Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Tryggingastofnun Litla gula hænan sagði... Eggert G. Þorsteinsson: Sendum undanþágubeiðni 4. apríl til Margrétar Heinreksdóttur, formanns SLÍR. Margrét: Málið er í höndum Gísla Isleifssonar, okkar fulltrúa í undanþágunefnd. Gísli: Eðlilegtað Ólafur Walter, fulltrúi ríkisins í undanþágunefnd hafifrumkvœðið. Ólafur Walter: Hefur verið sótt um undanþágu? Hópur verkfallsvarða úr Stétt- arfélagi lögfræðinga í ríkis- þjónustu (SLIR) gekk í gær á fund Eggerts G. Þorsteinssonar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilgangi að ræða meint verkfallsbrot forstjórans, en hann hefur eftir helgina skrif- að upp á pappíra til útborgunar atvinnuleysisbóta. Það verk hefur verið í höndum félaga í SLÍR sem nú er í verkfalli. Aö sögn Eggerts tjáði hann verkfallsvörðum að hann teldi sig, sem yfirmann stofnunarinn- ar, vera í fullum rétti til að ganga í hvaða störf innan TR sem væri og vitnaði í dómsúrskurði sínu máli til framdráttar. Hurfu verkfalls- verðir frá við svo búið og er ætlun Eggert G. Þorsteinsson forstjóri TR lokar hurðinni á hæla ver- kfallsvarða SLÍR. Töldu ver- kfallsverðir að Eggert væri að ganga í störf félaga í SLÍR, nánar tiltekið framkvæmdastjóra Atvinnuleysisbótasjóðs. TR hef- ur hins vegar sótt um unda- nþágu, en einhver skortur virðist vera á samskiptum því fulltrúi ríkisins í undanþágunefnd hafði ekki hugmynd um það. Mynd ÞÓM deiluaðila að hugleiða málið frekar, en líklegasta niðurstaðan er að málinu verði skotið til gerð- ardóms til úrskurðar. Það er hins vegar íhugunarvert að til þessa alls virðist ekki hafa þurft að koma, því einhvers sam- bandsleysis virðist hafa gætt milli aðila hvað undanþáguumsókn Tryggingastofnunar til SLÍR varðar. Að sögn Eggerts G. Þor- steinssonar sendi TR undanþágu- umsókn fyrir félaga SLÍR er vinnur við afgreiðslu atvinnu- leysisbóta, þegar þann 4. aprfl, og sagði Eggert að síðan hefði ekkert til þeirrar umsóknar spurst. Hafi undanþágubeiðnin verið stíiuð á Margréti Heinreks- dóttur, formann SLf R enda hefði það ekki verið búið að skipa und- anþágunefnd í málið. Margrét Heinreksdóttir vísaði á Gísla fsleifsson iögfræðing en hann væri fulltrúi SLIR í undan- þágunefnd. Gísli sagði að TR hefði beðið um undanþágu fyrir sjö lögfræðinga og þar á meðal þann sem gegnir stöðu fram- kvæmdastjóra Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Sagði Gísli að hann hefði lengi í síðustu viku reynt að ná sambandi við Birgi Guðjónsson hjá launamáladeild fjármálaráðuneytisins en hann hefði umsjón með tilnefningum í undanþágunefndir fyrir hönd ríkisins. A föstudag í síðustu viku hefði síðan verið tilkynnt að Ólafur Walter Stefánsson yrði fulltrúi ríkisins í undanþágu- nefnd. „Ég hef ekkert heyrt frá honum síðan, en ég tel að það sé þeirra mál að hafa samband við okkur út af þessum undanþágu- beiðnum en ekki öfugt, þar sem það er ekki í okkar þágu að veita undanþágu því við erum í verk- falli,“ sagði Gísli. „Hefur verið sótt um undan- þágu fyrir lögfræðinga í Trygg- ingastofnun? Ég hef ekki fengið vitneskju um eitt eða neitt,“ sagði Olafur Walter Stefánsson, þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann. Sagðist Ólafur ekki vita annað um málið en það sem hann hefði lesið í Þjóðviljanum. „Ég veit ekki til þess að nefndinni hafi borist neitt slíkt erindi, sem gefi tilefni til að hún komi saman,“ sagði Ólafur Walter. Virðist af ofangreindu nokkuð ljóst að einhverjir hnökrar eru á samskiptum viðkomandi og ef til vill leysist málið og undanþága fæst, lyfti einhver símtóli og slái á þráðinn. phh Alþýðusambandið Dagsbmn og Hlíf í hart? Óþolinmœðifarið að gœta víða. Hlífog Dagsbrún ræða um sameiginlegar aðgerðir. Viðrœðunefnd ASÍ hveturfélögin til að afla sér verkfallsheimilda Nokkur verkalýðsfélög víða um land hafa þegar aflað sér ver- kfallsheimildar og önnur félög hafa boðað félagsfundi nú á næstu dögum þar sem óskað verður eftir heimild til verkfalls- boðunar, en eftir árangurslausan fund með vinnuveitendum í gær gaf viðræðunefnd ASÍ út þá yfir- lýsingu að þarsem VSÍ hafnaði samningum alfarið væri tilgangs- laust að halda viðræðum áfram. Viðræðunefndin skorar jafn- framt á félögin að afla sér verk- fallsheimildar. Uppi eru hugmyndir milli for- ystusveita stærstu verkamannafé- laga landsins, Dagsbrúnar í Reykjavík og Hlífar í Hafnar- firði, um að komist ekki skriður á samningamálin alveg á næstunni, taki þessi stóru félög af skarið og boði til staðbundinna verkfalla á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt verk- fall, sem stutt yrði af öðrum að- ildarfélögum Verkamannasam- bandsins, myndi hafa mikil áhrif og m.a. lama að mestum hluta innflutning til landsins en stærstu uppskipunarhafnirnar eru í Hafnarfirði og Reykjavík. - Það er rétt að þessi mál hafa verið til umræðu og við höfum mikinn áhuga á að ná góðu sam- starfi við Dagsbrún um slíkar að- gerðir ef ekkert breytist nú næstu daga, sagði Sigurður T. Sigurðs- son formaður Hlífar í samtali við Þjóðviljann í gær. Meðal þeirra félaga sem höfðu þegar í gær aflað sér verkfalls- heimildar eru: Verslunarmanna- félag Árnessýslu, Verslunar- mannafélag Akureyrar og Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði. -*g- Umhverfisráðuneyti „Málamiðlun tveggja sjónarmiða“ Forsœtisráðherra: Mikilvœgasti málaflokkur íslendinga Akvæði umhverfismálafrum- varpsins um umhverfisráðu- neyti er málamiðlun tveggja önd- verðra viðhorfa sem ætti að nást um breið samstaða. Annað sjón- armiðið er á þá lund að ráðuneyt- ið ætti að vera voldugt yfirráðu- neyti líktog fjármálaráðuneytið og setja fagráðuneytum stólinn fyrir dyrnar ef þurfa þykir. Hitt sjónarmiðið er að umhverfis- ráðuneyti hafi fáar stofnanir og lítil völd á sinni könnu en bendi fagráðuneytum á það sem betur má fara. Þetta kom fram í máli Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra er hann mælti fyrir frumvarpi til laga um umhverfis- mál og stofnun umhverfisráðu- neytis. Hann viðurkenndi að ýmsir hefðu viljað að frumvarpið gengi lengra, undir umhverfis- ráðuneyti væru sett td. orkumál, skógræktarmál og Hafrann- sóknastofnun. Hér hefðu hags- munir skarast og iðnaðarráðu- neyti, landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti ekki viljað láta þessa mikilvægu málaflokka af hendi. Hinsvegar yrði hinu nýja ráðu- neyti gert að fylgjast grannt með þessum málaflokkum enda mælti 9. gr. frumvarpsins fyrir um stofnun samstarfsnefndar um- hverfisráðuneytis, iðnaðarráðu- neytis, sjávarútvegsráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, landbún- aðarráðuneytis og samgöngu- ráðuneytis. Forsætisráðherra viðurkenndi að eðlilegt væri að hér bættist við heilbrigðisráðu- neytið. Forsætisráðherra sagði að um- hverfismálin væri mikilvægasti málaflokkur fslendinga til lengri tíma litið og heimsins alls. íslend- ingar yrðu að hafa frumkvæði að umræðu um verndun lífríkis sjáv- ar sérstaklega og fyrr en síðar að efna til ráðstefnu um þau mál hérlendis. Fjórar stofnanir munu heyra undir hið nýja ráðuneyti: Meng- unarvarnadeild Hollustuverndar nkisins, Mengunarvarnadeild Siglingamálastofnunar, Náttúru- verndarráð og Embætti veiði- stjóra. Að auki fari ráðuneytið með framkvæmd fjölda núgild- andi sérlaga um varnir gegn mengun og meðferð hættulegra efna og framkvæmd 9 sérlaga um friðun og verndun lands og nátt- úru. ks Jazz-tónleikar Jazztríó Guðmundar Ingólfs- tríóinuaukGuðmundarerunafni sonar heldur tónleika í Hafnar- hansSteingrímssonátrommurog borg í kvöld miðvikudag 19. aprfl bassann plokkar Þórður Högna- og hefjast þeir klukkan 20.30. í son. Icy vodka í nýjum umbúðum Icy vodka er nú að koma á mark- aðinn hér á landi í nýjum og glæsilegum umbúðum sem eru sérstaklega hannaðar fyrir út- flutning sem þegar er hafinn fyrir alvöru eftir 5 ára undirbúning og vöruþróun. Búast má við að það taki 2 til 3 ár að fá úr því skorið hvort Icy vokda verður eftirsótt- ur drykkur á þeim lúxusmarkaði sem á er stefnt. Framleiðsla Icy vodka hefur nú verið flutt til ís- lands og fer fram í nýrri verk- smiðju sem rekin er í samvinnu Sprota hf. og Mjólkursamlags Borgfirðinga í Borgarnesi. 45 þúsund á mánuði Á nýafstöðnum aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni var samþykkt að beina þeim tilmælum til borgarstjórnar Reykjavíkur að ellilífeyrisþegum verði ekki gert að greiða fast- eignagjöld af eigin íbúð enda sé íbúðin af hóflegri stærð. Enn- fremur að þeir skuli ferðast ókeypis með vögnum Strætis- vagna Reykjavíkur. Jafnframt var samþykkt að beina því til • ríkisins að ákvæðum í lögum um almannatryggingar verði breytt á þann veg að lífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins tryggi einstaklingslífeyrisþega 45 þús- und krónur í lágmarkstekjur á mánuði. Grænfriðungar komnir í gær komu til landsins þrír full- trúar frá Greenpeace- samtökunum. í dag munu þeir boða til fundar með frétta- og blaðamönnum og jafnframt munu þeir eiga viðræður við ráðamenn um hvalveiðimál auk kjarnorkukafbátaslyssins í Norð- urhöfum og afleiðingar þess. island kynnt 150 þjóium Ferðamálaráð íslands og 10 ís- lensk fyrirtæki á sviði ferðaþjón- ustu voru meðal 2.800 þátttak- enda frá 150 þjóðum á stærstu ferðakaupstefnu heims sem ný- lega var haldin í V-Berlín. ís- lensku þátttakendurnir voru með sameiginlegt kynningarsvæði sem var mjög fjölsótt. Þar var dreift upplýsingum um landið og íslenska ferðaþjónustu auk þess sem gerðir voru samningar við er- lenda aðila um sölu á íslandsferð- um og gagnkvæmt. Gegn neyslustöðvun Á nýafstöðnum stjórnarfundi Neytendafélags Borgarfjarðar var samþykkt að styðja ekki áskorun Neytendasamtakanna um að hætta að kaupa egg og kjúklinga. Stjórnin telur að upp- lýsingar til neytenda um meintar óeðlilegar hækkanir á vöruverði séu nægjanlegar jafnframt því sem stjórnin treystir neytendum til að hafna og velja. Stjórnar- samþykktinni hefur þegar verið komið á framfæri við Neytenda- samtökin. Evrópukeppni í hárskurði Guðjón Þór Guðjónsson íslands- meistari í hárskurði mun dagana 28. og 29. maí taka þátt í keppni í þremur greinum á Evrópumóti í hárskurði og er hann fyrsti ís- lenski hárskerinn sem það gerir, en hárgreiðslufólk mun ekki taka þátt í keppninni að þessu sinni. Guðjón er í góðu formi um þessar mundir og varð nýlega í 4. sæti á sterku móti í Bandaríkjunum. Dómari í keppninni fyrir íslands hönd verður Torfi Geirmunds- son. Mannbjörg við Gróttu í gær varð mannbjörg við Gróttu þegar smábátur með þremur mönnum fór á hliðina. Mönnun- um varð ekki meint af volkinu í köldum sjónum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.