Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 12
‘SPURNINGIN' Ertu búin(n) aöfásumar- vinnu? Sigurður Ólafsson nemi í viöskiptafræði: Nei, svo er nú ekki og ég reikna meö því að þaö veröi erfitt aö fá vinnu í sumar. Ég á þó möguleika á vinnu þar sem ég var í fyrra. Guðmundur Pálsson heimspekinemi: Já já, horfur eru góðar hjá mér. Ég verð á sama stað og í fyrra- sumar. Hafrún Guðmundsdóttir nemi í félagsvísindadeild: Já að hálfu leyti. Hef vinnu aðra hverja helgi, en er nú að sækja um fulla vinnu. Horfurnar eru ekki góðar þó ég sé bjartsýn. Magnús Friðjónsson viðskiptafræðinemi: Nei, og horfurnar eru slæmar, ég ætla þó að skrá mig hjá atvinnu- miðlun stúdenta. Ásta Ólafsdóttir nemi í félagsvísindadeild: Já, reyndar ekki hér í Reykjavík heldur hjá Sparisjóði Vest- mannaeyja, en annars er erfitt að fá aðra vinnu en við fiskvinnslu þar. bJÓOVIUINN Þriðjudagur 25. apríl 1989 7ó. tölublað 54. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN COJO^O ÁLAUGARDÖGUM 681663 Sigurlaug Guðmundsdóttir tekur við skráningum stúdenta í atvinnuleit. Mynd - Jim Smart. Sumarvinna Atvinnuhorfur ekki góðar Atvinnumiðlun námsmanna er nú að hefja sitt tólfta starfsár Þann 17. aprfl hóf Atvinnu- miðlun námsmanna störf sín og eru fyrirtæki þegar farin að skrá sig. I gær þegar starfsmenn komu til vinnu stóðu stúdentar í biðröð út eftir öllum gangi. Undanfarin 11 ár hefur Stúd- entaráð Háskóla íslands starf- rækt atvinnumiðlun fyrir náms- menn í samvinnu við hinar náms- mannahreyfingarnar, þ.e. Bandalag íslenskra sérskóla- nema. Félag framhaldsskóla og Samtök íslenskra námsmanna er- lendis. Stofnunin er atvinnumiðlun námsmanna á sumrin, en kallar sig starfsmiðlun stúdenta á vet- urna og nær starfsemin þá aðeins yfir háskólastúdenta. Yfir sumartímann mega hvaða náms- menn sem er leita til miðlunar- innar. Stöðugt fjölgar náms- mönnum á skrá hjá Atvinnumiðl- un námsmanna og sýnir það eitt þörf fyrir miðlun sem þessa. Bet- ur gengur þó að fá fólk á skrá heldur en að ná inn atvinnutæki- færum. Að sögn Sigurlaugar Guðmundsdóttur eru það undan- tekningalítið sömu fyrirtækin sem leita til þeirra ár eftir ár. Póstur og Sími er t.d. eitt þeirra fyrirtækja sem alltaf leita til at- vinnumiðlunar námsmanna. Vorið 1988 skráðu sig 778 ein- staklingar samanborið við 684 árið áður og 587 árið 1986. Starf- semin á síðasta vori gekk í alla staði mjög vel, alls tókst að út- vega 310 manns vinnu um lengri eða skemmri tíma. Framboð á at- vinnu dróst að vísu saman ef mið- að er við árið áður en þá buðu 404 atvinnurekendur u.þ.b. 1200 störf en árið 1988 voru alls 692 störf í boði frá 380 atvinnurek- endum. Margvísleg störf Samdráttur í atvinnulífinu virðist vera staðreynd og bendir margt til þess að illa líti út með atvinnuhorfur námsmanna í sumar. Sigurlaug Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri miðlun- arinnar starfar með bjartsýnina að leiðarljósi og að hennar sögn eru störfin mjög margbreytileg. Atvinnumiðlun námsmanna hef- ur fram að færa úrval af hæfum starfskröftum með margvíslega reynslu og menntun. Starfsval er fjölbreytt bæði hvað varðar lengd vinnutíma og tegund starfa. í gær var t.d. verið að leita að ungu fólki í heyskap, en al- gengust eru þó skrifstofustörf, verslunarstörf, mannvirkjagerð, útkeyrsla og önnur þjónustu- störf. í sumum tilfellum er jafnvel um tilboð að framtíðarstörfum að ræða. Atvinnuhorfur ungs fólks eru ekki eins góðar eins og verið hef- ur og sagði Sigurlaug, að sá væri hátturinn hjá mörgum fyrirtækj- um að ráða ekki sumarfólk, þó svo að það hafi verið gert fyrr á árum. Starfsemi miðlunarinnar hefur nú verið tölvuvædd og m.a. hefur verið hannað sérstakt leitarforrit. Pað býður upp á hraða og góða þjónustu þar sem fljótlegt er að hafa uppi á starfskröftum sem falla að óskum vinnuveitenda. Það gerist einnig að hægt að miðla starfi beint þegar óskir og reynsla falla saman. Atvinnumiðlunin verður starf- rækt fram í miðjan júlí, og er hún til húsa í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og síminn á skrif- stofu SHI er 62 10 80 og 62 10 81, það er opið frá kl.9-18 alla virka daga. eb BHMR Baráttufundur í Bíóborainni Þau aðildarfélög BHMR sem nú eru í verkfalli ætla að efna til baráttufundar í Bíóborginni (Austurbæjarbíói) og hefst hann kl. 13 í dag, þriðjudag. Á fundinum flytja þau ávörp Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK, Laura Scheving Thor- steinsson, formaður Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga, Magnús Guðjónsson, for- maður Dýralæknafélags Islands og Margrét Heinreksdóttir, for- maður Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu. Fundarstjóri verður Gunn- laugur Ástgeirsson kennari og í frétt frá BHMR kemur fram að hinni skoplegu hlið kjarabarátt- unnar verði einnig sinnt með flutningi leikþáttar og fjöldasöng með nýjum textum. Þarf mikla kunnáttu á svona apparat? Fyrst er að læra á apparatið og svo að þekkja stafrófið og svo helst eitthvað Það tekur mig marga daga að skrifa einn Skúm!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.