Þjóðviljinn - 25.04.1989, Síða 4

Þjóðviljinn - 25.04.1989, Síða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Að pissa í skó sinn Fregnir berast af því noröan úr Þingeyjarsýslu aö þar og í héruðunum í kring safni menn nú undirskriftum til aö biöja um að varaflugvöllur fyrir millilandaflug veröi lagöur í Aö- aldal. Tekiö er fram aö forsvarsmönnum söfnunarinnar þyki „eölilegt" að leita samvinnu viö Atlantshafsbandalagiö, en þó að Nató borgi flugvöllinn megi það ekki nota hann nema á ófriðartímum „í okkar heimshluta". Rétt er aö vara þessa menn við því aö kannski eigi skilgreining yfirmanna Nató á „ófriðartímum“ eftir aö koma þeim jafnmikiö á óvart og íslenskum stjórnvöldum áriö 1951 þegar bandarískur her gekk á land í annað sinn hér á suð-vesturhorninu. Til aö vera. Auðvitað er ekki rétt að leggja einstökum byggðarlögum þyngri þjóðernisskyldur á herðar en öðrum, en ekki fer hjá því aö við hugsum til frumkvöðla nútímaþjóöernisstefnu hér á landi, manna eins og Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum og Benedikts á Auönum, þegar sveitungar þeirra biðja erlent hervald aö reisa viö atvinnuástand í héraöinu meö því aö leggja herflugvöll með öllu sem honum tilheyrir, þar á meðal olíubirgöageymum og sprengjuheldum flugskýlum. Og þó ekki væri annað en þaö sem eðlilega fylgir flugvöllum: að malbika yfir graslendi, hraun, lyng og kjarr í einni fegurstu sveit á íslandi. En leggjum fegurðarsjónarmiðin til hliðar um sinn. Kann- ski er það bara smekksatriði að þykja Þingeyjarsýslur fagrar sveitir, en það kemur ekki smekk við þegar spurt er hvort lagning varaflugvallar er hentug og varanleg lausn á at- vinnuvanda Þingeyjarsýslna. Allar líkur benda til að slíkar framkvæmdir séu verri en engin lausn. Þegar lagt er í mannvirki á borð við stóran varaflugvöll sem á að koma að fullum notum í styrjöld þarf mikinn mann- skap til starfa í stuttan tíma. Hérað eins og Þingeyjarsýslur getur ekki lagt allan þann mannskap til, og framkvæmdirnar laða að fólk úr öðrum landshlutum eða erlendis frá. Aðalat- hafnatíminn er fljótur að líða og brátt fer vinna að dragast saman aftur. Þá er eftir að sjá hverjir fá þau fáu störf sem áfram verða í boði, og eðlilega er aðkomufólk allt eins líklegt til að hreppa þau og heimamenn. Þegar stuttu byggingartím- abili er lokið getur héraðið setið uppi með mun verra at- vinnuástand en áður. Þetta er eins og að pissa í skóinn sinn. Tvö dæmi blasa við málinu til skýringar. Annað er í Rang- árvallasýslu eftir viðamiklar virkjanir í Tungnaá, Hrauneyjarfossvirkjun og Sigölduvirkjun. Mikil atvinna hleypti vexti í bæi eins og Hellu á Rangárvöllum, fólk lagði í fjárfestingar, reisti myndarleg hús og kostaði miklu til. Svo er virkjunum lokið eftir örfá ár, fjöldi fólks missir vinnuna, þétt- býli lognast út af, verð á fasteignum hrapar svo að fólk fær ekkert fyrir það sem það kom upp með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði. Hitt dæmið er Reykjavík. Undanfarin ár hefur verið ofsa- leg þensla í þjónustugreinum og miklu meira framboð á atvinnu en fólk til að anna henni. Straumurinn hefur legið úr öðrum byggðarlögum á höfuðborgarsvæðið með öllu sem því fylgir á þjóðflutningatímum. Samdrátturinn núna kemur fyrst niður á þjónustugreinunum, og nú er svo komið að atvinnuástandið er verra í Reykjavík en víðast hvar annars staðar á landinu. Gegndarlaus þensla á örfáum árum er óholl hverju byggðarlagi. Það er varhugavert að samþykkja viðamiklar mannfrekar framkvæmdir þar sem ekki eru aðstæður til að sjá um þær að öllu leyti. Endanlega er verra að taka á móti en láta það ógert. SA KLIPPT OG SKORIÐ löndum. Um hitt verður ekki deiit, að hann var mikiil foringi. Hann markaði spor 1 sögunni, og áhrifa hans gætti á jarðkringlunni allri. Hvað sem öllum voðaverkum llður, A^ngum sögum af því, að hann —v.r bað Afinæliskveðja eftir Lúðvíg Eggertsson í dag á einn rr sögunnar 100 ára Adolfs Hitlers fyrirfí aldarsögunni, svo hann. Hann hafð) . þrBytílega hsafa«ka ast verður til jafni viyastjnk, miskun# bætist slripulags#i 8inn líka. Hann jA ingu og rotnun WJ§ Bölvalds mínnst anm, i hlið jndrað ^^araeða skrif- ■kert gagn gera, Kattborgurunum. pa þessa hluti, hin rek, en ekki styrj- únum störmerku Málf relsið og Morgunblaðið Morgunblaðið hefur það fyrir sið að hrósa sjálfu sér fyrir virka ást á málfrelsi: komið til mín, þér sem mál á herðum berið, og ég mun prenta yður. En í reynd fer því stóra blaði einatt svo, að sumir eru þar málfrjálsari en aðrir. Ekki bar- asta í blaðinu sjálfu. Eins og minnst hefur verið á í þessum pistlum er það líka óspart reynt í hinum nafnlausu ritstjórapistlum Morgunblaðsins að stýra því hverjir fái eða fái ekki að taka til máls á allt öðrum vettvangi. Tvö nýleg dæmi: Morgunblaðið skammaði ekki alls fyrir löngu höfunda sjónvarpsþáttar fyrir að spyrja ritstjóra Þjóðviljans einn- ar spurningar um atburði ársins 1972 (reyndar við hlið blaða- manns á Morgunblaðinu sem fékk sömu spurningu!). Og nú síðast á afmælisdegi Hitlers þótti blaðinu rétt að tugta til Norræna sumarháskólann fyrir að hafa leitað til Þjóðviljaritstjóra um innlegg í umræðu um perestrojku í Sovétríkjunum og breytingar á sambúð austurs og vesturs. Dæmi af þessu dagi eru mörg, fyrr og síðar. Enginerég öskutunna Við vitum að sjálfsögðu ekki nema fátt um það, hvernig blaðið afgreiðir þá sem vilja fá sig á prent. Það getur hæglega afsakað sig með því að ásókn sé mikil, ekki hægt að prenta allt og reyndar ekki ástæða til. „Við erum engin öskutunna," sagði einn ritstjórinn eitt sinn og þóttist nokkuð góður. Samt þykjumst við vita, að þessar aðstæður séu margsinnis notaðar til að lyfta greinum með „æskileg" viðhorf en frysta úti þær sem fara í Morg- unblaðstaugarnar. Má þar til nefna greinar um vélabrögð auðhringa og þá hina frægu „hækkun í hafi“ hjá Alusuisse, sem Morgunblaðsmenn fussuðu við og sveiuðu af talsverðri heift. Afreksmaðurinn Hitler Þetta er nú upp rifjað meðal annars vegna þess að á fyrrnefnd- um afmælisdegi Hitlers birtist af- mæliskveðja til foringjans í Morgunblaðinu, höfundur henn- ar var Lúðvík nokkur Eggerts- son. Þetta var ekki löng grein, en ansi rúmgóð: hún Iofar og prísar Hitler karlinn fyrir flest er hann gjörði og strikar yfir alla hans glæpi - það allt er afgreitt með þessari stórmerkilegu setningu hér: „Hvað sem öllum voðaverk- um líður, fer engum sögum af því að hann hafi deytt nokkrun mann.“ Meira var það nú ekki. Hinsvegar fær Hitler í þessari grein í Morgunblaðinu ómælt lof fyrir viljastyrk, skipulagsgáfu og fleiri kosti, sem hafi leyft honum að fremja „óviðjafnanleg afrek“. Og afrekunum er lýst á þessa leið hér til dæmis: „Hann sópaði burt spillingu og rotnun Weimarlýð- veldisins með einu pennastriki“. ...„Það er mál manna að þegnum Þýskalands hafi ekki liðið betur en í stjórnartíð hans, þegar hann hafði útrýmt atvinnuleysi“... „Hann þurfti ekki eitt hundrað og fimmtíu blýantsnagara eða skrifstofurápara sem ekkert gera nema íþyngja skattborgurun- um“. Hefðir til hægri Þegar ritstjórar Morgunblaðs- ins ákveða að birta grein sem bessa eru þeir vitanlega ekki að lýsa samstöðu um slíkt mat á Adolf Hitler. Þó ekki væri. En þó hlýtur það að vekja athygli að þegar slík grein berst er ekki vís- að á mikla hrúgu aðsendra greina („því miður ekkert pláss“) eða sagt að blaðið sé „engin ösku- tunna“. Öðru nær: greinin er birt akkúrat á pöntuðum degi. Klipp- ara finnst rétt að vekja á þessu athygli, enda þótt hann sé ekki vitund undrandi yfir þessari hlið hins morgunblaðska umburðar- lyndis. Birting Afmæliskveðj- unnar til Hitlers er nefnilega al- veg rökrétt framhald af svo mörgu í arfi Morgunblaðsins, af hefðum sem tengjast því, að hægrimenn ganga margir hverjir með hugmyndir sem skyldar eru þeim sem síðar kristallast í fasísk- um boðskap og foringjum. Sterkirmenn og fram- kvæmdasamir Auðvitað eru þessar hugmynd- ir orðnar svo herfilegar þegar þær eru komnar í hendur manna eins og Hitlers að sæmilega siðaðir menn hrökkva við og kannast ekki við sín hugarfóstur. En þetta er þarna allt einhversstaðar á sveimi. Rausið um smáskitlega spillingu og skriffinnsku lýðræð- isins. Oskhyggja sem tengist ein- hverjum sterkum manni sem sóp- ar öllum vandkvæðum til hliðar „með einu pennastriki“, kastar öllum syndum samfélagsins bak við sig og iætur þegnunum „líða vel“. Það fylgir venjulega með að sterki maðurinn hafi réttlætt sig með miklum framkvæmdum. (Hér á íslandi er til drjúgur flokk- ur manna sem fyrirgefur Hitler allar syndir vegna þess að hann hafi lagt mikla vegi um Þýskaland þvert og endilangt.) Öllu þessu fylgir viss tegund tilfinninga- dauða: Við skulum, segja þessir menn, ekki vera að „skoða styrj- aldarslysið" (ummæli í Afmælis- kveðjunnni), við skulum horfa á afreksmanninn. Og svo framveg- is. Þetta er allt meðvirkandi í því að beina umburðarlyndi Morg- unblaðsins í ákveðinn farveg, m.ö.o. þanþolið er tölvert út í það ystahægri þaðan sem stutt er í fasismann. Afmæliskveðjan til Hitlers er alls ekki eina dæmið um þetta (ef svo væri tæki varla að minnast á það). Þess er skemmst að minnast, að Morgun- blaðið birti alls um tvö hundruð greinar eftir einn og sama mann og áttu þær að heita um lífríkið. Höfundurinn var slóttugur: hann hélt í þessum greinum stíft fram öllum þeim helstu hugmyndum um sögu, kynþætti og þjóðfélags- framvindu sem fasískar hreyfing- ar og þá nasisminn sjálfur hvfla á - án þess að minnast á Hitler sjálfan og hans nánustu læri- sveina. Lúðvík Eggertsson tók svo af skarið í þessu feimnismáli: einhver hlaut að taka það að Sér. Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Ámason, Silja Aðalsteinsdóttir. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart(ljósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. . Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofu8tjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglý8ingaatjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarslo: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húamóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í Iau8asölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áskriftarverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 25. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.