Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 2
____________________FRETTIR___________________ Herœfingar Niðurskurðurinn er hafinn Upphafi œfinganna verður seinkað frá 17. -20. júníog Fjallkonunniþar með bjargaðfyrir horn. 66% þjóðarinnar andvíg æfingunum en 34% vilja heimila þær Utanríkisráðherra hefur ák- veðið að heimila fyrirhugaðar heræfingar bandaríkjahers hér- lendis í júní en skera liðið niður um þriðjung og fresta æfing- aupphafi um þrjá daga, frá þjóð- hátíðardegi Islendinga, 17. júní, fram á þriðjudag þann 20. Mar- grét Frímannsdóttir, formaður þingfiokks Alþýðubandalagsins, segir andóf flokks síns glöggiega hafa skilað einhverjum árangri, þetta sé fyrsta skref og þau verði fleiri því málinu verði fylgt eftir í ríkisstjórninni. Það er ljóst að heræfingar Bandaríkjamanna á íslandi njóta lítillar samúðar þjóðarinnar því samkvæmt niðurstöðu skoðana- könnunar Skáíss eru 2/3 lands- manna, 66 af hundraði, á móti slíkum æfingum hérlendis. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra greindi frá ák- vörðun sinni þegar hann flutti al- þingi árlega embættisskýrslu sína í gær. Orð hans um öryggis- og varnarmál vöktu mesta athygii enda áttu menn von á því að hann skýrði þingheimi frá því hvort hann hygðist heimila umfangs- mestu heræfingar hérlendis frá hernámi eður ei. Honum fórust svo orð: „Að lokinni rækilegri athugun á forsögu málsins, markmiðum æfinganna og fyrirkomulagi hef- ur utanríkisráðherra ákveðið að heimila að æfingarnar fari fram en jafnframt tilkynnt bandarísk- um stjórnvöldum um breytingar á framkvæmdinni sem hér segir: Varaliðið mun ekki koma til landsins fyrr en 20. júní. Jafn- framt hefur þátttakendum í æf- ingunum verið fækkað um sem svarar þriðjungi þannig að fjöldi þátttakenda er nú minni en verið hefur í ýmsum æfingum sem áður hafa farið fram á varnarsvæðun- um.“ Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði við Þjóð- viljann í gær að ekki væri hægt að búast við því að menn fögnuðu þessari niðurstöðu þótt vissulega Framhaldsskólanemendur hafa áhyggjur af því að verkfall HÍK muni hafa varanleg áhrif á nám þeirra. I gær sendi Félag framhaldsskóla frá sér yfirlýs- ingu þar sem fulltrúar HÍK og væri það spor í rétta átt að draga úr umsvifum æfinganna. Hjörleifur Guttormsson, fullt- rúi Alþýðubandalagsins í utan- ríkismálanefnd, sagði við Þjóð- viljann að vissulega væri allur samdráttur hernaðarumsvifa af hinu góða þótt hann og félagar ríkisins eru gagnrýndir harkalega fyrir sín vinnubrögð. f yfirlýsingu félagsins segir ma.: „Nú þegar hefur skapast neyðarástand í framhaldsskólum landsins, upplausn ríkir og fjöldi hans í röðum Alþýðubandalags- ins féllust ekki á rök utanríkisráð- herra fyrir því að nokkur þörf væri fyrir þessar heræfingar. En forsendur ráðherrans skýrðust væntanlega á fundi utanríkismál- anefndar og umræðum á alþingi í dag, þar myndi Hjörleifur og nemenda gefst upp, hættir í skóla og hrekst út á vinnumarkaðinn. Einnig er Ijóst að þeim nemend- um sem eftir sitja er nánast ómögulegt að skipuleggja nám sitt þar sem enginn veit hvort próf verða lögð fyrir og þá hvenær." Ennfremur gagnrýnir félagið það öryggisleysi sem ríkt hefur í ís- lensku skólalífi undanfarin miss- eri þar sem nám hefur farið úr skorðum ár eftir ár. Á fundi sem Félag framhalds- skóla hélt fréttamönnum í gær kom í ljós megn óánægja nem- enda með vinnubrögð deiluaðila. Fulltrúar félagsins lýstu yfir furðu sinni á að deiluaðilum hefur enn ekkert orðið ágengt í tæplega þriggja vikna verkfalli. Nemend- ur telja sig vera stærsta hagsmunahóp deilunnar en sjón- armið þeirra þó jafnan virt að vettugi. Sem dæmi um hversu slæmt ástandið er orðið má nefna að nemendur sem hyggjast þreyta stúdentspróf í Verslunarskólan- um sjá fram á 2-3 próf á dag þar sem skólinn mun reyna til ítrasta að brautskrá stúdenta á tilsettum tíma. Sömu sögu er að segja af nemendum Menntaskólans í Reykjavík, en þótt verkfallið leysist á næstu dögum munu nem- endur þreyta próf á 3 vikum í stað 6. í Menntaskólanum á Laugar- vatni stendur ekki til að þjappa þrófum saman og mun skólaárið þar því væntanlega teygjast fram á sumar. Þar borga nemendur 560 krónur á dag fyrir heimavist og sjá einnig fram á minni tekjur í sumarvinnu en venjulega. Þeir nemendur sem hyggja á nám erlendis í haust eru mjög uggandi vegna verkfallsins og ótt- ast að nám þeirra geti tafist um eitt ár. Nemendur mega hvorki né vilja þreyta próf með minni kröfum en ella, en jafnframt er ekki heimilt að prófa úr ólesnu námsefni. -þóm koma sjónarmiðum sínum á framfæri. ks VarafluRvöllur Biðja um hetmang Undirskriftum safnað í S-Þingeyjarsýslu fyrir varaflugvelli í Aðaldal. Mjög skiptar skoðanir meðal heimamanna „Ég hef ekkert tekið saman neinar tölur um það hversu marg- ir hafa skrifað undir þessa lista, en ég tel að það sé meirihluti fyrir þessu í Aðaldal og Kinninni. Reyndar met ég það þannig að þegar ég segi að það sé meirihluti fyrir flugvellinum að það sé ekki meirihluti manna sem hafi skrif- að undir, heldur hef ég fengið góðar móttökur víðast,“ sagði Starri Hjartarson á Húsavík, en hann stendur að eigin sögn einn fyrir undirskriftasöfnun þar sem lýst er stuðningi við hugmyndir um byggingu varaflugvallar í Að- aldal og talið eðlilegt að leitað sé samvinnu við NATO um bygging- una. Ekki treysti Starri sér að kveða upp úr með hvort meirihluti Hús- víkinga hefði skrifað á listana, en þeir liggja þar frammi m.a. á vinnustöðum og í verslunum. Segir Starri að bágt atvinnu- ástand í héraðinu hafi verið rótin að undirskriftaherferðinni og hyggðist hann senda Jóni Baldvin Hannibalssyni listana, en her- ferðinni lyki sennilega í næstu viku. „Ég lít ekki á þennan völl sem herflugvöll, en ég get ekki neitað því að þetta er hernaðarm- annvirki ef NATÓ byggir hann,“ sagði Starri. Mjög skiptar skoðanir hafa verið meðal manna í S-Þing- eyjarsýslu um þessa undirskrifta- herferð og sagði Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal m.a. að hún væri alfarið á móti þessum framkvæmdum. Ástæð- an væri m.a. mengunarhætta vegna olíu sem dreifðist víða vegna þess hve gljúpur jarðve- gurinn væri, hávaði frá herflugi og mengun hugarfarsins. „Ég bjó áður á Suðurnesjum, þannig að ég kannast við hvað fylgir þessu. Ég óttast að ýmiss atvinnurekstur sem menn stunda hérna núna muni leggjst af. Menn telja að þessu fylgi aðeins gull og grænir skógar, en hver er t.d. kominn til með að segja að heimamenn fái vinnu við byggingu þessa vallar, sem vonandi verður aldrei? Er ekki líklegra að íslenskir aðal- verktakar fái þetta verk?“ spurði Hólmfríður. Jóhanna Steingrímsdóttir í Árnesi í Að- aldal tók í sama streng og taldi að ferðamenn féllu síst fyrir alþjóð- aflugvöllum á ferðum sínum. „Ég tel að slíkur hervöllur muni fæla ferðamenn frá sveitinni, auk þess sem hér þurfa að vera gríðarlegar olíubirgðir, en mengunarslys á vatnasvæði Laxár yrði óbætan- legt,“ sagði Jóhanna. phh Jón Ingvarsson stjórnarformaöurSH. tekurvið Útflutningsverðlaunum Forseta íslands úr höndum Vigdísar Finnbogadóttur. Sölumiðstöðin verðlaunuð Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hlaut Útflutningaverðlaun Forseta ís- lands sem veitt voru í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á sumardaginn fyrsta. Verðlaunin eru veitt SH og dótturfyrirtækjum hennar erlendis fyrir mikilsvert brautryðjendastarf að framleiðslu og sölu tilbúinna frystra sjávarrétta úr íslenskum úrvalsfiski á erlendum markaði, eins og segir í umsögn dómnefndar. Verðlaunin voru steinlistaverk eftir Gest Þorgrímsson, myndhöggvara. Kröfum um frávísun hafnað Sakadómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu verjenda fyrrverandi og núverandi starfsmanna Út- vegsbarikans og Helga Magnús- sonar fyrrum endurskoðanda Hafskips, um ákæru gegn þeim í Hafskipsmálinu yrði vísað frá. Verjendurnir hafa áfrýjað frávís- unarkröfunni til Hæstaréttar. Þá hefur Sakadómur ákveðið að fresta málflutningi í Hafskips- málinu fram á næsta haust svo lögmönnum gefist tími til að setja sig betur inn í þetta viðamikla dómsmál. Öryrkjar vilja BSRB-hækkun Öryrkjabandalagið hefur sent heilbrigðis- og tryggingarráð- herra bréf þar sem farið er fram á að örorkubætur og tryggingabæt- ur hækki þegar til jafns við ný- gerða kjarasamninga BSRB við ríkið. Segir í bréfinu að banda- lagið vænti þess að umsamdar kauphækkanir skili sér að fullu til bótaþega enda sé yfirlýst af hálfu stjórnvalda að kjarabætur þessar séu fullkomlega innan ramma gildandi fjárlaga. Félagsráðgjafar boða verkfall Félagsráðgjafar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa boðað verkfall frá og með 10. maí n.k. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Allsherjaratkvæða- ákveða skyndilokanir á veiðsvæðum með útgáfu reglu- gerða. Undanfarin 13 ár hafi reglugerðum ekki verið beitt í þessu skyni, nema lokanir hafi verið tíðar á umræddum svæðum og tillaga þess efnis hafi borist frá fiskifræðingum, sem nú eru í verkfalli. Þá benda fiskifræðingar á að ekki sé heimilt að aflétta reglugerðarbanninu nema um- sögn fiskifræðinga liggi fyrir. Svæðin verði því lokuð þar til verkfalli lýkur. greiðsla fór fram meðal félags- manna um verkfallsboðunina. Af 40 á kjörskrá tóku 39 þátt. 25 sögðu já eða 64% en 13 nei. Einn kjörseðill var auður. Verkfallsbrot við skyndilokanir Fiskifræðingar á Hafrannsókna- stofnun sem eru í verkfalli telja að sjávarútvegsráðuneytið hafi framið verkfallsbrot með því að Nemendur standa ekki lengur með kennurum í kjarabaráttu þeirra. Mynd - þóm. j Verkfall HÍK Ovissa í framhaidsskólum Nemendur uggandi vegna vinnubragða deiluaðila. Sjá fram á 2-3próf á dag og verri námsárangur 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.