Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 6
ALÞÝPUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélagar Suðurlandi Fundurmeð fjármálaráðherra á föstudag Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra verður á fundi að Kirkjuvegi 8, á Selfossi á föstu- daginn 21. apríl kl. 20.30. ATH: Breyttur fundartími. Margrét Frímannsdóttir alþm. mætir einnig á fundinn. Mætið vel og stundvíslega. Afmæliskaffi í fundarhléi. Ólafur Margrét ÆSKUL ÝÐFYLKINGIN Heimsmót æskunnar Fundur hjá undirbúningsnefnd fyrir Heimsmót æskunnar í N-Kóreu, verður haldinn að Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 26. apríl, kl. 20.00. - Æsku- iýösfylkingin. Félagsstarf aldraðra Norðurbrún 1 Starfsmann vantar til aö aöstoða viö böðun og fleira. Upplýsingar á staönum og í símum 686960 og 83790. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar |p Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í lögn stofnæöar kaldavatnsveitu á Nesjavöllum. Stofnæöin er um 6 km löng og er úr 900 mm steypujárnspípum (ductile). Vettvangsskoðun á Nesjavöllum er þann 27. apríl n.k. kl. 14.00. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 25.000 skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 4. maí kl. 10.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Verslunarmannafélag Suðurnesja Aðalfundur Aöalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja 1989 veröur haldinn að Hafnargötu 28, Kefla- vík, miðvikudaginn 26. apríl n.k. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál Stjórnin Allir eiga að vera í beltum, hvar sem þeir sitja í bílnum! UUMFERÐAR RÁÐ ERLENDAR FRÉTTIR Vestur-Pýskaland Stjóm stokkuð upp Staða bœjerskra íhaldsmanna sterkari. Líkur á átökum innanflokks kristilegra demókrata Uppstokkun sú á vesturþýsku ríkisstjórninni, sem fram fór 13. þ.m., kom ekki á óvart. Stjórn þessi, sem kristilegir demókratar, hinn bæjerski bróð- urflokkur þeirra Kristilega sósí- alsambandið og frjálsdemókratar standa að, hefur að undanförnu mátt þola alvarlegan mótgang ■ kosningum og spár um úrslit kosninga á næstunni eru henni þaðan af síður í vil. Niðurstöður skoðanakannana eru á þá leið, að kristilegir demó- kratar og Kristilega sósíalsam- bandið muni fá aðeins 31 af hundraði atkvæða í kosningum þeim til Evrópuþings, sem fram eiga að fara 18. júní n.k. Þá eru líkur á því að síðarnefndi flokkur- inn missi meirihluta sinn í Bæjar- alandi, þegar kosið verður þar á fylkisþing næsta ár. Mð yrði út af fyrir sig sögulegur viðburður í vesturþýskri stjórnmálasögu. Mð er af sem áður var þarlendis, er Franz Josef Strauss var með um 60 af hundraði atkvæða. Og ef svo fer fram sem nú horfir kemur stjórn Helmuts Kohl til með að falla í kosningunum til vesturþýska sambandsþingsins haustið 1990. Umræddar breytingar á ríkis- stjórninni hafa að líkindum fyrst og fremst verið gerðar með það fyrir augum að hressa eitthvað upp á stjórnarfylkinguna fyrir kosningarnar til Evrópuþings. Þremur nýjum ráðherrum var bætt inn í stjórnina og nokkrir færðir til milli ráðuneyta. Af því þykir helst fréttavert að Theo Waigel, formaður Kristilega sósí- alsambandsins, kom inn í stjórn- ina sem fjármálaráðherra í stað Gerhards Stoltenberg, kristilegs demókrata er tók við sem varnar- málaráðherra. M varð Wolfgang Scháuble, kristilegur demókrati, innanríkisráðherra í stað Fried- richs Zimmermann, Kristilega sósíalbandalaginu, sem tók við embætti samgöngumálaráð- herra. Enda þótt Zimmermann virð- ist heldur hafa lækkað við um- skiptin, er út frá því gengið að áhrif Kristilega sósíalsambands- ins, sem er til hægri við kristilega demókrata, hafi heldur aukist í stjórninni við uppstokkunina. Fyrrnefndi flokkurinn, sem býð- Líbanon Kristnir vök að r Iyfirstandandi lotu borgara- stríðsins í Líbanon, sem hófst laust fyrir miðjan s.l. mánuð, hafa um 250 manns verið drepnir og um 900 særðir og limlcstir meira eða minna. Það á ekki af þessu gæfusnauða landi að ganga. I öllu borgarastríðinu, sem hófst í apríl 1975, hafa að minnsta kosti um 130.000 fallið og farist og um 200.000 særst og slasast. Landsmenn eru um hálf þriðja miljón. Að tiltölu við fólksfjölda mundi þetta manntjón samsvara sjö miljónum fallinna og særðra af Frökkum og um 30 miljónum af Bandaríkjamönnum. Yfirstandandi hryðja hófst er stjórn kristinna Líbana reyndi að færa út valdsvið sitt með því að stöðva umferð um hafnir mús- líma í suðurhluta landsins. Sýr- lendingar, sem halda tveimur þriðju hlutum Líbanons her- numdum og hafa þar í heiðri meginregluna gamalkunnu um að deila og drottna, snerust til liðs við múslíma. Eru það einkum sýrlenskar hersveitir og Drúsar, er síðustu fimm vikurnar hafa barist við her kristinna manna undir forustu Michels Aoun, sem er bæði herstjóri og stjórnarfor- maður þeirra kristnu. Stríðsaðilar stilla stóru byss- urnar óspart á íbúðahverfi hvors annars eins og svo oft áður í stríði þessu. Sjúkrahúsum er ekki hlíft frekar en öðrum byggingum. Sér- staklega hefur austurborgin í Beirút, þar sem kristnir menn búa, orðið hart úti af völdum stórskotahríðar Sýrlendinga. Mr er nú rafmagnslaust og elds- neytisbirgðir uppgengnar fyrir eldi. Ekki er við öðru að búast af Assad Sýrlandsforseta, sem eitt sinn skaut í rústir drjúgan hluta borgar fyrir sjálfum sér, er inn- byggjarar þar höfðu gerst honum óþjálir. Honum er sérlega mikið kappsmál að brjóta á bak aftur her þeirra kristnu, þar eð Aoun eiga í verjast hefur reynt að snúa borgarastríði Líbana upp í frelsisstríð þeirra gegn Sýrlendingum. Sú viðleitni kristna leiðtogans hefur ekki verið með öllu án ár- angurs. Hann virðist hafa náð nokkru fylgi meðal súnníta þar- lendis, þannig er tæplega þriðj- ungur liðsmanna í her hans þeirrar trúar. Á þó svo að heita að súnnítar séu forustuaðili stjórnar íslamskra Líbana, sem keppir við stjórn Aouns. En súnnítar hafa illan bifur á Assad, sem er Alavíti og þar með trúvill- ingur í þeirra augum, og þar að auki eru þeir orðnir uggandi um framtíð sína í Líbanon, á sama hátt og kristnir menn. Fyrir borg- arastríðið gengu súnnítar næst Maronítum, stærsta kristna trú- flokknum, að völdum, en liðs- sveitir þeirra eru veikar og sundr- aðar og mega sín lítils í saman- burði við vopnað lið sjíta, Drúsa og Palestínumanna. Nú þykir Ijóst að sjítar, sem fyrir borgara- stríðið máttu sín lítils, séu orðnir fjölmennari í landinu en súnnít- ar. Mð er því viss grundvöllur fyrir því að kristnir menn og súnnítar, sem hingað til hafa bit- ist um völdin, taki höndum sam- an. Herseta Sýrlendinga er þar að auki óvinsæl, hermenn þeirra eru sagðir stela og rupla öllu, sem hönd á festi. En þeir eru studdir af að minnsta kosti Drúsum og Amalsjítum, sem gera vilja hlut kristinna manna sem minnstan, og súnnítar eru sundraðir og tví- stígandi. Frakkar, sem öldum saman hafa haft veruleg sambönd við Maroníta, sýndu um daginn sem snöggvast lit á því að koma þeim til hjálpar, en kipptu fljótt að sér hendinni til að hætta ekki arðvænlegum viðskiptasambönd- um sínum við Arabaheiminn. Það er því ekki ólíklegt að Sýr- lendingum takist að skjóta alla andstöðu gegn sér í mél. dþ. Waigel - flokkur hans tapar fylgi en eflist í stjórn sambandslýð- veldisins. ur aðeins fram í Bæjaralandi gegn því að hinn bjóði ekki fram þar, hafði til athugunar að taka upp framboð í öllum fylkjum, og breytingar Kohls á stjórninni munu öðrum þræði hafa verið gerðar til að fá bæjersku banda- mennina ofan af því. Kristilega sósíalsambandið vill að svipur stjórnarinnar verði kaþólskari og íhaldslegri en verið hefur. Lík- lega vonast stjórnarfylkingin til að geta þannig náð til sín aftur einhverju af þeim atkvæðum, sem hún undanfarið hefur tapað til Lýðveldisflokksins, er svo nefnir sig, og annarra flokka á hægri kanti. En kristilegir demókratar hafa einnig tapað atkvæðum til græn- ingja og jafnaðarmanna, og varla verður þessi svipbreyting á stjórninni til að stöðva þann straum. Hún gæti einnig orðið til að auka erjurnar í flokknum milli „módernista" og „hefðarsinna,“ eins og einn fréttaskýrandinn lætur flokksarmana heita. Meðal liðsodda hinna fyrrnefndu eru Heiner Geissler, aðalritari flokksins, og Lothar Spáth, for- sætisráðherra í Baden- Wúrttemberg, sem talinn er koma til greina sem eftirmaður Kohls. Vesturþýskur sjónvarps- fréttaskýrandi fullyrti á dögunum að ef kristilegir demókratar færu illa út úr kosningunum til Evróp- uþingsins, væru dagar Kohls sem leiðtoga taldir. dþ. ITT lítasjónvarp erQárfesting iv-þýskum gæðumog fallegum I fitum LLIRt SKIPHOLTI 7 SIMAR 200*0 * 26ÍOO 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 19. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.