Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 6
Myndbandagerð - video Nýtt námskeið 7 vikna námskeið í myndbandagerð hefst 11. apríl næstkomandi. Kennt verður 2 sinnum í viku, þriðjud. og fimmtud. Megináhersla er lögð á: kvikmyndasögu, mynd- uppbyggingu, eðli og notkun myndmáls í kvik- myndum, handritsgerð auk æfinga í meðferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda. Kennari er Olafur Angantýsson og verður kennt í Miðbæjarskólanum. Kennslugjald er kr. 6000.- Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 10-21. Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti héraðsdýralæknis í Skógaumdæmi er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu al- menna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar landbúnaðarráðuneyt- inu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík, fyrir 1. júní 1989. Embættið veitist frá 1. ágúst 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 3. apríl 1989 Útboð - gangstéttir Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð steyptra gangstétta sumarið 1989, um 3000 fm. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 18. apríl kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn fimmtudaginn 13. apríl kl. 20.00 að Skipholti 50A, í Sóknarsalnum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Félagskonur fjölmennið. Sýnið skírteini við inn- ganginn. Stjórnin Valdimar Jakobsson Gnoðarvogl 68 Reykjavík verður jarðsunginn frá Langholtskirkju kl. 15 föstudaginn 7. apríl. Þeim sem vildu minnast hans skal bent á Krabba- meinsfélagiö. Kristján Valdfmarsson Valdimar Valdimarsson Jóna Guðmundsdóttir Aðalheiður Bóasdóttir og barnabörn ERLENDAR FRÉTTIR Namibía S.þ. milli tveggja elda Sagt er að um 200 manns hafi afrískra her- og lögreglusveita og nú fallið í bardögum suður- liðsmanna skæruliðahreyfingar- Pólland VaMaeinokun komm- únistaflokks á enda Fulltrúar stjórnar og stjórnar- andstöðu Póllands undirrit- uðu í gær samning, sem formlega bindur endi á valdaeinokun kommúnistaflokksins þarlendis. Talið er að verkalýðssambandið Samstaða, helsta afl stjórnarand- stöðunnar, muni síðar í mánuðin- um fá að nýju formlega löggild- ingu, en sambandið hefur verið í banni stjórnvalda síðan 1981. Fleiri stjórnarandstöðusamtök verða einnig löggilt samkvæmt samningnum. Annað mikilvægt atriði í samningnum er að stjóm- arandstaðan fær í fyrsta sinn full- trúa á þingi, og er henni úthlutað 35 af hundraði þingsæta. Enn- fremur verður bætt við þingið 100 fulltrúa efri deild og verða þeir kosnir í frjálsum kosningum-'Efri deild þessi eða öldungadeild fær rétt til að stöðva samþykktir neðri deildar, og getur neðri deild ekki hnekkt þeim sam- þykktum efri deildar nema með tveimur þriðju atkvæða. Forseti lýðveldisins verður kjörinn af báðum þingdeildum til sex ára í senn og fær mikil völd, hliðstætt Frakklandsforseta. Getur hann meðal annars leyst upp þingið, þyki honum það ekki hafa staðið sig nógu vel. Gert er ráð fyrir að Wojciech Jamzelski hershöfð- ingi, núverandi hæstráðandi Pól- lands, verði fyrsti forseti þess á því nýja tímabili, sem nú er hafið í sögu landsins. Reuter/-dþ. innar SWAPO nyrst í Namibíu. Hvor aðilinn um sig segir hinn hafa byrjað, en starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna í landinu hallast nú að þvi orrusta hafi tekist sökum þess að SWAPO-hersveit hafi farið suður yfir landamærin frá Angólu, eins og Suður- Afríkustjórn heldur fram. SWAPO neitar að þetta hafi gerst. Suður-Afríkustjóm krefst jjess að SWAPO-liðar þeir, sem í bardögum eiga, gefist upp fyrir friðargæsluliði S.þ., sem sent verði á bardagasvæðið í þeim til- gangi, og verði þeim síðan vísað norður yfir landamærin. Sam Nu- joma, forseti SWAPO, sem staddur er í Harare, höfuðborg Zimbabwe, neitar hinsvegar að kveðja liðsmenn sína frá Norður- Namibíu og kennir um hirðuleysi af hálfu Javiers Perez de Cuellar, aðalritara S.þ., að bardagar brut- ust út. Pik Botha, utanríkisráð- herra Suður-Afríku, hótaði því í fyrradag að stjóm hans myndi binda endi á allar ráðstafanir til að gera Namibíu sjálfstæða, nema því aðeins að S.þ. heftu að- gerðir SWAPO þegar í stað. Reuter/-dþ. Umskipti í frönsl Þótt fréttaskýrendur og stjórnmálafræðingar teldu sig vita sæmilega vel úr hvaða átt vindurinn myndi blása í bæjar- stjórnarkosningunum í Frakk- landi 12. og 19. mars komu úrslit- in þeim samt talsvert á óvart, og er sú kenning nú harla vinsæl, og á traustum rökum byggð, að mikil og róttæk umskipti séu smám saman að verða í frönskum stjórnmálum eða þegar orðin. Yfirleitt hafa kosningar af þessu tagi ekki neina meginþýðingu fyrir ríkisstjórn landins, og virðist þess enn síður að vænta þegar ekki er liðið nema tæpt ár frá hin- um mikla kosningasigri Mitterr- ands, en allar horfur eru þó á því að hinn óvænti sigur sósíalista nú muni styrkja Rocarad og stjórn hans verulega í sessi og forsetann sjálfan í beinu framhaldi af því. Eins og menn vita hafa sósíalistar ekki hreinan meirihluta á þingi, þannig að kommúnistar og hægri ITT lítagónvarp er Qárfestíng ív-þýskum gæðumog fallegum Tlfitum menn geta fellt stjórn þeirra ef þeir rugla saman reitum sínum í atkvæðagreiðslu um van- traustsyfirlýsingu. Undanfarna mánuði hafa menn gjarnan rifjað upp, að það var einmitt slíkt bandalag „öfgaflokka“ eins og sagt var, sem varð fjórða lýðveld- inu að aldurtila fyrir rúmum þrjátíu árum, en úrslit bæjar- stjórnarkosninganna nú gera það að verkum, að litlar líkur eru til þess að „ónáttúrlegt samkrull" af þessu tagi, eins og líka er sagt, komist á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtíð. En þessi styrkur sósíal- ista er þó fyrst og fremst hluti af þeirri nýju stöðu sem komin er upp í frönskum stjórnmálum og virðist geta haft töluverð áhrif á þróunina, þegar í hönd fara mikil tímamót í sögu Evrópu. Endalok tvískiptingarinnar Sá þáttur þessara tímamóta sem fréttaskýrendur hafa veitt hvað mesta athygli er upplausn og endalok tvískiptingarinnar í stjórnmálalífi Frakklands f þeirri mynd sem verið hafði um langt skeið, þegar tvær álíka stórar fylkingar stóðu sífellt hvor á móti annarri og tveir álíka stórir stjórnmálaflokkar voru í hvorri um sig, sósíalistar og kommúnist- ar vinstra megin og Gaullistar og lýðræðisbandalagið hægra meg- in. Virðast allar þær breytingar eða nýjungar sem urðu í bæjar- stjórnarkosningunum nú stefna í eina átt og stuðla að því að þessi tvískipting riðlist, hvort sem það er sigur sósíalista, áframhaldandi hrun kommúnista, endalok vinstri bandalagsins, sundrung hægri manna og slæm útreið lýðr- æðisbandalagsins eða uppgangur nýrra afla, þótt ólík séu, sem sé „græningja“ og þjóðernisfylking- ar hins illræmda og orðhvata Le Pen. Öllum er nú augljóst að vinstri fylkingin, sem mótaði svo mjög frönsk stjórnmál í markvissri sig- urgöngu sinni fram að valdatöku Mitterrands 1981, er nú ekki lengur til nema á pappírnum og rétt fyrir kosningar og varla þá: er þá reynt að vekja hana upp frá dauðum með miklum lúðra- blæstri en fáum til ánægju og ynd- isauka. Þess vegna dettur engum í hug lengur að tala um hana sem eina heild, enda hafa örlög vinstri flokkanna tveggja orðið harla ólík. Allir eru nú sammála - einnig andstæðingarnir - um að sósíal- istar hafi nú unnið verulegan sigur, en samt er erfitt að koma með nokkra viðmiðun sem mark er á takandi. í bæjarstjórnar- kosningunum 1977 varð árangur sósíalista mjög glæsilegur, en þeir voru þá í nánu bandalagi við kommúnista og kosningarnar voru jafnframt atkvæðagreiðsla gegn ríkjandi hægri stjórn og undirbúningur undir valdatöku vinstri manna fjórum árum síðar. f næstu bæjarstjórnarkosningum 1983 biðu sósíalistar hins vegar mikið afhroð, þannig að margir héldu að seta þeirra í valdastólum yrði nú stutt og skildi eftir sig lítil spor, en þá voru kjósendur kannske fyrst og fremst trúir þeirri „hefð“ sinni að nota slíkar kosningar til að veita ríkisstjórn- inni áminningu og ráðningu. Þeg- ar leið að kosningunum nú töldu flestir, að sósíalistar myndu vinna aftur eitthvað af því sem tapaðist síðast, en spurningin var sú hve mikill sá ávinningur yrði og hvort það sýndi sig enn einu sinni að kjósendur vildu nota þennan vettvang til að hirta valdhafana. Sigur Rocards Strax í fyrri umferðinni var ljóst að kjósendur ætluðu ekki í þetta sinn að veita stjórninni neina áminningu, og var það þeg- ar sigur fyrir stjórn Rocards. En sú bylgja sósíalista sem skotið hafði upp kryppunni í fyrri um- ferðinni magnaðist enn í þeirri seinni. Eitt atriði sem var ekki beinlínis skylt flokksmálum gerir reyndar dálítið strik í reikninginn þegar túlka á úrslitin, en það var ótvíræður vilji kjósenda til að fá unga menn og kraftmikla í bæjar- stjórnir í stað annarra sem voru búnir að hreiðra þar um sig ára- tugum saman og kannske komnir hátt á áttræðisaldur. En þar sem sósíalistar buðu oft fram nýja menn nutu þeir góðs af þessari almennu tilhneigingu. Þegar reikningurinn er gerður upp, unnu sósíalistar tuttugu og fimm borgir með meira en tuttugu þús- und íbúum umfram tap, og eru þá 6 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.