19 aftur 21 ofni 22 skálma 24 beitu 25 sterkt Lóðrétt: 1 hljóð 2 [}Ó3 Útlimi4verk5fjármuni 6 varningur 7 kjánann 10útskýring 13pen- inga 16 dreitil 17 eyða 18áfengi20lærði Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 tarf 4sála8 ólyktin9ólma11 auðn 12niskan 14sa15 kusk17hikar19oss21 ála 22 sælt 24 alls 25 flón Lóðrétt: 1 tjón 2 róms 3 flakka 4 skans 5 átu 7 annars 10 lítill 13aurs 16 koll 17 háa 18 kal 20 Stó23æf Mi&vikudagur 5. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.