Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 7
MENNING Minnið gegn grímmdinni Heildarsafn Tómasar Isabella Leitncr. Hvað gerðist í gær? Minningar frá Auschwitz. Guðrún Bachman þýddi. Alþýðuleikhúsið. Alþýðuleikhúsið hefur sett upp ágæta sýningu á einleik sem byggður er á endurminningum ungverskrar gyðingakonu, sem var flutt árið 1944 í Ásvitsbúðir nasista ásamt móður sinni, bróður og fimm systrum. Isabella Leitner komst lífs af úr þeim vítis- eldi og komst til Bandaríkjanna í stríðslok. í formála bókar sem sannar. Síðar kom að því að menn vissu að þær voru sannar en vildu ekki leiða að þeim hugann, af því að þeim fannst það óþægi- legt, það truflaði þá í því að vera til. Svipað á við um mörg önnur ótíðindi og grimmdarverk í heiminum. Það eru til ítarlegri og skelfi- legri frásagnir af helför gyðinga og öðrum ódæðum frá tíma seinni heimsstyrjaldar en bessi ein- leikur Isabellu Leitner. Grimm - ari, nákvæmari - eða þá Guðlaug María Bjarnadóttir í hlutverki Isabellu í Hvað gerðist í gær? Alþýðuleikhúsið gefur út með texta endurminninganna segir, að í fyrstu hafi blaðamenn elt Isa- bellu og systur hennar tvær, sem einnig björguðust, á röndum. En fólki hafi ekki líkað það sem þær höfðu að segja: „Það var svo sárs- aukafullt að tala og það trúði því enginn. Þess vegna hættum við því“. Endurminningarnar eru til orðnar ekki síst sem andsvar við þessari áráttu sem einna sterkust er í öllum samfélögum: afneitun- inni. Fyrst trúðu menn ekki sög- um um útrýmingarbúðir af því þær gátu ekki og máttu ekki vera heimspekilegri ef svo mætti að orði kveða, verk þar sem komið er inn á guðfræðilega gátu hins illa, fjallað um „lágkúru illskunn- ar“ og þar fram eftir götum. Minningabrot Isabellu Leitner eru einhvernveginn hljóðlátari, stilltari, og skal þó enginn halda því fram að þau séu ekki áleitinn texti. Reyndar er það svo, að í sýningu Alþýðuleikhússins er sleppt ýmsu sem færir lesanda bókarinnar nær grimmd lífsbar- áttunnar í fangabúðum, setur hann betur inn í það hvernig menn dóu eða lifðu af í helvíti. Sýningin leggur þeim mun meira upp úr þema sem vissulega er sterkt og merkilegt í bókinni: þetta er sálmur um fjölskyldu sem hvarf en bjargaðist þó, um móðurina sem aldrei gaf upp á bátinn von um mannlega reisn og góðvild (það gerði Anna Frank ekki heldur), tregaslagur um þau systkini sem dóu. Fallegur texti einatt, stundum ljóðrænn og þó án tilgerðar, hreinn og beinn, „mennskt skjal“ sem við berum virðingu fyrir. Ég gat þess áðan að Isabella Leitner hefði skrifað í trássi við „afneitunina". Sjálf talar hún meir um þá nauðsyn að MUNA. Sú brýning vakir í öllum textan- um, allt frá skilaboðunum frá móður hennar og bróður, sem bæði fórust: Þið verðið að lifa af. Til að segja frá, ekki til að hefna, heldur til að hjálpa framtíðinni: þetta má ekki endurtaka sig. Hægur vandi að segja, að einmitt þetta sé margþvælt þenta. En bíð- um við: í fyrsta lagi hlýtur það að vera ofarlega í huga öllum þeim sem af lifðu útrýmingarbúðir-og í öðru lagi verður það ekki þreytt í meðförum Isabellu Leitner. Meðal annars vegna þess, með hve skýrum og látlausum hætti hún kemur á framfæri því sem hugur einn veit á landamærum lífs og dauða. Annarsvegar þeirri freistingu að láta undan, binda enda á þjáninguna („Það er ekki allsstaðar sem dauðinn er jafn auðfenginn og í Auschwitz,“ segir hún). Hinsvegar þeim styrk sem mannleg samheldni er og í þessu dæmi samheldni systra: skyldi það ekki tvöfalda lífsþrótt- inn að aðrir ætlast til þess að þú haldir lífi? Þýðing Guðrúnar Bachman er læsileg og áheyrileg, margt er í henni vel gert og skynsamlega. ____________________________ÁB Hamingja utan seilingar Fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar kom út fyrir nokkru, að vanda svo efnismikið að það tekur tímana tvo að lesa það. Það hefst á nýjum þýðingum Helga Hálfdanarsonar á Ijóðum eftir William Shakespeare; viðtöl eru við ljóðskáldið Hannes Sigfússon og franska rithöfundinn Pascal Quignard, grein um Jóhann Sig- urjónsson og saga eftir hann á dönsku, og Ijóð eftir átta íslensk skáld. Þar á meðal er yndislegt ljóð eftir ísak Harðarson sem ég tek mér bessaleyfi og birti í heilu lagi: Konan sem skúrar stjörnu- turninn undir miðnœtti á föstudags- kvöldum laumast alltaf í stóra kíkinn þegar vísindamennirnir skreppa í kaffi og rýnir í djúpin eftir stjörnunum sem skinu skœrast þegar hún var enn Ijóshærð og grönn Og konan sem skúrar stjörnu- turninn - hún horfir og starir og glápir og blínir en aldrei sér hún Errol Flynn bregða fyrir eitt augnablik - hvað þá Bogart eða Clark Gable En konan sem skúrar stjörnu- turninn kiknar samt alltaf í hnjá- liðunum föstudagskvöld eftir föstudags- kvöld því alltaf skal hann hanga þarna og fara um hana öllum þessum síblikkandi augum þessi ungi, myndarlegi, óskammfeilni alheimur Sérstaka athygli vekur prós- askáldskapurinn í þessu hefti, því auk sögu Jóhanns Sigurjónssonar eru fjórar smásögur í heftinu og einn kafli úr skáldsögu. Smásögurnar eru tvær út- lendar, tvær innlendar, og fjalla hver á sinn hátt um leit - leit að betra lífi, réttum lífsförunaut, leiðinni út. Karl Hrollaugsson sjóari í Flýja land eftir Einar Kárason, ætlar að endurheimta hamingjuna. Lífið hefur ekki ver- ið mjúkhent við hann utan einu sinni þegar öxull brotnaði í sigl- ingu skammt undan Færeyjum og hann dvaldi um tíma hjá fjöl- skyldu póstmeistarans í Klakks- vík: „Ég héltþetta vœri bull úr barn- atíma ríkissjónvarpsins, allar hamingjusömu fjölskyldurnar og eindrœgni og brœðraþel og vina- bönd og svona helvítis kjaftœði, en þarna var það, hjá honum Tróndi í Klakksvík." Sjö árum síðar verður hann fyrir sárri niðurlægingu og ákveð- ur að yfirgefa ísland fyrir fullt og allt og snúa aftur til vinar síns Tróndar. En tíminn hefur liðið, fortíðin er ekki mynd á vegg sem bíður þess að maður snúi til henn- ar aftur. Og hugsunin um sauðinn Magnús sem slátrað var á kær- leiksheimilinu forðum verður líka óþægilega áleitin. Þetta er sterk saga með margföldum botni, tvennir tímar listilega flét- taðir saman. Járnsmiðurinn Jacob í Harpa Harpa Sól eftir Ólaf Gunnarsson villist, en þegar hann finnur loks- ins rétta leið er hún ekki lengur rétt. Qfwfq í Litleysinu eftir Italo Calvino, ítalska höfundinn sem er ein skærasta stjarnan á himni evrópskra bókmennta um þessar mundir, leitar að elskunni sinni meðan jörðin hlýtur fegurð sína. Hann finnur hana of seint og kemst að því að fegurðin er lítils Almenna bókafélagið hefur gefið út heildarsafn ljóða Tómas- ar Guðmundssonar í stórri og glæsilegri bók. Við útgáfuna var farið eftir útgáfunni frá 1981, en þar voru ljóðin prentuð eins og skáldið óskaði að ganga endan- lega frá þeim. Framan við safnið er formáli Kristjáns Karlssonar bókmenntafræðings og skálds. Torfi Jónsson hannaði bókina en prentverk annaðist Prentsmiðjan Oddi. Gunnar Kvaran Gísli Magnússon Selló og píanó Á síðustu háskólatónleikum vetrarins í dag kl. 12.30 munu Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari flytja Sónötu í A-dúr op. 69 fyrir selló og píanó eftir Ludwig van Beethoven. Hljóðfæraleikarana þarf vart að kynna, svo gifturíkan feril eiga þeir að baki. Tónleik- arnir eru öllum opnir. Greifafrúin (Ólöf Kolbrún Harðardóttir) reynir að sefa greifann (Kristin Sigmundsson). Fígaró og Súsanna horfa á (Sigrún Hjálmtýsdóttir og John Speight). Óperan út á land Einar Kárason virði ef lífsförunauturinn nýtur hennar ekki með manni. Hvort þeirra lokast inni, hún í litleysinu eða hann í ástleysinu? Hnúturinn óleysanlegi eftir spönsku skáldkonuna Rósu Chacel kallast á við sögu Einars Kárasonar þó að í fljótu bragði virðist þær eins ólíkar og verða má. Önnur um groddaralegan ís- lenskan sjóara, hin um elskendur á suðlægum slóðum. En elskend- urnir hafa líka orðið fyrir sárri niðurlægingu. Þau hafa orðið að viðurkenna að fólkið hafði rétt fyrir sér þegar það sagði að ástin væri fásinna án matar og peninga. Þau gera sömu uppgötvun og Eyvindur og Halla og leita sömu útgönguleiðar: að farga sér. Því hvers virði er lífið ef þau eyða því í að „drepa niður hvort annað í stigvaxandi fjandskap" uns yfir lýkur? Áður en þau fleygja sér í ána hnýta þau sig saman með snæri, og lýsingin á leið þeirra niður ána í þessum nauðungarfaðmlögum er óhugnanleg - og þó heillandi lestur. Ritstjóri Tímarits Máls og menningar er Guðmundur Andri Thorsson. SA íslenska óperan sýndi Brúð- kaup Fígarós á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi og 2. maí verður hún sýnd á ísafirði. Ferðirnar eru í samvinnu við sveitar- og bæjarfé- lögin sem taka þátt í ferða - kostnaði. Samvinnan er einnig á listræna sviðinu því öll kórhlut- verk í uppfærslunni eru sungin af heimamönnum. Rannveig Fríða Bragadóttir er nýr Kerúbínó í Brúðkaupi Fígar- ós. Þær Hrafnhildur Guðmunds- dóttir munu skiptast á um að syngja hlutverkið. Málþing um Á laugardaginn kl. 13.00 hefst málþing íslenskrar málnefndar undir heitinu íslcnskt mál og menning á öld gervitungla í Ársal Hótels Sögu. Með þinginu minn- ist málnefndin 25 ára afmælis síns og vill um leið leggja lið málrækt- arátaki menntamálaráðuneytis- ins. Frummælendur verða tíu: Ág- úst Guðmundsson og Kristín Jó- hannesdóttir tala um íslenska kvikmyndagerð, Gústav Arnar, Sveinn Einarsson, Jón Óttar Ragnarsson, Kjartan Gunnars- son og Markús Örn Antonsson ræða um íslenskt sjónvarp, menningu og gervitunglatækni, og Helgi Skúli Kjartansson, Thor Vilhjálmsson og Höskuldur Þrá- insson ræða um framtíð íslenskr- ar tungu. Steinn yfir steini Jón Hallur Stefánsson gaf ný- lega út ljóðabókina Steinn yfir stcini. Hún er 32 bls. og geymir níu ljóðaflokka. Þetta er önnur bók höfundar, sú fyrri kom út 1987 og hét Auk þess legg ég til að höfuð mitt verði lagt í bleyti. Jón Hallur hefur verið við nám í ffló- lógíu á Spáni og lauk meistara - prófi í greininni þar. Hann hefur birt ljóð í tímaritum. Hippolýtos á Hellashátíð Leiklistarnemar sýna atriði úr leikritinu Hippolýtosi eftir Evrip- ídes á árshátíð Grikklandsvinafé- lagsins Hellas á laugardagskvöld- ið í Risinu, Hverfisgötu 105. Eyvindur Erlendsson leikstýrir. Einnig spjallar Thor Vilhjálms- son við gesti. Áhugamenn eru beðnir að hafa samband við Kristján Árnason (sími 21749) sem fyrst. Miðvikudagur 19. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.