Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.04.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Stefnt í slrand? Langdregnar samningaviðræður síðari hluta vetrar hafa gefið þá mynd af forystusveitunum í helstu samtökum launafólks að þar sé hver sæll í sínu horni meðan hann er laus við ábyrgð af ákvörðunum sem kynnu að verða til fordæmis og leiða þannig til faglegrar og pólitískrar ábyrgð- ar. Hver hreyfing um sig, og hver fylkingin innan hreyfing- anna, vill gjarna taka frumkvæði, en skortir annaðhvort styrk eða áræði til að höggva á Gordíonshnútinn sem verður æ fastknýttari með hverjum degi og hverri viku. Þetta á sér auðvitað skýringar. Atburðarás í síðustu samningum sýndi vel að almennir liðsmenn eru hættir að hlýða hefðbundinni verkalýðsforystu hvað sem tautar og raular og eru vísir til að gera uppreisn hafi þeim ekki þótt árangurinn nægur. Verkalýðsforystuna, einkum innan ASÍ, skortir fyrra fylgi frá félögunum, og allir vita að innan forystu- bópsins geta feiknstafir svignað í brosi. Einnig verður þess vart að forystusveit samtaka launa- fólks, bæði í ASÍ-geiranum og meðal opinberra starfs- manna, virðist skorta kjark til að ganga til móts við þá vinstristjórn sem situr í landinu og er að meirihluta skipuð flokkum sem að vísu eiga sér marglitan feril, en hafa þó að fornu og nýju kennt sig við verkalýðsstétt og samstöðu með henni gegn peningavaldinu. Ein fylking úr samtökum launafólks hefur síðan skilið sig frá hinum og tekið það frumkvæði að fara í verkfall með kröfur sem virðast sprottnar úr jarðvegi vinnuaflsskorts á góðæristímum, og ríma illa við áhyggjur félaga á öðrum vinnustöðum af atvinnuöryggi, félagslegu umhverfi og vaxtaokri frá frjálshyggjuárunum. Staðan í samningamálunum er auðvitað á allra ábyrgð sem þar koma nálægt. Séð utanfrá virðist til dæmis ekki hafa verið á því fullur skilningur í samninganefnd ríkisins að á þessum tímum voru samningar án umtalsverðrar hækkun- ar lægstu launa hvorki siðferðilega réttlætanlegir né hugs- anlegirtæknilega. Og kann að koma nýjum oddvitum í ráðu- neytinu í koll að hafa ekki verið enn róttækari við að skipa samninganefndina sína. Þá hafa höfðingjarnir í Garðastrætinu átt furðulega náð- uga daga. Það lítur út fyrir að þeim komi samningarnir lítið sem ekkert við, því að það eina sem frá þeim kemur eru stunurog kvein um gengisfellingu og kjaraskerðingar á milli þess að frestað er samningafundum. Þeir eru kannski alveg hættir atvinnurekstri þarna í VSÍ? Samningaþófið sýnir þó framar öðru að verkalýðshreyf- ingin, hin mistengdu samtök launamanna, á við alvarlega erfiðleika að etja hvað varðar skipulag, forystu og hug- myndalegan kraft. Stóru heildarsamtökin halda í raun á lyklinum að lausninni. Hann heitir samstaða, og með honum má opna þær dyr sem menn vilja. Ef menn vilja. Vegna samsetningar og fyrirheita þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr mætti til dæmis nota þennan lykil til að ná fram verulegum pólitískum ávinningum launafólki í hag. Það er hægt að ná fram kjarajöfnun með því að beinar launahækk- anir dreifist helst neðst í píramídanum og aðrir fái sínar kjarabætur með aðgerðum í ýmsum félagsmálum og pen- ingamálum, til dæmis hiklausri vaxtalækkun. Hér er verið að tala um samfélagsbreytingar, ekki bara tölur á blaði. Þetta er hægt. Þetta þýðir að vísu að forystumenn í sam- tökum launafólks yrðu að taka á sig þá ábyrgð að gefa ríkisstjórninni olnbogarými eitthvað frammá haustið. Sú ábyrgð er auðvitað talsverð, en þó varla miklu þungbærari en það traust sem ýmsum hægristjórnum hefur áður verið sýnt, yfirleitt til lítils, oft til verra en einskis. Hin leiðin blasir nú við verkalýðsforingjum, ríkisstjórn og öllum almenningi. Hún er að sigla öllusaman í strand með látum í því trausti að einhver guð sígi niður á sviðið í maskínu. Eða þá - einsog til vara - að staðan verði aftur nógu kunnugleg til að allir sætti sig við rulluna, og íhaldið sitji í sínum gamla sessi með sín gömlu úrræði: gengisfellingar og bráðabirgðalög. -m KLIPPT OG SKORIÐ Guðmundur á greinina Guðmundur Andri Thorsson er að öðrum ólöstuðum vinsæl- asti dálkahöfundur Þjóðviljans um þessar mundir og fannst mörgum lesendum illa með hann farið í gær þegar vantaði bæði höfuð og framan og aftan á nafn hans fyrir ofan greinina um ljós- vakann. Blaðsíðan fór skilvíslega með öllu saman héðan upp í Blaðaprent, á leiðinni hefur slys- ið orðið. Við biðjumst innilega afsökunar. Vonleysi DV spyr í gær Ingibjörgu Haf- stað starfsmann Kvennalistans hvers vegna hann hafi misst helming fylgis á einu ári sam- kvæmt skoðanakönnun blaðsins, hvort hluti af skýringunni geti legið í því að hann hafnaði þátt- töku í ríkisstjórn í haust. Ingi- björg svarar: „Á tímabili fengum við mikið að heyra það að þetta hafi verið vitlaus ákvörðun. En ég held að það sé að snúast við. Nú heyrum- við meira að þetta hafi verið rétt. Þegar það kemur í ljós hvað þessi ríkisstjóm gerir og hvað hún gerir ekki þá sér fólk betur hvað við áttum við.“ Hefði þátttaka Kvennalistans þá ekki skipt neinu máli til eða frá? Hræsni Sæmundur Guðvinsson skrifar grein í kjölfar Lífsbjargar í norðurhöfum í Alþýðublaðið sem hann kallar „Að standa vörð um tjáningarfrelsið“. Þar veltir hann fyrir sér hvernig afstaða ís- lendinga til tjáningarfrelsis er breytileg eftir því um hvað er rætt: Ef málið er okkur óskylt tökum við eindregna afstöðu með tjáningarfrelsi, ef málið kemur okkur illa emm við dugleg að fínna ástæður til að takmarka það. Sæmundur segir: „Á hverjum degi em hinir og þessir að reyna að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla. Stund- um með því að koma fréttum á framfæri en í öðmm tilfellum að reyna að hindra birtingu frétta eða hafa áhrif á hvernig fréttir af hinum og þessum málum em meðhöndlaðar. Oftast er...um nauðaómerkileg mál að ræða sem varða fáa. En það sýnir sig á um- mælum fjölda fólks um umræðu- þáttinn í kjölfar Lífsbjargar að það vill ekki að þeim sé hleypt að sem ekki era sömu skoðunar og fjöldinn. ...öll emm við ákafír talsmenn óhefts tjáningarfrelsis þar til hætta er á að það bitni á okkur eða okkar hagsmunum. Þá ber að takmarka frelsið með öllum tiltækum ráðum. Mann- skepnan er nú bara einu sinni svona...“ Orð eru dýr Jón Óskar skáld skrifar um sama efni í Ávarpi til fólks með fullu viti í Morgunblaðinu. Hann segir: „Ég vil lýsa yfir andstyggð minni á framkomu sumra landa minna sem hafa í fjölmiðlum leitast við að hefta málfrelsi á ís- landi með ókvæðisorðum og sví- virðingum um tvær manneskjur, Guðrúnu Helgadóttur og Þorleif Einarsson, vegna þess eins að þau vom ekki (í einum umræðu- þætti í sjónvarpi) á sömu skoðun og það fólk sem leyft hefur sér að ausa skít að því marki yfir þessar tvær mannverur að kalla þær landráðafólk og óhæft í sínum stöðum fyrir að gagnrýna eina á- róðurskvikmynd og vera á öðru máli en íslenskir valdhafar og fylgjendur þeirra um svonefndar hvalveiðar í vísindaskyni... Þjóð- in ætti að vera á verði gagnvart þeirri múgsefjun sem nútímafjöl- miðlar geta valdið og sýnt er að getur gripið um sig hérlendis... þótt margir hafi lifað í þeirri góðu trú að almennt létu íslendingar ekki ofstækið ná tökum á sér líkt og fréttir berast um frá öðram þjóðum sem við teljum illa upp- íýstar.“ Svo bendir Jón Óskar á notkun orða; að „hryðjuverkamaður“ sé sá sem tíðki beinlínis dráp á sak- lausu fólki, sama gildi um „nas- ista“. Svo segir hann að lokum: „Og þegar orðið umhverfisvernd armenn er orðið skammaryrði á íslandi, þá er hætta á ferð- u um. Hroðalegt efni Cervus skrifar leikdóm um Dysina hjá Leikfélagi Dalvíkur í Norðurslóð, málgagn Svarfdæla, og er ánægður með sýninguna. Hann segir m.a.: „Leiksýning er árangur og út- koma af starfi margra aðila, það er höfundurinn, leikstjórinn, leikarinn og það em tæknimenn- irnir. Ekki treysti ég mér til að dæma um hver á mestan heiður af að þessi sýning L.D. tókst með ágætum. Það er þó klárt eins og máltækið segir, að sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Höfundurinn, Böðvar Guð- mundsson, hefur valið hroðalegt yrkisefni úr sögunni, bætt inn í það persónum af eigin hugarsmíð og fellt saman í spennandi drama, sem heldur áhorfandanum hug- föngnum frá upphafi til hins óum- flýjanlega enda dauða og tortím- ingar...“ Hvað viljum við? Pjetur Hafstein Lárusson tók viðtal við Þorstein frá Hamri fyrir Café Existens í Svíþjóð sem bútar eru birtir úr í tímaritinu Ljóð- ormi. Þar er holl hugvekja frá Þorsteini: „Er einhver von, spyrðu. Ég svara með annarri spumingu: Hvað viljum við sjálf? Allt, sem verður, er undir því komið hvað gert er. Ég heyri fólk stundum sletta í góm og segja „allt í lagi með íslenska menningu, hún sér um sig.“ Að baki þessum orðum er ekki að fínna vott af ósk, hvað þá vilja. Menning er sjálft fólkið í landinu, hegðun þess, lífsbarátta og sjálfsvirðing. Eigi að varðveita eitthvað, efla eitthvað, verður að vinna að því. Hér er um að ræða hjartað í okkur sjálfum en ekki eitthvað sem stendur utan við líf okkar og hægt er að varpa um einhverskonar hlutkesti uppá grín... Ég er enginn ofstopafullur hreintungumaður, veit að tung- umál taka breytingum hvað sem hver segir. Starf rithöfundarins getur ekki beint verið í því fólgið að „hreinsa" málið. En ég spyr aftur og enn: Hvað viljum við? Hver er okkar metnaður? Er okkur sama þótt aðeins fáeinir sérvitringar verði læsir á Jónas Hallgrímsson eftir hundrað ár? Þykjumst við ekki svolítið góðir af að geta enn lesið Snorra Sturluson? Og hvers þarf að gæta til að svo megi verða framvegis? ... Allt veltur á því sem gert er. Ég sé ekki betur en margir geri sér grein fyrir vandanum, en þetta er enn og aftur spurning um að vilja. Við eigum ekki að spá, heldur hugsa og framkvæma." SA Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, Þorfinnurómarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. ' Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Krístinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheímtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6^ símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Askriftorverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.