Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 12
■■SPURNINGIN"" Hvert er álit þitt á fegurð- arsamkeppni karla? SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04440 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Manndómsvígsla Borgaraleg ferming í Norræna húsinu 16 ungmenni á aldrinum 12-17 árafermast borgaralega Árni Thoroddsen hugbúnaðarfræðingur: Þetta verður engin samkeppni því ég er ekki með. Ævar Kolbeinsson félagsfræðingur: Ég get nú ekki sagt að mér finnist það mjög spennandi. Vera Ósk Steinsson fatahönnuður: Hún á rétt á sér sem slík, hafi þeir möguleika á fyrirsætustörfum. Unnur Arngrímsdóttir danskennari: Hún er í góðu lagi ef vel er að henni staðið. Mitch Koulhakji flugmaður frá Hawai: Ég hef ekkert á móti slíkri keppni í sjálfu sér þó ég hafi nú engan áhuga á því fylgjast með strákum sem eru að sýna sig. Sunnudaginn 9. aprfl fer fram í Norræna húsinu fyrsta borg- aralega fermingin á íslandi. Borgaraleg ferming er athöfn þar sem ungmenni eru tekin í tölu fullorðinna, að undangengnu fjölþættu námskeiði, sem ætlað er að auka hæfni þeirra til að tak- ast á við fullorðinshlutverkið. Aðdragandinn að því, að ráðist var í þessa fyrstu borgaralegu fermingu á íslandi var áhugi hóps ungmenna og aðstandenda á að fá valkost við hina kirkjulegu fermingu. Fermingin er ekki einn þeirra áfanga, sem ákveðin réttindi og eða skyldur eru tengd, og kallar því ekki á valkosti við trúarlegar athafnir á sama hátt og ýmis önnur tímamót. Um allan heim eru þó hinar fjölbreyttustu hefðir við manndómsvígslur, þ.e. þegar skrefið er tekið frá bami í fullorð- inn einstakling. Borgarleg ferm- ing er valkostur við kirkjuferm- ingu fyrir fólk sem ekki er trúað en vill samt marka tímamót í lífi unglings þegar hann tekur við hlutverki fullorðinna. Fræðandi námskeið í vetur Fermingin er Iokapunktur námskeiðs sem unglingarnir 16 að tölu, hafa tekið þátt í í vetur. Markmið fræðslunnar er að gera ungmennin hæfari til að ráða við hlutverk sitt sem fullorðnir einstaklingar. í samtali við Þjóðviljann sagði Drífa Snædal Jónsdóttir, ein fermingarstúlknanna að þau hefðu öðlast betri skilning á for- eldrum sínum. Einn mikilvægur þáttur í námskeiðinu var einmitt samskipti barna og foreldra. Það sem vekur athygli m.a. er hversu mikil þátttaka foreldr- anna hefur verið. Eyvindur Er- íksson rithöfundur er einn þeirra foreldra sem tekið hefur þátt í námskeiðinu öllu og les hann ljóð við athöfnina á sunnudaginn. „Námskeiðið var gagnlegt, og gaf mikla og góða þjálfun í að taka þátt í umræðum um málefni sem varðar alla þá þætti sem nauðsynlegir eru til þess að skapa betri samskipti milli manna í okk- ar þjóðfélagi,“ sagði Eyvindur og tóku fermingarbörnin undir þau orð. Erik Stensrud einn fermingar- drengjanna var þeirrar skoðunar að undirbúningurinn væri ólíkt betri en sá sem jafnaldrarnir hljótaí kirkjunni. Bennti hann þá fyrst og fremst á umræðurnar og fyrirlestrana um siðfræði, kyn- fræði og rétt unglinga í þjóðfé- laginu. Ekki á móti kirkjunni Flope Knútsson bandarískur iðjuþjálfi hefur verið búsett hér- lendis um árabil og er hún aðal hvatamaður borgaralegrar ferm- ingar. í samtali við Þjóðviljann fyrir stuttu sagði Hope Knútsson m.a. að þeir aðilar sem aðþessari fermingu standa hafa ekkert á móti kirkjunni eða guði en eru eindregið á móti hræsni og því að játa á sig trú sem er ekki til stað- ar. Að sögn Hope hefur áhugi fólks verið mjög mikill og að öllum líkindum verður fermt aft- ur að ári liðnu. Hátíöleg athöfn Fermingarathöfnin sem er lok- apunktur námskeiðsins verður mjög fjölþætt. Á efnisskrá er m.a. ávarp Sunnu Snædal Jónsdóttur sem er ein fermingarbarnanna, ávarp menntamálaráðherra Svavars Gestssonar, flutningur ljóða og tónlistar svo eitthvað sé nefnt. Að athöfninni lokinni verður fermingarbörnunum afhent skjal Þessir sex unglingar eru hluti af þeim hópi sem næstkomandi sunnudag verða fermd upp á' borgaralega vísu. Þau eru talin frá vinstri: Erik Stensrud, Tryggvi Lemácks, Katla Einarsdóttir, Sunna Snædal, Drífa Snædal og Eyjólfur Eyvindsson. sem staðfestir þátttöku þeirra í námskeiðinu. Börnin sverja eng- an eið, eða fara með loforð af nokkru tagi heldur er markmiðið að auka víðsýni þeirra og gera þau að siðferðislega sterkum ein- staklingum. Hópurinn sem að þessu stend- ur er ekki bundinn neinum sam- tökum heldur eingöngu fólk sem óskar eftir valkosti við kirkjulega fermingu. Áhugi fólks hefur verið mikill og verður að öllum líkindum fermt aftur á borgaralega vísu næsta ár. Verði áhuginn jafn mik- ill þá má búast við því að aðstand- endur leiti eftir stærra húsnæði fyrir athöfnina þar sem núna komast færri að en vilja. Þegar fyrsta borgaralega ferm- ingin á íslandi er afstaðin munu aðstandendur hennar skoða hvemig til hefur tekist og velta fyrir sér áframhaldandi starfi. Það er stór hópur manna sem hef- ur áhuga á að stofna samtök er byggja á manngildissjónarmið- um, og ef slík samtök yrðu stofn- uð myndu þau beita sér fyrir því að koma á fót borgaralegum valkostum við helstu tímamót mannlífins. eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.