Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Á að slá hendinni á móti heilum varaflugvelli, krakkar? íslendingum stendur nú til boða að fá lagðan heilan vara- flugvöll fyrir millilandaflug hér á landi og sér að kostnaðarlausu. Þetta boð stendur aðeins skamma hríð því ísiand er vissu- lega ekki eina landið á norður- slóðum á landabréfi flugsins. Þess vegna þurfum við að hafa hraðar hendur og ganga strax til samninga um varaflugvöll í fjar- lægum landshluta frá Keflavík. Velja honum stað fjarri við- kvæmu landslagi en í nánd við gróskumiklar verstöðvar. Þannig nýtum við völlinn best í eigin þágu. Upp við dogg En það er segin saga að þegar landsmenn standa frammi fyrir einhverjum fjárhagslegum ávinn- ingi þá rís hópur mótmælenda upp við dogg: Þjóðfélagið má aldrei hljóta nokicurn ábata án þess að í staðinn komi blóð, sviti og tár. Fólkið verður stöðugt að vinna fyrir krónunni en má aldrei Iíta upp frá brauðstritinu um stund og láta krónuna vinna fyrir sig. Það heita ódýrar lausnir á máli mótmælenda og eru bannað- ar með öllu. Ráðherrar hóta meira að segja að slíta í sundur stjórnina. Á meðan er landsfólkið að kikna í hnjáliðunum undan hin- um einu hefðbundnu lausnum sem stjómvöld þekkja: Skattar á skatta ofan og söluskattar og of- skattar. Fryst laun og skert. Nið- urgreiðslur og uppbætur. Styrkir og kvótar og einokun. Að auki dregst svo athafnalífið saman og gjaldþrot og atvinnuleysi fylgja í kjölfarið. Það eru dýrar lausnir fyrir fólkið en þeim er ekki á móti Ásgeir Hannes Eiríksson skrifar Enginn ráðherra hótar að Þjóðir á borð við íslendinga Velmegun landsmanna er orð- ráða ekki ferðinni í ófriði en geta haft áhrif mælt axla skinnin. Hér skulum við staldra við og velta þessu fyrir okkur: Við ís- lendingar ákváðum sjálfir að ganga í Norður-Atlantshafs- bandalagið NATÓ á sínum tíma og taka okkur þar með stöðu við hlið vestrænna þjóða. Síðan gerðum við vamarsamning við Bandaríkin sem vissulega er beggja handa jám en það er önnur saga. á gang mála á friðar- tíma. Þannig getum við beint um- ferðinni um varaflugvöll á afvikn- um stað á landi okkar og notið jafnframt góðs af í leiðinni. í ófriði emm við hins vegar jafn ofurseld örlögunum hvort sem við bjóðum upp á varaflugvöll fjarri byggð eða horfum á her- námslið leggja flugbrautir að vild sinni um landið. Þó em heldur m sem þægileg staðreynd fyrir alla erfitt er að berjast gegn lengur. Þannig er þörfin fyrir að standa áfram í vegi fyrir al- mennum framfömm á borð við álver og varaflugvelli frekar að réna heldur en hitt. Og enginn maður nennir að ganga lengur til Keflavíkur gegn her í landi. Nýr formaður flokksins og fjármálaráðherra er ekki bara opinn fyrir auknum smárekstri „Varaflugvellir vaxa ekkiá trjám. Mikil atvinnafylgir lagningu þeirrafyrirfjölda manns ímörg ár. Síðan kemurþörfinfyrir margháttaða þjónustu við völlinn ogýmis störf fyrir fólkið í nágrenninu“ Fjöldi farartækja sveimar óhikað um ljósvakann á vegum NATÓ-herjanna í bæði friði og ófriði. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. f friði biður NATÓ sjálfsagt um leyfi til að lenda á íslenskri gmnd en í ófriði tekur bandalagið það sem hendi er næst. Að minnsta kosti spurði vinaþjóðin Bretar hvorki kóng né prest þegar hún hernam landið í seinna stríði og flutti ritstjórn Þjóðviljans í böndum til Lundúna. Síðan gerðu Bretar sér flugvöll í miðri Reykjavík með brautir frá dymm Landspítalans að dymm Háskólans. meiri líkur á að það noti frekar þá flugvelli sem fyrir eru. Að minnsta kosti spyr það hvorki kóng né prest frekar en fyrri dag- inn. Kaupmenn allra landa Alþýðubandalagið breytti nokkuð um áherslur í síðustu kosningahríð. Tryggðin við gömlu byltinguna á Volgu- bökkum virðist vera á undan- haldi í flokknum og menn smám saman að sætta sig við að þjóðin klæddi af sér kreppuna eftir stríðið. heldur standa þau hjónin sjálf fyrir vel látinni tauvömbúð á Skólavörðustígnum. Alþýða manna hlýtur því að binda miklar vonir við Ólaf Ragnar Grímsson á tímum samdráttar og minnkandi atvinnu. Vinnufúsar hendur í atvinnuleysi um gjörv- allt landið treysta því hiklaust að Alþýðubandalagið greiði götu varaflugvallar og líta björtum augum til meiri atvinnu öllum til heilla. Varaflugvellir vaxa ekki á trjám. Mikil atvinna fylgir lagn- ingu þeirra fyrir fjölda manns í mörg ár. Síðan kemur þörfin fyrir margháttaða þjónustu við völlinn og ýmis störf fyrir fólkið í ná- 1 grenninu. Varaflugvelli má bæði hagnýta fyrir hefðbundið innan- landsflug íslendinga og fyrir flug á milli landa. Það opnar leið fyrir flug á erlendan markað með fisk og aðrar afurðir frá verstöðvum og eldisstöðvum í grenndinni. Það vantar aðeins herslumun- inn að ráðherrar í ríkisstjórn landsins séu á einu máli um að leggja beri varaflugvöll á kostnað Atlantshafsbandalagsins. Les- endur Þjóðviljans heita á sína menn að gera skyldu sína án frek- ari tafa og greiða fyrir máiinu í ríkisstjóm og á Alþingi. Eða ætliði að slá hendinni á móti heilum varaflugvelli, krakk- ar? Ásgeir Hannes er í Reykjavik og Borgaraflokksins. kjötkaupmaður varaþingmaður Var helmingur nýrra hótela óþarfur? Athugasemd um ferðamál Mig langar til að fá Þjóðviljann til að birta eftirfarandi athuga- semd við skrif ÁB í blaðið, þann 18. mars,undir fyrirsögninni „Var helmingur nýrra hótela óþarfur?" Þar sem ÁB hafði væntanlega ekki niðurstöður könnunarinnar undir höndum þegar greinin var skrifuð þá kemur fram dálítill misskilningur sem mig langar að leiðrétta. 1. Ég reyndi að fá opinbera að- ila til þess að borga stofnkostnað við gerð könnunarinnar en seldi niðurstöðurnar til fyrirtækja til þess að kosta vinnslu hennar. Það gekk mjög erfiðlega að fá ríkið til að borga stofnkostnað þrátt fyrir að mikilvægi þessara upplýsinga væri ekki dregið í efa. Það var ekki fyrr en Óli Þ. Guðbjartsson alþingismaður fékk áhuga á mál- inu að samþykkt var fjárveiting í fjárveitinganefnd fyrir stofn- kostnaði en þá var ég langt kom- inn með könnunina. Þess má geta að Óli er þingmaður Sunnlendinga og ferðaþjónusta er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin á Suðurlandi. 2. Upp úr 1980 var sett fram tilgáta af mönnum sem starfa í ferðaþjónustu að helsti flösku- háls íslenskrar ferðaþjónustu væri skortur á hótelrými. Ég var meðal þeirra sem studdu þessa tilgátu, þó með þeim fyrirvara að kannaðar yrðu ferðavenjur þeirra sem hingað kæmu til þess að komast að hinu sanna. í ljós kemur í könnuninni að aðeins 16% aðspurðra gista hér á hótel- um allan tímann. Hinsvegar gista 46% aðspurðra einhvem tímann á hóteli á meðan á dvöl stendur. Tilgátan reyndist rétt að því leyti að gistirými vantaði á hótelum í Reykjavík við komu og brottför farþega en tilgátan var röng að öðru leyti. Ég læt apahátt þeirra sem fjárfestu í hótelum liggja á milli hluta. Ég er hins vegar sam- mála ÁB um að ef einum gengur vel „apa“ allir eftir. Það virðist vera lenska hér að fjárfesta ótæpilega og fyrirhyggjulaust án þess að kanna markaðinn áður. Þeir sem lána fé gera engar kröf- ur um það að markaður sé fyrir þá vöru eða þjónustu sem ætlað er að selja. Það er vandamál ís- lenskra lánastofnana. Aðeins einn banki hafði t.a.m. áhuga á könnuninni. 3. Það er rétt að 27% völdu ísland vegna umsagnar vina eða kunningja en aðeins 7% komu hingað vegna auglýsinga eða bæklinga. Eg marg endurtek það í könnuninni að þessar niðurstöð- ur eru í samræmi við erlendar kannanir og þess vegna ekkert nýtt í sjálfu sér. Ég tek það fram að það er ekki víst að þessi 27% mæli með íslandi áfram vegna þess að það er samdóma álit þeirra að óheyrilegur uppihalds- kostnaður sé hér á landi. Ég tek það einnig fram að fólk er tregt til að viðurkenna að auglýsinga- bæklingar hafi áhrif á val þess. Það er mín skoðun að blaðamað- ur Mbl. ofmeti ekki auglýsingar heldur hætti mönnum þvert á móti til að vanmeta þær. Að lokum. Könnunin var gífurlegt verk fyrir einn mann en ég lagði sjálfviljugur út í hana. Ég reyndi að koma niðurstöðum hennar á framfæri og láta fyrir- tæki greiða fyrir þær eins og áður sagði. Mér eins og öðrum sem leggja fyrir sig markaðsmál blöskrar fjárfestingagleði án nokkurrar vitneskju um markað- inn. Samgönguráðherra Alþýðu- bandalagsins hafði ekki áhuga á könnuninni frekar en sami ráð- herra Sjálfstæðisflokksins á sín- um tíma. Ég vildi kynna honum könnunina en fékk ekki að koma nálægt honum til þess. Talandi dæmi um starfsaðferðir hans er það að kalla til „erlendan sér- fræðing“ til þess að segja sér að markaðurinn hér þyldi ekki fleiri en eitt flugfélag. Hér á landi eru menn með miklu meiri þekkingu á íslenskum ferðamarkaði sem hefðu getað svarað spumingu ráðherrans hlutlaust. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una, Björn S. Lárusson Girðum grasbíönn af Sending til Skjaldar Eiríkssonar í Þjóðviljanum hefur Skjöldur Eiríksson skrifað ítarlegar grein- ar um eyðingu gróðurs á íslandi af völdum náttúruhamfara. í skrifum Skjaldar kemur greini- lega fram hversu viðkvæm íslensk náttúra er fyrir ytri áhrifum. Greinarnar hafa sannað fyrir mér nauðsyn þess að hafa góða stjórn á þeim þáttum í umhverfi okkar sem við mennimir ráðum yfir. Því er vert að vekja athygli á bar- áttumálum samtakanna Lífs og lands: „Girðum grasbítinn af! Gefum gróðrinum grið!“ í síðustu grein sinni bendir Skjöldur á að Nýja-Sjáland sé það gjöfult að landsbúar geti þar haldið 274 kindum á hvern fer- kílómetra en f slendingar verði að láta sér nægja tæpar 6 kindur. En Ný-Sjálendingar skipuleggja ein- mitt sauðfjárrækt sína í beitar- hólfum en leyfa ekki sauðkind- inni sjálfri að velja sér bithaga. Þar er því ekki sú hætta fyrir hendi að skepnan fúlsi við kafa- grasi en velti sér í rofabörðum og leggist á nýgræðing í örfoka landi eins og sést á afréttum á íslandi. Útreikningar Skjaldar á heyfangi í sömu grein sanna svo ekki verð- ur um villst að bithagar á vel- grónu landi á láglendi eru fylli- lega nógu víðáttumiklir til að fóðra sauðfjáreign íslendinga. Nú eyða íslendingar stórfé í að girða og halda við girðingum meðfram þjóðvegum landsins og til að skilja í sundur sauðfjár- veikihólf. Væri þessu fjármagni betur varið til að hólfa niður beitarland þar sem grasgróður vex best? Myndi ekki arðsemi ís- lenskrar lambakjötsframleiðslu aukast ef bændur gætu fylgst með búpeningi sínum í nágrenni bæja sinna í stað þess að eltast við hann upp um fjöll og firnindi? Minnkaði ekki hætta á að sauðfjársjúkdómar breiðist út ef sauðfé hætti að ganga saman á afréttum? Öll viljum við skila afkomend- um okkar betra og gróskumeira landi, reynum að sameinast um leiðir að því marki! Jón Hálfdanarson eðlisfræðingur, Akranesi. Fimmtudagur 6. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.